Áttunda hvert heimili í slæmu húsnæði

Þröngbýlt er á einu af hverjum tólf heimilum hérlendis, auk þess sem áttunda hvert heimili er í slæmu ásigkomulagi. Nokkuð dró úr þröngbýlinu í fyrra, en það náði hámarki á tímabilinu 2018-2020.

Hús
Auglýsing

Nokkuð dró úr þröngum húsa­kosti heim­ila í fyrra, miðað við árið 2020, sam­kvæmt nýjum tölum Hag­stof­unn­ar. Alls var þröng­býlt á tæp­lega 13 þús­und heim­ilum í fyrra, eða hjá um átta pró­sentum allra heim­ila, á meðan ástand hús­næðis var slæmt hjá átt­unda hverju heim­ili.

Hag­stofan hefur nú birt nýjar tölur úr lífs­kjara­rann­sókn sinni, en þar eru um fimm þús­und ein­stak­lingar valdir af handa­hófi úr Þjóð­skrá og spurt út í heim­il­is­að­stæður þeirra. Sam­kvæmt Hag­stofu er þröng­býlt á heim­ilum ef ein­hleypir ein­stak­lingar og pör hafa ekki eitt her­bergi út af fyrir sig. Sömu­leiðis telur stofn­unin að það sé þröng­býlt ef fleiri en tvö ung­menni eru á hvert her­bergi.

Líkt og sést á mynd hér að neðan stórjókst þröng­býlið á tíma­bil­inu 2016-2018, þar sem hlut­fall heim­ila með þröngan húsa­kost hækk­aði úr sjö pró­sentum í tíu pró­sent. Í fyrra fækk­aði svo þröng­býlum heim­ilum um 1.500 tals­ins og eru þau nú tæp­lega 13 þús­und. Þetta jafn­gildir um átta pró­sentum af heild­ar­fjölda heim­ila, sem er nálægt með­al­tali síð­ustu tutt­ugu ára.

Auglýsing

Mynd: Kjarninn. Heimild: Hagstofa

Mest var þröng­býlið í fjöl­býl­is­hús­um, en þar fellur ein af hverjum átta íbúðum undir þá skil­grein­ingu. Til sam­an­burðar eru ein­ungis fjögur pró­sent af öllum rað­húsum og ein­býl­is­húsum of þétt set­in.

Hag­stofan mælir einnig fjölda heim­ila þar sem ástand hús­næðis er talið lélegt. Hlut­fall slíkra heim­ila náði hámarki árið 2008, en þá var tæp­lega fimmta hvert heim­ili í slæmu ásig­komu­lagi. Síðan þá hefur hlut­fallið svo lækk­að, en nú er ástand hús­næðis lélegt í einu af hverjum átta heim­il­um.

Öfugt við mæl­ing­arnar um þröng­býli eru ein­býl­is­hús lík­leg­ust til að vera í slæmu ásig­komu­lagi, en 15 pró­sent þeirra falla undir þá skil­grein­ingu. Til við­mið­unar er ástand aðeins 10 pró­senta allra íbúða í stórum fjöl­býl­is­húsum talið slæmt.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Úlfar Þormóðsson
Uppvakningar
Kjarninn 25. júní 2022
Ingrid Kuhlman
Að hlakka til einhvers er næstum jafn gott og að upplifa það
Kjarninn 25. júní 2022
Niðurhal Íslendinga stóreykst milli ára
Íslendingar notuðu 25 prósent meira gagnamagn á farsímaneti í fyrra en árið áður og 21 prósent meira gagnamagn í gegnum fastanet. Tæplega 76 prósent notenda á fastaneti eru nú með ljósleiðaratengingu, en þeir voru þriðjungur 2016.
Kjarninn 25. júní 2022
Af kosningavöku Framsóknarflokksins í fyrrahaust.
Framsókn hirti kjósendur í stórum stíl frá hinum stjórnarflokkunum og Miðflokki
Fylgisaukning Framsóknar í síðustu kosningum var tekin frá samstarfsflokkunum í ríkisstjórn og klofningsflokki. Átta hverjum tíu kjósendum Sjálfstæðisflokks voru úr kjarnafylginu. Framboð Sósíalista hafði neikvæð áhrif á fylgi Vinstri græna og Pírata.
Kjarninn 25. júní 2022
Hraðtíska nær nýjum hæðum með tilkomu tískurisans Shein
Kínverska fatafyrirtækið Shein hefur vaxið gríðarlega á undanförnum árum og er í dag eitt stærsta tískuvörufyrirtæki í heimi. Umhverfissinnar benda á að fötin séu úr svo litlum gæðum að oft séu þau aðeins notuð í eitt skipti áður en þau enda í ruslinu.
Kjarninn 25. júní 2022
Auður Önnu Magnúsdóttir
Af hverju nýta Íslendingar raforkuna sína svo illa?
Kjarninn 25. júní 2022
Sjö molar um seðlabankavexti úti í heimi
Verðbólga veldur því að vaxtalækkanir faraldursins eru að ganga til baka, víðar en hér á Íslandi. Kjarninn tók saman nokkra fróðleiksmola um þróun mála í ríkjum bæði nær og fjær.
Kjarninn 25. júní 2022
Flokkur Sigurðar Inga Jóhannssonar andar ofan í hálsmál flokks Bjarna Benediktssonar samkvæmt síðustu könnunum.
Framsókn mælist næstum jafn stór og Sjálfstæðisflokkurinn
Stjórnarflokkarnir hafa tapað umtalsverðu fylgi á kjörtímabilinu. Sjálfstæðisflokkurinn nær mun verr til fólks undir fertugu en annarra á meðan að Framsókn nýtur mikilla vinsælda þar. Vinstri græn mælast með þriðjungi minna fylgi en í síðustu kosningum.
Kjarninn 24. júní 2022
Meira úr sama flokkiInnlent