Stóraukin skattbyrði lífeyrisþega

Stefán Ólafsson segir að eftir því sem greiðslur úr lífeyrissjóðum hafa hækkað þá hafi ríkið klipið meira af greiðslum sem koma frá TR til viðbótar. Kjarabót af auknum sparnaði í lífeyrissjóðum skilar sér því ekki nema að litlum hluta.

Auglýsing

Skerð­ingar greiðslna TR til líf­eyr­is­þega sem hafa aðrar tekjur (t.d. frá líf­eyr­is­sjóð­um) hafa ekki aðeins verið auknar yfir tíma heldur hefur skatt­byrði líf­eyr­is­þega einnig verið stór­auk­in. Þetta er sýnt í nýlegri skýrslu Efl­ingar sem heitir Kjör líf­eyr­is­þega (sjá hér). Fólk sem hefur farið á eft­ir­laun eða örorku­líf­eyri hefur í vax­andi mæli verið að fá meira úr líf­eyr­is­sjóðum sínum á síð­ustu ára­tug­um. Eftir því sem greiðslur úr líf­eyr­is­sjóðum hafa hækkað þá hefur ríkið hins vegar klipið meira af greiðslum sem koma frá TR til við­bót­ar, þannig að kjara­bótin af auknum sparn­aði í líf­eyr­is­sjóðum hefur ekki skilað sér nema að hluta – allt of litlum hluta. 

Líf­eyr­is­þegar eru því enn með of lágar með­al­tekj­ur. Um helm­ingur líf­eyr­is­þega er með heild­ar­tekjur undir 400 þús­und kónum á mán­uði. Með­al­tekjur vinn­andi fólks eru á sama tíma um 726 þús­und krónur (miðað við skatt­fram­töl 2019).

Þessu til við­bótar hefur ríkið stór­aukið skatt­byrði líf­eyr­is­þega á síð­ast­liðnum ára­tug­um, mest hjá þeim tekju­lægri. Þetta má sjá á mynd­inni sem hér fylg­ir.

Heimildir: Hagstofa Íslands, bókin Ójöfnuður á Íslandi og skýrslan Sanngjörn dreifing skattbyrðar. Skýring: Skattbyrði er mæld sem álagðir beinir skattar sem hlutfall af heildartekjum, að teknu tilliti til heimilaðra frádrátta, svo sem persónuafsláttar o.fl..

Skatt­byrði eft­ir­launa­fólks (67 ára og eldri) fór úr 11,9% af heild­ar­tekjum árið 1995 í 23,3% árið 2018. Skatt­byrðin sem sagt tvö­fald­að­ist. Hjá örorku­líf­eyr­is­þegum (sem hafa lægri tekjur en eldri borg­ar­ar) fór skatt­byrðin úr um 9,5% í um 21,3%. Þar var aukn­ingin meira en tvö­föld­un. 

Þetta er mjög mikil aukn­ing skatt­byrðar – á alla mæli­kvarða.

Til sam­an­burðar má sjá hvernig skatt­byrði hátekju­fólks á Íslandi (þ.e. tekju­hæsta eina pró­sents­ins) þró­að­ist á svip­uðum tíma, eða úr 35% í um 26% núna. Þar lækk­aði skatt­byrðin um tæp­lega 10 %-stig. Þetta var veru­leg kjara­bót fyrir hátekju­fólk­ið.

Loks er einnig sýnt til sam­an­burðar hvernig skatt­byrði vinn­andi fólks almennt (allir á aldr­inum 25-64 ára) þró­að­ist á sama tíma. Þar er einnig um að ræða aukna skatt­byrði, en mun minni en aukn­ingin hjá líf­eyr­is­þeg­um. Þannig fór með­al­skatt­byrði vinn­andi fólks úr 21,3% árið 1995 í 25,2% árið 2018, eða upp um tæp 4 %-stig. 

Auglýsing
Annað sem er athygl­is­vert á mynd­inni er að nú munar litlu á skatt­byrði tekju­hæsta hóps­ins (tekju­hæsta eina pró­sents­ins) og meðal skatt­byrði allra vinn­andi manna, eða 26,2% á móti 25,2%. Raunar munar nú orðið einnig litlu á skatt­byrði líf­eyr­is­þega og með­al­tali vinn­andi fólks, þó tekjur líf­eyr­is­þega séu að jafn­aði mun lægri.

Ástæðan fyrir þess­ari lágu skatt­byrði hátekju­fólks nú á dögum er mun lægri skatt­byrði fjár­magnstekna en atvinnu­tekna. Það er fyrst og fremst hátekju­fólkið sem er með umtals­verðar fjár­magnstekjur og nýtur því hinnar lágu skatt­byrðar sem þeim fylg­ir.

Adam Smith sagði að eðli­legt væri að breiðu bökin bæru þyngri skatt­byrði en fólk í lægri tekju­hóp­um. Þannig var það líka víð­ast á Vest­ur­löndum til um 1980. Þá fór að gæta auk­inna áhrifa nýfrjáls­hyggju í skatta­stefnu og hag­stjórn vest­rænna ríkja. Hluti af þeirri stefnu­breyt­inga var að lækka skatta á fjár­magn og hæstu tekj­ur. Á mynd­inni sjáum við hvernig þetta kom út á Ísland­i. 

Skatt­byrði þeirra efna­meiri var lækkuð og færð yfir á lægst laun­uðu hópana, þar á meðal líf­eyr­is­þega, og einnig að hluta yfir á milli­tekju­fólk. Þetta er „stóra skatta­til­færslan“ sem nýfrjáls­hyggjan færði okkur (sjá hér). Þessi þróun hefur staðið meira og minna frá 1995 til 2019. Helsta frá­vikið er stjórn­ar­tími vinstri stjórn­ar­innar er sat frá 2009 til 2013. Þá var skatt­byrði hátekju­fólks aukin á ný en síð­ari rík­is­stjórnir hafa undið ofan af þeim breyt­ingum á ný.

Ríkið hefur þannig lagt marga steina í götu þess að líf­eyr­is­þegar hefðu eðli­legar kjara­bætur af því að hafa safnað í líf­eyr­is­sjóði á starfs­ferl­inum – bæði í formi skerð­inga og auk­innar skatt­byrð­i. 

Er ekki tíma­bært að snúa þess­ari þróun við? 

Höf­undur er pró­fessor emeritus við HÍ og starfar nú sem sér­fræð­ingur hjá Efl­ingu – stétt­ar­fé­lagi.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Engin lagaleg skilgreining til á orðinu kona
Samkvæmt svari frá forsætisráðherra þarf menningar- og viðskiptaráðherra sem „fer með málefni íslenskunnar“ að svara því hverjar orðsifjar nafnorðsins kona séu og hver málfræðileg merking orðsins sé.
Kjarninn 30. júní 2022
Lárus Blöndal, stjórnarformaður Bankasýslu ríkisins, og Jón Gunnar Jónsson, forstjóri stofnunarinnar.
Bankasýslan borgaði LOGOS 6,2 milljónir og lét Morgunblaðið fá upplýsingar fyrirfram
Bankasýslan sendi Morgunblaðinu einum fjölmiðla fyrirfram tilkynningu um að lögfræðilegur ráðgjafi hennar hefði komist að þeirri niðurstöðu að jafnræðis hafi verið gætt við sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka.
Kjarninn 30. júní 2022
Til þess að komast ferða sinna þurfa Íslendingar að borga 85 prósentum meira heldur en íbúar í löndum Evrópusambandsins gera að meðaltali.
Samgöngukostnaður hvergi hærri í Evrópu en á Íslandi
Norðurlöndin raða sér í efstu sæti á lista þeirra landa í Evrópu þar sem samgöngukostnaður er mestur. Verð á gistingu, mat, fötum og skóm er hærra hér á landi en víðast hvar annars staðar í álfunni.
Kjarninn 30. júní 2022
Ríkið þurfi að kortleggja á hverjum loftslagsskattarnir lenda
Upplýsingar liggja ekki fyrir í dag um það hvernig byrðar af loftslagssköttum dreifast um samfélagið. Í greinargerð frá Loftslagsráði segir að stjórnvöld þurfi að vinna slíka greiningu, vilji þau hafa yfirsýn yfir áhrif skattanna.
Kjarninn 30. júní 2022
Í frumdrögum að fyrstu lotu Borgarlínu var Suðurlandsbrautin teiknuð upp með þessum hætti. Umferðarskipulag götunnar er enn óútkljáð, og sannarlega ekki óumdeilt.
Borgarlínubreytingar á Suðurlandsbraut strjúka fasteignaeigendum öfugt
Nokkrir eigendur fasteigna við Suðurlandsbraut segja að það verði þeim til tjóns ef akreinum undir almenna umferð og bílastæðum við Suðurlandsbraut verði fækkað. Unnið er að deiliskipulagstillögum vegna Borgarlínu.
Kjarninn 30. júní 2022
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Einlæg gjöf en smáræði 千里送鹅毛
Kjarninn 30. júní 2022
Úlfar Þormóðsson
Taglhnýtingar þétta raðirnar
Kjarninn 30. júní 2022
Viðbragðsaðilar og vegfarendur á vettvangi aðfaranótt sunnudags. 22 unglingar létust á Enyobeni-kránni.
Hvers vegna dóu börn á bar?
Meðvitundarlaus ungmenni á bar. Þannig hljómaði útkall til lögreglu í borginni East London í Suður-Afríku aðfaranótt sunnudags. Ýmsar sögur fóru á kreik. Var eitrað fyrir þeim? Og hvað í ósköpunum voru unglingar – börn – að gera á bar?
Kjarninn 30. júní 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar