Trú Björns Levís Gunnarssonar

Prestur Árborgarprestakalls skrifar um trú og guðleysi og gerir athugasemdir við fullyrðingar þingmanns Pírata um að Guð eða yfirnáttúruleg vera sé ekki og geti ekki verið til.

Auglýsing

„Guð er ekki til“ var fyr­ir­sögn nýlegrar fréttar á Kjarn­inn.is. Þar segir að þing­mað­ur­inn Björn Leví Gunn­ars­son hafi verið í „guð­fræði­legum pæl­ing­um“ á Alþingi og „sagst hafa orðið var við það að ef hann segði þessa ein­földu orð – guð er ekki til – þá þætti fólki vegið að trú sinn­i.“

Nú skal tekið fram að ég hef ekki heyrt ræðu Björns Levís og er með­vit­aður um að ekki er hægt að gera sér yfir­grips­mikla mynd af við­horfum fólks út frá einni stuttri frétt. En ég tók hins vegar eftir því að ofan­greindri full­yrð­ingu Björns Levís um Guð, sam­kvæmt frétt­inni, fylgdu ekki rök sem studdu við sann­leiks­gildi hennar og engar for­sendur voru gefnar sem leiða til þeirrar nið­ur­stöðu að Guð eða yfir­nátt­úru­leg vera sé ekki og geti ekki verið til. Þrátt fyrir það ber Björn Leví guð­leysi fram, að því er virð­ist, sem hreina og klára stað­reynd. (Er hann reyndar langt í frá eini guð­leys­ing­inn sem gerir það.) Þannig er í lok frétt­ar­innar haft eftir hon­um: „En að Guð sé ekki til, sú stað­reynd er móðg­andi. Er það ekki merki­leg­t?“ 

Það sem mér finnst merki­legt og áhuga­vert er sú full­vissa sem virð­ist búa að baki orða Björns Levís. Stað­reynd er afar stórt orð þegar rætt er um til­vist Guðs. Stað­reynd er jú það sem er raun­in. Hún er sú staða mála sem sönn stað­hæf­ing eða full­yrð­ing lýs­ir. Ef ég full­yrði að ég eigi milljón á banka­reikn­ingi þá er sú stað­hæf­ing sönn aðeins ef raunin er sú að ég eigi milljón á banka­reikn­ingnum mín­um. Það sem gerir hana sanna – og þar með að stað­reynd – er að hún svarar til eðli veru­leik­ans, þess sem er raun­veru­legt. Nú er ekk­ert að því að vera viss í sinni sök, að búa yfir óbilandi sann­fær­ingu og tala fyrir henni. Það getur verið virð­ing­ar­vert. En ekki ætti að koma við­kom­andi á óvart ef gáð sé að rökum sem styðji fram­settar full­yrð­ingar og meintar stað­reynd­ir. Enda er það sá sem full­yrðir sem axla þarf þá ábyrgð að rök­styðja mál sitt. Sá sem stað­hæfir „Guð er ekki til“ og ber þá stað­hæf­ingu fram sem stað­reynd, eins og Björn Leví ger­ir, gerir jú til­kall til þekk­ingar og er það hans að rök­styðja þá stað­hæf­ing­u. 

Auglýsing
Spurningin sem óhjá­kvæmi­lega vaknar snýr því að þeirri þekk­ing­ar­fræði­legu vissu sem fylgir stað­hæf­ingum Björns Levís. Hvernig veit hann fyrir víst að Guð sé ekki til? Hvað gerir þá skoðun hans að hreinni og klárri stað­reynd og sannri lýs­ingu í reynd á því hvernig veru­leik­anum er hátt­að? Hvaða hald­bæru rök fylgja máli hans?

Í þeim efnum er ekki af miklu að taka, miðað við það sem haft er eftir Birni Leví í frétt Kjarn­ans. Hann tekur reyndar fram, eins og mjög margir guð­leys­ingjar hafa gert í gegnum tíð­ina, að það sé auð­velt að skilja hvernig hug­myndin um Guð hafi kvikn­að. Jú, vegna þess, að mati Björns Levís, að geta okkar fyrrum til að skilja til­urð og eðli heims­ins hafi ein­fald­lega ekki náð lengra en svo. Með öðrum orðum er guðs­trú afleið­ing þekk­ing­ar­leysis (ef til vill skilj­an­legs þekk­ing­ar­leys­is, en þekk­ing­ar­leysis engu að síð­ur). Við það bæt­ist að svokölluð til­vist þess­arar ímynd­uðu veru hafi verið mis­notuð til að búa til „stjórn­kerfi og ráð­stafa valdi með til­vísun í æðri mátt­ar­völd“ og þannig hafi hinni inni­halds­lausu guðs­trú vænt­an­lega verið við­haldið í gegnum sög­una.

* * * * 

Gott og vel! 

En getum við að þessum for­sendum gefnum (jafn­vel þótt við föll­umst á þær) dregið þá ályktun að Guð sé ekki til, eða að til­vist yfir­nátt­úru­legrar veru sé óhugs­andi? Að sjálf­sögðu ekki! Hér er ein­fald­lega um rök­leysu að ræða hjá Birni Leví - reyndar býsna algenga en baga­lega rök­leysu. Raunin er nefni­lega sú að sann­leiks­gildi stað­hæf­ingar (hvort hún er sönn eða ósönn) hefur alls ekk­ert að gera með ástæð­una fyrir því að við föll­umst á þá stað­hæf­ingu. Við getum kallað þess­háttar rökvillu upp­runarökvill­una. Þeir sem beita henni fyrir sig reyna með öðrum orðum að ógilda við­horf eða skoðun með því að útskýra eða sýna fram á hvers vegna ein­hver aðhyllist hana. Það felur aug­ljós­lega í sér ógilda rök­hugs­un. Það geta verið marg­vís­legar útskýr­ingar eða orsakir á bak við ólík við­horf og skoð­anir fólks (trú­ar­leg eða ekki). Það ákvarðar hins vegar ekki sann­leiks­gildi þeirra. Það kann t.d. vel að vera að upp­eldi mitt ásamt ýmsum öðrum þáttum hafi ýtt undir og nært trú­hneigð mína. Einnig kann vel að vera að lyk­il­per­sónur í lífi mínu hafi haft áhrif á mig í þá veru. Reyndar er bæði satt og rétt hvað mig varð­ar. En í rök­legum skiln­ingi hefur það að sjálf­sögðu ekk­ert að gera með sann­leiks­gildi þess sem trú mín snýr að, t.d. það hvort Guð sé raun­veru­lega til eða ekki. Jafn­vel þótt sú stað­reynd að afi minn fór með bænir yfir mér sem barn væri eina ástæða þess að ég trúi á Guð hefur sú ástæða alls ekki neitt með raun­veru­lega til­vist Guðs að ger­a.  

Og það sama á við um guð­leysi Björns Levís sjálfs og guð­leysi sem slíkt! 

Það eru sjálf­sagt ýmsir orsaka­valdar sem hafa leitt til þess að hann til­eink­aði sér guð­leysi sem lífs­skoð­un. En hvort sú líf­skoðun sé reist á sannri full­yrð­ingu um Guð er ein­fald­lega allt önnur spurn­ing. Það sem mætti hins vegar segja er að EF Guð er í reynd ekki til þá gætu for­sendur eða útskýr­ingar af því tagi sem Björn Leví grípur til mögu­lega sagt okkur eitt­hvað um það hvers vegna fólk trúir þrátt fyrir allt á til­vist Guðs. En sömu útskýr­ingar segja okkur ein­fald­lega ekk­ert um það HVORT Guð sé raun­veru­lega til eða ekki. Það er önnur spurn­ing sem verður að svara eftir öðrum leið­um.

Margt fólk, og ekki síst margir guð­leys­ingjar, hefur mér sýnst ala oft á því býsna ein­falda við­horfi að guð­leysi hafi með stað­reyndir að gera á meðan guðs­trú snú­ist ein­göngu um trú (eða trú­girni eða þekk­ing­ar­leysi eða hvað sem þú vilt kalla það). Eins og guð­leys­ing­inn Ric­hard Dawk­ins hefur margoft sagt – og ófáir aðrir hafa týnt upp eftir honum – er trú lítið annað en flótti frá veru­leik­an­um, við­horf sem byggir ekki á upp­lýstri hugs­un, skyn­semi og sönn­unum (sem að hans mati jafn­gildir sjálfs­blekk­ingu og rang­hug­mynd­um). Þvert á móti liggur styrkur trú­ar, að mati Dawk­ins, í því að trú geri ekki ráð fyrir skyn­sam­legri rétt­læt­ingu af neinum toga heldur blindu sam­sinni þvert á skyn­semi, rök og sann­an­ir. Við­horf guð­leys­ingj­ans séu með öðrum orðum byggð á stað­reyndum á meðan við­horf guðs­trú­ar­manns­ins séu reist á ósann­aðri trú (sem gjarnan er útskýrð af guð­leys­ingj­anum í ljósi ein­hvers­konar sál­fræðilegra og/eða þekk­ing­ar­fræði­legra tak­mark­ana hins trú­aða).

En svo ein­falt er það að sjálf­sögðu ekki, eins og margir íhug­ulir og heið­ar­legir guð­leys­ingjar gera sér grein fyr­ir. Þeir tala ekki í stað­reyndum og eru mun hóg­vær­ari í stað­hæf­ingum sínum enda átta þeir sig á því að til­vist Guðs verður hvorki sönnuð né afsönnuð með óyggj­andi hætti, af ein­hvers­konar stærð­fræði­legri vissu. Rök­semd­ar­færslur fyrir til­vist Guðs (sem ég hef skrifað tölu­vert um) eru heldur ekki þess eðl­is. Jafn áleitin og heill­andi sem þær eru fela þær ekki í sér skot­heldar sann­anir fyrir til­vist Guðs sem allir verði að beygja sig fyr­ir. Ef sönnun væri lögð að jöfnu við full­vissu þá eru slíkar sann­anir ekki í boði og hafa aldrei ver­ið. En það á ekki frekar við um spurn­ing­una um Guð en flestallt ann­að. Fæst af því sem við teljum okkur vita verður sannað í þeim skiln­ingi. Og þar er guð­leysið að sjálf­sögðu ekki und­an­skil­ið. Jafn­vel þótt að rök­semd­ar­færslur fyrir til­vist Guðs kynnu að bregð­ast þá sýnir það alls ekki, eins og ýmsir guð­leys­ingjar hafa minnt á, að Guð geti ekki verið til. Með öðrum orðum verður guð­leys­ing­inn, rétt eins og ég, að sætta sig við til­vist­ar­lega óvissu þegar kemur að spurn­ing­unni um Guð.

* * * * 

Mál­flutn­ingur Björns Levís og ann­arra guð­leys­ingja kemur hins vegar ekki per­sónu­lega illa við mig og ekki heldur sú stað­reynd að hann telji og segi Guð ekki vera til. Það móðgar mig alls ekki. Ég hef engar áhyggjur af því hvað Birni Leví eða öðrum guð­leys­ingjum finnst um trú mína til eða frá. Raunar kemur það á óvart ef rétt er að trúað fólk móðg­ist í unn­vörpum við það að ein­hver segi við það að Guð sé ekki til, en látum það liggja á milli hluta.

Auglýsing
Hins vegar hef ég þónokkuð oft rekið mig á eitt sem virð­ist móðga marga guð­leys­ingja og koma illa við þá. Nefni­lega það sem ég ýja að hér að ofan, að guð­leysi er líka trú! Því með sama hætti og ekki er hægt að sanna til­vist Guðs með óyggj­andi hætti er ekki hægt að afsanna hana með óyggj­andi hætti. Já, sann­fær­ing mín um til­vist Guðs byggir á trú þegar allt kemur til alls (þótt ég telji þá sann­fær­ingu mína engin svik við skyn­sam­lega og vís­inda­lega upp­lýsta hugsun og enn­fremur að hægt sé að færa afar góð og áleitin rök fyrir til­vist Guðs, betri rök en þau sem eru í boði fyrir guð­leysi). En það sama gildir líka um sann­fær­ingu guð­leys­ingj­ans. Sann­fær­ing hans um að Guð sé ekki til eða geti ekki verið til er ein­fald­lega trú, við­horf sem gengur lengra er það sem hægt er að vita með vissu.

Ýmsum guð­leys­ingjum gremst slík full­yrð­ing og móðg­ast (hef ég per­sónu­lega reynslu af því). Það er ef til vill ekki skrýtið í sjálfu sér ef þeir telja sig byggja guð­leysi sitt á stað­reyndum og óbrigð­ulli þekk­ingu. En raunin er sú að stað­hæf­ingin „Guð er ekki til”, rétt eins og stað­hæf­ingin „Guð er til”, er í eðli sínu trú­ar­leg (eða heim­speki­leg eða frum­speki­leg) stað­hæf­ing sem hvorki verður afsönnuð né sönnuð með óyggj­andi hætti. Hitt er annað mál hvora stað­hæf­ing­una megi styðja betri og veiga­meiri rökum (þeim sem hafa áhuga á þeirri spurn­ingu get ég bent á skrif mín um til­vist Guð sem koma upp með ein­faldri leit á google.is). Burt­séð frá því er hin aug­ljósa stað­reynd sú að um leið og ein­hver stað­hæfir eitt­hvað um til­vist Guðs, til­gang og merk­ingu lífs­ins, eða líf eftir dauð­ann o.s.frv. (óháð því hverju hann trúir sjálfur í þeim efn­um) þá er um að ræða trú­ar­legar eða frum­speki­legar stað­hæf­ing­ar. Að því leyti er ég og Björn Leví báðir á sama báti. Við trú­um!

* * * * 

Það sem oft liggur á bak við svokölluð rök gegn til­vist Guðs eða rök fyrir guð­leysi er, eins og áður er nefnt, ein­hvers­konar útskýr­ing á því hvers vegna fólk trúir þrátt fyrir allt á Guð. Litið er svo á að trú á Guð sé eitt­hvað sem fólk vaxi upp úr með tím­anum og að með auk­inni þekk­ingu og/eða raun­sæi á eðli lífs­ins sleppi það tak­inu á hinum ímynd­aða Guði. Þeir sem geri það ekki hafi staðnað ein­hver­staðar á leið­inni af ein­hverjum orsök­um.

Mál­flutn­ingur Björns Levís ber sterkan keim af mál­flutn­ingi manna á borð við Freud, Feu­er­bach og Marx, sem allir höfðu útskýr­ingu á guðs­trú á reiðum hönd­um, sem ýmist var sál­fræði- eða félags­legs eðl­is. Upp­bygg­ing þess­konar „rök­semd­ar­færslu“ er oftar en ekki eitt­hvað á þessa leið:

  1. Guð er ekki til.
  2. Sumt fólk trúir engu að síður á til­vist Guðs.
  3. Þar sem eng­inn Guð er til hlýtur ástæðan fyrir trú fólks að liggja í ein­hvers­konar sjálfs­blekk­ingu eða ósk­hyggju.
  4. Fólk trúir á Guð af því það vill það. Trú þess er bara sjálfs­blekk­ing og ósk­hyggja.
  5. Guðs­trú er því ekk­ert annað en til­bún­ingur manns­ins sjálfs sem svarar til mann­legra þarfa og lang­ana. (Guð­leys­ingjar rekja rót þess­ara þarfa og lang­ana til ólíkra þátta. Freud horfði til dæmis til sál­fræði­legra þátta en Marx félags- og efna­hags­legra þátta.)

Nú er ég ekki að leggja nákvæm­lega þennan mál­flutn­ing í munn Björns Levís. Hins vegar eru lík­indi til staðar að því leyti að Björn Leví, af frétt­inni í Kjarn­anum að dæma, gengur ein­fald­lega út frá því að Guð sé ekki til og í stað þess að rétt­læta eða rök­styðja þá full­yrð­ingu sína leit­ast hann við að útskýra með hlið­sjón af henni hvers vegna fólk trúir á Guð þrátt fyrir til­vist­ar­leysi hans. Því næst er litið svo á að sú útskýr­ing sýni fram á að Guð sé ekki til­.   

Hvað má almennt segja um þess konar mál­flutn­ing? 

Rök­fræði­lega séð er hann mein­gall­aður af ýmsum ástæð­um. Fyrir það fyrsta er um hringarök að ræða eða ógilda rök­semd­ar­færslu þar sem gengið er út frá sann­leiks­gildi nið­ur­stöð­unnar fyr­ir­fram. Með öðrum orðum gerir rök­semd­ar­færslan ráð fyrir því að nið­ur­staða hennar sé sönn áður en nið­ur­staðan er leidd fram. Í annan stað má benda á að þó það sé vissu­lega rétt að það eitt að vilja eða óska sér að eitt­hvað sé satt geri það ekki satt þá leiðir ekki af því að það geti þar með alls ekki verið satt. Augna­bliks íhugun leiðir það í ljós. Í þriðja lagi virkar mál­flutn­ingur af þessu tagi jafn­vel sem rök gegn guð­leysi. Stephen Hawk­ing sagði eitt sinn að Guð eða himna­ríki væri ævin­týri sem búið var til fyrir fólk sem var hrætt við myrkrið. Með sama hætti má segja að guð­leysi er ævin­týri sem búið var til fyrir þá sem eru hræddir við ljós­ið. En hvorug stað­hæf­ingin segir aug­ljóslega nokkuð um eig­in­lega til­vist Guðs. Og það minnir á að guð­leysi er byggt á grund­vall­ar­for­sendu sem guð­leys­ing­inn gengur út frá, eða trúir ein­fald­lega, en getur ekki fært sönnur á. 

Vit­an­lega hafa ýmsir guð­leys­ingjar lagt fram rök gegn til­vist Guðs eða skyn­sam­legar ástæður fyrir því að Guð sé ekki til eða að til­vist hans sé afar ólík­leg. Þótt það sé oft áhuga­vert og gagn­legt að glöggva sig á þeim er ekki ástæða til að leggja nið­ur­stöðu þeirra eða grund­vall­ar­við­horf guð­leys­ingja almennt að jöfnu við stað­reynd. Síður en svo.

Höf­undur er prest­ur Ár­borgar­presta­kalls.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar