Átta ára meinsemd

Álfheiður Eymarsdóttir segir að það sé ekki ómögulegt að tryggja öllum Íslendingum viðunandi heilbrigðisþjónustu burtséð frá efnahag eða búsetu. Vilji núverandi stjórnvalda standi hins vegar til að láta áfram reka á reiðanum.

Auglýsing

Það var aug­ljóst löngu fyrir heims­far­aldur að heil­brigð­is­þjón­ustan í heild var í klípu. Mönn­un­ar­vandi, fjársvelti, pláss­leysi, mygla og gam­al­dags skipu­lag stóð þjón­ust­unni fyrir þrif­um. Þetta eru ekki nýjar upp­lýs­ing­ar, þvert á það sem sum halda fram.

Fjár­mála­ráð­herra seg­ist hafa aukið fjár­fram­lög heil­mikið til heil­brigð­is­mála og vill ekki setja meiri fjár­muni í kerfið án þess að vita hvað fæst fyrir þá. Hann hefur verið í fjár­mála­ráðu­neyt­inu nær óslitið frá árinu 2013, með stuttri við­komu í for­sæt­is­ráðu­neyt­inu, og því haft næstum átta ár til þess að greina hvernig þessir fjár­munir eru nýtt­ir.

Heil­brigð­is­ráð­herra, sem ávítti lækna fyrir að gagn­rýna heil­brigð­is­kerfið fyrir far­ald­ur­inn, seg­ist enn fremur hafa aukið fjár­fram­lög veru­lega til heil­brigð­is­kerf­is­ins. Þannig stærir hún sig af því að hafa styrkt heilsu­gæsl­una til muna og tryggt að hún sé fyrsti við­komu­staður not­enda. 

Suð­ur­land hefur allt aðra sögu að segja. Heilsu­gæslan á Suð­ur­nesjum annar ekki íbúum svæð­is­ins og hefur ekki gert í ára­tugi. Heilsu­gæslan á Suð­ur­landi er skárri en þar er yfir­leitt 2ja-3ja vikna bið eftir tíma hjá heim­il­is­lækni. Heilsu­gæslan á Klaustri er opin þrjá klukku­tíma á dag. Á Vík í fjóra tíma á dag. Heilsu­gæslan á Hellu hefur verið lokuð í allt sum­ar. Á Höfn hefur verið lækna­skortur af og til í gegnum árin. En það kemur heim­il­is­læknir reglu­lega til að sinna þjón­ustu við íbúa. Sömu sögu er að segja um Eyj­ar.

Tíma­eyðsla er pen­inga­eyðsla

Flestir íbúar Suð­ur­kjör­dæmis fá ekki heim­il­is­lækni. Ég gafst upp eftir að hafa þurft að skipta þrisvar um heim­il­is­lækni á 4 árum. Nú fer ég bara til næsta lausa heim­il­is­lækn­is. Það skapar óör­yggi hjá lang­veiku fólki, eldra fólki ofl. að hafa ekki fastan heim­il­is­lækni.

Hug­myndin um heim­il­is­lækni er sú að lækn­ir­inn þekki sína skjól­stæð­inga og heilsu­fars­sögu og sjái um heilsu­gæslu heim­il­is­ins. Þetta er liðin tíð. Nú er staðan sú að ef þú ert svo hepp­inn að fá tíma hjá heim­il­is­lækni þá eru allar líkur á því að þú hafir aldrei hitt við­kom­andi áður, þurfir að end­ur­taka í þús­undasta skipti heilsu­fars­sögu þína og gefa við­kom­andi lækni tíma til að grafa sig í sjúkra­sög­una þína. Þetta er tíma­eyðsla. Og tíma­eyðsla er pen­inga­eyðsla.

Auglýsing
Margar breyt­ingar hafa verið gerðar innan heilsu­gæsl­unn­ar. Hver kann­ast ekki við að þurfa að hringja kl. 8 að morgni til að panta tíma. Þá hringja allir í einu, allir lenda á bið og tím­arnir upp­urnir kl. 8:15. Þá er brugðið á það ráð að vera með opnar vakt­ir. Þarna er bara verið að skjóta sig í fót­inn. Það enda allir á opnu vökt­un­um. Þá var brugðið á það ráð sums staðar að loka vökt­un­um, þ.e. þú þarft að panta tíma á vakt­ina. Aftur varðstu að hringja á ákveðnum tíma (allir á bið, stöðugt á tali) og vaktin full­bókuð þegar þú loks­ins kemst að. 

