„Guð er ekki til“

Björn Leví Gunnarsson var í guðfræðilegum pælingum á þinginu í dag. Hann segist hafa orðið var við það að ef hann segir þessa einföldu orð – „guð er ekki til“ – þá finnist fólki vegið að trú sinni. Að það geri einhvern veginn lítið úr skoðunum þeirra.

Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.
Auglýsing

Þing­maður Pírata, Björn Leví Gunn­ars­son, fjall­aði um trú og við­brögð við umræðu um hana undir liðnum störf þings­ins í dag.

„Guð er ekki til. Það er ekki til nein yfir­nátt­úru­leg vera sem hlustar á bænir eða skipu­leggur ein­hvers konar refs­ingu eða umbun eftir dauð­ann miðað við hvernig fólk hugs­aði eða hag­aði sér á þess­ari jörð.

Það er mjög auð­velt að skilja af hverju við höldum að það sé til ein­hver slík vera sem skap­aði himin og jörð úr engu eða úr lík­ama Ýmis eða eitt­hvað svo­leið­is, því að í árþús­undir hafði mann­veran ekki getu til að sann­reyna hug­myndir um til­vist heims­ins og allar hinar mis­mun­andi sögur sem fólk bjó til um það hvernig heim­ur­inn virk­að­i,“ sagði hann við upp­haf ræðu sinn­ar.

Auglýsing

Sára­ein­falt að mis­nota trú til að búa til stjórn­kerfi

Björn Leví sagði að aug­ljóst væri hvað gerð­ist í kjöl­far þess að „fólk trúir sögum um það hvernig heim­ur­inn varð til“.

„Það er nefni­lega sára­ein­falt að mis­nota þá trú til að búa til stjórn­kerfi og ráð­stafa valdi með til­vísun í æðri mátt­ar­völd. Til að frið­þægja þennan guð eða annan þá þarf bæn­ir, gjafir eða fórn­ir, ann­ars end­ur­fæð­ist þú sem óæðri líf­vera í næsta lífi, það kemur plága eða þú kvelst að eilífu í hel­vít­i,“ sagði hann.

Þá hefði hann orðið var við það að ef hann segði þessa ein­földu orð – „guð er ekki til“ – þá fynd­ist fólki vegið að trú sinni. Að það gerði ein­hvern veg­inn lítið úr skoð­unum þeirra.

„Mér finnst það mjög merki­legt því að á sama tíma virð­ist fólk síður móðg­ast yfir því ef ein­hver er ann­arrar trú­ar­bragða­skoð­un­ar. Það fólk trúir bara á annan guð. Það er ein­hvern veg­inn síður móðg­andi, kannski af því að þau eru föst í sömu keppni, að veðja á að ein­hver yfir­nátt­úru­leg vera útvegi þeim passa í eft­ir­lífið og keppnin snú­ist bara um hver veðjar á rétta yfir­nátt­úr­lega veru, en það á auð­vitað bara við ef um ein­gyð­is­trú er að ræða.

Ef það geta verið fleiri yfir­nátt­úru­legar verur sem allar eru með sitt himna­ríki og hel­víti þá er þetta auð­vitað bara sam­keppn­is­mark­aður um hver býður best að þínu mati og þá er öðrum svo sem alveg frjálst að vera með aðra skoðun á því en þú, fyrir utan öll stríðin og hörm­ung­arnar og þaðan af verra. En að guð sé ekki til, sú stað­reynd er móðg­andi. Er það ekki merki­leg­t?“ spurði hann að lok­um.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meghan og Harry kynntust á Instagram. Hljómar kannski ekki eins og ævintýri, enda hafa þau sagt skilið við slík, að minnsta kosti konungleg ævintýri.
Sannleikur Harrys og Meghan – frá þeirra eigin sjónarhorni
Harry og Meghan fundu sig knúin til að segja „sinn eigin sannleika“ af samskiptum þeirra við konungsfjölskylduna og ákvörðun þeirra að segja skilið við allar konunglega skyldur. Sannleikurinn er nú aðgengilegur á Netflix en sitt sýnist hverjum.
Kjarninn 9. desember 2022
Ingrid Kuhlman
Sjö tegundir hvíldar
Kjarninn 9. desember 2022
Tillaga Andrésar Inga Jónsson, þingmanns Pírata, um að fresta umræðu um breytingu á lögum um útlendinga fram yfir áramót var felld við upphaf þingfundar. Stjórnarandstaðan sakar meirihlutann um að setja fjölda mála í uppnám með þessu.
Segja stjórnarmeirihlutann stilla öryrkjum upp á móti útlendingum
Tillaga þingmanns Pírata um að taka af dagskrá frumvarp um alþjóðlega vernd var felld á Alþingi. Stjórnarandstöðuþingmenn segja það fáránlegt að afgreiða eigi frumvarpið áður en eingreiðsla til öryrkja verði tekin fyrir á þingi.
Kjarninn 9. desember 2022
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra.
Ekki upplýst formlega en leitað til hennar „í krafti vináttu og persónulegra tengsla“
Forsætisráðherra segir að hún hafi ekki verið upplýst formlega um að ráðherra hafi sýnt af sér vanvirðandi framkomu. Þegar leitað sé til hennar sem trúnaðarvinar sé um persónuleg málefni að ræða sem kalli ekki á að hún setji þau í farveg stjórnsýslumála.
Kjarninn 9. desember 2022
Hægt er að horfa á sjónvarp með ýmsum hætti.
Myndlyklum í útleigu fækkað um 25 þúsund á fimm árum
Þeim sem leigja myndlykla fyrir nokkur þúsund krónur á mánuði af fjarskiptafyrirtækjum til að horfa á sjónvarp hefur fækkað um tíu þúsund á einu ári. Fleiri og fleiri kjósa að horfa á sjónvarp í gegnum app.
Kjarninn 9. desember 2022
Hér sést annar mannanna vera leiddur inn í héraðsdóm eftir handtöku í september.
Búið að birta ákæru gegn tveimur mönnum fyrir að skipuleggja hryðjuverk
Í september voru tveir menn handteknir grunaðir um að hafa ætlað að fremja hryðjuverk á Íslandi. Þeir eru taldir hafa ætlað að ráðast að Alþingi og nafngreindum stjórnmálamönnum. Búið er að birta lögmönnum þeirra ákæru.
Kjarninn 9. desember 2022
Litla-Sandfell stendur um 95 metra upp úr Leitahrauni í Þrengslunum.
Náma í Litla-Sandfelli veldur „miklum neikvæðum umhverfisáhrifum“
Skipulagsstofnun telur Eden Mining vanmeta umhverfisáhrif námu í Litla-Sandfelli. Að fjarlægja fjall velti upp þeirri hugmynd „hvort verið sé að opna á þá framtíðarsýn að íslenskar jarðmyndanir verði í stórfelldum mæli fluttar út til sementsframleiðslu“.
Kjarninn 9. desember 2022
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra.
Fullyrt að stjórnvöld hafi breytt reglugerð til að aðstoða Pussy Riot eftir beiðni Ragnars
Mikil leynd hefur ríkt yfir því hverjir hafa fengið útgefin sérstök íslensk vegabréf á grundvelli reglugerðarbreytingar sem undirrituð var í vor. Nú er fullyrt að hennii hafi verið breytt eftir að Ragnar Kjartansson leitaði til Katrínar Jakobsdóttur.
Kjarninn 9. desember 2022
Meira úr sama flokkiInnlent