Dæmdur til að greiða milljóna sekt eða sitja tólf ár í fangelsi

Íslenskur skip­stjóri á skip­inu Heina­ste var dæmdur í dag til að greiða 7,9 milljónir króna í sekt eða sæta tólf ára fangelsisvist vegna ólöglegra veiða.

Arngrímur Brynjólfsson
Arngrímur Brynjólfsson
Auglýsing

Arn­grímur Brynj­­ólfs­­son skip­­stjóri á skip­inu Heina­­ste, sem Sam­herji gerði út við strendur Namib­­íu, var dæmdur í dag til að greiða 7,9 millj­ónir króna í sekt eða sæta tólf ára fang­els­is­vist vegna ólög­legra veiða. Kröfu ákæru­valds­ins um að fá að leggja hald á fiski­skipið Heinaste sem hann stýrði var vísað frá dómi. The Namibian Sun greinir frá í dag á Twitt­er. 

Fram kom í fréttum í lok jan­úar að Arn­grím­ur hefði játað sök vegna ásak­ana um ólög­­legar veið­­ar.Auglýsing

Í yfir­­lýs­ingu sem Arn­grímur sendi frá sér, skömmu eftir að hann var hand­­tek­inn, sagð­ist hann hafa verið í sinni síð­­­ustu sjó­­ferð sem skip­­stjóri, en hann er 67 ára gam­all. Hann sagð­ist hafa verið í góðri trú um að veið­­arnar hafi verið lög­­­leg­­ar, og utan bann­­svæð­­is.

Arn­grímur var hend­­tek­inn 20. nóv­­em­ber, rúm­­lega viku eftir að afhjúp­andi umfjöllun Kveiks, Wik­i­­leaks og Al Jazeera, hafði birst, þar sem fjallað var um starf­­semi Sam­herja í Namib­­íu, og meintar mút­u­greiðsl­­ur, skattaund­an­­skot og pen­inga­þvætti, en þessi mál eru nú til rann­­sókn­­ar, meðal ann­­ars á Íslandi, í Nor­egi og einnig í Namibíu og Angóla.

Arn­grímur ját­aði sök, eins og áður seg­ir, en málið snérist um það, að skipið sem hann stýrði hefði verið við veiðar á hrygn­ing­­ar­­svæði undan ströndum Namib­­íu.

Arn­grímur hefur verið í far­­banni frá því málið kom upp, og þurfti að reiða fram um 850 þús­und krónur í trygg­ingu, þar til dómur myndi falla í máli hans. Tog­­ar­inn var kyrr­­settur af namibískum yfir­­völdum og er það staða mála enn þann dag í dag.

Vilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Eitt smit á Austurlandi í 3. bylgju – til álita kemur að slaka á aðgerðum á landsbyggðinni
„Í ljósi þess að mjög fá smit eru nú að greinast utan höfuðborgarsvæðisins þá kæmi til álita að mínu mati að beita minna takmarkandi aðgerðum á þeim svæðum,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Aðeins eitt smit greindist á Austurlandi í 3. bylgju.
Kjarninn 1. desember 2020
Sigríður Á. Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi dómsmálaráðherra.
Þeir sem brjóta niður traust á dómstólum ættu ekki að gegna trúnaðarstörfum fyrir hönd almennings
Gagnsæi, samtök gegn spillingu, telja að þeir sem bera ábyrgð á því að brjóta niður traust á dómstólum ættu ekki að koma að frekari trúnaðarstörfum fyrir hönd almennings.
Kjarninn 1. desember 2020
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Dómsmálaráðherra: „Þessi niðurstaða veldur vissulega vonbrigðum“
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra ræddi niðurstöðu Landsréttarmálsins á ríkisstjórnarfundi og sagði hana í kjölfarið valda sér vonbrigðum. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir bent á mjög alvarlega annmarka.
Kjarninn 1. desember 2020
Kjartan Briem nýr framkvæmdastjóri Isavia ANS
Isavia ANS ehf. er dótturfélag Isaiva ohf. og annast rekstur og uppbygginu flugleiðsöguþjónustu.
Kjarninn 1. desember 2020
Áfram munu fjöldamörk miðast við tíu manns - að minnsta kosti í viku í viðbót.
Óbreyttar sóttvarnaaðgerðir í viku í viðbót
Ákveðið hefur verið að framlengja gildandi sóttvarnaráðstafanir til 9. desember. Til stóð að gera tilslakanir en vegna þróunar faraldursins síðustu daga var ákveðið að halda gildandi aðgerðum áfram.
Kjarninn 1. desember 2020
„Í þrjú ár hafa þau þrjóskast við og tekið flokkshollustu og valdastóla fram yfir hagsmuni þjóðarinnar“
Píratar hafa sent frá sér yfirlýsingu vegna niðurstöðu yfirdeildar Mannréttindadómstóls Evrópu.
Kjarninn 1. desember 2020
Yfirdeild MDE kvað upp niðurstöðu í málinu í morgun.
Íslenska ríkið tapaði málinu fyrir yfirdeildinni
Yfirdeild Mannréttindadómstól Evrópu staðfesti í dag fyrri dóm réttarins í Landsréttarmálinu.
Kjarninn 1. desember 2020
Þjóðhættir
Þjóðhættir
Þjóðhættir – Rithöfundaspjall: Sagnaheimur og „neðanmittisvesen“
Kjarninn 1. desember 2020
Meira úr sama flokkiErlent