Úkraínska þjóðin er að breyta Evrópu

Jón Ormur Halldórsson segir að Evrópa sé að breytast fyrir augum okkar – og að almenningur virðist hafa vaknað til vitundar um að friður, frelsi, lýðræði og mannréttindi eru ekki sjálfsögð og sjálfgefin einkenni álfunnar.

Auglýsing

Evr­ópa, gamla álfan, er að breyt­ast fyrir augum okk­ar. Stemm­ing augna­bliks­ins er aldrei áræð­an­legur fyr­ir­boði um fram­tíð­ina en Evr­ópa verður ekki aftur söm og hún var fyrir örlaga­ríka inn­rás Rússa í Úkra­ínu. Það er raunar lík­legt að breyt­ing­arnar verði enn umfangs­meiri en það sem blasir nú við. Þar kemur tvennt til.

Annað er að almenn­ingur um alla Evr­ópu virð­ist hafa vaknað til vit­undar um að frið­ur, frelsi, lýð­ræði og mann­rétt­indi eru ekki sjálf­sögð og sjálf­gefin ein­kenni álf­unn­ar. Fyrir þessu þarf hver kyn­slóð að berj­ast bæði inn­á­við og útá­við. Þetta er alveg nýr tónn frá álfu sem hefur minnt marga utan hennar á van­þakk­látt, sjálf­hverft og ofdekrað fólk sem telur sín eigin for­rétt­indi vera eðli­lega skikkan lífs­ins.

Hitt er að marg­vís­leg þróun und­an­far­inna ára hafði leitt til innri ógna við lýð­ræði og mann­rétt­indum í álf­unni auk þess að gera Evr­ópu áhrifa­litla um gang heims­mála, þótt ESB sé hátt í það eins stórt hag­kerfi og Banda­rík­in, og stærra en Kína.

Auglýsing

Um hvað snýst stríð­ið?

Fyrir leið­toga Rússa eru þetta átök um mörkun áhrifa­svæða stór­velda og þá fyrst og fremst Rúss­lands og Banda­ríkj­anna. Pútín hefur lengi reynt að haga hlutum þannig að Rúss­land og Banda­ríkin semji beint sín a milli um Evr­ópu. „Því skyldi ég tala við und­ir­sáta,“ spurði hann inntur eftir mögu­legum samn­ingum við ríki ESB. Sem þó eru í sam­ein­ingu tífalt auð­ugri en Rúss­land og til mik­illa muna öfl­ugri um flest annað en kjarn­orku­vopn.

Frá sjón­ar­hóli Úkra­ínu og flestra Evr­ópu­manna snýst stríðið hins vegar ekki um átök um áhrifa­svæði stór­velda og ekki heldur um álíka gam­al­dags spurn­ingar um sögu­legt þjóð­erni. Fyrir þá er þetta stríð um opið sam­fé­lag eða lok­að.

Opnun útá­við og inn­á­við

Spurn­ingin um lokun eða opnun hefur tvær hlið­ar. Ann­ars vegar opnun útá­við gagn­vart djúpri sam­vinnu við önnur ríki, sem frjálsastri för fólks og sem ótrufl­uðstum við­skipt­um.

Hins vegar er opnun inn­á­við þar sem jafn­rétti ein­stak­linga og hópa ríkir í stað gam­als stig­veld­is, þar sem frelsi ein­kennir menn­ing­ar­sköpun og þar sem stjórn­endur rík­is­ins úthluta hvorki efna­hags­legum né póli­tískum tæki­fær­um. Opnun þýðir alltaf að stigið er á margar og stórar tær, allt frá nota­legum for­dómum til rammra efna­hags­legra hags­muna.

Atlögur síð­ustu ára gegn opnu sam­fé­lagi frá hreyf­ingum þjóð­ern­ispopúlista í Evr­ópu hafa lík­lega stuðlað að því að gera árás Pútíns á Úkra­ínu enn alvar­legri í augum Evr­ópu­manna.

Þetta lítur raunar ekki alls staðar eins út. Pól­land er til dæmis í þeirri sér­stöku stöðu að stjórn­völd eru fylgj­andi lokun inn­á­við en opnun útá­við, að minnsta kosti gagn­vart Evr­ópu, og það sama má segja um Ung­verja­land. Átaka­efnin þarna eru meðal ann­ars um óháða dóm­stóla, rétt­indi minni­hluta­hópa eins og sam­kyn­hneigðra, rétt kvenna yfir eigin lík­ama og sjálf­stæði mennta­kerfis og borg­ara­legs sam­fé­lags frá stjórn­endum rík­is­ins. Ummæli æðsta patrí­arka rúss­nesku kirkj­unnar nú um dag­inn minna hins vegar á þetta sam­hengi. Hann kenndi dekri Úkra­ínu­manna við homma eða hinsegin fólk um inn­rás­ina. Sam­hengið á milli árása popúlista á opið sam­fé­laga og árásar Pútíns að utan virð­ist ljós­ara í hugum almenn­ings en margir hefðu vænt.

Almenna svarið og sterkara ESB

Í flestum ríkjum Evr­ópu er opnun útá­við og inn­á­við í reynd ein og sama spurn­ing­in. Almenna svarið við henni er aðild að ESB með öllum þeim efna­hags­legu, þjóð­fé­lags­legu og póli­tísku skuld­bind­ingum sem því fylgja. Aðild að ESB er í raun árás á for­rétt­indi, fákeppni, vald­stjórn og stað­bundna póli­tíska duttl­unga.

Deilur hafa að vonum alltaf ein­kennt ESB enda hljóta hörð skoð­ana­skipti að vera hið eðli­lega ástand í nánu sam­fé­lagi nær 30 þjóða sem allar lúta lýð­ræði og búa við mjög skiptar skoð­anir heima fyrir um flesta hluti eins og vera ber í opnum sam­fé­lög­um.

Deilur um meg­in­at­riði hafa hins vegar hljóðnað í ESB síð­ustu miss­eri. Þar kemur þrennt til, Eitt var Brexit sem stapp­aði meg­in­lands­búum sam­an. Annað var Covid sem full ein­ing var um að berj­ast sam­eig­in­lega gegn. Ein­ingin var ekki aðeins um við­brögð við sjúk­dómnum sjálfum og heldur líka, og það með sögu­legum hætti, við efn­hags­legum afleið­ingum farld­urs­ins í álf­unni með risa­stórum sam­eig­in­legum sjóði.

Áfall fyrir evr­ópskan þjóð­ern­ispopúl­isma

Stríðið í Úkra­ínu bæt­ist nú við. Það sýnir fólki með skelfi­legum hætti lógíska enda­stöð póli­tískrar þjóð­ern­is­hyggju og þá sið­ferði­legu fátækt sem að baki hennar ligg­ur.

Hug­mynda­fræði popúlista er krafa um aft­ur­hvarf til ímynd­aðrar for­tíðar þegar fólk í sama sam­fé­lagi deildi þjóð­ern­is­legum og menn­ing­ar­lega upp­runa. Við þetta bæt­ist andúð á sam­tíð­inni sem lýsir sér í and­stöðu við fem­in­is­ma, hinseg­inn fólk auk og auð­vitað útlend­inga. Pútín hefur verið ein­lægt dáður af fólki sem leitar skjóls gegn nútím­anum í faðmi slíkra hreyf­inga.

Evr­ópa er hins vegar alþjóð­leg tákn­mynd víð­tækrar opn­unar sam­fé­laga. Þeir sem hafa haft tíma og tæki­færi til að kynna sér heim­inn utan okkar álfu finna yfir­leitt sterk­lega fyrir þeirri stað­reynd að Evr­ópa er í mörgum afar veiga­miklum atriðum nán­ast ein­stæð í heim­in­um. Ein­fald­asti próf­steinn á þjóð­fé­lög er spurn­ingin um hverng þau búa að þeim sem ekki til­heyra valda­mesta hópn­um. Í heim­inum er oft­ast him­inn og haf á milli slíkra hópa.

Sér­staða Evr­ópu

Evr­ópa með sín öll sín dýru vel­ferð­ar­kerfi og almenna við­ur­kenn­ingu á víð­tækum mann­rétt­indum skarar hér frammúr. Merkel kansl­ari benti eitt sinn á að Evr­ópa hefði 7% af íbúum heims­ins, 25% auði ver­aldar og 50% af öllum útgjöldum heims­ins til vel­ferð­ar­mála.

Evr­ópa er frá Venusi en Banda­ríkin frá Mars, sagði stjórn­mála­fræð­ing­ur­inn Robert Kagan, sem sjálfur er frá Mars. Venus er gyðja ást­ar­innar en Mars er guð stríðs­ins. Banda­ríkin og Evr­ópa sjá heim­inn með ólíkum augum og sá munur hefur farið vax­andi. Evr­ópa vill áfram vera á Venusi en virð­ist nú í fyrsta sinn um langa hríð til­búin að borga þar leigu.

Stóru áhrifin

Ein stærstu áhrifin af stríð­inu í Úkra­ínu á heims­málin verða þau að breyta Þýska­landi úr lítt vopn­uðu efna­hags­veldi í að verða á næstu árum þriðja stærsta her­veldi heims­ins, að minnsta kosti hvað útgjöld varð­ar. Önn­ur, ekki minni, snúa að ESB, mögu­legri stækkun þess og dýpkun sam­starfs innan sam­bands­ins. Enn önnur fel­ast í við­brögðum Kína sem enn er að þreifa fyrir sér í stöð­unni og ein þau mik­il­væg­ustu í áhrifum stríðs­ins á almenn­ing og valda­kerfi í Rúss­landi sem enn eru óljós.

Þýska­land verður aftur her­veldi

Þýska­land hefur að und­an­förnu varið litlu meira til her­mála en Jap­an, Suð­ur­-Kórea og Sádí-­Ar­abía og minna en Rúss­land, Bret­land, Frakk­land og Ind­land. Svo gæti farið að innan fimm ára muni Þýska­land og Frakk­land verja í sam­ein­ingu tvö­falt hærri upp­hæð til her­mála en Rúss­land. Ef plön þýsku stjórn­ar­innar ganga eftir munu ein­ungis Kína og Banda­ríkin verja meiru til her­mála en Þýska­land. Þetta er bylt­ing frekar en breyt­ing.

Það sama má segja um þá póli­tísku breyt­ingu sem fylgir með. Þarna eru kafla­skipti í þýskri sögu. Stutt er síðan umræður þýskra stjórn­mála­manna um örygg­is­mál sner­ust ekki síst um að aukin þró­un­ar­að­stoð væri helsta vopn Þýska­lands gegn vax­andi alþjóð­legri upp­lausn í sam­tím­an­um. Nú er rætt um þriðja best búna her í heimi.

Með þessu treystir Þýska­land ekki aðeins stöðu sína sem alvöru stór­veldi heldur breytir þetta stöðu ESB í heims­málum og þá sér­stak­lega örygg­is­málum í Evr­ópa. Fyrir liggur fyrir með þetta eins og allt annað í þýskri póli­tík að Þjóð­verjar mun ekki móta sína eigin sjálf­stæðu stefnu úta­við heldur reiða sig á sam­stöðu ESB. Beit­ing þýsks her­afla verður áfram óhugs­andi án náins sam­ráðs innan ESB.

Þegar stríð­inu lýkur

Stríðið breytir þó ekki öllu. Það eru fjórar meg­in­á­stæður fyrir því að Evr­ópu­ríki og þá alveg sér­sta­kega Þýska­land hafa viljað sýna Rúss­landi sér­staka til­lits­semi. Þær eru allar enn til staðar og munu móta sam­skipti Evr­ópu og Rúss­lands áfram þrátt fyrir stríð­ið.

Ein er sú að Rúss­land á sjö þús­und kjarn­orku­sprengjur sem nægja til þess að sprengja mann­kynið aftur á stein­öld. Póli­tískt veikt Rúss­land er í þeim efnum hættu­legra en sterkt Rúss­land. Annað er að Rússand er fjöl­menn­asta ríki Evr­ópu og sér­lega mik­il­vægt fyrir Evr­ópu í efna­hags­legu til­liti. Þótt orku­lindir Rúss­lands víki fyrir vindi og sól með orku­skiptum næstu ára skiptir Rúss­land áfram miklu máli fyrir efna­hags­lega fram­tíð Evr­ópu.

Þriðja ástæðan er heim­spóli­tísk. Evópu­menn vilja ekki að Rússum sé þröngvað til sífellt nán­ara banda­lags við Kína, sér­stak­lega þar sem slíkt banda­lag yrði sífellt meira á for­sendum Kín­verja en ekki Rússa.

Fjórða og síð­asta ástæðan er sú að án Rúss­lands verður Evr­ópa aldrei heil. Hlutur Rússa í menn­ingu og sögu Evr­ópu er slíkur að álfan verður aldrei heil, hvorki í menn­ing­ar­legu né póli­tísku til­liti án náinna sam­skipta við okkar mikla nágranna í austri.

Höf­undur er alþjóða­­stjórn­­­mála­fræð­ing­­ur.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiÁlit