Ráðgátur rifjaðar upp

Gillian Anderson barðist af hörku við feðraveldið og David Duchovny fannst erfitt að verða Mulder aftur. CIA ýtir fram raunverulegum X-skrám og handritshöfundur viðurkennir ást við fyrstu sýn. X Files eru byrjaðar aftur.

Sunna Valgerðardóttir|29. janúar 2016

The X-Fi­les hóf göngu sína á ný í Banda­ríkj­unum á sunnu­dag, eftir rúm­lega 13 ára hlé. Þætt­irnir verða sex tals­ins og segja, eins og áður, sögu alrík­is­lög­reglu­full­trú­anna Fox Mulder (Da­vid Duchovny) og Dana Scully (Gillian And­er­son) þar sem þau kljást við erf­iðar geim­ver­ur, yfir­nátt­úru­leg fyr­ir­bæri og spillt stjórn­völd. 

Ráð­gát­ur, eins og þætt­irnir voru kall­aðir á íslensku, voru einir vin­sæl­ustu sjón­varps­þættir heims á tíunda ára­tug síð­ustu ald­ar. Fyrsti þátt­ur­inn fór í loftið á sjón­varps­stöð­inni Fox þann 10. sept­em­ber 1993 og skaut þeim Duchovny, þá 33 ára, And­er­son, 24 ára, á ógn­ar­hraða upp á stjörnu­him­in­inn. Á næstu 15 árum voru fram­leiddar 9 þátta­ser­íur af X Files og tvær bíó­mynd­ir, The X-Fi­les (1998) og The X Files: I Want to Beli­eve (2008).  

Fjöl­margar stór­stjörnur stigu sín fyrstu skref fyrir framan mynda­vél­arnar í þátt­un­um, eins og Aaron Paul úr Break­ing Bad, Lucy Liu, Mich­ael Buble, Felicity Huffman og Giovanni Ribisi. 

CIA hoppar á X Files vagn­inn

Mark­aðs­setn­ingin í kring um X Files þegar þætt­irnir hófu fyrst göngu sína sner­ist mikið um að þeir væru byggðir á sönnum atburð­um. Sem er að vissu leyti rétt, það er sá hluti að Leyni­þjón­usta Banda­ríkj­anna (CIA) hefur vissu­lega yfir að ráða mjög mörgum skjala­geymslum og kjöll­ur­um, fullum af leyni­legum skýrsl­um, svoköll­uðum X Files. 

CIA ákvað hins vegar í síð­ustu viku að opna fyrir hluta þess­ara skýrslna, nokkrum dögun áður en þætt­irnir fóru í loftið á ný. Á heima­síðu leyni­þjón­ust­unnar var birt frétt undir fyr­ir­sögn­inni: Skoð­aðu „X-­skýrsl­urn­ar" okkar (e. Take a Peek Into our „X Files"). Skjöl­unum er skipt í tvo flokka, undir heit­un­um: „Topp 5 skýrsl­urnar sem Mulder þráir að kom­ast í" og „Topp 5 skýrsl­urnar sem Scully þráir að kom­ast í." Skýrsl­urnar virð­ast allar snú­ast um fljúg­andi furðu­hluti og til­vist geim­vera. Almanna­tenglar CIA eru greini­lega að vinna fyrir kaup­inu sínu.

Feðra­veldið í Hollywood

Það varð uppi fótur og fit í fjöl­miðla­heim­inum þegar Chris Carter, fram­leið­andi og höf­undur X-Fi­les, til­kynnti í fyrra að ákveðið hefði verið að fram­leiða sex þætti til við­bótar eftir meira en ára­tugar hlé. Hvorki Duchovny né And­er­son höfðu setið auðum höndum síðan þætt­irnir hættu í fram­leiðslu og höfðu bæði leikið í fjölda kvik­mynda og sjón­varps­þátta, m.a. Cali­forn­ication og The Fall. 

And­er­son var upp­haf­lega treg til þess að taka þátt í verk­efn­inu og leist ekki vel á hug­mynd­ina, en lét til leið­ast. Hún sagð­ist við Guar­dian von­ast til þess að aðdá­endur þátt­anna „verði ekki fyrir von­brigðum þegar þeir sjá Mulder og Scully með göngu­grind­ur.” 

Og eins og Hollywood er von og vísa, þá voru henni boðin helm­ingi lægri laun fyrir þætt­ina sex heldur en Duchovny - aft­ur. Hún fékk helm­ingi lægri laun en hann þegar þau byrj­uðu að gera þætt­ina 1993 og fram­leið­end­urnir reyndu að bjóða henni sömu kjör aft­ur: Miklu lægri laun heldur en karl­inn, með­leik­ari henn­ar. 

And­er­son var borgað mun minna en Duchovny í fyrstu þátta­röð­unum og var látin standa aftar en hann fyrir framan mynda­vél­ina, en ekki við hlið­ina á hon­um. Eftir nokkur ár af þessu lét hún ekki bjóða sér það lengur og mót­mælti mis­mun­un­inni þar til laun hennar voru hækkuð og vægi Scully auk­ið. 

Og nú, eft­ir langar við­ræður við fram­leið­end­urna, voru laun hennar hækkuð fyrir nýju ser­í­una. Sam­kvæmt heim­ildum banda­rískra fjöl­miðla fengu Mulder og Scully að lokum jafn mikið borgað fyrir þætt­ina sex. 

Mulder elskaði Scully frá fyrstu stundu

Duchovny segir í við­tali við The Coll­ider að það hafi reynst honum erfitt að koma aftur á settið eftir svona langt hlé. 

„Mulder má hvorki stama né hika. Hann er með allt á hreinu, þekkir allar stað­reynd­ir, er snöggur og örugg­ur. Það er ekki auð­velt, sér­stak­lega ekki á fyrsta degi á sett­i,” segir hann. 

Fjórir af nýju þátt­unum verða sjálf­stæðar sögur en tveir fjalla um það sem hefur verið rauði þráð­ur­inn í hinum ser­í­unum - sög­una um hið stóra alls­herj­ar­sam­særi banda­rísku rík­is­stjórn­ar­innar (e. Myt­hology Epis­odes) sem lýtur að því að fela sann­leik­ann um til­vist geim­vera og þeirra fyr­ir­ætl­anir á jörð­u. 

Eins og oft vill ger­ast þegar karl og kona eru í aðal­hlut­verki þátta­ser­ía, koma upp vanga­veltur um ást­ar­sam­band á milli þeirra. Það virð­ist vera erfitt fyrir áhorf­endur að sætta sig við að fólk af gagn­stæðu kyni geti unnið svo mikið og náið saman án þess að ástin blossi og Mulder og Scully eru þar engin und­an­tekn­ing. Chris Carter, höf­undur X Files, segir við The Daily Beast að Mulder hafi orðið ást­fang­inn af Scully um leið og hann sá hana fyrst. Ást við fyrstu sýn - eig­in­lega á báða bóga. En þegar þau hitt­ast aftur eftir ára­tuga aðskiln­að, er neist­inn slokkn­að­ur.    

Gagn­rýnendur ekki hrifnir

Nýjasti X Files þátt­ur­inn fékk þó dræmar við­tökur hjá gagn­rýnendum vest­an­hafs. Hollywood Reporter sagði hann klaufa­legan, gagn­rýn­andi Enterta­in­ment Weekly varð fyrir von­brigð­um, þó að hann væri mik­ill aðdá­andi gömlu þátt­anna og Tel­egraph sagði sam­sær­is­kenn­ing­arnar ekki eins fram­andi og áður í ljósi breyttra tíma með til­komu nets­ins. 

Ráð­gátur voru fyrst sýndar á RÚV þegar þeir hófu göngu sína hér á landi en síðar keypti Stöð 2 sýn­inga­rétt­inn. X Files verða því sýndir á Stöð 2 og hefj­ast á sunnu­dags­kvöld.  

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Efnisflokkar:
Meira eftir höfundinnSunna Valgerðardóttir
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar