Rangfærslur Áslaugar Örnu um skatta

Stefán Ólafsson segir að Sjálfstæðisflokkruinn hafi einungis lækkað skatta á hátekjufólk á árunum 1990 til 2019.

Auglýsing

Áslaug Arna Sig­ur­björns­dótt­ir, dóms­mála­ráð­herra Sjálf­stæð­is­flokks­ins, skrifar grein í Morg­un­blaðið mið­viku­dag­inn 15. sept­em­ber, undir fyr­ir­sögn­inni „Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn lækkar skatta“. Þar fer hún með veru­lega rangt mál sem nauð­syn­legt er að leið­rétta.

Það fyrsta sem þarf að leið­rétta er fyr­ir­sögn­in. Reynslan frá 1990 til 2019 er ótví­rætt sú að þegar Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn hefur farið með fjár­mála­ráðu­neytið þá hefur hann lækkað skatta ein­ungis á hátekju- og stór­eigna­fólk en hækkað beina skatta á lág­tekju­fólk og milli­tekju­fólk – allan þorra almenn­ings. 

Ég skrif­aði nýlega grein um þróun á skatt­byrði líf­eyr­is­þega sem sýnir hvernig skatt­byrði bæði elli­líf­eyr­is­þega og örorku­líf­eyr­is­þega hefur ríf­lega tvö­fald­ast frá 1993 til 2015, þrátt fyrir lágar tekjur (sjá hér).  Á sama tíma stór­lækk­aði skatt­byrði tekju­hæsta eina pró­sents­ins, þeirra sem eru með meira en 2,5 millj­ónir króna á mán­uð­i. 

Auglýsing
Hjá vinn­andi fólk almennt var þetta eins. Skatt­byrði lág­tekju­fólks hækk­aði mest frá 1993 til 2019 og næst mest hækk­aði hún hjá milli­tekju­fólki. Þetta gerð­ist vegna rýrn­unar skatt­leys­is­markanna. Skatt­byrði hátekju­hópanna lækk­aði hins vegar þegar hæstu laun voru í vax­andi mæli greidd sem fjár­manstekjur og skattar á slíkar tekjur voru stór­lækk­aðir (sjá um þetta hér). 

Á mynd­inni hér að neð­an, sem kemur úr nýrri skýrslu ASÍ um Skatta og ójöfn­uð“ eftir hag­fræð­ing­ana Arn­ald Sölva Krist­jáns­son og Róbert Farest­veit, má glögg­lega sjá hvernig skatt­byrði ólíkra tekju­hópa breytt­ist frá 2013 til 2019. Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn fór með fjár­mála­ráðu­neytið allan þann tíma, utan eins árs þegar Bjarni Bene­dikts­son fór í for­sæt­is­ráðu­neyt­ið.

Nið­ur­staðan er öll á sama veg og verið hafði frá 1993 til 2015. Skatt­byrði lægstu og milli tekju­hópa stórjókst en skatt­byrði þeirra allra tekju­hæstu lækk­aði.

Mynd 1.

Svarta línan á mynd­inni sýnir hvernig skatt­byrði árs­ins 2019 var langtum hærri en verið hafði árið 2013 hjá lægstu tekju­hóp­unum (til vinstri á mynd­inni) og einnig hjá milli tekju­hóp­un­um, þó hækk­unin þar hafi verið minni. Hækkun skatt­byrð­ar­innar náði til um 65% heim­ila (sjá mun­inn á rauðu og svörtu lín­un­um). 

Skatta­lækkun kemur hins vegar ein­ungis fram hjá tekju­hæstu 20 pró­sent­unum (tekju­hópum 80 til 100 á mynd­inn­i). Lang mest varð lækkun skatt­byrð­ar­innar hjá tekju­hæsta eina pró­sent­inu (tekju­hópur 100), eins og myndin sýnir glögg­lega (svarta línan fyrir 2019 fer niður fyrir rauðu lín­una sem er fyrir árið 2013). Rauða punkta­línan á mynd­inni sýnir einnig hvernig nið­ur­fell­ing auð­legð­ar­skatts­ins árið 2014 lækk­aði skatt­byrði tekju­hæstu 3ja pró­sent­anna.

Þetta er hin raun­veru­lega skatta­stefna Sjálf­stæð­is­flokks­ins í fram­kvæmd. Skatta­lækkun fyrir hina ríku og skatta­hækkun hjá öllum þorra almenn­ings – mest hjá þeim tekju­lægstu.

Áslaug Arna full­yrðir einnig að þegar vinstri flokkar í fram­boði tali um að hækka skatta á hátekju­hópa þá vilji það enda svo að skattar á milli­hópana hækki. Hún seg­ir: «Við þurfum ekki að fara lengra aftur en til þeirrar rík­is­stjórnar sem sat á árunum 2009-2013 til að sjá dæmi um það þegar tekju­skattur hækk­aði á milli­tekju­hópa.» 

Þetta er alveg jafn rangt og þær full­yrð­ingar sem ég hef fjallað um hér að ofan.

Vinstri stjórnin 2009 til 2013, sem glímdi við for­dæma­lausan fjár­hags­vanda vegna frjáls­hyggju­hruns­ins 2008, lækk­aði skatta á tekju­lægstu 60 pró­sent heim­il­anna en hækk­aði þá á tekju­hæstu 40 pró­sent skatt­greið­enda og á fyr­ir­tækja­eig­end­ur. Mest á tekju­hæstu 10-20 pró­sent­in.

Árin 2020 og 2021 voru hins vegar inn­leiddar lækk­anir í tekju­skatt­inum sem skila mestu til lægri tekju­hópa. Það var skef í rétta átt, þó það dugi hvergi nærri til að vinda ofanaf lang­tíma­þróun skatt­byrð­ar­inn­ar. Þessi breyt­ing var hins vegar gerð að kröfu verka­lýðs­hreyf­ing­ar­innar í tengslum við Lífs­kjara­samn­ing­inn. Það náð­ist í gegn þrátt fyrir for­ræði Sjálf­stæð­is­flokks­ins í fjár­mála­ráðu­neyt­inu.

Það er leið­in­legt að sjálfur dóms­mála­ráð­herr­ann skuli fara svona rang­lega með stað­reynd­ir, að snúa öllu bein­línis á hvolf.

Höf­undur er pró­fessor emeritus við HÍ og starfar sem sér­fræð­ingur hjá Efl­ing­u-­stétt­ar­fé­lagi.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans – 24. þáttur: Innflytjendur ekki viðurkenndir sem hluti af íslensku samfélagi
Kjarninn 25. maí 2022
Örn Bárður Jónsson
Orðbólga
Kjarninn 25. maí 2022
Vanda Sigurgeirsdóttir formaður KSÍ
Einstaklingar sem eru til rannsóknar skuli stíga til hliðar
Stjórn KSÍ hefur samþykkt að ef mál einstaklings er til meðferðar hjá rannsóknar- eða ákæruvaldi skuli hann stíga til hliðar hjá KSÍ á meðan meðferð máls stendur yfir. Aron Einar Gunnarsson kemur því ekki til greina í landsliðshópinn á næstunni.
Kjarninn 25. maí 2022
Kristrún Frostadóttir og Jóhann Páll Jóhannsson hafa bæði velt fyrir sér greiðslum til LOGOS vegna vinnu fyrir Bankasýslu ríkisins.
Vill fá að vita hvað fjármálaráðuneytið og Bankasýslan hafa borgað LOGOS frá 2017
Þingmaður hefur lagt fram fyrirspurn um greiðslu til lögmannsstofu sem vann minnisblað fyrir Bankasýsluna um að jafnræði hafi ríkt við söluna á 22,5 prósent hlut í Íslandsbanka. Sama lögmannsstofa var lögfræðilegur ráðgjafi Bankasýslunnar við söluna.
Kjarninn 25. maí 2022
Þórður Snær Júlíusson
Sumir útlendingar eru æskilegri en aðrir
Kjarninn 25. maí 2022
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Ung vinstri græn: Rík­is­stjórn­ar­sam­starfið má aldrei verða mik­il­væg­ara en mann­úð
Landsstjórn Ungra vinstri grænna hvetur ríkisstjórn Íslands eindregið til að draga til baka ákvörðun sína um endursendingar flóttafólks og líta til mannúðarsjónarmiða og félagslegs ávinnings fyrir samfélagið.
Kjarninn 25. maí 2022
Muhammad
„Íslensk stjórnvöld sjá mig ekki“
Muhammad Gambari, 23 ára Afgani, hefur verið á flótta frá því hann var 16 ára gamall. Eftir um fimm ára dvöl í Grikklandi kom hann til Íslands í ársbyrjun 2021 en er nú hópi tæplega 300 umsækjenda um alþjóðlega vernd sem vísa á úr landi á næstunni.
Kjarninn 25. maí 2022
Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar er sett fram það markmið að Ísland nái kolefnishlutleysi og fullum orkuskiptum eigi síðar en árið 2040 og verði þá óháð jarðefnaeldsneyti fyrst ríkja.
Frumvarp um bann við olíuleit lítur dagsins ljós
Bann verður lagt við leit, rannsókn og vinnslu á olíu og gasi í efnahagslögsögu Íslands verði nýtt frumvarp umhverfisráðherra samþykkt. Engin leyfi tengd olíuvinnslu eru í gildi.
Kjarninn 25. maí 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar