Möguleikar á ferðalögum milli landa aukast hratt

Í varfærnum skrefum er hvert landið á fætur öðru að aflétta takmörkunum á ferðalögum í þeirri von að lokka til sín erlenda gesti. Enginn býst þó við því að fjöldinn verði sá sami og fyrir ári.

Fámennt er á grískum ströndum um þessar mundir.
Fámennt er á grískum ströndum um þessar mundir.
Auglýsing

Ferða­þjón­usta er mik­il­væg atvinnu­grein margra landa um allan heim. Á hverju ári ferð­ast hund­ruð millj­óna manna heims­horna á milli til að kynn­ast nýjum stöð­um, fram­andi menn­ingu, njóta sólar eða fjöl­breytts dýra­lífs. En far­aldur kór­ónu­veirunnar hefur sett ferða­þjón­ustu um víða ver­öld í upp­nám. Útgöngu­bönn, sam­komu­bönn, strangar tak­mark­anir á flugi milli landa og þar fram eftir göt­unum hafa gert það að verkum að þó að fólk vilji gjarnan ferð­ast hefur það síð­ustu mán­uði verið næstum ómögu­legt.

En á næstu dögum og vikum ætla mörg ríki, meðal ann­ars í Evr­ópu, að gera ákveðnar til­slak­anir svo að ferð­ast megi á ný. Sum ætla að gera greið­fært til næstu nágranna­landa, mynda nokk­urs konar ferða­banda­lög,  önnur fara enn var­færn­ari skref og opna landa­mærin fyrir íbúum eins lands.

Þó að mögu­leik­inn á ferða­lagi sé fyrir hendi er ekki þar með sagt að allir telji óhætt að ferð­ast. Frönsk stjórn­völd vilja til dæmis síður að Frakkar fari til ann­arra landa í sum­ar. Heldur hvetja þau til ferða­laga inn­an­lands. Banda­ríkja­menn eru ennþá hvattir til að ferð­ast ekki að nauð­synja­lausu, svo dæmi séu tek­in. Veiran hefur greinst í 177 löndum heims­ins og í sumum þeirra er far­ald­ur­inn enn mjög útbreiddur og jafn­vel ekki búinn að ná hámarki. 

Auglýsing

Ytri landa­mæri Evr­ópu­sam­bands­ins eru enn lokuð og verða það til 15. júní eða þar til annað kemur í ljós. Fram­kvæmda­stjórn sam­bands­ins hefur gefið út ráð­legg­ingar um hvernig opna megi landa­mærin og sam­tímis gæta örygg­is, m.a. með sýna­tök­um. Mælst er til þess að ástandið verði ekki notað til að mis­muna borg­urum ólíkra landa en að ef gögn um útbreiðslu far­ald­urs­ins séu sam­bæri­lega upp­byggð milli landa sé hægt að nota þau til að opna fyrr fyrir borg­urum sumra ríkja en ann­arra. Þá ítrekar fram­kvæmda­stjórnin að öryggi íbúa og ferða­manna séu höfð að leið­ar­ljósi í allri ákvarð­ana­töku.

Far­ald­ur­inn getur blossað upp aftur

Hættan á annarri og svo í kjöl­farið þriðju bylgju far­ald­urs­ins er fyrir hendi. Ljóst er að fólk sem sýnir engin ein­kenni sjúk­dóms­ins getur verið með veiruna og smitað aðra. Sýna­tökur við landa­mæri, líkt og íslensk stjórn­völd hafa boð­að, eru því hluti af þeim aðgerðum sem ráð­ist verður í þegar lífi verður á ný blásið í ferða­lög fólks.

Einn stærsti óvissu­þátt­ur­inn, fyrir þá sem treysta sér í ferða­lög milli landa yfir höf­uð, er auð­vitað hvernig hægt er að kom­ast á áfanga­stað. Flug­ferðir eru í augna­blik­inu mjög tak­mark­aðar en með opnun landamæra er þó von­ast til þess að flug­fé­lög taki við sér og hefji á ný áætl­un­ar­flug í ein­hverjum mæli.

Hér að neðan má finna nokkur dæmi um fyr­ir­ætl­anir ríkja næstu vikur og mán­uði.

Stjórn­völd í Tékk­landi stefna að því að losa um ferða­tak­mark­anir til Mið-­Evr­ópu og ann­arra ríkja þar sem tek­ist hefur að ná tökum á far­aldr­inum frá og með 8. júní. Tékk­land var á meðal fyrstu Evr­ópu­ríkj­anna sem lok­uðu landa­mærum sínum vegna far­ald­urs­ins. Meðal landa sem opna á fyrir eru Aust­ur­ríki, Króa­tía og Slóvakía sem hafa öll tekið skref í sömu átt. Þá verða Pól­land og Þýska­land einnig fljót­lega á lista yfir þau lönd sem Tékkar geta ferð­ast til og frá. Í júlí er svo stefnt að því að þeir geti ferð­ast til Grikk­lands.

Grikk­land slapp betur en mörg önnur lönd undan far­aldr­in­um. Stjórn­völd von­ast til að fá til sín fyrstu erlendu ferða­menn­ina um miðjan júní en milli­landa­flug hefst lík­lega í lok þess mán­að­ar. Líkt og víða ann­ars staðar þurfa ferða­menn að fara í sýna­töku á flug­völlum við kom­una til lands­ins.

Fáir eru á ferðalagi þessar vikurnar. Flugstöðvar eru margar nær tómar. Mynd: EPA

Stjórn­völd á eyj­unni Möltu í Mið­jarð­ar­hafi hafa einnig hug á því að opna „ör­uggar leið­ir“ til ann­arra svæða. Ferða­mála­ráð­herr­ann segir að settar verði ýmis konar reglur þessu tengt svo sem um fjar­lægð­ar­mörk í flugi, sam­skiptum á milli fólks og þar fram eftir göt­un­um.

Spán­verjar ætla að fara að taka á móti erlendum ferða­mönnum í júlí. Spánn er eitt þeirra landa sem fór einna verst út úr far­aldr­in­um. Gripið var til strangra aðgerða og útgöngu­banna þar í landi en nú þegar farið er að losa um þær er opnun lands­ins fyrir ferða­mönnum hluti af jöfn­unni.

„Frá og með júlí­mán­uði á Spánn von á ykk­ur,“ sagði for­sæt­is­ráð­herr­ann Pedro Sánchez í gær. „Það er komið að þessu... erlendir gestir geta farið að skipu­leggja frí á Spán­i.“

Um 80 millj­ónir ferða­manna koma alla jafnan til Spánar ár hvert. Höggið sem ferða­þjón­ustan þar í landi hefur orðið fyrir er gríð­ar­legt og miklir hags­munir því í húfi þegar kemur að því að opna fyrir ferða­mönnum að nýju. Að minnsta kosti milljón manna sem störf­uðu í grein­inni misstu vinn­una á síð­ustu mán­uð­um.

Þýska­land hefur þegar opnað landa­mæri sín að ákveðnu leyti og frá og með miðjum júní er stefnt að því að nær allar hömlur heyri sög­unni til. Þýska flug­fé­lagið Luft­hansa ætlar á næstu vikum að hefja áætl­un­ar­flug til tutt­ugu áfanga­staða. Flogið verður til Mall­orca, Krít­ar, Fen­eyja og Ibiza svo dæmi séu nefnd.

Á brimbretti í ró og næði við strendur Tenerife. Mynd: EPA

Yfir­völd á Seychelles-eyjum í Ind­lands­hafi ætla að fara rólega í sak­irnar og stefna á að hleypa aðeins ísra­elskum ferða­mönnum til sín í fyrstu.

Í byrjun júní geta ferða­menn svo heim­sótt Cancun og fleiri vin­sæla áfanga­staði í Mexíkó er flug­vellir lands­ins verða opn­aðir fyrir milli­landa­flugi.

Ferða­menn geta farið að heim­sækja Ítalíu á ný í byrjun júní. Landið varð mjög illa úti í far­aldr­inum og millj­ónir fóru ekki út úr húsi nema af brýnni nauð­syn í tvo mán­uði. Í fyrstu er lík­legt að aðeins aðrir Evr­ópu­búar geti farið þangað án mik­illa vand­kvæða en ytri landa­mæri ESB verða lokuð til 15. júní þar til annað kemur í ljós.

Á ítölsku eyj­unni Sikiley hefur verið brugðið á það ráð að nið­ur­greiða flug­far­gjöld áhuga­samra gesta sem og kostnað við gist­ingu.

Nokkrar eyjar í Kar­ab­íska haf­inu hafa einnig hug á því að lokka til sín gesti fljót­lega og fyr­ir­huga opnun flug­valla í byrjun næsta mán­að­ar. Það vilja t.d. stjórn­völd Banda­rísku jóm­frúa­eyja og Saint Lucia gera.

Bretar eru í miðjum far­aldri og strangar sam­komu­tak­mark­anir eru enn í gildi. For­sæt­is­ráð­herr­ann Boris John­son greindi nýverið frá því að í byrjun júlí sé stefnt að opnun hót­ela og ferða­manna­staða.

Ferða­menn geta svo farið að heim­sækja Ísland aftur að nýju án þess að þurfa að fara í tveggja vikna sótt­kví upp úr miðjum júní. Allir sem koma til lands­ins þurfa að fara í sýna­töku á Kefla­vík­ur­flug­velli eða fram­vísa við­ur­kenndu vott­orði um að þeir séu ekki sýkt­ir.

Margir óvissu­þættir fyrir hendi

Fleiri lönd eru í svip­uðum pæl­ingum og þau sem hér að ofan eru tal­in. Ljóst er að ferða­lög milli Evr­ópu­landa gætu orðið ein­hver á næstu vikum en hvað aðra heims­hluta varðar er óvissan mik­il, aðal­lega vegna þess að þó að áhug­inn á ferða­lögum sé fyrir hendi er ekki víst að þangað sé hægt að kom­ast.

Fyrsta skrefið er að ákveða að opna landa­mær­in. Það næsta er bíða og sjá hvort að flug­fé­lögin taki við sér þó löskuð séu eftir efna­hags­þreng­ingar síð­ustu vikna. Allt mun það fara eftir því hver eft­ir­spurnin verð­ur. Þriðja skrefið er svo að beita aðgerðum til að draga sem mest úr hætt­unni á nýjum smit­um. Og krossa fingur og vona að önnur bylgja far­ald­urs­ins fylgi ekki auknum ferða­lögum fólks landa á milli.



Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar