„Fatlað fólk á ekki bara að vera á hliðarlínunni“

Freyja Haraldsdóttir segir að aðkoma fatlaðs fólks þurfi að vera alls staðar og alltaf þegar kemur að umhverfismálum. Stjórnvöld, samtök um umhverfismál og allir viðbragðsaðilar, þurfi þess vegna að ráða fatlað fólk til starfa.

Freyja Haraldsdóttir
Freyja Haraldsdóttir
Auglýsing

Freyja Har­alds­dótt­ir, fyrr­ver­andi vara­­þing­­maður Bjartrar fram­­tíðar og bar­átt­u­­kona fyrir auknum mann­rétt­indum fatl­aðra, flutti erindi á jafn­rétt­is­þingi sem haldið var í síð­ustu viku þar sem fjallað var um sam­spil jafn­rétt­is- og umhverf­is­mála í tengslum við Heims­mark­mið Sam­ein­uðu þjóð­anna um sjálf­bæra þró­un.

Þar benti hún á hvernig fötl­uðu fólki líði gjarnan sem ýmist söku­dólgar og afgangs­stærðir þegar kemur að lofts­lags­mál­um.

„Það er mik­il­vægt, í því ljósi að skoða stöðu fatl­aðs fólks á öllum svið­um, að staldra við ableisma. Ekk­ert almenni­legt hug­tak hefur fund­ist yfir það á íslensku, við höfum verið að vinna með hæf­is­hroka og getu­hyggju, en höldum okkur í bili við ableisma. Ableismi er kerf­is­bundið mis­rétti á grund­velli fötl­un­ar­/lík­am­legrar getu og er sam­bæri­legt og ras­ismi og sex­ismi. Um er að ræða hug­mynda­kerfi sem lítur svo á að fatl­aðir lík­amar séu gall­að­ir, óæski­legir og óverð­mæt­ir. Birt­ing­ar­mynd þess er t.d. mikil áhersla á að skima fyr­ir, losa sig við, koma í veg fyrir og í versta falli „lækna/lag­færa“ fötl­un,“ segir hún.

Auglýsing

„Ableismi upp­hafn­ing ófötl­unar á kostnað fötl­un­ar“

Freyja bendir á að ableismi sé jafn­framt upp­hafn­ing ófötl­unar á kostnað fötl­un­ar, þ.e. álitið betra að vera fatl­aður og ófatl­að­ur, ásamt því að álitið sé á fötlun að hún sé alltaf and­stæða ófötl­unar í stað þess, eins og margir séu farin að átta sig á varð­andi kyn­gervi og kyn­vit­und, að um geti verið að ræða róf.

„Fötlun getur verið breyti­leg og jafn­framt aðstæðu­bund­in. Ableismi er líka sá vandi þegar gengið út frá því að í sam­fé­lag­inu sé ein­göngu ófatlað fólk sem gerir það að verkum að það er ein­göngu hannað með þarfir þess í huga.“

Birt­ing­ar­myndir ableisma geti verið skortur á aðgengi, til að mynda að sam­göng­um, almenn­ings­stöðum og hús­næð­is­mark­aðn­um, og við­eig­andi aðstoð til þess að tryggja sjálf­stæði, frelsi og öryggi fólks. Ableismi geti jafn­framt skar­ast við sex­is­ma, ras­is­ma, fitu­for­dóma, hinseg­in­hat­ur, fátækt og flótta­manna­stöðu og þannig skapað marg­þætta mis­mun­un.

Ableism „í and­rúms­loft­inu“

Freyja segir að ableismi sé allt um kring, á öllum sviðum sam­fé­lags­ins, „og stundum finnst mér best að að lýsa því þannig að hann sé í and­rúms­loft­inu. Við öndum honum að okkur hvar sem við erum, sum okkar með­vit­aðri um það en önn­ur, en öll undir áhrifum hans.“

Ableismi í umhverf­is­málum er gjarnan fjallað um sem eco-a­bleism og birt­ist í umhverf­is­stefnum og umhverf­is­lausnum og stað­setur fatlað fólk sem ann­ars flokks þjóð­fé­lags­þegna, sam­kvæmt Freyju.

Hún nefnir dæmi um ableískar umhverf­is­lausnir en það er þegar horft er fram hjá þörfum og til­vist fatl­aðs fólks, þær ýti undir frek­ari jað­ar­setn­ingu og geti jafn­vel valdið stöð­ugum áföll­um. „Einnig þegar við horfum fram hjá for­rétt­indum ófatl­aðs fólks í ákvarð­ana­töku og ýtum undir skömm fatl­aðs fólks vegna til­veru sinn­ar.“

Bann við plast­vörum getur komið illa niður á fötl­uðu fólki

Hún bendir enn fremur á að fáir átti sig á því að bann við plast­vörum, til dæmis sogrörum og plast­hnífa­pörum, geti komið illa niður á fötl­uðu fólki en ennþá hafi aðrar lausnir ekki reynst vel varð­andi sogrörin – þau bráðni, molni eða ein­fald­lega meiði – fyrir utan að margt fatlað fólk hafi ekki aðstoð eða orku nema í litlum mæli til þess að þrífa margnota rör eða vaska upp hnífa­pör.

„Það sama má segja um umræðu um bíl­lausan lífs­stíl, sem er góðra gjalda verður og allt það, en tekur lítið mið af því að hjól­reiða­stígar gera fötl­uðu fólki ekki mikla greiða og almenn­ings­sam­göngur eru ótraustar þegar kemur að aðgeng­i,“ segir hún.

Freyja nefnir að hún hafi til að mynda ekki kom­ist í vinn­una tvo daga í síð­ustu viku því bíll­inn hennar þurfti í við­gerð og hafi hún getað ekki treyst á strætó­kerf­ið, bæði vegna mis­jafns aðgengis en einnig vegna mis­jafnra við­horfa strætó­bíl­stjóra sem sumir nenni ekki að aðstoða hana þó aðgengi sé að hluta til stað­ar.

Orð­ræðan smán­andi fyrir fatlað fólk

Hún segir að orð­ræðan í kringum þetta allt saman sé jafn­framt smán­andi fyrir fatlað fólk en bísnast sé yfir því að hjálp­ar­tæki eins og þvag­leggir séu óum­hverf­is­vænir og því hafi jafn­vel verið haldið fram að úrgangur úr fólki sem þarf að taka ákveðin lyf sé óum­hverf­is­vænn. „Eco-a­bleism­inn byggir jafn­framt á ein­stak­lings­hyggju í stað þess að horfa til valda­meiri afla eins og stór­fyr­ir­tækja og iðn­að­ar, til dæmis sjáv­ar­út­vegs og mat­væla.“

Þekk­ing og reynsla fatl­aðs fólks lyk­il­at­riði í lofts­lags­að­gerðum

„Ég tel óhætt að stað­hæfa að rót vanda fatl­aðs fólks og ann­arra jað­ar­settra hópa er mis­rétti. Mesta sóunin og mesta hættan gagn­vart jörð­inni og fötl­uðu, lang­veiku og öldr­uðu fólki þegar kemur að lofts­lags­váum og ham­förum er ableismi (í bland við annað mis­rétt­i). Ableismi er rusl,“ segir Freyja.

Hún bendir á að sú stað­reynd að aðgengi sé slæmt, stuðn­ingur tak­mark­aður og við­horf til fötl­unar séu hlaðin nei­kvæðum hug­myndum sé alltaf ógn­andi fyrir öryggi þeirra en sér­stak­lega þegar neyð­ar­á­stand rík­ir. „Leiðin áfram, eins og á öllum öðrum sviðum er að rödd, þekk­ing og reynsla fatl­aðs fólks sé lyk­il­at­riði í lofts­lags­að­gerð­um, umhverf­is­lausnum, for­vörnum og við­brags­á­ætl­un­um.“

Ekki sé nóg að fá álit fatl­aðs fólks í lok ferla eða þegar stór­slys hafa átt sér stað. Það þurfi líka að vera tryggt að ekki ein­ungis ófötl­uðum full­trúum sam­taka fatl­aðs fólks sé boðið að borð­inu heldur fötl­uðu fólki sjálfu, fólki sem lifir í lík­ömum sem oft er kennt um lofts­lags­vanda­mál en eru á sama tíma síð­astir á for­gangs­list­anum þegar hætta steðji að.

Hún segir að fatlað fólk eigi ekki bara að vera á hlið­ar­lín­unni. Aðkoma þeirra þurfi að vera alls staðar og alltaf. Stjórn­völd, sam­tök um umhverf­is­mál og allir við­bragðs­að­il­ar, þurfi þess vegna að ráða fatlað fólk til starfa. Sér­fræði­þekk­ing þeirra sé nauð­syn­leg til árang­urs fyrir alla og frekar en ann­arra geti ekki verið í sífelldri sjálf­boða­vinnu.

Ábyrgðin þarf að vera sett þar sem hún á heima

„Það þarf líka að bera virð­ingu fyrir sér­þekk­ingu okkar en sá ableis­mi, í bland við kven­fyr­ir­litn­ingu og for­dóma fyrir börn­um, sem Greta Thun­berg hefur orðið fyrir varpar skýru ljósi á hvernig fötl­un, í hennar til­felli tauga­breyti­leik­inn Asperger, er notuð gegn okk­ur, jafn­vel af valda­miklu fólki, til þess að þagga niður í okkur og gera okkur tor­tryggi­leg,“ segir Freyja.

Ábyrgðin þurfi svo að vera sett þar sem hún á heima en ekki alfarið á hendur ein­stak­linga sem hafa oft ekki mikið vald yfir sínum aðstæð­um. „Að sjálf­sögðu getum öll lagt okkar að mörkum sem er mik­il­vægt en pressan á að vera þar sem mesta valdið ligg­ur, Við þurfum jafn­framt að taka skömm­ina úr umferð – hún er gagns­laus og meið­and­i.“

Hún bendir að lokum á að fatlað fólk eigi sama rétt og aðrir á að inn­byrða vökva, fara á sal­ernið og kom­ast um án þess að þurfa að lifa við skömm yfir að vera til, taka pláss eða skilja eftir umhverf­is­fót­spor. „Líf okkar er jafn­framt þess virði að lifa því – það er líka þess virði að því sé bjarg­að. Að þurfa að taka það fram er auð­vitað fárán­legt en við erum bara ekki komin lengra.“

Hægt er að lesa erindi Freyju í heild sinni á vef­síðu hennar

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent