Þeir sem eiga húsnæði hafa það gott, en margir hinna lifa við skort og ná ekki endum saman

Samkvæmt bráðabirgðaniðurstöðum Hagstofu Íslands fækkaði þeim heimilum sem áttu erfitt með að ná endum saman í fyrra og þau hafa hlutfallslega aldrei mælst færri. Tæplega 19 prósent þjóðarinnar segir að húsnæðiskostnaður sé þung fjárhagsleg byrði.

1. maí 2019 - Kröfuganga
Auglýsing

Tæp­lega fjórð­ungur heim­ila á Íslandi, 24,1 pró­sent, átti erfitt með að ná endum saman í fyrra, sam­kvæmt nýbirtum tölum Hag­stofu Íslands sem unnar eru úr bráða­birgða­nið­ur­stöðum lífs­kjara­rann­sóknar Hag­stofu Íslands. Það er lægsta hlut­fall sem mælst hefur í þannig stöðu í sam­an­tektum stofn­un­ar­inn­ar.  

Til sam­an­burðar áttu um 51 pró­sent heim­ila í erf­ið­leikum með að ná endum saman árið 2011 og hlut­fallið var yfir 40 pró­sent  milli áranna 2010 og 2015.

Stóra ástæðan fyrir þess­ari breyt­ingu á síð­ustu árum er sú að fjár­hags­leg byrði hús­næð­is­kostn­aðar á meðal heim­ila í eigin hús­næði lækk­aði skarpt á milli ára. Á árinu 2020 sögð­ust 14 pró­sent þeirra sem bjuggu í eigin hús­næði eiga erfitt með að ná endum saman en það hlut­fall fór rétt niður fyrir tíu pró­sent í fyrra. Á sama tíma stóð hlut­fall þjóð­ar­innar sem heilt yfir sagði að fjár­hags­leg byrði hús­næð­is­kostn­aðar væri í þung í stað, en tæp­lega 19 pró­sent heim­ila sagði það stöð­una í fyrra. Því hefur róð­ur­inn þyngst hjá þeim sem eiga ekki hús­næði á meðan að hann létt­ist hjá þeim sem það gerð­u. 

Auglýsing
Ástæðurnar geta verið nokkr­ar. Ráð­stöf­un­ar­tekjur juk­ust heilt yfir í fyrra, aðal­lega vegna launa­hækk­ana og hag­stæðra lána­kjara. Þá hækk­aði hús­næð­is­verð gríð­ar­lega mik­ið, en árs­hækkun íbúða­verðs mælist nú 16,6 pró­sent. Lána­kjör hafa versnað nokkuð skarpt í ár vegna auk­innar verð­bólgu og hækkun á stýri­vöxtum sem gæti breytt stöð­unni til hins verra á ný. Auk þess rýrir verð­bólgan, sem nú mælist 6,2 pró­sent og hefur ekki mælst hærri í ára­tug, virði þeirra króna sem heim­ilin hafa til ráð­stöf­unar í hverjum mán­uð­i. 

Tæp ell­efu pró­sent heim­ila á leigu­mark­aði búa við skort á efn­is­legum gæðum

Í bráða­birgða­nið­ur­stöðum Hag­stof­unnar segir að á árinu 2021 hafi 4,2 pró­sent heim­ila lands­ins búið við skort á efn­is­legum gæð­um, þar af 10,9 pró­sent heim­ila á leigu­mark­aði en ein­ungis 2,4 pró­sent heim­ila sem búa í eigin hús­næði.

Þar segir enn fremur að þegar horft sé til mis­mun­andi heim­il­is­gerða voru erf­ið­leikar við að ná endum saman á um helm­ingi heim­ila hjá einum full­orðnum með eitt eða fleiri börn á fram­færi árið 2021 en á 16 pró­sent heim­ila tveggja eða fleiri full­orð­inna þar sem ekk­ert barn var búsett. „Nið­ur­stöð­urnar benda því til þess að auk­inn fjöldi fyr­ir­vinna dragi úr erf­ið­leikum við að ná endum saman en að auk­inn fjöldi barna á fram­færi ýti undir erf­ið­leika við að láta enda ná sam­an.“

Afar sjald­gæft hefur verið í gegnum tíð­ina að heim­ili sem búi í eigin hús­næði skorti efn­is­leg gæði. Hlut­fallið var á bil­inu 2,1 pró­sent til fjögur pró­sent árin 2016  til 2021. Hlut­fallið var hærra á sama tíma­bili fyrir heim­ili sem voru á leigu­mark­aði eða á bil­inu 10,6 pró­sent  til 17,2 pró­sent, og hæst árið 2016. „Veru­legur skortur efn­is­legra gæða mælist vart á meðal heim­ila í eigin hús­næði og hefur leitnin verið frekar niður á við. Alls bjuggu 2,5 pró­sent heim­ila á leigu­mark­aði við veru­legan skort efn­is­legra gæða árið 2021.“

Nið­ur­stöð­urnar eru unnar úr lífs­kjara­rann­sókn Hag­stofu Íslands. Um er að ræða langsniðsrann­sókn þar sem haft er sam­band við hátt í fimm þús­und heim­ili árlega. Vogir íslensku lífs­kjara­rann­sókn­ar­innar voru end­ur­skoð­aðar og þeim breytt fyrir gagna­söfnun árs­ins 2017. Það veldur broti í tíma­röð á metnum fjölda heim­ila á land­inu og getur verið vara­samt að bera saman fjölda­tölur heim­ila fyrir og eftir brot í tíma­röð.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Úlfar Þormóðsson
Uppvakningar
Kjarninn 25. júní 2022
Ingrid Kuhlman
Að hlakka til einhvers er næstum jafn gott og að upplifa það
Kjarninn 25. júní 2022
Niðurhal Íslendinga stóreykst milli ára
Íslendingar notuðu 25 prósent meira gagnamagn á farsímaneti í fyrra en árið áður og 21 prósent meira gagnamagn í gegnum fastanet. Tæplega 76 prósent notenda á fastaneti eru nú með ljósleiðaratengingu, en þeir voru þriðjungur 2016.
Kjarninn 25. júní 2022
Af kosningavöku Framsóknarflokksins í fyrrahaust.
Framsókn hirti kjósendur í stórum stíl frá hinum stjórnarflokkunum og Miðflokki
Fylgisaukning Framsóknar í síðustu kosningum var tekin frá samstarfsflokkunum í ríkisstjórn og klofningsflokki. Átta hverjum tíu kjósendum Sjálfstæðisflokks voru úr kjarnafylginu. Framboð Sósíalista hafði neikvæð áhrif á fylgi Vinstri græna og Pírata.
Kjarninn 25. júní 2022
Hraðtíska nær nýjum hæðum með tilkomu tískurisans Shein
Kínverska fatafyrirtækið Shein hefur vaxið gríðarlega á undanförnum árum og er í dag eitt stærsta tískuvörufyrirtæki í heimi. Umhverfissinnar benda á að fötin séu úr svo litlum gæðum að oft séu þau aðeins notuð í eitt skipti áður en þau enda í ruslinu.
Kjarninn 25. júní 2022
Auður Önnu Magnúsdóttir
Af hverju nýta Íslendingar raforkuna sína svo illa?
Kjarninn 25. júní 2022
Sjö molar um seðlabankavexti úti í heimi
Verðbólga veldur því að vaxtalækkanir faraldursins eru að ganga til baka, víðar en hér á Íslandi. Kjarninn tók saman nokkra fróðleiksmola um þróun mála í ríkjum bæði nær og fjær.
Kjarninn 25. júní 2022
Flokkur Sigurðar Inga Jóhannssonar andar ofan í hálsmál flokks Bjarna Benediktssonar samkvæmt síðustu könnunum.
Framsókn mælist næstum jafn stór og Sjálfstæðisflokkurinn
Stjórnarflokkarnir hafa tapað umtalsverðu fylgi á kjörtímabilinu. Sjálfstæðisflokkurinn nær mun verr til fólks undir fertugu en annarra á meðan að Framsókn nýtur mikilla vinsælda þar. Vinstri græn mælast með þriðjungi minna fylgi en í síðustu kosningum.
Kjarninn 24. júní 2022
Meira úr sama flokkiInnlent