Prestur prófar pólitík ... og rökfræði

Björn Leví Gunnarsson svarar Gunnari Jóhannessyni, presti Árborgarprestakalls, í aðsendri grein.

Auglýsing

Í nýlegum skoð­anapistli fjallar Gunnar Jóhann­es­son, prestur Árborgar­presta­kalls, um trú mína og full­yrðir meðal ann­ars að það þurfi trú til þess að segja að guð sé ekki til. Það er áhuga­vert hvernig Gunnar orðar þessa nið­ur­stöðu sína, með upp­hrópun­ar­merki meira að segja. Til­efni þessa skoð­anapistils Gunn­ars er tveggja mín­útna ræða mín á þingi upp á rétt tæp­lega 350 orð. Þeirri ræðu svarar Gunnar í rúm­lega 2.200 orðum en við­ur­kennir á sama tíma að hann hafi „ekki heyrt ræðu Björns Levís“. Grein Gunn­ars er mjög áhuga­verð í þessu sam­hengi. Skoðum hana aðeins nán­ar.

Gunnar seg­ir: „Burt­­séð frá því er hin aug­­ljósa stað­­reynd sú að um leið og ein­hver stað­hæfir eitt­hvað um til­­vist Guðs, til­­­gang og merk­ingu lífs­ins, eða líf eftir dauð­ann o.s.frv. (óháð því hverju hann trúir sjálfur í þeim efn­um) þá er um að ræða trú­­ar­­legar eða frum­­speki­­legar stað­hæf­ing­­ar. Að því leyti er ég og Björn Leví báðir á sama báti. Við trú­um!“

Já og nei. Þetta er bara að hálfu leyti rétt. Auð­vitað er það þannig að við trúum hinu og þessu. Ég trúi því að fólk sé að jafn­aði heið­ar­legt og vel mein­andi, til dæm­is, þrátt fyrir dæmi um hið gagn­stæða. Aðstæður skipta nefni­lega máli. Það þarf hins vegar enga trú til þess að ræða til­vist heims­ins og til­gang lífs­ins. Það er hægt að ræða þau mál mtt. trúar en það er ekki nauð­syn­leg krafa. Ef ég og Gunnar værum að rök­ræða um til­vist heims­ins og hann seg­ist trúa því að guð hafi skapað heim­inn þá þarf ég enga trú til þess að svara því með “nei”. Ég get valið að ræða það mál­efni út frá trú­ar­legum (með eða án æðri mátt­ar­valda) sjón­ar­miðum eða vís­inda­leg­um. Rétt eins og ég get valið að ræða um heið­ar­leika út frá trú­ar­legum eða vís­inda­legum sjón­ar­mið­um. Þannig að „við trú­um!“ er rangt ef um er að ræða trú á æðri mátt­ar­völd og rétt ef um er að ræða mann­legar skoð­an­ir.

Auglýsing

Til þess að skilja bæði ræð­una mína, og svarið hans Gunn­ars, þá er nauð­syn­legt að gera þennan grein­ar­mun. Gunnar er á báti þess að leggja að jöfnu trú á æðri mátt­ar­völd og trú á mann­lega hegð­un. Hvort tveggja er umræða um „trú“ og þar af leið­andi séu rökin um æðri mátt­ar­völd ein­hvern vegin á sama stað og mann­legar skoð­anir sem hægt er að rann­saka á skipu­lagðan hátt, eins og hvort fólk sé almennt séð heið­ar­legt eða ekki. Þetta er nokk­urs konar orða­bók­ar­rökvilla, þar sem umræðan er þvinguð á sama stað út af merk­ingu orð­ins í orða­bók. Í því sam­hengi er hjálp­legt að skoða skil­grein­ing­una á orð­inu „trú“ í íslenskri nútíma­máls­orða­bók:

1 traust, til­trú

hafa trú á

2 skoð­un, álit

það er trú að <þetta tak­ist>

3 til­beiðsla, átrún­aður

ganga af trúnni

kasta trúnni

snú­ast til trúar

vera blend­inn í trúnni

Sam­kvæmt þess­ari skil­grein­ingu orðs­ins erum við Gunnar alls ekki á sama báti. Til þess að segja „nei“ við skoð­unum um æðri mátt­ar­völd þarf ekki traust eða til­trú heldur hið gagn­stæða. Það þarf ekki skoðun eða álit heldur spurn­ingar og því síður þarf til­beiðslu eða átrún­að.

Eitt af því áhuga­verð­asta sem Gunnar skrifar er þetta: „Sá sem stað­hæfir „Guð er ekki til“ og ber þá stað­hæf­ingu fram sem stað­­reynd, eins og Björn Leví ger­ir, gerir jú til­­­kall til þekk­ingar og er það hans að rök­­styðja þá stað­hæf­ing­u.“

Hérna er sönn­un­ar­byrð­inni snúið á hvolf. Ef ég myndi segja að fljúg­andi spag­het­tískrímslið sé til og fólk þurfi að taka til­lit til þess í sínu lífi þá ættu allir að sjálf­sögðu að spyrja „hvernig veistu það?“ og „af hverju?“. Ef ég slengi fram full­yrð­ingu um spag­het­tískrímslið þá get ég ekki varpað sönn­un­ar­byrð­inni á aðra. Það virkar nákvæm­lega eins fyrir guð hinnar evang­el­ísku lúth­ersku kirkju og spag­het­tískrímslið. Ég geri ekk­ert til­kall til þekk­ingar heldur hafna ég stað­hæf­ingu presta og allra ann­ara um að guð sé til.

Hér er nauð­syn­legt að taka fram hvað ég á við þegar ég nota orðið guð. Þar er ég að vísa í orða­bók­ar­skil­grein­ing­una: „Yf­ir­nátt­úru­legur máttur sem menn trúa á.“

Ég er sem sagt að hafna því að það sé til yfir­nátt­úru­legur mátt­ur. Ég geri mér full­kom­lega grein fyrir því að það er ýmis­legt í nátt­úr­unni sem við skiljum ekki og er alveg til­bú­inn til þess að kvitta upp á að það sé til nátt­úru­legur máttur sem geti haft alls konar áhrif sem er ofar okkar skiln­ingi. Þess vegna hafna ég því þegar fólk reynir að fá mig til þess að trúa ein­hverju vegna þess að ástæðan er yfir­nátt­úru­legur mátt­ur. Ég er til í að hlusta á allar skoð­anir sem tengj­ast nátt­úru­legum mætti vegna þess að sá máttur er sann­reyn­an­leg­ur. Ég þarf ekki að treysta, trúa eða til­biðja þeim sem stað­hæf­ir.

Næst reynir Gunnar fyrir sér í rök­fræði með orð­un­um: „En getum við að þessum for­­sendum gefnum (jafn­­vel þótt við föll­umst á þær) dregið þá ályktun að Guð sé ekki til, eða að til­­vist yfir­­nátt­úru­­legrar veru sé óhugs­andi? Að sjálf­­sögðu ekki! Hér er ein­fald­­lega um rök­­leysu að ræða hjá Birni Leví - reyndar býsna algenga en baga­­lega rök­­leysu. Raunin er nefn­i­­lega sú að sann­­leiks­­gildi stað­hæf­ingar (hvort hún er sönn eða ósönn) hefur alls ekk­ert að gera með ástæð­una fyrir því að við föll­umst á þá stað­hæf­ingu. Við getum kallað þess­háttar rökvillu upp­­runarökvill­una.“

Hérna lendum við aftur í orða­bók­ar­rökvill­unni. Rök­ræðan snýst í raun og veru um hvaða merk­ingu við leggjum í hug­takið „yf­ir­nátt­úru­leg­ur“. Orða­bókin seg­ir: „Utan við það sem er nátt­úru­legt, óháður venju­legum nátt­úru­lög­mál­u­m.“ Ég veit ekki hvar Gunnar tak­markar nátt­úru­lög­málin en mig grunar að þar skilji okkur að. Ég geri mér grein fyrir því að við þekkjum ekki öll nátt­úru­lög­málin enn, en býst fast­lega við því að við náum þeim skiln­ingi að lok­um. Það þýðir að eins og er, þá er fræði­lega séð svig­rúm til þess að ætla yfir­nátt­úru­legum verum áhrif yfir því sem við skiljum ekki. Ég tel það hins vegar óþarft og við þurfum ekki að fylla upp í það sem við skiljum ekki með ein­hverju yfir­nátt­úru­legu. Nánar til­tekið hefur hið yfir­nátt­úru­lega ítrekað verið hrakið eftir því sem þekk­ing okkar eykst. Það er nákvæm­lega ekk­ert sem bendir til þess að það verði breyt­ing á því í fram­tíð­inni. Dæmin um hið gagn­stæða eru hins vegar ótal mörg.

Örstutt um upp­runarökvill­una. Gunnar end­ur­tekur hana nefni­lega nokkrum sinn­um. Það er eilítið kald­hæðn­is­legt því trú á yfir­nátt­úru­legar verur bygg­ist á upp­runarökvillu.

Það næsta sem Gunnar segir er að ég hafi til­einkað mér „guð­­leysi sem lífs­­skoð­un“. Nei. Lífs­skoð­unin mín snýst ekki um að guð sé ekki til. Ég get auð­veld­lega sam­þykkt að „guð sé til“ sé lífs­skoðun Gunn­ars en hafnað þeirri full­yrð­ingu á sama tíma. Það kemur lífs­skoðun ekk­ert við heldur for­sendum þess sem ég á að trúa þeirri full­yrð­ingu á. Sjá umfjöll­un­ina um spag­het­tískrímslið hér fyrir ofan. Að Gunnar trúi á ein­hverja yfir­nátt­úru­lega veru hefur ekk­ert að gera með mínar lífs­skoð­an­ir. Ég get haft fullt af lífs­skoð­unum án þess að yfir­nátt­úru­legar verur hafi eitt­hvað um það að segja og enn frem­ur, það er ekki lífs­skoðun að Cthulhu sé ekki til nema í skáld­verk­um.

Kjarn­ann í grein Gunn­ars er svo að finna í umfjöllun hans um að til­vist Guðs verði hvorki sönnuð né afsönnuð með óyggj­andi hætti. Afleið­ingin af því er sú, sam­kvæmt Gunn­ari, að ég verði bara að sætta mig við til­vist­ar­lega óvissu þegar kemur að spurn­ing­unni um guð. Þessi rök­færsla leiðir af sama stað og áður. Sama stað og alltaf þegar trú á yfir­nátt­úru­legar verur er rædd. Ef rök Gunn­ars stand­ast verður hann sjálfur að við­ur­kenna til­vist Cthul­hu, fljúgj­andi spag­het­tískrímsl­is­ins, Óðins og Þórs og allra hinna guð­anna. Nánar til­tekið fjallar fyrsta boð­orð krist­innar trúar um að það séu til aðrir guð­ir: „Ég er Drott­inn Guð þinn, þú skalt ekki aðra guði hafa.“

Mig langar því að spyrja Gunn­ar. Af hverju velur hann eina yfir­nátt­úru­lega veru fram yfir aðr­ar? Er það af því að þær eru ekki til eða býður guð hinnar evang­el­ísku lúth­ersku kirkju eitt­hvað betur en aðrar yfir­nátt­úru­legar ver­ur? Hvað með guð ann­ara krist­inna söfn­uða? Er viti borið líf ann­ars­staðar í alheim­inum og var guð hinnar evang­el­ísku lúth­ersku kirkju sá sem skap­aði það líf? Skap­aði sá guð einnig þau sem trúðu á Óðin og Ra? Eða erum við með margar yfir­nátt­úr­legar verur sem hver um sig skap­aði mis­mun­andi hluta hins nátt­úru­lega heims?

Höfum það í huga í allri þess­ari umræðu að trú og trú­ar­brögð eru tvennt ólíkt. Trú­ar­brögð eru stjórn­tæki, alda­gam­alt póli­tískt kerfi til þess að ráðskast með líf og skoð­anir fólks. Trú­ar­brögð eru valdapóli­tík yfir lífs­skoð­unum fólks og nota full­yrð­ingar um að það séu til yfir­nátt­úr­legar verur til þess að fá fólk til þess að haga sér á einn veg eða ann­an. Þess vegna er það alltaf vand­ræða­legt þegar trú­boðar slíkra trú­ar­bragða reyna fyrir sér í rök­fræði. Þau lenda alltaf í upp­runarökvill­unni sem Gunnar sakar mig um að beita. Sú rökvilla er bók­staf­lega inn­byggð í lífs­skoð­anir þeirra.

Höf­undur er þing­maður Pírata.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar