Treystum betur hagsmuni Íslands

Elvar Örn Arason og Gunnar Alexander Ólafsson segja að innganga Ísland í Evrópusambandið muni uppfylla það varnarlega tómarúm sem skapaðist eftir brotthvarf Bandaríkjahers og minna vægi NATO í vörnum Íslands.

elvargunnar2022.jpg
Auglýsing

Inn­rásin í Úkra­ínu krefst þess að meta þarf hags­muni Íslands að ger­ast full­gildur aðili að Evr­ópu­sam­band­inu út frá þjóðar­ör­ygg­is­mál­u­m.  Aðildin snýst um fleira en gjald­mið­il­inn,  sjáv­ar­út­vegs- og land­bún­að­ar­mál. Auk þess snýst aðild um vax­andi mik­il­væga þætti eins um örygg­is- og varn­ar­mál þjóð­ar­innar og leiðir til að upp­fylla það varn­ar­lega tóma­rúm sem skap­að­ist eftir brott­hvarf Banda­ríkja­hers og minna vægi NATO í vörnum Íslands. Danska rík­is­stjórnin ætlar að auka fram­lög til varn­ar­mála og boða til þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu í sumar um hvort Danir verði áfram utan sam­eig­in­legrar stefnu Evr­ópu­sam­bands­ins í varn­ar­mál­um.

Ógnir og átaka­svæði í alþjóða­kerf­inu hafa breyst eftir lok kalda stríðs­ins. Hags­munir Banda­ríkj­anna hafa færst til ann­arra heims­álfa og því ekki póli­tískur vilji til að taka þátt í sam­eig­in­legum vörnum Evr­ópu í sama mæli og áður. Í kjöl­farið hefur Evr­ópa þurft og mun þurfa að axla frek­ari ábyrgð á sínum örygg­is- og varn­ar­mál­um. Brott­hvarf banda­ríska hers­ins og breyttar áherslur NATO kalla á nýtt hags­muna­mat. Það er mat okk­ar, grein­ar­höf­unda, að lang­tíma hags­munum Íslands verði sem best tryggðir með aðild að NATO og fullri aðild að ESB.

Nor­ræn sam­vinna í örygg­is- og varn­ar­málum á tímum kalda stríðs­ins

Í kalda stríð­inu var náin sam­vinna á milli Norð­ur­land­anna á sviði örygg­is- og varn­ar­mála. Dan­mörk, Nor­egur og Ísland gengu í NATO meðan Sví­þjóð og Finn­land aðhyllt­ust hlut­leys­is­stefnu. Á yfir­borð­inu leit út fyrir að þjóð­irnar væru klofnar og stefndu í þver­öf­uga átt. Stað­reyndin var sú að þau voru sam­einuð í að halda hinu svo­kall­aða „nor­ræna jafn­vægi". Í því fólst að halda sig í fjar­lægð frá átökum stór­veld­anna og forð­ast átök við þau. Þessi sam­eig­in­lega afstaða leiddi til óform­legs örygg­is­sam­fé­lags, þar sem ríkin höfðu ávallt hags­muni svæð­is­ins að leið­ar­ljósi. 

Auglýsing
Norrænu ríkin í NATO stóðu vörð um póli­tískan stöð­ug­leika á svæð­inu. Þau vís­uðu oft til nor­rænnar sam­stöðu þegar staða Finn­lands var rædd á vett­vangi NATO. Póli­tískur þrýst­ingur Sov­ét­ríkj­anna á Finn­land hefði óhjá­kvæmi­lega auk­ist ef Dan­mörk og Nor­egur hefðu fall­ist á varð­veislu kjarn­orku­vopna og við­veru Banda­ríkja­hers. Í tví­póla­kerfi kalda stríðs­ins stóðu Norð­ur­löndin að mörgu leyti betur að vígi en ríki Mið-­Evr­ópu, þar sem þeim tókst að mestu leyti að kom­ast hjá átökum stór­veld­anna. 

Ný heims­mynd kallar á nýtt hags­muna­mat 

Í dag eru örygg­is- og varn­ar­hags­munir Norð­ur­land­anna sam­tvinn­aðir Evr­ópu. Þau hafa í gegnum tíð­ina varið tak­mörk­uðum fjár­munum til víg­bún­aðar og lagt áherslu á mann­rétt­indi, lýð­ræði, lög og reglu í alþjóða­kerf­inu og sam­vinnu innan alþjóða­stofn­ana. Þessi grunn­stef í utan­rík­is­stefnu þeirra sam­rým­ast vel afstöðu ríkja Evr­ópu­sam­bands­ins og eru í sam­ræmi við hefð­bundnar áherslur þeirra. 

Utan­rík­is-, örygg­is- og varn­ar­sam­starf Evr­ópu­sam­bands­ins er í stöðugri þró­un. Íslend­ingar geta skipað sér í sveit með hinum Norð­ur­lönd­unum og Eystra­salts­lönd­unum innan þess. Inn­ganga Ísland í Evr­ópu­sam­bandið og þátt­taka í sam­eig­in­legri stefnu þess í utan­rík­is- og örygg­is­málum mun upp­fylla það varn­ar­lega tóma­rúm sem skap­að­ist eftir brott­hvarf Banda­ríkja­hers og minna vægi NATO í vörnum Íslands. 

Höf­undar eru stjórn­mála­fræð­ing­ar.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Örn Bárður Jónsson
Þungunarrof, samkynhneigð og kynusli
Kjarninn 28. júní 2022
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra, og Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri.
Ætlar ekki að láta Seðlabankann afhenda sér gögn um ráðstöfun opinberra hagsmuna
Seðlabanki Íslands efur ekki viljað leggja mat á hagsmuni almennings af birtingu upplýsinga um þá sem fengu að nýta sér fjárfestingaleið hans né af því að stöðugleikasamnirnir við kröfuhafa verði gerðir opinberir.
Kjarninn 28. júní 2022
Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.
Kristrún íhugar formannsframboð
Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segist „íhuga alvarlega“ að bjóða sig fram til formanns á landsfundi flokksins í október. Logi Einarsson tilkynnti um miðjan júní að hann muni ekki bjóða sig fram að nýju.
Kjarninn 28. júní 2022
„Bleika húsið“, heilsugæsla sem þjónustar konur í Mississippi er eina heilsugæslan í ríkinu sem veitir þungunarrofsþjónustu. Henni verður að öllum líkindum lokað innan nokkurra daga.
Síðustu dagar „bleika hússins“ í Mississippi
Eigandi einu heilsugæslunnar í Mississippi sem veitir þungunarrofsþjónustu ætlar að halda ótrauð áfram, í öðru ríki ef þarf, eftir að Hæstiréttur Bandaríkjanna felldi rétt til þungunarrofs úr gildi.
Kjarninn 27. júní 2022
Á Fossvogsbletti 2 stendur einbýlishús og geymsluhúsnæði.
Borgin steig inn í 140 milljóna fasteignakaup í Fossvogsdal
Borgarráð Reykjavíkurborgar samþykkti á dögunum að nýta forkaupsrétt sinn að fasteignum á Fossvogsbletti 2. Fjárfestingafélag ætlaði að kaupa eignina á 140 milljónir og gengur borgin inn í þau viðskipti.
Kjarninn 27. júní 2022
Sífellt fleiri notendur kjósa að nálgast sjónvarpsþjónustu í gegnum aðrar leiðir en með leigu á myndlykli.
Enn dregst leiga á myndlyklum saman en tekjur vegna sjónvarps halda áfram að aukast
Tekjur fjarskiptafyrirtækja vegna sjónvarpsþjónustu hafa rokið upp á síðustu árum. Þær voru 3,8 milljarðar króna á árinu 2017 en 14,9 milljarðar króna í fyrra. Þorri nýrra tekna í fyrra var vegna sjónvarpsþjónustu.
Kjarninn 27. júní 2022
Hagstofan býst við að hagvöxtur verði enn kröftugri en spáð var í lok vetrar
Hagstofan býst við því að hagvöxtur verði 5,1 prósent á árinu og 2,9 prósent á næsta ári, samkvæmt nýrri þjóðhagsspá. Búist er við því að um 1,6 milljónir ferðamanna sæki landið heim í ár, en fyrri spá gerði ráð fyrir 1,4 milljónum ferðamanna.
Kjarninn 27. júní 2022
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir er utanríkisráðherra.
Telja að upplýsingar um fjölda sérstakra vegabréfa geti skaðað tengsl við önnur ríki
Utanríkisráðuneytið vill ekki segja hversu mörg sérstök vegabréf það hefur gefið út til útlendinga á grundvelli nýlegrar reglugerðar. Það telur ekki hægt að útiloka neikvæð viðbrögð ótilgreindra erlendra stjórnvalda ef þau frétta af vegabréfaútgáfunni.
Kjarninn 27. júní 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar