Kostar líklega á bilinu 5,5 til 5,7 milljarða að niðurgreiða 5.000 rafbíla til viðbótar

Til stendur að lækka hámarksendurgreiðslu virðisaukaskatts af rafbílum úr 1,56 milljónum niður í 1,32 milljónir í lok þessa árs og niðurgreiða 5.000 bíla til viðbótar við þá 15 þúsund sem þegar hafði verið ákveðið að veita afslátt af.

Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra.
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra.
Auglýsing

Til stendur að auka fjölda þeirra raf­magns­bif­reiða sem geta hlotið ívilnun frá virð­is­auka­skatti úr 15 þús­und upp í 20 þús­und, en lækka fjár­hæð­ar­mörk skatta­af­slátts­ins úr 1,56 millj­ónum króna niður í 1,32 millj­ónir króna.

Kostn­aður rík­is­sjóðs við að fjölga þeim raf­bílum sem verða nið­ur­greiddir eins og stefnt er að verður lík­lega á bil­inu 5,5-5,7 millj­arðar króna, en þetta kemur fram í drögum að laga­frum­varpi frá Bjarna Bene­dikts­syni, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, sem lögð voru fram í sam­ráðs­gátt stjórn­valda á laug­ar­dag.

Í frum­varps­drög­unum segir að ekki fáist annað séð en að „for­sendur séu að skap­ast fyrir sjálf­bærum hraða orku­skipt­anna“ og því sé komið að þeim tíma­punkti að stjórn­völd dragi úr stuðn­ingi sínum með því að lækka fjár­hæð­ar­mörk íviln­un­ar­innar fyrir raf­magns­bíla.

Auglýsing

Hærri ívilnun í gildi út árið 2022

Sam­kvæmt því sem fram kemur í drög­unum er gert ráð fyrir að 15.000 bif­reiða mark­inu verði náð á síð­ari hluta þessa árs. Ákveðið hefur verið að fara þá leið að í stað þess að bíll númer 15.001 verði með lægri ívilnun muni núver­andi ívilnun verða í gildi 31. des­em­ber 2022. Það verður því ekki fyrr en um næstu ára­mót sem íviln­unin lækk­ar, óháð því hvernig gangur verður í raf­bíla­söl­unni.

„Að mæla fyrir um ákveðna loka­dag­setn­ingu stuðlar að meiri skýr­leika og fyr­ir­sjá­an­leika fyrir alla hlut­að­eig­andi aðila. Af þeim sökum er lagt til að gild­andi fjár­hæð­ar­mörk gildi til og með 31. des­em­ber 2022. Miðað við áætl­anir má gera ráð

fyrir að þær raf­magns­bif­reiðar sem komi til með að njóta íviln­unar sam­kvæmt gild­andi fjár­hæð­ar­mörkum verði þannig fleiri en 15.000 tals­ins,“ segir um þetta atriði í grein­ar­gerð með frum­varps­drög­un­um.

Ein­ungis 26 pró­sent hafi farið yfir 1,32 millj­óna end­ur­greiðslu

Í frum­varps­drög­unum segir að af þeim raf­magns­bílum sem fengu und­an­þágu frá virð­is­auka­skatti í fyrra hafi flestir verið á verð­bil­inu 4,5-5,5 millj­ónir króna og að af 4.501 raf­magns­bif­reiðum hafi þurft að greiða ein­hvern virð­is­auka­skatt af 527 bíl­um. Virð­is­auka­skattur hefur verið nið­ur­greiddur að fullu af bif­reiðum sem kosta upp að 6,5 millj­ónum króna án virð­is­auka­skatts.

Mynd: Úr frumvarpsdrögunum frá fjármálaráðherra

Í 74 pró­sentum til­vika nam full nið­ur­fell­ing virð­is­auka­skatts við inn­flutn­ing raf­magns­bif­reiða svo lægri fjár­hæð en 1,32 millj­ónum króna. Sam­kvæmt frum­varps­drög­unum er gert ráð fyrir því að það verði áfram svo að mik­ill meiri­hluti raf­bíla­kaup­enda fái áfram virð­is­auka­skatt­inn felldan niður að fullu, eins og verið hef­ur, og að í til­felli dýr­ari bíl­ana muni kaup­endur að jafn­aði þurfa að greiða um 5 pró­sent virð­is­auka­skatt að jafn­aði.

Stefnt að því að slaufa íviln­unum í árs­lok 2023

Í frum­varps­drög­unum segir að nauð­syn­legt sé að halda áfram „stuðn­ingi við raf­magns­bif­reiðar í ein­hvern tíma í þeim til­gangi að styðja við mark­mið stjórn­valda varð­andi orku­skipti í bif­reiða­flot­anum og til að við­halda þeim góða árangri í nýskrán­ingu raf­magns­bif­reiða sem náðst hefur á síð­ustu miss­erum“.

Gild­is­tími nið­ur­greiðslu­á­kvæð­is­ins hvað raf­magns­bif­reiðar varðar er hins vegar hafður óbreytt­ur, sem þýðir að íviln­unin mun falla á brott annað hvort þegar 20 þús­und bíla mark­inu er náð eða í árs­lok 2023, ef sá fjöldi bif­reiða mun ekki hafa náðst.

Bílar komnir á markað sem geti verið kostir á lands­byggð­inni

Í grein­ar­gerð með frum­varps­drög­unum segir að þróun í hönnun og fram­leiðslu raf­bíla sé hröð og að komar séu „á markað bif­reiðar sem nýt­ast til lengri akst­urs og geta því verið ákjós­an­legur kostur fyrir íbúa lands­byggð­ar­inn­ar.“ Því er bætt við að bæði drægni þeirra og úrval hafi auk­ist til muna, auk þess sem verðið hafi farið lækk­andi.

„Sam­keppn­is­hæfni raf­magns­bif­reiða gagn­vart bif­reiðum sem ganga fyrir jarð­efna­elds­neyti hefur því auk­ist til muna sem end­ur­spegl­ast í auknum áhuga almenn­ings á þeim líkt og tölur um fjölda raf­magns­bif­reiða sem hlut­fall af nýskráðum bif­reiðum bera með sér,“ en það hlut­fall náði yfir 30 pró­sent árið 2021. Hlut­fallið af nýskráðum bif­reiðum á fyrstu tveimur mán­uðum þessa árs var svo 39 pró­sent af öllum seldum bif­reið­um.

Raf­magns­bif­reiðar eru þó enn sem komið er ein­ungis um 4,8 pró­sent af öllum skráðum bif­reiðum í umferð.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ásgeir Haraldsson
Landspítali háskólasjúkrahús?
Kjarninn 9. ágúst 2022
Noregur er einn stærsti raforkuframleiðandi í heimi.
Noregur gæti neyðst til að takmarka útflutning á rafmagni
Stjórnvöld í Noregi segja til greina koma að draga úr áformuðum útflutningi á rafmagni til meginlands Evrópu. Orkuskortur blasir við vegna þess að uppistöðulón hafa ekki fyllst. Óvenjulegum þurrkum er um að kenna.
Kjarninn 9. ágúst 2022
Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseti.
Fordæmalaus húsleit í Mar-a-Lago
Bandarískir alríkislögreglumenn framkvæmdu í gær húsleit á heimili Donalds Trump í Flórída og höfðu þaðan með sér einhver gögn. Aldrei fyrr hefur verið farið í löggæsluaðgerð af þessu tagi gegn fyrrverandi forseta Bandaríkjanna.
Kjarninn 9. ágúst 2022
Hygge
Hvað þýðir danska hugtakið hygge? Er það stig sem nær hærra en bara að hafa það kósí? Nær eitthvað íslenskt orð yfir það? Eða er um að ræða sérstaka danska heimspeki?
Kjarninn 9. ágúst 2022
Eitt og annað ... einkum danskt
Eitt og annað ... einkum danskt
Hygge
Kjarninn 9. ágúst 2022
Rúmlega þriðjungur heimila á ekkert eftir í veskinu í lok mánaðar
Næstum átta af hverjum tíu í lægsta tekjuhópnum ná ekki að leggja neitt fyrir, ganga á sparnað eða safna skuldum í yfirstandandi dýrtíð. Hjá efsta tekjuhópnum geta næstum níu af hverjum tíu enn lagt fyrir, sumir umtalsvert.
Kjarninn 9. ágúst 2022
Eilífðarefnin finnast í regnvatni alls staðar um heiminn. Uppruni þeirra er oftast á vesturlöndum en það eru fátækari íbúar heims sem þurfa að súpa seyðið af því.
Regnvatn nánast alls staðar á jarðríki óhæft til drykkjar
Okkur finnst mörgum rigningin góð en vegna athafna mannanna er ekki lengur öruggt að drekka regnvatn víðast hvar í veröldinni, samkvæmt nýrri rannsókn.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Fleiri farþegar fóru um Flugstöð Leifs Eiríkssonar í júlí síðastliðinum en í sama mánuði árið 2019.
Flugið nær fyrri styrk
Júlí var metmánuður í farþegaflutningum hjá Play og Icelandair þokast nær þeim farþegatölum sem sáust fyrir kórónuveirufaraldur. Farþegafjöldi um Keflavíkurflugvöll var meiri í júlí síðastliðnum en í sama mánuði árið 2019.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent