Þjóðarvilji ráði för um dýpra samstarf við Evrópusambandið

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir segir aðild Íslands að Evrópusambandinu vera mál af slíkri stærðargráðu og varða slíka grundvallarhagsmuni að það sé ekki bara eðlilegt heldur nauðsynlegt að leita vilja þjóðarinnar um framhald þess.

Auglýsing

Stríðið í Úkra­ínu hefur gjör­breytt heims­mynd okk­ar. Ein­hvern veg­inn var það óhugs­andi að á 21. öld­inni yrði ráð­ist inn í frjálst og full­valda ríki í Evr­ópu af við­líka offorsi og Rússar hafa beitt síð­ustu vik­ur. Það er engu að síður staðan og við henni þarf að bregð­ast af festu og ábyrgð.

Hvaða áhrif hefur þessi breytta heims­mynd á stöðu Íslands í Evr­ópu? Hvernig tryggjum við sem best öryggi okkar og varnir og hvernig verndum við grunn­gildin okkar um frelsi, lýð­ræði og mann­rétt­indi? Við þurfum að vera óhrædd við að spyrja þess­ara spurn­inga og eiga hrein­skiptið og heið­ar­legt sam­tal um þessa breyttu stöðu.

Allir flokkar eiga því að sam­ein­ast um að fram fari opið sam­tal á vett­vangi stjórn­mál­anna um kosti og galla aðildar Íslands að Evr­ópu­sam­band­inu. Þeir stjórn­mála­flokkar sem eru and­vígir aðild eiga ekki að neita þjóð­inni um þetta sam­tal og þeir eiga ekki að ótt­ast lýð­ræð­is­lega og beitta umræðu. Þau við­brögð að segja grund­vall­ar­mál ekki á dag­skrá spegla ekki annað en ótta.

Breytt heims­mynd kallar fram við­horfs­breyt­ingu

Árás Rússa er árás á alla Evr­ópu og grunn­gildin um frelsi, lýð­ræði og mann­rétt­indi. Helsta mark­mið Evr­ópu­sam­bands­ins hefur frá upp­hafi verið að tryggja frið og lýð­ræði í álf­unni. Ef til vill hafa þessi gildi og þetta mark­mið stundum gleymst í umræð­unni um Evr­ópu­hug­sjón­ina, enda hefur Evr­ópa á und­an­förnum árum að mestu verið laus undan hörm­ungum stríðs­rekst­urs og stríðs­glæpa. Nú stöndum við hins vegar frammi fyrir bar­áttu fyrir friði, lýð­ræði, frelsi og mann­rétt­ind­um.

Auglýsing
Þörfin fyrir sam­vinnu lýð­ræð­is­þjóða hvað varðar öryggi og her­varnir hefur því sjaldan verið brýnni en nú, en sam­vinnan snýst ekki síður um að varð­veita grunn­gildin okkar og tryggja áfram öfl­ugt sam­starf á sviði efna­hags og við­skipta. Það er af þess­ari ástæðu sem Evr­ópu­ríkin tala nú fyrir nán­ara sam­starfi innan álf­unnar og almenn­ingur virð­ist á sama máli.

Hér heima hefur breytt heims­mynd fram­kallað við­horfs­breyt­ingu hjá þjóð­inni þar sem helm­ingur Íslend­inga seg­ist nú hlynntur aðild að Evr­ópu­sam­band­inu. Umtals­vert stærri hluti er hlynntur en sá sem er and­víg­ur. Ákveðnir stjórn­mála­flokkar kjósa að líta undan og virð­ast ótt­ast vilja þjóð­ar­inn­ar, eins og sést best á við­brögðum Katrínar Jak­obs­dótt­ur, for­sæt­is­ráð­herra, við þings­á­lykt­un­ar­til­lögu Við­reisn­ar, Pírata og Sam­fylk­ingar um þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu um áfram­hald aðild­ar­við­ræðna við Evr­ópu­sam­band­ið. Það er vara­samt þegar for­sæt­is­ráð­herra talar með þeim hætti að þetta sam­tal um grund­vall­ar­hags­muni þjóð­ar­innar sé bundið við þing­ið. Það er vara­sam­t að for­sæt­is­ráð­herra reisi nýja girð­ingu með því að tala um að meiri­hluti þurfi fyrst að liggja fyrir á Al­­þingi áður en þjóðin fær að segja sitt.  ­Þjóðin á að taka þessa ákvörð­un. Ó­hjá­kvæmi­lega vaknar sú spurn­ing hverra hags­muna ráðherr­ann vilji gæta; almanna­hags­muna eða sér­hags­muna.

Ástæðu­laust að ótt­ast umræð­una

Aðild Íslands að Evr­ópu­sam­band­inu er mál af slíkri stærð­argráðu og varðar slíka grund­vall­ar­hags­muni að það er ekki bara eðli­legt heldur nauð­syn­legt að leita vilja þjóð­ar­innar um fram­hald þess.

Ekki aðeins hníga sterk efna­hags­leg rök að því að hags­munum íslensks almenn­ings og íslenskra fyr­ir­tækja sé best borgið innan Evr­ópu­sam­bands­ins heldur blasir nú við að brýnt er að Ísland taki afstöðu til aðildar vegna nýs veru­leika í varn­ar- og örygg­is­málum og hlut­verks Evr­ópu­sam­bands­ins í þeim efn­um.

Varn­ar- og örygg­is­mál munu fá stærra hlut­verk í Evr­ópu­sam­starf­inu vegna inn­rás­ar­innar í Úkra­ínu og þar getur Ísland styrkt áhrifa­stöðu sína með því að sitja við borðið í Evr­ópu­sam­band­inu líkt og í Atl­ants­hafs­banda­lag­inu. Það gerir okkur jafn­framt kleift að taka sterk­ari afstöðu með friði, lýð­ræði og mann­rétt­indum á sama tíma og hags­munir þjóð­ar­innar eru tryggð­ir.

Við eigum ekki að vera hrædd við umræð­una um aðild Íslands að Evr­ópu­sam­band­inu. Það hefur aldrei verið mik­il­væg­ara að fram fari opin, bein­skeytt og lýð­ræð­is­leg umræða um póli­tíska og efna­hags­lega stöðu Íslands í Evr­ópu. Í kjöl­farið er svo far­sæl­ast að láta þjóð­ina ákveða fram­hald­ið.

Höf­undur er þing­maður Við­reisn­ar. 

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Fólk lagði blóm og kerti á götu í Stokkhólmi til minningar um sænska rapparann Einar sem var skotinn til bana í október í fyrra.
Sænskir ráðherrar í læri hjá Dönum
Á meðan morðum sem framin eru með skotvopnum fækkar í mörgum Evrópulöndum fjölgar þeim í Svíþjóð. Í Danmörku fækkar slíkum morðum og nú vilja Svíar læra af Dönum hvernig hægt sé að draga úr glæpum af þessu tagi.
Kjarninn 26. júní 2022
Úlfar Þormóðsson
Uppvakningar
Kjarninn 25. júní 2022
Ingrid Kuhlman
Að hlakka til einhvers er næstum jafn gott og að upplifa það
Kjarninn 25. júní 2022
Niðurhal Íslendinga stóreykst milli ára
Íslendingar notuðu 25 prósent meira gagnamagn á farsímaneti í fyrra en árið áður og 21 prósent meira gagnamagn í gegnum fastanet. Tæplega 76 prósent notenda á fastaneti eru nú með ljósleiðaratengingu, en þeir voru þriðjungur 2016.
Kjarninn 25. júní 2022
Af kosningavöku Framsóknarflokksins í fyrrahaust.
Framsókn hirti kjósendur í stórum stíl frá hinum stjórnarflokkunum og Miðflokki
Fylgisaukning Framsóknar í síðustu kosningum var tekin frá samstarfsflokkunum í ríkisstjórn og klofningsflokki. Átta hverjum tíu kjósendum Sjálfstæðisflokks voru úr kjarnafylginu. Framboð Sósíalista hafði neikvæð áhrif á fylgi Vinstri græna og Pírata.
Kjarninn 25. júní 2022
Hraðtíska nær nýjum hæðum með tilkomu tískurisans Shein
Kínverska fatafyrirtækið Shein hefur vaxið gríðarlega á undanförnum árum og er í dag eitt stærsta tískuvörufyrirtæki í heimi. Umhverfissinnar benda á að fötin séu úr svo litlum gæðum að oft séu þau aðeins notuð í eitt skipti áður en þau enda í ruslinu.
Kjarninn 25. júní 2022
Auður Önnu Magnúsdóttir
Af hverju nýta Íslendingar raforkuna sína svo illa?
Kjarninn 25. júní 2022
Sjö molar um seðlabankavexti úti í heimi
Verðbólga veldur því að vaxtalækkanir faraldursins eru að ganga til baka, víðar en hér á Íslandi. Kjarninn tók saman nokkra fróðleiksmola um þróun mála í ríkjum bæði nær og fjær.
Kjarninn 25. júní 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar