Stóru breytingarnar snúast um gjöldin af bílunum og akstrinum

Fjármálaráðherra segir að það stefni að óbreyttu í óefni hvað varðar tekjuöflun hins opinbera af ökutækjum og akstri. Jafna þurfi byrðar og láta rafbílaeigendur greiða meira. Hækkun kolefnisgjalds kemur til greina, en gæta þarf að jafnræði.

Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra kynnir nýtt fjárlagafrumvarp í morgun.
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra kynnir nýtt fjárlagafrumvarp í morgun.
Auglýsing

Stærstu skatt­kerf­is­breyt­ing­arnar sem eru framundan á kjör­tíma­bil­inu varða þau gjöld sem eru tekin af bíl­eig­endum og bíla­um­ferð. Ýmsir kostir eru í þeirri stöðu, að sögn Bjarna Bene­dikts­sonar fjár­mála­ráð­herra.

Hann lýsir því í sam­tali við Kjarn­ann að það sé að verða algjör grund­vall­ar­breyt­ing á tekju­kerfum rík­is­ins hvað sam­göngur varð­ar, sem leiða af því að fólk fari nú í minna mæli á bens­ín­stöðv­arn­ar. Fleiri eru á raf­bílum og það þarf að byrja að láta þá borga meira, með ein­hverjum hætti.

Draga á úr íviln­unum fyrir raf­bíla og tengilt­vinn­bíla án þess þó að það ógni þró­un­inni sem er að verða í orku­skiptum í sam­göng­um. Orku­skiptin eru komin til að vera og því fylgir að eld­neyt­is­gjöld, sem hafa verið mik­il­vægur tekju­stofn rík­is­ins, eru „að hverfa smám sam­an,“ segir Bjarni.

„Án breyt­inga á kerf­unum munu tekj­urnar halda áfram að falla og þar stefnir í óefni. Þannig að þar erum við að fara að vinna að grund­vall­ar­kerf­is­breyt­ingu á tekju­öflun rík­is­ins vegna öku­tækja og sam­gangna,“ segir fjár­mála­ráð­herra.

39,8 millj­arða tekjur af öku­tækjum og elds­neyti

Gjöld af öku­tækjum og elds­neyti munu nema 39,8 millj­örðum króna á næsta ári, sam­kvæmt fjár­mála­frum­varpi árs­ins 2022, eða um 5 pró­sentum af heild­ar­tekjum rík­is­sjóðs.

Frá fyrri fjár­lögum er nú gert ráð fyrir því að tekjur af vöru­gjöldum af öku­tækjum og bens­íni drag­ist saman um sam­tals 1,7 millj­arða króna og er það í takt við áætl­aðar tekjur rík­is­ins af þessum þáttum sam­kvæmt áætlun árs­ins 2021.

Búist er við að í ár verði vöru­gjöld af öku­tækjum 300 millj­ónum lægri en ráð­gert var í fjár­laga­frum­varpi árs­ins og tekjur af vöru­gjöldum af bens­íni verði sömu­leiðis 1,6 millj­örðum lægri en ráð­gert var.

Auglýsing

Í fjár­mála­frum­varp­inu segir að bæði sé gert ráð fyrir auk­inni einka­neyslu og hag­vexti á næsta ári, sem muni end­ur­spegl­ast í auk­inni end­ur­nýjun bíla­flot­ans hjá heim­ilum og fyr­ir­tækjum – og sér í lagi bíla­leig­um. Á móti vega „örar tækni­breyt­ingar með til­komu nýorku­bif­reiða og spar­neytn­ari véla,“ til lækk­unar tekna sam­kvæmt áætl­unum fjár­mála­ráðu­neyt­is­ins.

Um útfærslu nýrra tekju­öfl­un­ar­leiða af bíla­um­ferð segir Bjarni að hann hafi verið með inn­an­húss­hóp í fjár­mála­ráðu­neyt­inu að skoða mál­in. „Hann hefur lokið störfum og nú tekur við að taka stærri skref, stóru skref­in,“ segir Bjarni.

Þarf að koma á ein­hverri gjald­töku í vega­kerf­inu

Aðspurður seg­ist hann telja að ein­hvers­konar gjald fyrir hvern ekinn kíló­meter sé það sem á end­anum muni koma í stað­inn fyrir þá dvín­andi tekju­stofna sem eru nú til stað­ar. „Ég held að svona í langri fram­tíð endum við þar. Í milli­tíð­inni þurfum við að fara að jafna byrð­unum betur en við gerum í dag. Við ætlum að draga úr íviln­unum og hvöt­unum án þess að fórna mark­mið­inu um orku­skipt­in. Ég held að það sé alveg sann­gjarnt að segja að við höfum gengið mjög langt, til dæmis fyrir raf­magns­bíla, í því að skapa íviln­an­ir. Það á bæði við um inn­flutn­ing en líka fyrir notk­un­ina. Við tökum hvergi gjald fyrir notkun á vega­kerf­inu og það verður að breytast,“ segir Bjarni.

Bjarni segir að það þurfi að koma á ein­hverju fyr­ir­komu­lagi fyrir gjald­töku í vega­kerf­inu. „Þar koma margir kostir til greina, eins og við sjáum bara í öðrum lönd­um. Það er hægt að lesa af mæl­um, það er hægt að vera með toll­hlið, það er hægt að nota sjálf­virkni­lausnir og fleira. Þetta er eitt­hvað sem við ætlum að taka til skoð­unar og hrinda í fram­kvæmd,“ segir Bjarni.

Fólk í dreifð­ari byggðum þurfi að eiga raun­hæfa und­an­komu­leið

Spurður sér­stak­lega út í það hvort til greina komi að hækka kolefn­is­gjald enn frekar segir Bjarni að gjaldið hafi verið hækkað í tvígang á síð­asta kjör­tíma­bili, en það sé þó ekki hægt að „úti­loka það að við höldum áfram að beita bæði priki og gul­rót.“

„En stóra spurn­ingin er sú, á hvaða tíma­punkti er hleðslu­stöðvanetið orðið það þéttriðið að það sé sann­gjarnt að fólk sem býr í dreifð­ari byggðum hafi val­kost á að koma sér undan kolefn­is­gjald­inu? Ef við höfum ekki slíkan val­kost, annað hvort ekki með öku­tæki á sann­gjörnu verði eða með ríkt aðgengi að hleðslu­stöðv­um, þá erum við að beita gjald­inu í of ríku mæli án þess að það sé ein­hver und­an­komu­leið fyrir þau svæði. Það er svona þetta sem ég er að hugsa um.“

Hann bætir því við að það séu þó engin áform um að draga úr kolefn­is­gjald­inu, þvert á móti.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Enn ein tilraun gerð til að semja um verndun úthafanna
Stjórnvöld á Íslandi, í Rússlandi og Kína vilja að fiskveiðar verði ekki settar inn í samning þjóðríkja um verndun hafsins. Stærstur hluti úthafanna er alþjóðlegt hafsvæði. Innan við 2 prósent þess nýtur verndar.
Kjarninn 15. ágúst 2022
Hafnfirðingar stefna að því að hefja vinnu við sérstaka hjólreiðaáætlun bæjarins á næstunni.
Hafnarfjörður ætlar að hefja vinnu við hjólreiðaáætlun
Skipulags- og byggingarráð Hafnarfjarðar hefur ákveðið að fela starfshópi með fulltrúum allra flokka að hefja vinnu við sérstaka hjólreiðaáætlun bæjarins. Örfá sveitarfélög hafa til þessa gert sérstakar áætlanir um hjólreiðar.
Kjarninn 15. ágúst 2022
Umhverfismat stækkunar Sigöldustöðvar er hafið. Landsvirkjun áformar að stækka tvær virkjanir til viðbótar á svæðinu
Landsvirkjun geri skýra grein fyrir forsendum stækkunar Sigöldustöðvar
Skipulagsstofnun vill að Landsvirkjun geri skýrari grein fyrir tilgangi og forsendum fyrirhugaðrar stækkunar Sigölduvirkjunar. Stækkunin myndi aðeins auka orkuframleiðslu lítillega. Meira vatn þurfi til að meira rafmagn verði framleitt.
Kjarninn 15. ágúst 2022
Bensínlítrinn lækkaði í fyrsta sinn á þessu ári en hlutdeild olíufélaganna í hverjum seldum lítra eykst
Framan af ári voru olíufélögin ekki að velta miklum hækkunum á bensíni út í verðið sem neytendum var boðið upp á. Nú þegar heimsmarkaðsverð hefur lækkað umtalsvert eru félögin að samak skapi að velta lækkunum hægar út í verðlagið en tilefni er til.
Kjarninn 15. ágúst 2022
Sortuæxli myndast þegar fólk verður fyrir sólbruna og raunar þrefaldast líkurnar á að fólk þrói með sér húðkrabbamein við það eitt að sólbrenna á tveggja ára fresti.
Óttast fjölgun tilfella sortuæxla samhliða hlýnandi veðri
Sérfræðingar í Bretlandi óttast að tilfellum húðkrabbameins muni fjölga samhliða loftslagsbreytingum og hvetja fólk til að vera vart um sig í sólinni.
Kjarninn 15. ágúst 2022
Kaupfélag Skagfirðinga hefur hagnast um 18 milljarða króna á fjórum árum
Eigið fé Kaupfélags Skagfirðinga, samvinnufélags í eigu 1.465 félagsmanna með höfuðstöðvar á Sauðárkróki, hefur þrefaldast frá árinu 2010 og er 49,5 milljarðar. Eignir félagsins eru metnar á tæplega 80 milljarða. Verðmætasta bókfærða eignin er kvóti.
Kjarninn 15. ágúst 2022
Áfengi spilar afar stjórt hlutverk í danskri unglingamenningu.
Danskir menntaskólar endurhugsi drykkjumenninguna
Danska heilbrigðisstofnunin hefur sent menntaskólum landsins bréf þar sem óskað er eftir því að hætt verði að gera áfengi hátt undir höfði á viðburðum á vegum skólanna.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Vilja gera óperuna aðgengilega fyrir Íslendinga
Kammeróperan ætlar að flytja meistarverkið Così fan tutte eftir Mozart íslensku á óperukvöldverði í Iðnó. Safnað er fyrir verkefninu á Karolina fund.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent