Þurfa að afhenda minnisblöð skattayfirvalda um Samherja

Fjármála- og efnagagsráðuneytið mátti ekki synja fréttamanni um aðgang að gögnum sem það fékk frá skattayfirvöldum vegna rannsóknar á Samherjamálinu.

Bjarni Benediktsson er fjármála- og efnahagsráðherra.
Bjarni Benediktsson er fjármála- og efnahagsráðherra.
Auglýsing

Úrskurð­ar­nefnd um upp­lýs­inga­mál hefur kom­ist að þeirri nið­ur­stöðu að emb­ætti Skatt­rann­sókn­ar­stjóra og Rík­is­skatt­stjóra þurfi að afhenda frétta­manni minn­is­blöð sem emb­ættin sendur til fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­is­ins vegna rann­sóknar á Sam­herj­a­mál­inu svo­kall­aða. 

Ráðu­neytið hafði synjað beiðni umrædds frétta­manns, sem er ekki nefndur í úrskurði nefnd­ar­inn­ar, um aðgang að gögn­unum að höfðu sam­ráði við emb­ættin tvö. Það var gert á þeim grund­velli að talið var að þau hefðu að geyma upp­lýs­ingar sem vörð­uðu mik­il­væga virka við­skipta­hags­muni lög­að­ila, upp­lýs­ingar um mögu­lega rann­sókn saka­máls auk upp­lýs­inga um fyr­ir­hug­aðar ráð­staf­anir sem mögu­lega skili ekki til­ætl­uðum árangri séu þær á vit­orði almenn­ings. 

Auglýsing
Úrskurðarnefndin taldi hins vegar að upp­lýs­ing­arnar sem væri að finna í gögn­unum þyrftu ekki að fara leynt nema upp­lýs­ingar um fyr­ir­hug­aðar aðgerðir í tengslum við skipu­lag á fyr­ir­hug­aðri rann­sókn til­tek­ins saka­máls þar sem að „líkur á því að árangur aðgerð­anna spillt­ist yrðu upp­lýs­ing­arnar gerðar opin­ber­ar.“

Ráðu­neyt­inu bar því að afhenda frétta­mann­in­um, sem starfar hjá RÚV, gögnin að unda­skyldum til­greindum tölu­liðum í minn­is­blöðum beggja stofn­ana.

Sam­herj­a­málið hófst form­lega í nóv­em­ber í fyrra þegar Kveik­­­ur, Stund­in, Wiki­leaks og Al Jazeera birtu umfjöllun sína um við­­­skipta­hætti Sam­herja í Namibíu og víðar þar sem fjallað var um meintar mút­­u­greiðsl­­­ur, pen­inga­þvætti og skatta­snið­­­göngu. Í umfjöll­un­inni steig fram upp­­­ljóstr­­ar­inn Jóhannes Stef­áns­­son, fyrr­ver­andi starfs­­maður Sam­herja í Namib­­íu, og lýsti ætl­uðum brotum Sam­herja, sem hann sagði að væru framin með vit­und og vilja for­stjóra sam­stæð­unn­ar, Þor­steins Más Bald­vins­son­ar. 

Sam­herji fól sam­stundis norskri lög­manns­stofu, Wik­borg Rein, að fram­kvæma rann­sókn fyrir sig á ásök­un­um, sem fyr­ir­tækið greiðir sjálft fyrir og heyrir beint undir stjórn­ina. 

Auk rann­­sóknar Wik­borg Rein á málum Sam­herja eru yfir­­­­völd í Namib­­­­íu, Angóla, Íslandi og í Nor­egi einnig að rann­saka mál tengd Sam­herj­a og fjöl­margir hafa verið ákærðir fyrir spill­ingu og önnur efna­hags­brot nú þegar í Namibíu vegna Sam­herj­­­a­­­máls­ins, meðal ann­­­ars tveir fyrr­ver­andi ráð­herrar í rík­­­is­­­stjórn lands­ins. Alls sitja tíu manns í fang­elsi þar í landi vegna máls­ins. Engin nið­­ur­­staða liggur fyrir í rann­­sókn á mál­inu hér­­­lendis enn sem komið er og sam­­kvæmt upp­­lýs­ingum Kjarn­ans hefur hún verið í fullum gangi und­an­farna mán­uð­i, meðal ann­ars hjá skatta­yf­ir­völd­um.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira úr sama flokkiInnlent