Þá er nýtil­komin sú tækni­breyt­ing að allir eigi að panta tíma hjá heim­il­is­lækni í gegnum Heilsu­veru. Þá er búið að úti­loka þá sem ekki eru nægi­lega tæknilæsir eða eru ekki með raf­ræn skil­ríki. Ef ég vel að panta tíma hjá heim­il­is­lækni þá koma skila­boð um að engir tímar séu laus­ir. Þegar þarna er komið sögu eru flestar dyr lok­aðar og fólk endar með því að panta hjá sér­fræð­ingi ellegar dúkkar upp á bráða­mót­töku, Lækna­vakt­inni eða í öðrum dýr­ari úrræð­um. Þetta kalla ég ekki styrk­ingu heilsu­gæsl­unn­ar.

Hvað segja töl­urn­ar?

Björn Leví Gunn­ars­son, þing­maður Pírata og full­trúi okkar í fjár­laga­nefnd þings­ins, reikn­aði út að þessi stór­auknu útgjöld til heil­brigð­is­þjón­ustu sem ráð­herrar tala mikið um fari að mestu í bygg­ingu nýs sjúkra­húss, lag­fær­ingar á myglu­vanda, sér­staka við­bót vegna Covid, fjölg­unar lands­manna og ferða­manna, sjálf­sagt við­hald á tækjum og tækja­kaup ofl. Það getur ekki talist stór­efl­ing heil­brigð­is­kerf­is­ins sem við búum við í dag. Nið­ur­staða Björns er að raun­veru­leg fjár­hæð á kjör­tíma­bil­inu til efl­ingar rekst­urs heil­brigð­is­kerf­is­ins sé í raun ein­ungis um millj­arð­ur. Ég vitna hér beint í grein Björns Leví sem birt­ist í Kjarn­an­um:

„Án covid erum við þá að tala um rétt rúman millj­arð á fjórum árum til þess að efla sjúkra­hús­þjón­ustu. Það bæt­ist við rétt um 1% af heild­ar­fjár­fram­lögum til þess að efla rekstur sjúkra­húsa og heil­brigð­is­stofn­ana.“ 

Þessi vandi heil­brigð­is­kerf­is­ins (sem mörg hafa greini­lega nýupp­götv­að) var til umræðu á Sprengisandi á sunnu­dag­inn var. Þar dró Ólafur Þór Gunn­ars­son, þing­maður VG og lækn­ir, nið­ur­stöður Björns Leví um raun­veru­leg aukin útgjöld í rekstur í efa og sagði að það væri hægt að reikna sig að hvaða nið­ur­stöðu sem er.

Nei, Ólafur Þór, það er ekki hægt að reikna sig að hvaða nið­ur­stöðu sem er. Það er hins vegar hægt að halda blaða­manna­fund í Hörp­u­nni og mat­reiða tölur á ýmsa vegu, ég tek undir það. Þessi und­ar­lega stað­hæf­ing vekur ekki bein­línis traust á þeim tölum sem nú ber­ast frá VG - ef þeir reikna sig að ákjós­an­legum nið­ur­stöðum þá vil ég fá að vita hvort þau not­ast við aðra stærð­fræði en við hin. Tölur eru töl­ur. Mat­reiðsla á gögn­um, tölum og töl­fræði er allt annar hand­legg­ur.

Þetta er ekki ómögu­legt

En þá að kjarna máls­ins. Hvernig leysum við bráða­vand­ann og svo þann vanda sem hefur lengi legið fyr­ir?

Við verðum að gera heil­brigð­is­á­ætlun til langs tíma og hefja end­ur­skipu­lagn­ingu heil­brigð­is­þjón­ust­unn­ar, ekki síst í takti við hækk­andi lífald­ur. Finnum skyn­sam­legar lausnir, nýtum betur þær heil­brigð­is­stofn­anir sem við eig­um, fjórð­ungs­sjúkra­húsin og sjúkra­húsin í kringum höf­uð­borg­ar­svæð­ið. Leysum mönn­un­ar­vand­ann og greiðum heil­brigð­is­starfs­fólki betri laun, tryggjum við­un­andi starfs­að­stæður og mátu­legt álag. Hið opin­bera á að vera fyr­ir­mynd­arat­vinnu­rek­andi, en spyrjið stétt­ar­fé­lög hjúkr­un­ar­fræð­inga, ljós­mæðra, sjúkra­liða, líf­einda­tækna ofl. hvernig er að semja við hið opin­bera. Það endar yfir­leitt fyrir gerð­ar­dómi eða með verk­föll­um.

Það er ekki ómögu­legt að skipu­leggja heil­brigð­is­þjón­ustu og hanna hag­kvæm og fjöl­breytt úrræði sem virka. Kostn­að­ar­greina, meta gæði, tryggja eft­ir­lit, líta til fram­tíðar og breyttrar íbúa­sam­setn­ing­ar. Það er ekki ómögu­legt að meta árangur af við­bót­ar­fjár­magni, sér­stak­lega ekki þegar ráð­herrar hafa átta ár til þess. Það er ekki ómögu­legt að tryggja öllum Íslend­ingum við­un­andi heil­brigð­is­þjón­ustu burt­séð frá efna­hag eða búsetu. Mér sýn­ist vilji núver­andi stjórn­valda hins vegar standa til að láta áfram reka á reið­an­um. Bjóða upp á sömu rík­is­stjórn áfram, heil átta ár af ómögu­leika.

Höf­undur er odd­viti Pírata í Suð­ur­kjör­dæmi.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jair Bolsonaro hefur verið forseti Braslilíu frá árinu 2019.
Bolsonaro ásakaður um glæpi gegn mannkyni vegna viðbragða sinna við COVID-19
Rekja má dauða um 300 þúsund Brasilíumanna til stefnu forsetans í faraldrinum. Ríkisstjórnin hunsaði yfir 100 tölvupósta frá Pfizer, leyfði veirunni að breiðast út meðal frumbyggja og forsetinn hvatti til fjöldasamkoma er sjúkrahúsin voru að fyllast.
Kjarninn 20. október 2021
Heilt yfir myndi stöðugildum presta fækka um 10,7, samkvæmt þeirri tillögu sem liggur fyrir kirkjuþingi.
Lagt til að prestum landsbyggðar verði fækkað í hagræðingaraðgerðum
Í hagræðingartillögum sem liggja fyrir kirkjuþingi er gengið út frá því að prestum á landsbyggðinni fækki um tíu, en að stöðugildum fjölgi hins vegar um 3,5 í prestaköllum á höfuðborgarsvæðinu.
Kjarninn 20. október 2021
Hrafn Magnússon
Slæmur viðsnúningur í lífeyriskerfinu
Kjarninn 20. október 2021
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Aukin samskipti Íslands við Kína: Skjól eða gildra?
Kjarninn 20. október 2021
Nýtt deiliskipulag fyrir reitinn í Sigtúni var samþykkt árið 2015. Síðan þá hefur ekkert hreyfst á svæðinu.
Vonast til að uppbygging á Blómavalsreit geti hafist snemma á næsta ári
Framkvæmdastjóri Íslandshótela vonast til þess að hægt verði að hefjast handa við uppbyggingu á svokölluðum Blómavalsreit bak við Grand Hótel snemma á næsta ári. Þar stendur til að byggja 109 íbúðir í sex fjölbýlishúsum, auk viðbyggingar við hótelið.
Kjarninn 20. október 2021
Allir stóru bankarnir búnir að hækka íbúðalánavexti og heimilin borga meira
Rúmlega helmingur allra sem eru með íbúðalán á Íslandi eru með óverðtryggð lán. Stór hluti þeirra lána er á breytilegum vöxtum og afborganir þeirra hafa hækkað í takti við stýrivaxtahækkanir Seðlabankans undanfarna mánuði.
Kjarninn 20. október 2021
Myndir af kjörgögnum sem starfsmaður Hótels Borgarness birti á Instagram.
Fólk gekk inn og út úr talningarsal á meðan yfirkjörstjórn „brá sér frá“
Á öryggismyndavélum, sem vakta tvo innganga þar sem kjörgögn Norðvesturkjördæmis voru varðveitt í sal í Hótel Borgarnesi, sést hótelstarfsfólk ganga inn og út frá klukkan 7:30 til 11:46 sunnudagsmorguninn 26. september.
Kjarninn 20. október 2021
Kolbeinn Marteinsson
Af hverju skipulag skiptir máli
Kjarninn 20. október 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar