Útilokar ekki vorkosningar á næsta ári

Forsætisráðherra segist ekki útiloka þann möguleika að kosið verði til Alþingis að vori 2021 í staðinn fyrir í lok október en þá lýkur yfirstandandi kjörtímabili.

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður VG.
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður VG.
Auglýsing

Katrín Jak­obs­dóttir úti­lokar ekki að alþing­is­kosn­ingar fari fram að vori 2021. Frá þessu greinir hún í sam­tali við Kjarn­ann. Hún bendir hins vegar á að kjör­tíma­bilið sé til loka októ­ber 2021 og því sé eðli­legt að kjósa þá. Hún áréttar enn fremur að hún muni hlýða á sjón­ar­mið for­ystu­manna ann­arra flokka um mál­ið.

Haustið 2021 mun núver­andi rík­­is­­stjórn hafa setið í fjög­ur ár. Rætt hefur verið um hvort að kosn­­ingum verði flýtt til vor­s­ins þar sem hefð er fyrir þing­­kosn­­ingum þá. Sam­­kvæmt lög­­um um stjórn­­­skip­an lýk­ur yf­ir­stand­andi kjör­­tíma­bili í lok októ­ber 2021.

„Kostar blóð, svita og tár að kom­­ast til valda“

Orð Bjarni Bene­dikts­son­ar, for­manns Sjálf­stæð­is­flokks­ins og fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, í við­talið í Silfr­inu á RÚV um síð­ustu helgi vöktu nokkra athygli. Hann sagði að engin nið­­ur­­staða væri komin varð­andi hvenær kosn­ingar verða enn­þá. „Ef ég á að segja hug minn allan þá segi ég; það kostar blóð, svita og tár að kom­­ast til valda. Af hverju í ó­sköp­unum ætti maður að gefa það frá sér hálfu ári áður en að lög segja til­ um?“

Auglýsing

Til stendur að ræða við for­menn allra flokka

Fram kom í fréttum í byrjun des­em­ber síð­ast­lið­ins að Katrín myndi í vetur ræða við for­­menn allra flokka á Alþingi um það hvenær næstu þing­­kosn­­ing­ar fara fram.

Þór­hilduar Sunna Ævar­s­dótt­ir, þing­­maður Pírata, spurði for­sæt­is­ráð­herr­ann hvort það lægi fyr­ir hvort kosn­­ing­ar yrðu haldn­ar á haust­­mán­uðum 2021 eða hvort for­­sæt­is­ráð­herra og rík­­is­­stjórn­­in hygg­ð­ist halda alþing­is­­kosn­­ing­ar á eðli­­leg­um tíma á vor­­mán­uðum 2021.

Katrín taldi jafn­framt að umræða um þessi mál í lok þing­vetr­ar væru góður fyr­ir­vari. Hún benti á að ekki stæði ein­­göngu til að ræða kosn­­inga­lög held­ur einnig breyt­ing­ar á stjórn­­­ar­­skrá. Boðað yrði til fund­ar með for­­mönn­um flokka í lok þing­vetr­ar til að ræða lok kjör­­tíma­bils­ins.

Ótt­ast sýnd­ar­sam­ráð

Þor­gerður Katrín Gunn­ars­dótt­ir, for­maður Við­reisn­ar, segir í sam­tali við Kjarn­ann að ekk­ert sam­ráð hafi enn verið haft við þau í flokkn­um. „Okkar við­horf er að best væri að hafa kosn­ingu að vori,“ segir hún og bendir á að októ­ber sé ekki góður tími fyrir kosn­ingar vegna veð­urs og ann­ars. Hún seg­ist samt sem áður skilja hvers vegna þessi rík­is­stjórn vilji hafa kosn­ingar að hausti, enda hafi fjár­mála­ráð­herr­ann talað skýrt og greini­lega í við­tal­inu um liðna helgi. „Hann sagði það hreint út að hann vildi halda völdum sem lengst.“

Hún segir að það sem hún hafi mestar áhyggjur af núna er að þetta sam­ráð milli for­sæt­is­ráð­herra og for­manna flokk­anna, sem nú stendur til að hafa, verði sýnd­ar­sam­ráð en hún seg­ist hafa upp­lifað það ítrekað á þessu kjör­tíma­bili.

„Margt mælir með vor­kosn­ing­um“

Logi Ein­ars­son, for­maður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, segir að honum finn­ist óheppi­legt að hafa kosn­ingar að hausti. Hann bendir þó á að auð­vitað eigi sitj­andi rík­is­stjórn rétt á því að kosið verði haustið 2021.

„Margt mælir með vor­kosn­ing­um,“ segir Logi og bendir á að þá hafi ný rík­is­stjórn tæki­færi til að leggja fram vönduð fjár­lög. Hann nefnir jafn­framt að Íslend­ingar búi á þannig landi að allra veðra sé von og að það sé ákveðið lýð­ræð­is­mál að þing­menn geti nálg­ast sína kjós­endur án þess að hafa áhyggjur af veðri.

Honum finnst merki­legt hversu mikið Bjarni leggi áherslu á að kosið verði að hausti. „Mig grunar að hann ótt­ist að missa völd­in. Mér finnst ekki skrítið að hann vilji hanga á stólnum sínum leng­ur,“ segir Logi.

Varð­andi sam­ráðið sem Katrín tal­aði um í des­em­ber þá segir Logi að ekk­ert slíkt hafi enn átt sér stað. Hann býst þó við að for­menn flokk­anna á þingi fái boð frá for­sæt­is­ráð­herr­anum og að víst hún orði það þannig þá hljóti hún að bjóða þeim að hafa ein­hverja skoðun á hvenær kosið verði.

Upp­lifir óein­ingu innan rík­is­stjórn­ar­flokk­anna

Hall­dóra Mog­en­sen, þing­flokks­for­maður Pírata, segir í sam­tali við Kjarn­ann að rétt­ast sé að „koma kosn­ingum á réttan stað“ – sér­stak­lega út frá fjár­lög­um, að ný rík­is­stjórn hafi tíma til að vinna fjár­lög svo þetta verði ekki, vegna tíma­skorts, enn ein emb­ætt­is­manna­fjár­lög. „Það er bæði ófag­legt og ólýð­ræð­is­legt að vinna fjár­lög í svona mik­illi tíma­þröng. Einnig væri slæmt að hafa svona stutt á milli alþing­is- og sveita­stjórn­ar­kosn­inga.“

Hún seg­ist samt skilja það vel að rík­is­stjórnin vilji kjósa um haustið vegna þess að hún sé ekki að ná sínum málum í gegnum þing­ið. „Rík­is­stjórnin er ekki að ná sínum málum í gegnum þingið vegna óein­ingar meðal rík­is­stjórn­ar­flokk­anna. Þau sam­þykkja ekki mál hvors ann­ars. Það er frekar sjálf­hverft að ætla að fresta kosn­ingum vegna þessa,“ segir hún. Því væri meiri tími kær­kom­inn fyrir rík­is­stjórn­ar­flokk­anna.

„Mér finnst einnig mjög furðu­legt að Bjarni skuli koma fram í sjón­varps­við­tali, og segja það sem hann sagði, þegar búið er að tala um að eiga sam­ráð seinna við for­menn flokk­anna,“ segir hún en Hall­dóra telur það ekki traust­vekj­andi að sjá fjár­mála­ráð­herra koma fram með þessum hætti. Hún stað­festir eins og aðrir sem Kjarn­inn tal­aði við í stjórn­ar­and­stöð­unni að enn hafi ekk­ert sam­tal átt sér stað milli for­manna flokk­anna og for­sæt­is­ráð­herra um hvenær eigi að efna til kosn­inga.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þeir eru takmörkuð auðlind, stafirnir í gríska stafrófinu.
Af hverju sleppti WHO tveimur stöfum gríska stafrófsins?
Á eftir Mý kemur Ný og þá Xí. En eftir að Mý-afbrigði kórónuveirunnar fékk nafn sitt var það næsta sem uppgötvaðist nefnt Ómíkron. Hvað varð um Ný og Xí?
Kjarninn 1. desember 2021
Guðmundur Hrafn Arngrímsson og Yngvi Ómar Sighvatsson
Kúgaða fólkið!
Kjarninn 1. desember 2021
Þórunn Sveinbjarnardóttir þingmaður Samfylkingar verður formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar.
Þórunn eini nefndarformaður stjórnarandstöðunnar
Sjálfstæðisflokkurinn fer með formennsku í þremur af átta fastanefndum þingsins, Framsókn tveimur og VG tveimur. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir verður formaður fjárlaganefndar, eins og Vinstri græn gáfu reyndar óvart út á mánudag.
Kjarninn 1. desember 2021
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Fyrsta sendiráð Íslands í Asíu
Kjarninn 1. desember 2021
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra kynnti fjárlagafrumvarpið sitt fyrir næsta ár í gær.
Útgjöld vegna barnabóta lækka
Ekki er gert ráð fyrir auknum útgjöldum ríkisins til barnabóta á næsta ári, þrátt fyrir að fjárhæðir þeirra til hvers einstaklings hækki og skerðingarmörk verði færð ofar. Áætluð útgjöld eru 11 prósentum minni en þau voru í fyrra.
Kjarninn 1. desember 2021
Hreinn Loftsson, lögmaður og annar aðstoðarmaður innanríkisráðherra.
Hreinn Loftsson hættir sem aðstoðarmaður Áslaugar Örnu og ræður sig til Jóns
Jón Gunnarsson tók við sem innanríkisráðherra á sunnudag hefur ákveðið að ráða fyrrverandi aðstoðarmann forvera síns í starfi, Hrein Loftsson, sem aðstoðarmann sinn.
Kjarninn 1. desember 2021
Í samfélaginu á Stöðvarfirði eru ekki allir sáttir með fyrirhugaða útgáfu rekstarleyfis til laxeldis gegnt bæjarstæðinu.
Rúmur fjórðungur íbúa á Stöðvarfirði leggst gegn fyrirhuguðu laxeldi
Matvælastofnun fékk á dögunum sendar undirskriftir um 50 íbúa á Stöðvarfirði sem mótmæla því að Fiskeldi Austfjarða fái útgefið rekstrarleyfi fyrir 7.000 tonna laxeldi í firðinum. Íbúar eru efins um að mörg störf verði til á Stöðvarfirði vegna eldisins.
Kjarninn 1. desember 2021
Þórður Snær Júlíusson
Ríkisstjórn þeirra sem vilja stjórna, ekki leiða
Kjarninn 1. desember 2021
Meira úr sama flokkiInnlent