Hvað er kvenmiðuð neyðaraðstoð?

Framkvæmdastýra UN Women á Íslandi skrifar um mikilvægði þess að veita kvenmiðaða neyðaraðstoð í því neyðarástandi sem nú ríkir í Úkraínu.

Auglýsing

Stríðs­á­tök hafa ólík áhrif á líf fólks eftir stöðu þeirra og kyni. Á meðan karl­menn eru lík­legri til að deyja í átökum eru konur lík­legri til að verða fyrir kyn­bundnu ofbeldi, man­sali og búa við skort þegar stríðs­á­tök geisa. Þá hefur nauðg­unum mark­visst verið beitt sem stríðsvopni í gegnum tíð­ina í fjölda landa um allan heim, meðal ann­ars í Mjan­mar, Sýr­landi, Sierra Leone og Eþíópíu og nú í Úkra­ín­u. 

UN Women hefur lagt mikla áherslu á að kven­miðuð neyð­ar­að­stoð sé veitt á átaka­tím­um, ekki aðeins í eigin störfum heldur einnig í verk­efnum ann­arra við­bragðs­að­ila og stofn­ana Sam­ein­uðu þjóð­anna. En hvað felur kven­miðuð neyð­ar­að­stoð í sér? 

Fyrst og fremst þýðir sú nálgun að tekið sé mið af þörfum allra þegar neyð­ar­að­stoð er veitt. Fólk af ólíkum stétt­um, upp­runa, kyni, kyn­hneigð, aldri og efna­hag hefur ólíkar bjargir og ólíkar þarfir á neyð­ar­tím­um. „Ein stærð fyrir alla“ nýt­ist því ekki jað­ar­sett­ustu hóp­unum þegar stríð skellur á.

Nokkur dæmi um kven­mið­aða neyð­ar­að­stoð: 

  • „ONE STOP“ mið­stöð þarf að vera á öllum mót­töku­stöð­u­m/flótta­manna­búðum þar sem konur fá upp­lýs­ingar um rétt­indi sín, fá heil­brigð­is­þjón­ustu, sál­ræna aðstoð, sæmd­ar­sett og fjár­hags­að­stoð ef þarf.
  • Þjón­usta fyrir þolendur kyn­bund­ins ofbeldis þarf að vera á staðnum og aðgengi­leg öll­um. Athvörf fyrir þolendur heim­il­is­of­beldis þurfa einnig að vera á staðn­um. 
  • Starfs­fólk hjálp­ar­sam­taka og frið­ar­gæslu­liðar þurfa að vera af öllum kynjum svo hægt sé að tryggja öryggi kvenna. Árið 2020 voru konur aðeins 5,2% allra frið­ar­gæslu­liða á vegum Sam­ein­uðu þjóð­anna. Starfs­fólk þarf jafn­framt að fá góða þjálfun og vera vak­andi fyrir hættu­merkj­um.
  • Kynja­skipt bað­að­staða, sal­erni og vatns­brunnar þurfa að vera til staðar innan flótta­manna­búða til að koma í veg fyrir kyn­bundið ofbeldi. Aðgengi og lýs­ing á þessum stöðum þarf að vera góð. 
  • Skólar og dag­vist­un­ar­úr­ræði þurfa að vera til staðar til að koma í veg fyrir brott­fall úr námi og þvinguð barna­hjóna­bönd.
  • Tryggja þarf túlka af öllum kynjum svo konur geti verið óhræddar við að tjá þarfir sín­ar. Konur eru treg­ari við að tjá sig um lík­am­legt heil­brigði og kyn­heil­brigði ef karl­maður er á staðn­um.

Úkra­ínskar konur í hættu

Mik­il­vægi kven­mið­aðrar neyð­ar­að­stoðar er aug­ljós í því gríð­ar­lega neyð­ar­á­standi sem nú ríkir í Úkra­ín­u og á landa­mærum nágranna­ríkja lands­ins. Þau frjálsu félaga­sam­tök í Úkra­ínu sem tóku þátt í nýrri þarfa­grein­ingu UN Women lögðu mikla áherslu á mik­il­vægi þess að líta sér­stak­lega til þarfa kvenna og barna á flótta og að tryggja þurfi fjár­magn í kven­mið­aða neyð­ar­að­stoð sem veitt er á staðn­um. Veru­legur skortur er á nauð­syn­legum vörum eins og mat – sér­stak­lega barna­mat, lyfjum og hrein­læt­is­vörum líkt og bleyjum í land­inu. Aðgengi að vatni, raf­magni og öðrum nauð­synjum er af skornum skammti á mörgum svæð­um.

Auglýsing
Tekjumissir og skertur aðgangur að fjár­magni er aug­ljóst vanda­mál. Að lifa með stöð­ugum ótta um heilsu sína og öryggi nán­ustu fjöl­skyldu er svo farið að taka sinn toll á and­legri heilsu fólks. Ofbeldi hefur aukist, bæði heim­il­is­of­beldi og kyn­ferð­is­of­beldi. Fréttir hafa borist af því að konur og börn á flótta hafi horfið í ringlu­reið­inni sem ríkir á lest­ar­stöðvum og mót­töku­stöð­um. Hjálp­ar­starfs­menn hafa eftir bestu getu reynt að skrá­setja alla sem koma inn á svæð­in, t.d. bíl­stjóra og fólk sem býður fram hús­næði, en þrátt fyrir það hefur ekki verið hægt að vernda alla sem eru á flótta fyrir hrotta­legum ein­stak­lingum sem hyggj­ast nýta sér neyð þeirra og hafa nú þegar heyrst sögur af konum og stúlkum sem hafa verið seldar í vændi til Evr­ópu­ríkja. Þá hafa fregnir borist af því að rúss­neskir her­menn deili mynd­böndum af því þegar úkra­ínskum konum er nauðg­að. Þar sem úkra­ínskum karl­mönnum á aldr­inum 18-60 ára hefur verið meinað að yfir­gefa land­ið, eru konur og börn meiri­hluti fólks á flótta eða um 90%. UN Women er á vett­vangi og meðal verk­efna er að dreifa fatn­aði, sæmd­ar­settum og neyð­ar­pökkum til kvenna á flótta og veita þeim fjár­hags­að­stoð. Þá berst UN Women fyrir því að kven­miðuð neyð­ar­að­stoð sé veitt. Að þær fái strax upplýs­ingar um rétt­indi sín, húsa­skjól og áfalla­hjálp við kom­una til gisti­lands. Allt til að koma í veg fyrir að hægt sé að nýta sér neyð þeirra. 

Þú getur hjálpað með því að senda sms-ið KONUR í núm­erið 1900.

Höf­undur er fram­kvæmda­stýra UN Women á Íslandi.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Það að vera kvenkyns lögmaður eykur líkur á að mál falli umbjóðandanum í vil samkvæmt nýrri íslenskri rannsókn.
Kvenkyns lögmenn líklegri til að vinna mál í héraði
Kvenkyns málflytjendur skila betri árangri fyrir dómstólum og eldri dómarar eru líklegri til að dæma varnaraðila í vil en þeir sem yngri eru, samkvæmt nýrri íslenskri rannsókn.
Kjarninn 28. júní 2022
Örn Bárður Jónsson
Þungunarrof, samkynhneigð og kynusli
Kjarninn 28. júní 2022
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra, og Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri.
Ætlar ekki að láta Seðlabankann afhenda sér gögn um ráðstöfun opinberra hagsmuna
Seðlabanki Íslands efur ekki viljað leggja mat á hagsmuni almennings af birtingu upplýsinga um þá sem fengu að nýta sér fjárfestingaleið hans né af því að stöðugleikasamnirnir við kröfuhafa verði gerðir opinberir.
Kjarninn 28. júní 2022
Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.
Kristrún íhugar formannsframboð
Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segist „íhuga alvarlega“ að bjóða sig fram til formanns á landsfundi flokksins í október. Logi Einarsson tilkynnti um miðjan júní að hann muni ekki bjóða sig fram að nýju.
Kjarninn 28. júní 2022
„Bleika húsið“, heilsugæsla sem þjónustar konur í Mississippi er eina heilsugæslan í ríkinu sem veitir þungunarrofsþjónustu. Henni verður að öllum líkindum lokað innan nokkurra daga.
Síðustu dagar „bleika hússins“ í Mississippi
Eigandi einu heilsugæslunnar í Mississippi sem veitir þungunarrofsþjónustu ætlar að halda ótrauð áfram, í öðru ríki ef þarf, eftir að Hæstiréttur Bandaríkjanna felldi rétt til þungunarrofs úr gildi.
Kjarninn 27. júní 2022
Á Fossvogsbletti 2 stendur einbýlishús og geymsluhúsnæði.
Borgin steig inn í 140 milljóna fasteignakaup í Fossvogsdal
Borgarráð Reykjavíkurborgar samþykkti á dögunum að nýta forkaupsrétt sinn að fasteignum á Fossvogsbletti 2. Fjárfestingafélag ætlaði að kaupa eignina á 140 milljónir og gengur borgin inn í þau viðskipti.
Kjarninn 27. júní 2022
Sífellt fleiri notendur kjósa að nálgast sjónvarpsþjónustu í gegnum aðrar leiðir en með leigu á myndlykli.
Enn dregst leiga á myndlyklum saman en tekjur vegna sjónvarps halda áfram að aukast
Tekjur fjarskiptafyrirtækja vegna sjónvarpsþjónustu hafa rokið upp á síðustu árum. Þær voru 3,8 milljarðar króna á árinu 2017 en 14,9 milljarðar króna í fyrra. Þorri nýrra tekna í fyrra var vegna sjónvarpsþjónustu.
Kjarninn 27. júní 2022
Hagstofan býst við að hagvöxtur verði enn kröftugri en spáð var í lok vetrar
Hagstofan býst við því að hagvöxtur verði 5,1 prósent á árinu og 2,9 prósent á næsta ári, samkvæmt nýrri þjóðhagsspá. Búist er við því að um 1,6 milljónir ferðamanna sæki landið heim í ár, en fyrri spá gerði ráð fyrir 1,4 milljónum ferðamanna.
Kjarninn 27. júní 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar