„Mikilvægt að ná samstöðu um réttlátari skiptingu á hagnaði af sjávarauðlindinni“

Formaður Framsóknarflokksins hefur áhyggjur af ofurhagnaði einstakra sjávarútvegsfyrirtækja og sífellt auknum ítökum þeirra í öðrum greinum.

Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins.
Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins.
Auglýsing

Sig­urður Ingi Jóhanns­son for­maður Fram­sókn­ar­flokks­ins og inn­við­a­ráð­herra seg­ist leggja mikla áherslu á að ná sátt um þau gjöld sem sjáv­ar­út­veg­ur­inn greið­ir. Ná sátt um að stærri hluti af ofur­hagn­aði ein­stakra fyr­ir­tækja, sam­hliða veru­lega auk­inni arð­semi grein­ar­innar næstu 10 ár, renni til þjóð­ar­innar – eig­anda auð­lind­ar­inn­ar.

Þetta var meðal þess sem kom fram í yfir­lits­ræðu for­manns­ins á flokks­þingi Fram­sókn­ar­flokks­ins sem haldið er á á Grand hótel í Reykja­vík í dag.

Hann sagði að íslenskur sjáv­ar­út­vegur væri í fremstu röð í heim­inum og að Ísland væri eitt af fáum löndum sem ekki styddi við grein­ina með rík­is­styrkj­um.

Auglýsing

„Ís­lensk sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki hafa líka náð undra­verðum árangri í því að draga úr kolefn­islosun í grein­inni að ekki sé minnst á þann mikla metnað og árangur sem hefur náðst í nýt­ingu sjáv­ar­fangs. Þar er sam­spil þess­arar hefð­bundnu greinar við nýsköpun eft­ir­tekt­ar­vert. Íslenskur sjáv­ar­út­vegur er hátækni­grein þar sem nýjasta tækni, oft fundin upp innan íslenskra fyr­ir­tækja, er nýtt til að auka verð­mæti sjáv­ar­afla. Sú hugsun er gríð­ar­lega mik­il­væg þegar um er að ræða auð­lind þjóð­ar­inn­ar,“ sagði hann.

Þjóð­ar­eign auð­linda verði skýrð í stjórn­ar­skrá Íslands

Benti Sig­urður Ingi á að ljóst væri að full­kom­inn friður hefði ekki ríkt um grein­ina á Íslandi.

„Það er sjálf­stætt vanda­mál. Ofur­hagn­aður ein­stakra fyr­ir­tækja og sífellt aukin ítök sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækja í öðrum greinum er eitt­hvað sem við í Fram­sókn höfum haft áhyggjur af. Við höfum lagt mikla áherslu á að þjóð­ar­eign auð­linda verði skýrð í stjórn­ar­skrá Íslands. Því miður hefur stjórn­mála­flokk­unum ekki auðn­ast að ná sam­hljómi um stjórn­ar­skrár­breyt­ingar en við munum leggja okkar af mörkum til að stað­festa það í stjórn­ar­skrá að fisk­ur­inn í sjón­um, eins og aðrar auð­lindir lands­ins, séu í eign þjóð­ar­inn­ar.

Við munum líka leggja mikla áherslu á að ná sátt um þau gjöld sem sjáv­ar­út­veg­ur­inn greið­ir, ná sátt um að stærri hluti af ofur­hagn­aði ein­stakra fyr­ir­tækja, sam­hliða veru­lega auk­inni arð­semi grein­ar­innar næstu 10 ár, renni til þjóð­ar­inn­ar, eig­anda auð­lind­ar­inn­ar. Við erum til í sam­talið um hvernig þessi sátt, sem er nauð­syn­leg, ekki síst fyrir grein­ina sjálfa – náist,“ sagði hann og bætti því við að mik­il­vægt væri að ná sam­stöðu um rétt­lát­ari skipt­ingu á hagn­aði af sjáv­ar­auð­lind­inni.

Áhyggjur af því hvað eign­ar­hald í fisk­eldi sé á fárra höndum

Sig­urður Ingi nefndi aðra atvinnu­grein í ræðu sinni sem hann sagði að byggst hefði hratt upp og nýtt auð­lindir lands­ins: Fisk­eld­ið.

„Það hefur verið ævin­týri lík­ast að sjá öfl­uga starf­semi byggj­ast upp í fjörðum austan lands og á Vest­fjörð­um, að ekki sé talað um metn­að­ar­fullt land­eldi víða um land. Um allan heim hefur fisk­eldi vaxið – enda hag­kvæm­asta prótein upp­sprettan og sú sem veldur minnsta kolefn­is­fótspori.

Hins vegar höfum við í Fram­sókn orðað áhyggjur okkar af því hvað eign­ar­hald í fisk­eldi er á fárra hönd­um. Það getur ekki gengið til lengdar að stór hluti fisk­eldis við Íslands strendur sé í eigu fárra erlendra aðila. Við þurfum að stíga örugg skref í átt til þess að tryggja dreift íslenskt eign­ar­hald í þess­ari ört vax­andi grein,“ sagði hann.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ráðast þyrfti í nauðsynlegar styrkingar vega vegna þungaflutninganna til og frá Mýrdalssandi.
Vikurnám á Mýrdalssandi myndi hafa „verulegan kostnað fyrir samfélagið“
Fullhlaðinn sex öxla vörubíll slítur burðarlagi á við 20-30 þúsund fólksbíla, bendir Umhverfisstofnun á varðandi áformaða vikurflutninga frá Mýrdalssandi til Þorlákshafnar. Ráðast þyrfti í mikla uppbyggingu vegakerfis vegna flutninganna.
Kjarninn 6. október 2022
Ólafur Þ. Harðarson prófessor emerítus í stjórnmálafræði.
„Íslendingar eiga langt í land“ með jöfnuð atkvæðavægis eftir búsetu
Frumvarp sem formaður Viðreisnar mælti fyrir á þingi í september myndi eyða misvægi atkvæða milli bæði flokka og kjördæma, eins og kostur er. Ólafur Þ. Harðarson telur að þingið ætti að samþykkja breytingarnar.
Kjarninn 6. október 2022
Fóru inn í tölvupósta Sólveigar Önnu og Viðars
Þá starfandi formaður Eflingar hafði aðgang að tölvupósthólfum fyrirrennara síns, Sólveigar Önnu Jónsdóttur, og fyrrverandi framkvæmdastjóra Eflingar, Viðars Þorsteinssonar, frá því í janúar á þessu ári og fram í apríl.
Kjarninn 6. október 2022
Hallarekstur SÁÁ stefnir í 450 milljónir
Færri innlagnir, færri meðferðir við ópíóðafíkn og sumarlokanir verður staðan hjá SÁÁ á næsta ári miðað við fyrirliggjandi fjárlagafrumvarp. Samtökin áætla að rekstrargrunnur samtakanna verði vanfjármagnaður um 450 milljónir króna á næsta ári.
Kjarninn 6. október 2022
Seðlabankinn hafnar því að aflétta leynd um ESÍ á grundvelli almannahagsmuna
Árið 2019 var ákvæði bætt við lög um Seðlabanka Íslands sem veitir bankanum heimild til að víkja frá þagnarskylduákvæði ef hagsmunir almennings af birtingu gagna vega þyngra en hagsmunir sem mæla með leynd.
Kjarninn 6. október 2022
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Komdu í leirkerið 请君入瓮
Kjarninn 6. október 2022
Jón Björnsson, forstjóri Origo.
Eigið fé Origo margfaldast við söluna í Tempo fyrir 28 milljarða króna
Árið 2009 stofnuðu starfsmenn TM Software lítið hugbúnaðarfyrirtæki, sem nefnt var Tempo. Í dag er það metið á 85,4 milljarða króna og Origo var að selja hlut sinn í því á 28 milljarða króna. Við það fer eigið fé Origo úr níu milljörðum í 31 milljarða.
Kjarninn 6. október 2022
Kjartan Magnússon borgarfulltrúi bar tillöguna fram í borgarstjórn.
Borgarhverfi framtíðarinnar eða loftslagsskógur á Geldinganesi?
Tillögu sjálfstæðismanna í borgarstjórn Reykjavíkur um að skipuleggja Geldinganes undir íbúabyggð var hafnað á fundi borgarstjórnar á þriðjudag. Afar mismunandi sjónarmið komu fram um það hvernig skyldi nýta nesið til framtíðar.
Kjarninn 5. október 2022
Meira úr sama flokkiInnlent