Útilokar ekki vorkosningar á næsta ári

Forsætisráðherra segist ekki útiloka þann möguleika að kosið verði til Alþingis að vori 2021 í staðinn fyrir í lok október en þá lýkur yfirstandandi kjörtímabili.

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður VG.
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður VG.
Auglýsing

Katrín Jak­obs­dóttir úti­lokar ekki að alþing­is­kosn­ingar fari fram að vori 2021. Frá þessu greinir hún í sam­tali við Kjarn­ann. Hún bendir hins vegar á að kjör­tíma­bilið sé til loka októ­ber 2021 og því sé eðli­legt að kjósa þá. Hún áréttar enn fremur að hún muni hlýða á sjón­ar­mið for­ystu­manna ann­arra flokka um mál­ið.

Haustið 2021 mun núver­andi rík­­is­­stjórn hafa setið í fjög­ur ár. Rætt hefur verið um hvort að kosn­­ingum verði flýtt til vor­s­ins þar sem hefð er fyrir þing­­kosn­­ingum þá. Sam­­kvæmt lög­­um um stjórn­­­skip­an lýk­ur yf­ir­stand­andi kjör­­tíma­bili í lok októ­ber 2021.

„Kostar blóð, svita og tár að kom­­ast til valda“

Orð Bjarni Bene­dikts­son­ar, for­manns Sjálf­stæð­is­flokks­ins og fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, í við­talið í Silfr­inu á RÚV um síð­ustu helgi vöktu nokkra athygli. Hann sagði að engin nið­­ur­­staða væri komin varð­andi hvenær kosn­ingar verða enn­þá. „Ef ég á að segja hug minn allan þá segi ég; það kostar blóð, svita og tár að kom­­ast til valda. Af hverju í ó­sköp­unum ætti maður að gefa það frá sér hálfu ári áður en að lög segja til­ um?“

Auglýsing

Til stendur að ræða við for­menn allra flokka

Fram kom í fréttum í byrjun des­em­ber síð­ast­lið­ins að Katrín myndi í vetur ræða við for­­menn allra flokka á Alþingi um það hvenær næstu þing­­kosn­­ing­ar fara fram.

Þór­hilduar Sunna Ævar­s­dótt­ir, þing­­maður Pírata, spurði for­sæt­is­ráð­herr­ann hvort það lægi fyr­ir hvort kosn­­ing­ar yrðu haldn­ar á haust­­mán­uðum 2021 eða hvort for­­sæt­is­ráð­herra og rík­­is­­stjórn­­in hygg­ð­ist halda alþing­is­­kosn­­ing­ar á eðli­­leg­um tíma á vor­­mán­uðum 2021.

Katrín taldi jafn­framt að umræða um þessi mál í lok þing­vetr­ar væru góður fyr­ir­vari. Hún benti á að ekki stæði ein­­göngu til að ræða kosn­­inga­lög held­ur einnig breyt­ing­ar á stjórn­­­ar­­skrá. Boðað yrði til fund­ar með for­­mönn­um flokka í lok þing­vetr­ar til að ræða lok kjör­­tíma­bils­ins.

Ótt­ast sýnd­ar­sam­ráð

Þor­gerður Katrín Gunn­ars­dótt­ir, for­maður Við­reisn­ar, segir í sam­tali við Kjarn­ann að ekk­ert sam­ráð hafi enn verið haft við þau í flokkn­um. „Okkar við­horf er að best væri að hafa kosn­ingu að vori,“ segir hún og bendir á að októ­ber sé ekki góður tími fyrir kosn­ingar vegna veð­urs og ann­ars. Hún seg­ist samt sem áður skilja hvers vegna þessi rík­is­stjórn vilji hafa kosn­ingar að hausti, enda hafi fjár­mála­ráð­herr­ann talað skýrt og greini­lega í við­tal­inu um liðna helgi. „Hann sagði það hreint út að hann vildi halda völdum sem lengst.“

Hún segir að það sem hún hafi mestar áhyggjur af núna er að þetta sam­ráð milli for­sæt­is­ráð­herra og for­manna flokk­anna, sem nú stendur til að hafa, verði sýnd­ar­sam­ráð en hún seg­ist hafa upp­lifað það ítrekað á þessu kjör­tíma­bili.

„Margt mælir með vor­kosn­ing­um“

Logi Ein­ars­son, for­maður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, segir að honum finn­ist óheppi­legt að hafa kosn­ingar að hausti. Hann bendir þó á að auð­vitað eigi sitj­andi rík­is­stjórn rétt á því að kosið verði haustið 2021.

„Margt mælir með vor­kosn­ing­um,“ segir Logi og bendir á að þá hafi ný rík­is­stjórn tæki­færi til að leggja fram vönduð fjár­lög. Hann nefnir jafn­framt að Íslend­ingar búi á þannig landi að allra veðra sé von og að það sé ákveðið lýð­ræð­is­mál að þing­menn geti nálg­ast sína kjós­endur án þess að hafa áhyggjur af veðri.

Honum finnst merki­legt hversu mikið Bjarni leggi áherslu á að kosið verði að hausti. „Mig grunar að hann ótt­ist að missa völd­in. Mér finnst ekki skrítið að hann vilji hanga á stólnum sínum leng­ur,“ segir Logi.

Varð­andi sam­ráðið sem Katrín tal­aði um í des­em­ber þá segir Logi að ekk­ert slíkt hafi enn átt sér stað. Hann býst þó við að for­menn flokk­anna á þingi fái boð frá for­sæt­is­ráð­herr­anum og að víst hún orði það þannig þá hljóti hún að bjóða þeim að hafa ein­hverja skoðun á hvenær kosið verði.

Upp­lifir óein­ingu innan rík­is­stjórn­ar­flokk­anna

Hall­dóra Mog­en­sen, þing­flokks­for­maður Pírata, segir í sam­tali við Kjarn­ann að rétt­ast sé að „koma kosn­ingum á réttan stað“ – sér­stak­lega út frá fjár­lög­um, að ný rík­is­stjórn hafi tíma til að vinna fjár­lög svo þetta verði ekki, vegna tíma­skorts, enn ein emb­ætt­is­manna­fjár­lög. „Það er bæði ófag­legt og ólýð­ræð­is­legt að vinna fjár­lög í svona mik­illi tíma­þröng. Einnig væri slæmt að hafa svona stutt á milli alþing­is- og sveita­stjórn­ar­kosn­inga.“

Hún seg­ist samt skilja það vel að rík­is­stjórnin vilji kjósa um haustið vegna þess að hún sé ekki að ná sínum málum í gegnum þing­ið. „Rík­is­stjórnin er ekki að ná sínum málum í gegnum þingið vegna óein­ingar meðal rík­is­stjórn­ar­flokk­anna. Þau sam­þykkja ekki mál hvors ann­ars. Það er frekar sjálf­hverft að ætla að fresta kosn­ingum vegna þessa,“ segir hún. Því væri meiri tími kær­kom­inn fyrir rík­is­stjórn­ar­flokk­anna.

„Mér finnst einnig mjög furðu­legt að Bjarni skuli koma fram í sjón­varps­við­tali, og segja það sem hann sagði, þegar búið er að tala um að eiga sam­ráð seinna við for­menn flokk­anna,“ segir hún en Hall­dóra telur það ekki traust­vekj­andi að sjá fjár­mála­ráð­herra koma fram með þessum hætti. Hún stað­festir eins og aðrir sem Kjarn­inn tal­aði við í stjórn­ar­and­stöð­unni að enn hafi ekk­ert sam­tal átt sér stað milli for­manna flokk­anna og for­sæt­is­ráð­herra um hvenær eigi að efna til kosn­inga.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Einar S. Hálfdánarson
Meðreiðarsveinar Pútíns
Kjarninn 24. maí 2022
Indriði H. Þorláksson
Allt orkar tvímælis þá gert er
Kjarninn 24. maí 2022
Kristrún Frostadóttir þingmaður Samfylkingarinnar.
Húsnæði ætti ekki að vera uppspretta ávöxtunar – heldur heimili fólks
Þingmaður Samfylkingarinnar segir að húsnæðismarkaðurinn eigi ekki að vera fjárfestingarmarkaður. Það sé eitt að fjárfesta í eigin húsnæði til að eiga samastað og búa við húsnæðisöryggi, annað þegar íbúðarkaup séu orðin fjárfestingarkostur fyrir ávöxtun.
Kjarninn 24. maí 2022
Kalla eftir hækkun atvinnuleysisbóta
Í umsögn sinni við frumvarp um mótvægisaðgerðir vegna verðbólgu segir ASÍ að nokkrir hópar séu viðkvæmastir fyrir hækkandi verðlagi og vaxtahækkunum. ASÍ styður þá hugmyndafræði að ráðast í sértækar aðgerðir í stað almennra aðgerða.
Kjarninn 24. maí 2022
Meirihlutaviðræður Viðreisnar, Framsóknar, Pírata og Samfylkingar í Reykjavík eru hafnar.
Málefnin rædd fyrst og verkaskipting í lokin
Oddvitar Framsóknarflokks, Samfylkingar, Pírata og Viðreisnar í Reykjavík lýsa öll yfir ánægju með viðræður um myndun meirihluta í Borgarstjórn Reykjavíkur sem eru formlega hafnar. Öll áhersla verður lögð á málefni áður en verkaskipting verður rædd.
Kjarninn 24. maí 2022
Emil Dagsson.
Emil tekinn við sem ritstjóri Vísbendingar
Ritstjóraskipti hafa orðið hjá Vísbendingu. Jónas Atli Gunnarsson kveður og Emil Dagsson tekur við. Kjarninn hefur átt Vísbendingu í fimm ár.
Kjarninn 24. maí 2022
Einar Þorsteinsson og Þordís Lóa Þórhallsdóttir leiða tvö af þeim fjórum framboðum sem munu ræða saman um myndun meirihluta.
Framsókn býður Samfylkingu, Pírötum og Viðreisn til viðræðna um myndun meirihluta
Bandalag þriggja flokka mun ræða við Framsókn um myndun meirihluta í Reykjavík sem myndi hafa 13 af 23 borgarfulltrúum á bakvið sig. Boðað hefur verið til blaðamannafundar klukkan 11 til að svara spurningum fjölmiðla um málið.
Kjarninn 24. maí 2022
„Á meðan helvítis eftirspurnin er þá er framboð“
Vændi venst ekki og verður bara verra með tímanum, segir viðmælandi í nýrri bók þar sem rætt er við sex venjulegar konur sem hafa verið í vændi. Þær lýsa m.a. ástæðum þess af hverju þær fóru út í vændi og þeim skelfilegu afleiðingum sem það hafði á þær.
Kjarninn 24. maí 2022
Meira úr sama flokkiInnlent