Úkraína og real-pólitík

Þorvaldur Logason skrifar um stríðsrekstur Rússlands í Úkraínu.

Auglýsing

Fyrsta fórn­ar­lamb hvers stríðs er ekki sann­leik­ur­inn heldur frið­ur­inn. Annað fórn­ar­lamb hvers stríðs er heldur ekki sann­leik­ur­inn, heldur frið­ar­sinn­inn. Á nokkrum klukku­tímum eftir inn­rás Rúss­lands í Úkra­ínu, þús­und mílur frá átök­un­um, tókst íslensku þjóð­inni að fórna skyn­sem­inni á alt­ari ofstæk­ist­ví­hyggj­unn­ar: „Ef þú ert ekki með okkur þá ertu á móti okk­ur,“ Bush í nóv­em­ber 2001. Í praxís, ef þú sam­þykkir ekki það sem við segjum þá ertu í liði með okkar verstu óvin­um. Gagn­rýni á stefnu Vest­ur­landa jafn­gildir stuðn­ingi við fas­ist­ann Pútín – næst er sann­leik­ur­inn skot­inn í höf­uð­ið.

Þjóðin gerði Face­book að her­út­kalli eins og í COVID. Fjöl­margir á örfáum dögum búnir að missa það líkt og í æsi­legum tölvu­leik. Upp­teknir við að skjóta í allar átt­ir, hrópa á vopn, dásama hetjur og mála óvin­inn í sem allra dekkstu lit­um, jafn­vel sem nýjan Hitler. Skyn­söm grein­ing aðstæðna, for­senda allra ákvarð­ana, ekki inni á rad­ar.

Má ræða póli­tískt raun­sæi? Nei, þá fyrst tap­aði fólk vit­glór­unni. Frið­ar­samn­inga? Nei, berj­ast til síð­asta manns! Eft­ir­gjöf lands til að bjarga manns­líf­um? Nei, aldrei! Pútínsvik­ar­inn þinn!

Sér­stak­lega var það ein kenn­ing sem tryllti lýð­inn. Kenn­ingin um dálitla ábyrgð Vest­ur­landa á stríðs­á­stand­inu í Úkra­ínu sem í fyrstu var eignuð rót­tækum vinstri mönnum en kom tragík­ó­mískt í ljós að var úr plott­heila ill­ræmdasta NATÓ-her­fræð­ings síð­ustu aldar og kennd við hann: Henry Kiss­in­ger kenn­ingin um Úkra­ínu. Kynnt á magn­aðan hátt í heims­frægum spá­dómi pró­fess­ors Mears­heimer frá 2015 um það hvað myndi ger­ast ef Banda­ríkin héldu áfram stefnu sinni í Úkra­ínu með póli­tískum afskiptum og útþenslu NATÓ: Úkra­ína yrði lögð í rúst.

Auglýsing
Skilaboð Mears­heimers voru þau að vest­rænir stjórn­mála­menn yrðu að horfast í augu við ábyrgð sína á afleið­ing­un­um. Afleið­ingar eru allt. En þegar minnst var á þessa hug­mynd um ábyrgð kom í ljós að ráð­andi aðilar í sam­fé­lags­um­ræðu á Íslandi skildu hvorki upp né niður í þess­ari frægu stjórn­list og heim­speki kalda stríðs­ins sem þó er lífs­spurs­mál á tímum kjarn­orku­vopna.

Rök­fræði afleið­inga vs rök­fræði prinsipp­anna

Raun­sæ­is­stjórn­mála-heim­spekin aðgreinir tvo hluti. Ann­ars vegar rök­fræði afleið­ing­anna (nytjasið­fræði) og hins vegar rök­fræði prinsipp­anna (reglusið­fræði).

Eftir rök­fræði prinsipp­anna greinir fólk atburði og túlkar texta sið­ferði­lega út frá eigin aðstæðum með hlið­sjón af til­tölu­lega ein­földum regl­um, þó regl­urnar séu yfir­leitt beygðar að eigin hags­munum og sveigj­ast eftir áróð­urs­afli valds­ins. Meiri­hluti hins vest­ræna heims túlkar því inn­rás Rúss­lands sem brot á grund­vall­ar­prinsipp­inu um að ekk­ert ríki megi ráð­ast á annað og hvetur til aðgerða út frá því, stutt af ótal öðrum prinsipp­um. Slíkri prinsipp­hugsun fylgir gjarnan sá vandi hug­hyggj­unnar (e. ideal­ism) að hugsa málin ekki nægi­lega vel út frá lífi almenn­ings og lífs­hags­mun­um. Frumprinsippið ætti þannig að vera líf fólks og lífs­af­koma en verður í blindri prinsipp­hug­sjón þjóð­ern­is­hyggj­unn­ar: Yfir­ráð lands og gæsla landamæra. Dregin er lína í sand­inn og hún varin út í eitt. Jafn­vel þangað til öllu er eytt. Það ætti því ekki að koma fólki á óvart að bæði fyrri og síð­ari heims­styrj­öld­in, Víetnam­stríðið og Íraks­stríðið tengd­ust sterkt prinsipp­rök­fræð­inni.

Í rök­fræði afleið­ing­anna horfa grein­end­ur, um fram allt ann­að, á afleið­ingar atburða; ágóð­ann í ljósi fórn­ar­kostn­að­ar­ins. Það er aðferð vís­ind­anna og leikja­fræð­innar þar sem mark­miðin eru ekki gefin upp fyrir fram heldur valin eftir á þegar lík­legar afleið­ingar liggja fyr­ir. Þessi rök­fræði kann oft að hljóma köld en ef rétt er á haldið og verndun lífs og lífs­skil­yrða sett sem aðal­mark­mið ætti sú rök­fræði að hafa mikla stjórn­visku­lega yfir­burði umfram prinsipp­rök­fræð­ina í stríðs­á­tökum á tímum atóm­bombunn­ar, þrátt fyrir að hug­sjón­ar­mennskan og reglusið­fræðin standi oft sterkar í hefð­bundnum inn­an­lands­stjórn­mál­u­m. 

Mears­heimer, í sínum fræga fyr­ir­lestri, veitti óbeint svar við þeim upp­hróp­unum sem áttu eftir að kaf­færa íslenska sam­fé­lags­miðla: Úkra­ína er sjálf­stæð þjóð, hún má alveg ganga í NATÓ ef hún vill! Þetta er frjálst ríki! Það er ekki NATÓ að kenna þó Rússar ráð­ist á Úkra­ínu! Og svo fram­veg­is. Aug­ljóst var að hann leit á sam­bæri­legar pæl­ingar sem hugs­un­ar­villu afglapa og skiln­ings­sljórra stjórn­mála­manna sem fara alltaf hall­oka fyrir real-póli­tískum refum „China will eat our lunch,“ sagði hann.

Her­fræð­ina má skýra svona: Á kjarn­orku­öld er lífs­spurs­mál fyrir þjóðir að stjórn­mála­menn skilji og horf­ist í augu við það sem óvina­ríki eru lík­leg til að gera en hitt; það sem þjóð­ríki eiga og mega gera er fyrir lög­fræð­inga, heim­spek­inga og kjána.

Hin eina og sanna hags­muna­gæsla fyrir Úkra­ínu?

Það má halda því fram að rök­fræði afleið­ing­anna, líkt og rök Mears­heimers, séu hinn eina sanna hags­muna­gæsla fyrir Úkra­ínu en að skoð­anir þeirra sem ein­blína á prinsipp og full­komið rétt­læti séu ábyrgð­ar­laus glópska. Allt nokkuð aug­ljóst ef Úkra­ína verður lögð í rúst, eins og nú við blasir, en einnig og ekki síður ef til kjarn­orku­stríðs kemur eins og margir hafa benti á að væri vel mögu­legt. Ef það ger­ist þá er ljóst að á-má-og-hef­ur-rétt-á afgla­p­arnir hafa ásamt Pútín steypt okkur öllum í glöt­un.

Þó er ekki algjör­lega óskilj­an­legt að sumir hafi móðgast, orða­lagið skiptir öllu máli. Það er t.d. engan veg­inn rétt­látt að segja að Vest­ur­lönd beri ábyrgð á sjálfri inn­rásinni. Valda­el­íta Pútíns ber yfir­burða ábyrgð auð­vit­að. Fátt er hins vegar hættu­legra lífi fólks og mann­kyns eins og að gera stjórn­mála­menn fyrir fram ábyrgð­ar­lausa á verkum sínum í stríðs­á­standi. Leið­togar Vest­ur­landa höfðu val og hafa val. Þeir geta afstig­magnað ástand­ið, dregið úr hern­að­ar­upp­bygg­ingu, slakað á heims­valda­stefnu og þrýst á frið­ar­samn­inga – líka á þá samn­inga sem eru ófull­komið rétt­læti og eft­ir­gjöf lands til lengri eða styttri tíma.

Röddin sem er deydd, tungan sem er skorin

Um fram allt þarf rödd afleið­ing­anna og frið­sam­legra leiða að heyr­ast. Heiður hern­að­ar­hyggj­unnar í ofstæki stríðs­ins drekkir orðum skyn­sem­innar í blóði. Þá verða hug­sjóna­menn­irn­ir, hinir sið­ferði­lega full­komnu, auð­veld­lega hinir full­kom­lega sið­lausu. Rödd prinsipp­anna í hug­sjóna­blindu ofstæki ber sjaldan virð­ingu fyrir manns­líf­um. 

Sjálfur trúi ég á raun­sæ­ið, áhrifin á hið smáa. Reynslu barn­anna í sprengda fjöl­býl­is­hús­inu og lífslöngun þeirra í heimi sem þau fá litlu um ráð­ið. Ég trú því að syrgj­andi augu barn­anna séu frið­arsyrgj­andi augu en ekki ákall um prinsipp og því síður um vopn. 

Höf­undur er félags­fræð­ing­ur.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar