Þurfa að afhenda minnisblöð skattayfirvalda um Samherja

Fjármála- og efnagagsráðuneytið mátti ekki synja fréttamanni um aðgang að gögnum sem það fékk frá skattayfirvöldum vegna rannsóknar á Samherjamálinu.

Bjarni Benediktsson er fjármála- og efnahagsráðherra.
Bjarni Benediktsson er fjármála- og efnahagsráðherra.
Auglýsing

Úrskurð­ar­nefnd um upp­lýs­inga­mál hefur kom­ist að þeirri nið­ur­stöðu að emb­ætti Skatt­rann­sókn­ar­stjóra og Rík­is­skatt­stjóra þurfi að afhenda frétta­manni minn­is­blöð sem emb­ættin sendur til fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­is­ins vegna rann­sóknar á Sam­herj­a­mál­inu svo­kall­aða. 

Ráðu­neytið hafði synjað beiðni umrædds frétta­manns, sem er ekki nefndur í úrskurði nefnd­ar­inn­ar, um aðgang að gögn­unum að höfðu sam­ráði við emb­ættin tvö. Það var gert á þeim grund­velli að talið var að þau hefðu að geyma upp­lýs­ingar sem vörð­uðu mik­il­væga virka við­skipta­hags­muni lög­að­ila, upp­lýs­ingar um mögu­lega rann­sókn saka­máls auk upp­lýs­inga um fyr­ir­hug­aðar ráð­staf­anir sem mögu­lega skili ekki til­ætl­uðum árangri séu þær á vit­orði almenn­ings. 

Auglýsing
Úrskurðarnefndin taldi hins vegar að upp­lýs­ing­arnar sem væri að finna í gögn­unum þyrftu ekki að fara leynt nema upp­lýs­ingar um fyr­ir­hug­aðar aðgerðir í tengslum við skipu­lag á fyr­ir­hug­aðri rann­sókn til­tek­ins saka­máls þar sem að „líkur á því að árangur aðgerð­anna spillt­ist yrðu upp­lýs­ing­arnar gerðar opin­ber­ar.“

Ráðu­neyt­inu bar því að afhenda frétta­mann­in­um, sem starfar hjá RÚV, gögnin að unda­skyldum til­greindum tölu­liðum í minn­is­blöðum beggja stofn­ana.

Sam­herj­a­málið hófst form­lega í nóv­em­ber í fyrra þegar Kveik­­­ur, Stund­in, Wiki­leaks og Al Jazeera birtu umfjöllun sína um við­­­skipta­hætti Sam­herja í Namibíu og víðar þar sem fjallað var um meintar mút­­u­greiðsl­­­ur, pen­inga­þvætti og skatta­snið­­­göngu. Í umfjöll­un­inni steig fram upp­­­ljóstr­­ar­inn Jóhannes Stef­áns­­son, fyrr­ver­andi starfs­­maður Sam­herja í Namib­­íu, og lýsti ætl­uðum brotum Sam­herja, sem hann sagði að væru framin með vit­und og vilja for­stjóra sam­stæð­unn­ar, Þor­steins Más Bald­vins­son­ar. 

Sam­herji fól sam­stundis norskri lög­manns­stofu, Wik­borg Rein, að fram­kvæma rann­sókn fyrir sig á ásök­un­um, sem fyr­ir­tækið greiðir sjálft fyrir og heyrir beint undir stjórn­ina. 

Auk rann­­sóknar Wik­borg Rein á málum Sam­herja eru yfir­­­­völd í Namib­­­­íu, Angóla, Íslandi og í Nor­egi einnig að rann­saka mál tengd Sam­herj­a og fjöl­margir hafa verið ákærðir fyrir spill­ingu og önnur efna­hags­brot nú þegar í Namibíu vegna Sam­herj­­­a­­­máls­ins, meðal ann­­­ars tveir fyrr­ver­andi ráð­herrar í rík­­­is­­­stjórn lands­ins. Alls sitja tíu manns í fang­elsi þar í landi vegna máls­ins. Engin nið­­ur­­staða liggur fyrir í rann­­sókn á mál­inu hér­­­lendis enn sem komið er og sam­­kvæmt upp­­lýs­ingum Kjarn­ans hefur hún verið í fullum gangi und­an­farna mán­uð­i, meðal ann­ars hjá skatta­yf­ir­völd­um.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Chanel Björk Sturludóttir, Elinóra Guðmundsdóttir og Elínborg Kolbeinsdóttir.
Markmiðið að auka skilning á veruleika kvenna af erlendum uppruna á Íslandi
Chanel Björk, Elinóra og Elínborg safna nú á Karolina Fund fyrir bókinni Hennar rödd: Sögur kvenna af erlendum uppruna á Íslandi.
Kjarninn 22. maí 2022
Kristín Ása Guðmundsdóttir
Illa fengin vatnsréttindi og ósvaraðar spurningar um Hvammsvirkjun í Þjórsá
Kjarninn 22. maí 2022
Einar kveðst þurfa að íhuga stöðuna sem upp er komin.
Einar ætlar að ræða við baklandið um eina möguleikann í stöðunni
Einar Þorsteinsson oddivit Framsóknarflokksins í Reykjavík segir aðeins einn meirihluta mögulegan í ljósi yfirlýsingar oddvita Viðreisnar um að ekki komi annað til greina en að virða bandalagið við Samfylkinguna og Pírata.
Kjarninn 22. maí 2022
Þórdís Lóa segir Viðreisn vilji láta á bandalagið reyna með því að hefja formlegar meirihlutaviræður með Framsóknarflokknum.
Vill hefja formlegar meirihlutaviðræður með Framsóknarflokknum
Oddviti Viðreisnar í Reykjavík segir flokkinn vera í bandalagi með Pírötum og Samfylkingu af heilum hug og vill láta á það reyna með því að hefja formlegar meirihlutaviðræður með Framsóknarflokknum.
Kjarninn 22. maí 2022
Silja Bára var gestur í Silfrinu á RÚV þar sem hún sagði óásættanlegt að senda eigi 300 flóttamenn frá Íslandi til Grikklands á næstu misserum.
Útlendingastefnan elti þá hörðustu í hinum Norðurlöndunum
Silja Bára Ómarsdóttir stjórnmálafræðingur og nýkjörinn formaður Rauða krossins á Íslandi segir óásættanlegt að flóttafólki sé mismunað eftir uppruna og að verið sé að taka upp á Íslandi útlendingastefnu sem elti hörðustu stefnur annarra Norðurlanda.
Kjarninn 22. maí 2022
Blikastaðalandið sem var í aðalhlutverki í ólögmætri einkavæðingu ríkisfyrirtækisins
Nýverið var tilkynnt um stórtæka uppbyggingu á jörðinni Blikastöðum, sem tilheyrir Mosfellsbæ. Þar á að byggja þúsundir íbúða og fjölga íbúum bæjarins um tugi prósenta. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem áform hafa verið uppi um uppbyggingu þar.
Kjarninn 22. maí 2022
Liðsmenn úkraínsku þjóðlagarappsveitarinnar Kalush Orchestra, sem unnu Eurovision um síðasta helgi, voru mættir til úkraínsku borgarinnar Lviv þremur dögum eftir sigurinn.
Ógjörningur að hunsa pólitíkina í Eurovision
Sigur Úkraínu í Eurovision sýnir svart á hvítu að keppnin er pólitísk. Samstaðan sem Evrópuþjóðir sýndu með með orðum og gjörðum hefur þrýst á Samband evrópskra sjónvarpsstöðva að endurskoða reglur um pólitík í Eurovision.
Kjarninn 22. maí 2022
Mette Frederiksen, Ursula van der Leyen forseti framkvæmdastjórnar ESB, Olaf Scholz kanslari Þýskalands, Mark Rutte forsætisráðherra Hollands og Alexander De Croo forsætisráðherra Belgíu hittust í Esbjerg.
Tíu þúsund risastórar vindmyllur
Á næstu árum og áratugum verða reistar 10 þúsund vindmyllur, til raforkuframleiðslu, í Norðursjónum. Samkomulag um þessa risaframkvæmd, sem fjórar þjóðir standa að, var undirritað í Danmörku sl. miðvikudag.
Kjarninn 22. maí 2022
Meira úr sama flokkiInnlent