Stóru breytingarnar snúast um gjöldin af bílunum og akstrinum

Fjármálaráðherra segir að það stefni að óbreyttu í óefni hvað varðar tekjuöflun hins opinbera af ökutækjum og akstri. Jafna þurfi byrðar og láta rafbílaeigendur greiða meira. Hækkun kolefnisgjalds kemur til greina, en gæta þarf að jafnræði.

Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra kynnir nýtt fjárlagafrumvarp í morgun.
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra kynnir nýtt fjárlagafrumvarp í morgun.
Auglýsing

Stærstu skatt­kerf­is­breyt­ing­arnar sem eru framundan á kjör­tíma­bil­inu varða þau gjöld sem eru tekin af bíl­eig­endum og bíla­um­ferð. Ýmsir kostir eru í þeirri stöðu, að sögn Bjarna Bene­dikts­sonar fjár­mála­ráð­herra.

Hann lýsir því í sam­tali við Kjarn­ann að það sé að verða algjör grund­vall­ar­breyt­ing á tekju­kerfum rík­is­ins hvað sam­göngur varð­ar, sem leiða af því að fólk fari nú í minna mæli á bens­ín­stöðv­arn­ar. Fleiri eru á raf­bílum og það þarf að byrja að láta þá borga meira, með ein­hverjum hætti.

Draga á úr íviln­unum fyrir raf­bíla og tengilt­vinn­bíla án þess þó að það ógni þró­un­inni sem er að verða í orku­skiptum í sam­göng­um. Orku­skiptin eru komin til að vera og því fylgir að eld­neyt­is­gjöld, sem hafa verið mik­il­vægur tekju­stofn rík­is­ins, eru „að hverfa smám sam­an,“ segir Bjarni.

„Án breyt­inga á kerf­unum munu tekj­urnar halda áfram að falla og þar stefnir í óefni. Þannig að þar erum við að fara að vinna að grund­vall­ar­kerf­is­breyt­ingu á tekju­öflun rík­is­ins vegna öku­tækja og sam­gangna,“ segir fjár­mála­ráð­herra.

39,8 millj­arða tekjur af öku­tækjum og elds­neyti

Gjöld af öku­tækjum og elds­neyti munu nema 39,8 millj­örðum króna á næsta ári, sam­kvæmt fjár­mála­frum­varpi árs­ins 2022, eða um 5 pró­sentum af heild­ar­tekjum rík­is­sjóðs.

Frá fyrri fjár­lögum er nú gert ráð fyrir því að tekjur af vöru­gjöldum af öku­tækjum og bens­íni drag­ist saman um sam­tals 1,7 millj­arða króna og er það í takt við áætl­aðar tekjur rík­is­ins af þessum þáttum sam­kvæmt áætlun árs­ins 2021.

Búist er við að í ár verði vöru­gjöld af öku­tækjum 300 millj­ónum lægri en ráð­gert var í fjár­laga­frum­varpi árs­ins og tekjur af vöru­gjöldum af bens­íni verði sömu­leiðis 1,6 millj­örðum lægri en ráð­gert var.

Auglýsing

Í fjár­mála­frum­varp­inu segir að bæði sé gert ráð fyrir auk­inni einka­neyslu og hag­vexti á næsta ári, sem muni end­ur­spegl­ast í auk­inni end­ur­nýjun bíla­flot­ans hjá heim­ilum og fyr­ir­tækjum – og sér í lagi bíla­leig­um. Á móti vega „örar tækni­breyt­ingar með til­komu nýorku­bif­reiða og spar­neytn­ari véla,“ til lækk­unar tekna sam­kvæmt áætl­unum fjár­mála­ráðu­neyt­is­ins.

Um útfærslu nýrra tekju­öfl­un­ar­leiða af bíla­um­ferð segir Bjarni að hann hafi verið með inn­an­húss­hóp í fjár­mála­ráðu­neyt­inu að skoða mál­in. „Hann hefur lokið störfum og nú tekur við að taka stærri skref, stóru skref­in,“ segir Bjarni.

Þarf að koma á ein­hverri gjald­töku í vega­kerf­inu

Aðspurður seg­ist hann telja að ein­hvers­konar gjald fyrir hvern ekinn kíló­meter sé það sem á end­anum muni koma í stað­inn fyrir þá dvín­andi tekju­stofna sem eru nú til stað­ar. „Ég held að svona í langri fram­tíð endum við þar. Í milli­tíð­inni þurfum við að fara að jafna byrð­unum betur en við gerum í dag. Við ætlum að draga úr íviln­unum og hvöt­unum án þess að fórna mark­mið­inu um orku­skipt­in. Ég held að það sé alveg sann­gjarnt að segja að við höfum gengið mjög langt, til dæmis fyrir raf­magns­bíla, í því að skapa íviln­an­ir. Það á bæði við um inn­flutn­ing en líka fyrir notk­un­ina. Við tökum hvergi gjald fyrir notkun á vega­kerf­inu og það verður að breytast,“ segir Bjarni.

Bjarni segir að það þurfi að koma á ein­hverju fyr­ir­komu­lagi fyrir gjald­töku í vega­kerf­inu. „Þar koma margir kostir til greina, eins og við sjáum bara í öðrum lönd­um. Það er hægt að lesa af mæl­um, það er hægt að vera með toll­hlið, það er hægt að nota sjálf­virkni­lausnir og fleira. Þetta er eitt­hvað sem við ætlum að taka til skoð­unar og hrinda í fram­kvæmd,“ segir Bjarni.

Fólk í dreifð­ari byggðum þurfi að eiga raun­hæfa und­an­komu­leið

Spurður sér­stak­lega út í það hvort til greina komi að hækka kolefn­is­gjald enn frekar segir Bjarni að gjaldið hafi verið hækkað í tvígang á síð­asta kjör­tíma­bili, en það sé þó ekki hægt að „úti­loka það að við höldum áfram að beita bæði priki og gul­rót.“

„En stóra spurn­ingin er sú, á hvaða tíma­punkti er hleðslu­stöðvanetið orðið það þéttriðið að það sé sann­gjarnt að fólk sem býr í dreifð­ari byggðum hafi val­kost á að koma sér undan kolefn­is­gjald­inu? Ef við höfum ekki slíkan val­kost, annað hvort ekki með öku­tæki á sann­gjörnu verði eða með ríkt aðgengi að hleðslu­stöðv­um, þá erum við að beita gjald­inu í of ríku mæli án þess að það sé ein­hver und­an­komu­leið fyrir þau svæði. Það er svona þetta sem ég er að hugsa um.“

Hann bætir því við að það séu þó engin áform um að draga úr kolefn­is­gjald­inu, þvert á móti.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent