Hvað er kvenmiðuð neyðaraðstoð?

Framkvæmdastýra UN Women á Íslandi skrifar um mikilvægði þess að veita kvenmiðaða neyðaraðstoð í því neyðarástandi sem nú ríkir í Úkraínu.

Auglýsing

Stríðs­á­tök hafa ólík áhrif á líf fólks eftir stöðu þeirra og kyni. Á meðan karl­menn eru lík­legri til að deyja í átökum eru konur lík­legri til að verða fyrir kyn­bundnu ofbeldi, man­sali og búa við skort þegar stríðs­á­tök geisa. Þá hefur nauðg­unum mark­visst verið beitt sem stríðsvopni í gegnum tíð­ina í fjölda landa um allan heim, meðal ann­ars í Mjan­mar, Sýr­landi, Sierra Leone og Eþíópíu og nú í Úkra­ín­u. 

UN Women hefur lagt mikla áherslu á að kven­miðuð neyð­ar­að­stoð sé veitt á átaka­tím­um, ekki aðeins í eigin störfum heldur einnig í verk­efnum ann­arra við­bragðs­að­ila og stofn­ana Sam­ein­uðu þjóð­anna. En hvað felur kven­miðuð neyð­ar­að­stoð í sér? 

Fyrst og fremst þýðir sú nálgun að tekið sé mið af þörfum allra þegar neyð­ar­að­stoð er veitt. Fólk af ólíkum stétt­um, upp­runa, kyni, kyn­hneigð, aldri og efna­hag hefur ólíkar bjargir og ólíkar þarfir á neyð­ar­tím­um. „Ein stærð fyrir alla“ nýt­ist því ekki jað­ar­sett­ustu hóp­unum þegar stríð skellur á.

Nokkur dæmi um kven­mið­aða neyð­ar­að­stoð: 

  • „ONE STOP“ mið­stöð þarf að vera á öllum mót­töku­stöð­u­m/flótta­manna­búðum þar sem konur fá upp­lýs­ingar um rétt­indi sín, fá heil­brigð­is­þjón­ustu, sál­ræna aðstoð, sæmd­ar­sett og fjár­hags­að­stoð ef þarf.
  • Þjón­usta fyrir þolendur kyn­bund­ins ofbeldis þarf að vera á staðnum og aðgengi­leg öll­um. Athvörf fyrir þolendur heim­il­is­of­beldis þurfa einnig að vera á staðn­um. 
  • Starfs­fólk hjálp­ar­sam­taka og frið­ar­gæslu­liðar þurfa að vera af öllum kynjum svo hægt sé að tryggja öryggi kvenna. Árið 2020 voru konur aðeins 5,2% allra frið­ar­gæslu­liða á vegum Sam­ein­uðu þjóð­anna. Starfs­fólk þarf jafn­framt að fá góða þjálfun og vera vak­andi fyrir hættu­merkj­um.
  • Kynja­skipt bað­að­staða, sal­erni og vatns­brunnar þurfa að vera til staðar innan flótta­manna­búða til að koma í veg fyrir kyn­bundið ofbeldi. Aðgengi og lýs­ing á þessum stöðum þarf að vera góð. 
  • Skólar og dag­vist­un­ar­úr­ræði þurfa að vera til staðar til að koma í veg fyrir brott­fall úr námi og þvinguð barna­hjóna­bönd.
  • Tryggja þarf túlka af öllum kynjum svo konur geti verið óhræddar við að tjá þarfir sín­ar. Konur eru treg­ari við að tjá sig um lík­am­legt heil­brigði og kyn­heil­brigði ef karl­maður er á staðn­um.

Úkra­ínskar konur í hættu

Mik­il­vægi kven­mið­aðrar neyð­ar­að­stoðar er aug­ljós í því gríð­ar­lega neyð­ar­á­standi sem nú ríkir í Úkra­ín­u og á landa­mærum nágranna­ríkja lands­ins. Þau frjálsu félaga­sam­tök í Úkra­ínu sem tóku þátt í nýrri þarfa­grein­ingu UN Women lögðu mikla áherslu á mik­il­vægi þess að líta sér­stak­lega til þarfa kvenna og barna á flótta og að tryggja þurfi fjár­magn í kven­mið­aða neyð­ar­að­stoð sem veitt er á staðn­um. Veru­legur skortur er á nauð­syn­legum vörum eins og mat – sér­stak­lega barna­mat, lyfjum og hrein­læt­is­vörum líkt og bleyjum í land­inu. Aðgengi að vatni, raf­magni og öðrum nauð­synjum er af skornum skammti á mörgum svæð­um.

Auglýsing
Tekjumissir og skertur aðgangur að fjár­magni er aug­ljóst vanda­mál. Að lifa með stöð­ugum ótta um heilsu sína og öryggi nán­ustu fjöl­skyldu er svo farið að taka sinn toll á and­legri heilsu fólks. Ofbeldi hefur aukist, bæði heim­il­is­of­beldi og kyn­ferð­is­of­beldi. Fréttir hafa borist af því að konur og börn á flótta hafi horfið í ringlu­reið­inni sem ríkir á lest­ar­stöðvum og mót­töku­stöð­um. Hjálp­ar­starfs­menn hafa eftir bestu getu reynt að skrá­setja alla sem koma inn á svæð­in, t.d. bíl­stjóra og fólk sem býður fram hús­næði, en þrátt fyrir það hefur ekki verið hægt að vernda alla sem eru á flótta fyrir hrotta­legum ein­stak­lingum sem hyggj­ast nýta sér neyð þeirra og hafa nú þegar heyrst sögur af konum og stúlkum sem hafa verið seldar í vændi til Evr­ópu­ríkja. Þá hafa fregnir borist af því að rúss­neskir her­menn deili mynd­böndum af því þegar úkra­ínskum konum er nauðg­að. Þar sem úkra­ínskum karl­mönnum á aldr­inum 18-60 ára hefur verið meinað að yfir­gefa land­ið, eru konur og börn meiri­hluti fólks á flótta eða um 90%. UN Women er á vett­vangi og meðal verk­efna er að dreifa fatn­aði, sæmd­ar­settum og neyð­ar­pökkum til kvenna á flótta og veita þeim fjár­hags­að­stoð. Þá berst UN Women fyrir því að kven­miðuð neyð­ar­að­stoð sé veitt. Að þær fái strax upplýs­ingar um rétt­indi sín, húsa­skjól og áfalla­hjálp við kom­una til gisti­lands. Allt til að koma í veg fyrir að hægt sé að nýta sér neyð þeirra. 

Þú getur hjálpað með því að senda sms-ið KONUR í núm­erið 1900.

Höf­undur er fram­kvæmda­stýra UN Women á Íslandi.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra.
Ekki upplýst formlega en leitað til hennar „í krafti vináttu og persónulegra tengsla“
Forsætisráðherra segir að hún hafi ekki verið upplýst formlega um að ráðherra hafi sýnt af sér vanvirðandi framkomu. Þegar leitað sé til hennar sem trúnaðarvinar sé um persónuleg málefni að ræða sem kalli ekki á að hún setji þau í farveg stjórnsýslumála.
Kjarninn 9. desember 2022
Hægt er að horfa á sjónvarp með ýmsum hætti.
Myndlyklum í útleigu fækkað um 25 þúsund á fimm árum
Þeim sem leigja myndlykla fyrir nokkur þúsund krónur á mánuði af fjarskiptafyrirtækjum til að horfa á sjónvarp hefur fækkað um tíu þúsund á einu ári. Fleiri og fleiri kjósa að horfa á sjónvarp í gegnum app.
Kjarninn 9. desember 2022
Hér sést annar mannanna vera leiddur inn í héraðsdóm eftir handtöku í september.
Búið að birta ákæru gegn tveimur mönnum fyrir að skipuleggja hryðjuverk
Í september voru tveir menn handteknir grunaðir um að hafa ætlað að fremja hryðjuverk á Íslandi. Þeir eru taldir hafa ætlað að ráðast að Alþingi og nafngreindum stjórnmálamönnum. Búið er að birta lögmönnum þeirra ákæru.
Kjarninn 9. desember 2022
Litla-Sandfell stendur um 95 metra upp úr Leitahrauni í Þrengslunum.
Náma í Litla-Sandfelli veldur „miklum neikvæðum umhverfisáhrifum“
Skipulagsstofnun telur Eden Mining vanmeta umhverfisáhrif námu í Litla-Sandfelli. Að fjarlægja fjall velti upp þeirri hugmynd „hvort verið sé að opna á þá framtíðarsýn að íslenskar jarðmyndanir verði í stórfelldum mæli fluttar út til sementsframleiðslu“.
Kjarninn 9. desember 2022
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra.
Fullyrt að stjórnvöld hafi breytt reglugerð til að aðstoða Pussy Riot eftir beiðni Ragnars
Mikil leynd hefur ríkt yfir því hverjir hafa fengið útgefin sérstök íslensk vegabréf á grundvelli reglugerðarbreytingar sem undirrituð var í vor. Nú er fullyrt að hennii hafi verið breytt eftir að Ragnar Kjartansson leitaði til Katrínar Jakobsdóttur.
Kjarninn 9. desember 2022
Guðbjörg Matthíasdóttir, er stærsti einstaki eigandi Þórsmerkur og Árvakurs ásamt börnum sínum. Hún settist í stjórn félaganna fyrir skemmstu.
Prentsmiðjan og skuldir Árvakurs við hana færðar úr útgáfufélagi Morgunblaðsins
Í lok september var ákveðið að færa prentsmiðjuna Landsprent út úr Árvakri og til móðurfélagsins Þórsmerkur. Með fylgdu skuldir Árvakurs við tengdan aðila, Landsprent, upp á 721 milljón króna. Hlutafé í móðurfélaginu var aukið um 400 milljónir króna.
Kjarninn 9. desember 2022
Aðgerðirnar sem lagðar eru til af ríkisstjórninni til þess að hafa auknar tekjur af umferð bera vott um úrræðaleysi og skammsýni, segja hagsmunasamtök bílgreinarinnar, sem telja notkunargjöld styðja betur við orkuskipti í samgöngum.
Hver ekinn kílómetri á rafbíl kosti sex krónur í stað annarra gjalda
Samtök verslunar og þjónustu og Bílgreinasambandið vilja sjá nýtt notkunargjald leggjast á akstur bíla sem ganga fyrir rafmagni eða vetni, í stað þess að vörugjöld og bifreiðagjöld á þessa bíla hækki eins og gengið er út frá í fjárlagafrumvarpinu.
Kjarninn 8. desember 2022
Bryndís Haraldsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokks er formaður allsherjar- og menntamálanefndar.
Leggja til að fjölskyldur sem ekki var hægt að senda úr landi fái dvalarleyfi
Útlendingafrumvarp dómsmálaráðherra er komið úr nefnd, nánast óbreytt. Stjórnarflokkarnir leggja til bráðabirgðabreytingu um að nokkur hópur fólks með börn, sem ekki var hægt að senda úr landi vegna veirufaraldursins, fái dvalarleyfi hérlendis.
Kjarninn 8. desember 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar