Skattrannsóknarstjóri fékk gögn um Samherja fyrir Kveiksþáttinn

Yfirvöld í Namibíu höfðu sent skattrannsóknarstjóra gögn um Samherja áður en viðskiptahættir fyrirtækisins í Namibíu voru opinberaðir í fjölmiðlum. Embættið fundaði með háttsettum aðilum í fjármála- og efnahagsráðuneytinu 18. nóvember 2019.

Samherji er grunaður um að hafa greitt mútur fyrir aðgang að ódýrari kvóta í Namibíu.
Samherji er grunaður um að hafa greitt mútur fyrir aðgang að ódýrari kvóta í Namibíu.
Auglýsing

Í minnisblaði frá embætti skattrannsóknarstjóra sem sent var til fjármála- og efnahagsráðuneytisins 18. nóvember 2019 segir að tilefni fundar Bryndísar Kristjánsdóttur skattrannsóknarstjóra og sérfræðings frá embættinu með tveimur fulltrúum frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu, Guðmundi Árnasyni ráðuneytisstjóra og Helgu Jónsdóttur, skrifstofustjóra á skrifstofu skattamála, sama dag hafi verið „fjölmiðlaumfjöllun fyrr í mánuðinum um meint refsiverð brot í starfsemi Samherja hf. á erlendri grundu og hugsanlega hérlendis.“

Þar segir enn fremur að Samherji sé eitt stærsta sjávarútvegsfyrirtæki Evrópu, með starfsemi í allt að tíu löndum. „Skattrannsóknarstjóri ríkisins hefur haft gögn vegna sjávarútvegsfyrirtækisins Samherja hf. til skoðunar í nokkrar vikur.“

Það þýðir að embættið hafði fengið gögn tengd Samherja, og hafið skoðun sína á þeim, áður en þáttur Kveiks um málið var sýndur þriðjudagskvöldið 12. nóvember 2019. 

Í minnisblaðinu segir að um sé að ræða gögn sem bárust embættinu frá namibískum yfirvöldum. „Við þá yfirferð sem og við skoðunar fjölmiðlaumfjöllunar um málefni félagsins undanfarna daga hafa komið fram ýmis atriði sem þarfnast ítarlegrar skoðunar af hálfu embættisins. Á næstu dögum á embættið von á frekari gögnum vegna málsins.“

Í minnisblaðinu, sem fjármála- og efnahagsráðuneytið neitaði upphaflega að afhenda fréttamanni hjá RÚV, var einnig að finna nánari upplýsingar um þennan anga, en úrskurðarnefnd um upplýsingamál taldi að ráðuneytinu hefði verið heimilt að fella þá efnisgrein út úr minnisblaðinu áður en það yrði afhent. Hún komst hins vegar að þeirri niðurstöðu með úrskurði 14. febrúar síðastliðinn að flest annað í minnisblaðinu ætti fullt erindi við almenning og lagði fyrir ráðuneytið að veita aðgang að þeim hlutum þess.

Hluti af minnisblaðinu fellt út

Sam­herj­a­málið hófst form­lega í nóv­em­ber í fyrra þegar Kveik­­­ur, Stund­in, Wiki­leaks og Al Jazeera birtu umfjöllun sína um við­­­skipta­hætti Sam­herja í Namibíu og víðar þar sem fjallað var um meintar mút­­u­greiðsl­­­ur, pen­inga­þvætti og skatta­snið­­­göngu. 

Skattrannsóknarstjóri segir í minnisblaðinu að í ljósi „mikilvægi málsins og umfangs þess“ telji það rétt að fara þess á leit við ráðuneytið að embættinu yrði „gert kleift að auka mannafla embættisins tímabundið til að geta sinnt þessu afmarkaða verkefni á sem skjótastan og farsælastan hátt.“

Þar nefnir skattrannsóknarstjóri þrjár leiðir sem væru færar í því efni. Þær leiðir voru felldar út úr minnisblaðinu áður en það var afhent, samkvæmt ákvörðun úrskurðarnefndar um upplýsingamál.

Auglýsing
Í minnisblaðinu kemur fram að starfsmenn Skattrannsóknarstjóra hafi fundað með fyrirsvarsmönnum Samherja að beiðni hins síðarnefnda fyrr þennan dag. „Lýstu fyrirsvarsmenn félagsins þar yfir vilja til fulls samstarfs við embættið og aðgengi að öllum gögnum félagsins, innlendum og erlendum, bókhaldsgögnum sem fjárhagsgögnum.“

Þetta er ekki eina minnisblaðið sem sent var á þessum tíma. Sama dag, 18. nóvember, sendi embætti ríkisskattstjóra minnisblað til fjármála- og efnahagsráðuneytisins vegna vangaveltna um mögulegt samstarf milli embættisins og Skattrannsóknastjóra vegna Samherjamálsins. Þar eru ýmis sjónarmið reifuð um heppileika og mögulega framkvæmd slíks samstarfs. 

Fengu á endanum 200 milljónir

Í minn­is­­blaði sem Ólafur Þór Hauks­­son hér­­aðs­sak­­sókn­­ari sendi til dóms­­mála­ráðu­­neyt­is­ins í sömu viku kom fram að um hund­rað mál biðu rann­­sóknar hjá emb­ætt­inu og að þáverandi  starfs­­manna­­fjöldi dygði ekki til að sinna öllum þeim rann­­sókn­­ar­verk­efnum sem það þarf að takast á við að óbreyttu, hvað þá við­­bót­­ar­­málum af stærra umfangi. Meiri fjár­­muni þyrfti til. 

Ólafur Þór lagði til að starfs­­mönnum á rann­­sókn­­ar­sviði emb­ættis hans yrði fjölgað um sex í byrjun árs 2020. Hann lagði auk þess til að starfs­­mönnum yrði mög­u­­lega fjölgað um tvo til við­­bótar síðar á árinu ef verk­efna­­staða emb­ætt­is­ins gefur til­­efni til. Með­­al­­kostn­aður fyrir hvert starf sem við bæt­ist væri áætl­­aður 15 millj­­ónir króna og því myndi fyrsta aukn­ingin kosta um 90 millj­­ónir króna. 

Í janúar var greint frá því að þær stofn­anir sem tengj­ast eft­ir­liti og vörnum gegn pen­inga­þvætti, skatt­rann­sóknum og skatt­eft­ir­liti myndu fá 200 millj­óna króna við­bót­ar­fram­lag úr rík­is­sjóði á þessu ári. 

Þetta var gert í sam­ræmi við yfir­lýs­ingu rík­is­stjórn­ar­innar um að grípa til alls sjö aðgerða til að auka traust á íslensku atvinnu­lífi, en aðgerð­ar­á­ætl­unin var sam­þykkt á rík­is­stjórn­ar­fundi 19. nóv­em­ber, nokkrum dögum eftir að opin­berun Kveiks, Stund­ar­inn­ar, Wikileaks og Al Jazeera á meintum mútu­greiðsl­um, pen­inga­þvætti og skatta­snið­göngu Sam­herja í Namibíu og víðar var birt, og einum degi eftir að minnisblað skattrannsóknarstjóra var sent.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Skriður á rannsókn saksóknara og skattayfirvalda á meintum brotum Samherja
Bæði embætti héraðssaksóknara og skattrannsóknarstjóri hafa yfirheyrt stjórnendur Samherja. Embættin hafa fengið aðgang að miklu magni gagna, meðal annars frá fyrrverandi endurskoðanda Samherja og úr rannsókn Seðlabanka Íslands á starfsemi fyrirtækisins.
Kjarninn 23. júní 2021
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
„Eðlilegt að draga þá ályktun að verðið hafi hækkað vegna áhuga á útboðinu“
Forsætisráðherra segir að það bíði næstu ríkisstjórnar að ákveða hvort selja eigi fleiri hluti í Íslandsbanka. Salan hafi verið vel heppnuð aðgerð.
Kjarninn 23. júní 2021
Jenný Ruth Hrafnsdóttir
Ísland - Finnland: 16 - 30
Kjarninn 23. júní 2021
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Engin smit út frá bólusettum með virkt smit – „Hver er þá áhættan? Mikil eða lítil?“
Ellefu bólusettir einstaklingar hafa greinst með veiruna á landamærunum. Engin smit hafa hins vegar greinst út frá þeim. Sóttvarnalæknir segir enn óvíst hvort smithætta fylgi bólusettum með smit en að hún sé „alveg örugglega“ minni en frá óbólusettum.
Kjarninn 23. júní 2021
Benedikt Jóhannesson hefur veifað bless við framkvæmdastjórn flokksins sem hann var aðalhvatamaðurinn að því að stofna.
Hefur sagt sig úr framkvæmdastjórn og segir framgöngu formanns mestu vonbrigðin
Fyrrverandi formaður Viðreisnar telur að atburðarás hafi verið hönnuð til að koma ákveðnum einstaklingum í efstu sætin á lista flokksins á höfuðborgarsvæðinu og halda öðrum, meðal annars honum, frá þeim sætum.
Kjarninn 23. júní 2021
Drífa Snædal, forseti ASÍ.
ASÍ hvetur forsætisráðherra til að beita sér fyrir alþjóðlegum fyrirtækjaskatti
Verkalýðshreyfingin kallar eftir því að lagður verði á 25 prósent skattur á hagnað alþjóðlegra stórfyrirtækja þar sem hann verður til.
Kjarninn 23. júní 2021
Viðskipti hófust með bréf Íslandsbanka í gær.
20 fjárfestar keyptu rúmlega helminginn af því sem selt var í Íslandsbanka
Búið er að birta lista yfir stærstu eigendur Íslandsbanka. Auk ríkisins eiga lífeyrissjóðir og erlendir fjárfestingarsjóðir stærstu eignarhlutina. Margir einstaklingar leystu út hagnað af viðskiptunum í gær.
Kjarninn 23. júní 2021
Engin ákvörðun hefur enn verið tekin um hvort og þá hvenær farið verður að bólusetja börn við COVID-19 á Íslandi.
Ráðleggja óbólusettum – einnig börnum – frá ónauðsynlegum ferðalögum
Sóttvarnarlæknir segir þær ráðleggingar embættisins að óbólusettir ferðist ekki til útlanda gildi einnig fyrir börn. Engin ákvörðun hefur enn verið tekin um almenna bólusetningu barna.
Kjarninn 23. júní 2021
Meira úr sama flokkiInnlent