Fæðuöryggi á stríðstímum

Dagbjartur Gunnar Lúðvíksson segir meiri hluti umræðunnar um fæðuöryggi hér á landi hafa verið á villigötum. Evrópsk samvinna skipti þar lykilmáli.

Auglýsing

Það eru óveð­urs­ský á lofti. Hern­aði Rússa í Úkra­ínu linnir ekki, frið­ar­við­ræðum miðar hægt og brjál­aðir menn með kjarn­orku­vopn halda heim­inum í helj­ar­g­reip­um. Það er full ástæða til að ræða öryggi þjóð­ar­inn­ar, ekki bara varnir gegn hern­aði heldur líka fæðu­ör­yggi henn­ar. Hver er staða fæðu­ör­yggis okkar ef allt fer á versta veg og styrj­öld brýst út í Evr­ópu?

Í ljósi sög­unnar

Undir lok fyrri heims­styrj­aldar var land­lægur skortur á nauð­synj­um. Þar spil­aði inn í að spænska veikin reið yfir heim­inn og frosta­vet­ur­inn mikli lok­aði á sama tíma sigl­inga­leiðum til Íslands. Þreng­ing­arnar lýstu sér ekki ein­göngu í skorti á mat­vælum heldur einnig kolum og öðru elds­neyti.

Í síð­ari heims­styrj­öld var mann­fall mikið þegar kaf­bátar nas­ista sökktu bæði fisk­veiði­skipum og flutn­inga­skip­um. Þrátt fyrir það voru afleið­ing­arnar bless­un­ar­lega ekki slíkar að fæðu­ör­yggi Íslend­inga hafi verið ógn­að.

Þessi yfir­vof­andi ógn um ein­angrun og hung­ursneyð er þó ekki sér­ís­lensk. Í styrj­öldum síð­ustu aldar réð­ust herir líka á land­flutn­inga­leiðir nágranna­ríkja okkar og ótt­inn við skort var jafn raun­veru­legur þar og hann var hér. Öll lönd eru háð flutn­ingum og engin Vest­ur­landa­þjóð er sjálfri sér næg.

Inn­lend fram­leiðsla er háð öruggum flutn­ingum

Ef vöru­flutn­ingar til Íslands myndu stöðvast til lengri tíma er nær öruggt að við þyrftum að þola mik­inn vöru­skort. Ekki aðeins vegna þess að við gætum ekki flutt inn erlend mat­væli heldur vegna þess að bæði land­bún­að­ur­inn okkar og fisk­veiði eru háð olíu, tækjum og öðrum aðföngum erlendis frá. Inn­lend mat­væla­fram­leiðsla treystir á stöðuga og örugga flutn­inga milli landa.

Án opinna flutn­inga­leiða myndu olíu­birgðir þjóð­ar­innar að end­ingu tæm­ast. Trakt­orar stæðu kyrrir á heim­reiðum og tog­arar við bryggju. Við gætum verið heppin og átt 90 daga birgðir eða óheppin með birgða­stöðu í lág­marki. Við gætum verið sér­stak­lega óheppin og misst stóran hluta hey­skap­ar­ins.

Auglýsing
Snemma í kór­ónu­veiru­far­aldr­inum bár­ust fréttir af því að fram­leiðsla dýra­af­urða er ekki ein­göngu háð milli­landa­flutn­ingum á aðföng­um. Í ljós kom að kjúklinga­bændur eru háðir því að erlendir sér­fræð­ingar geti flogið til lands­ins til að kyn­greina unga. Að þeirra sögn er þessi sér­fræði­þekk­ing ekki til staðar á Íslandi. Þá snertum við ekki á því að Frakkar og Sviss­lend­ingar hafa þegar bannað aflífun unga með mölun eða gasi vegna þess hve grimmi­leg hún þykir og láta kyn­grein­ingu fara fram áður en ung­arnir klekj­ast úr eggj­um.

Þrátt fyrir allt tal um hvað stuðn­ingur við íslenska mat­væla­fram­leiðslu sé mik­il­vægur til að tryggja fæðu­ör­yggi okkar þá er raun­veru­leik­inn sá að henni væru allar bjargir bann­aðar ef flutn­ingar til lands­ins legð­ust af.

Þar af leið­andi getum við full­yrt að vernd­ar­toll­ar, rík­is­styrkir og höft gera lítið til að tryggja fæðu­ör­yggi okk­ar. Það sem helst áorkast með þeim er að hækka hér mat­ar­verð, öllum neyt­endum til óhags.

Hvaða fram­leiðsla hefur burði til að vera sjálf­bær?

Ef mark­mið stjórn­valda er að auka hér fæðu­ör­yggi þá þarf að horfa til þeirrar mat­væla­fram­leiðslu sem er raun­veru­lega sjálf­bær. Ylrækt á græn­meti og prótín­fram­leiðsla úr jurta­rík­inu getur mettað marg­falt fleiri íbúa en hefð­bundin kjöt- og fisk­fram­leiðsla ef Ísland ein­angr­ast frá umheim­in­um.

Aug­ljós­lega er mat­jurta­ræktun einnig háð tækjum og aðföngum erlendis frá. Eins og staðan er núna treystir hún mjög á inn­fluttan til­bú­inn áburð. Án hans áætlar Mat­væla­stofnun að upp­skera minnki strax á fyrsta ári um 25-35%. Aftur á móti eru spenn­andi nýsköp­un­ar­verk­efni í gangi sem geta gert það að raun­hæfum mögu­leika að fram­leiða áburð heima á búum.

Ef stuðn­ingur við mat­væla­fram­leiðslu er undir for­merkjum fæðu­ör­yggis þá er aug­ljóst að það ætti að færa hann allan til þeirrar fram­leiðslu sem nýtir raf­magn en ekki olíu og hefur burði til að vera sjálf­bær til lengri tíma.

Hlut­verk Evr­ópu

Til allrar ham­ingju er ólík­legt að vöru­flutn­ingar til Íslands stöðv­ist. Gríð­ar­legar sam­göngu­bætur hafa orðið á síð­ustu 100 árum og nær óhugs­andi að skortur eins og þjóðin upp­lifði 1918 muni end­ur­taka sig.

Þess vegna verður fæðu­ör­yggi þjóð­ar­innar best tryggt með frjálsum og hafta­lausum við­skiptum milli ríkja. Besta verk­færi okkar í þeim efnum er í dag samn­ing­ur­inn um Evr­ópska efna­hags­svæð­ið. Hann er horn­steinn í utan­rík­is­við­skiptum þjóð­ar­innar og tryggir okkur greiðan aðgang að erlendum mörk­uðum með mat­væli og aðrar nauð­synj­ar. Hann er líka aðgöngu­miði okkar að Evr­ópu­sam­band­inu og umfangs­miklum aðgerðum þess til að stuðla að auknu fæðu­ör­yggi í heim­in­um.

Erlendis snýst umræðan um fæðu­ör­yggi nefni­lega minna um það hvernig hver þjóð geti þreytt þorr­ann óháð öðr­um. Hún snýst fyrst og fremst um það hvernig stuðlað verði að upp­bygg­ingu á þeim svæðum sem búa við skort og hvernig sé hægt að tryggja örugga flutn­inga á neyð­ar­tím­um. Evr­ópsk sam­vinna skiptir hér lyk­il­máli.

Ef allt fer á versta veg er hið minnsta ljóst að meiri hluti umræð­unnar um fæðu­ör­yggi hér á landi hefur verið á villi­göt­um.

Höf­undur er aðstoð­ar­maður þing­flokks Við­reisn­ar.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Harmsaga fílsins Happy
Hún er ekki persóna sem á rétt á frelsi segja dómstólar þrátt fyrir að henni hafi verið rænt frá fjölskyldu sinni, hún fönguð, bundin og barin. Misst einu vini sína í prísundinni og aldrei eignast afkvæmi.
Kjarninn 26. júní 2022
Fólk lagði blóm og kerti á götu í Stokkhólmi til minningar um sænska rapparann Einar sem var skotinn til bana í október í fyrra.
Sænskir ráðherrar í læri hjá Dönum
Á meðan morðum sem framin eru með skotvopnum fækkar í mörgum Evrópulöndum fjölgar þeim í Svíþjóð. Í Danmörku fækkar slíkum morðum og nú vilja Svíar læra af Dönum hvernig hægt sé að draga úr glæpum af þessu tagi.
Kjarninn 26. júní 2022
Úlfar Þormóðsson
Uppvakningar
Kjarninn 25. júní 2022
Ingrid Kuhlman
Að hlakka til einhvers er næstum jafn gott og að upplifa það
Kjarninn 25. júní 2022
Niðurhal Íslendinga stóreykst milli ára
Íslendingar notuðu 25 prósent meira gagnamagn á farsímaneti í fyrra en árið áður og 21 prósent meira gagnamagn í gegnum fastanet. Tæplega 76 prósent notenda á fastaneti eru nú með ljósleiðaratengingu, en þeir voru þriðjungur 2016.
Kjarninn 25. júní 2022
Af kosningavöku Framsóknarflokksins í fyrrahaust.
Framsókn hirti kjósendur í stórum stíl frá hinum stjórnarflokkunum og Miðflokki
Fylgisaukning Framsóknar í síðustu kosningum var tekin frá samstarfsflokkunum í ríkisstjórn og klofningsflokki. Átta hverjum tíu kjósendum Sjálfstæðisflokks voru úr kjarnafylginu. Framboð Sósíalista hafði neikvæð áhrif á fylgi Vinstri græna og Pírata.
Kjarninn 25. júní 2022
Hraðtíska nær nýjum hæðum með tilkomu tískurisans Shein
Kínverska fatafyrirtækið Shein hefur vaxið gríðarlega á undanförnum árum og er í dag eitt stærsta tískuvörufyrirtæki í heimi. Umhverfissinnar benda á að fötin séu úr svo litlum gæðum að oft séu þau aðeins notuð í eitt skipti áður en þau enda í ruslinu.
Kjarninn 25. júní 2022
Auður Önnu Magnúsdóttir
Af hverju nýta Íslendingar raforkuna sína svo illa?
Kjarninn 25. júní 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar