Ársreikningar stjórnmálaflokka fást ekki afhentir í heild

Ríkisendurskoðun telur sig ekki mega afhenda ársreikninga stjórnmálaflokka vegna síðasta árs í heild. Það var fyrsta árið í rekstri flokkanna eftir að ríkisframlag til þeirra var hækkað um 127 prósent.

flokkar alþingi
Auglýsing

Árs­reikn­ingar stjórn­mála­flokka sem skilað er inn til Rík­is­end­ur­skoð­unar fást ekki afhentir í heild sinn, þrátt fyrir að lög um fjár­mál stjórn­mála­flokka, sem kveða á um að árs­reikn­ingar skuli birtir í heild sinni, hafi tekið gildi 1. jan­úar síð­ast­lið­inn. Ástæðan er sú að í nýju lög­unum er ákvæði sem til­tekur að birt­ing árs­reikn­inga í heild sinni komi ekki til fram­kvæmda fyrr en á næsta ári, eða 2020. 

Því mun Rík­is­end­ur­skoðun ein­ungis birta útdrátt úr reikn­ing­unum vegna árs­ins 2018 líkt og verið hefur hingað til og stofn­unin telur sér ekki fært að afhenda Kjarn­anum árs­reikn­ing­ana í heild sinn­i. 

Það er fyrsta árið í rekstri flokk­anna frá því að fram­lög til þeirra úr rík­is­sjóði voru hækkuð um 127 pró­sent, að til­lögu sex flokka sem sæti eiga á Alþingi. Fram­lög úr rík­is­sjóði til flokk­anna átta á þingi áttu að vera 286 millj­­­­ónir króna í fyrra en urðu 648 millj­­­­ónir króna eftir að sú ákvörðun var tek­in. Einu flokk­­­arnir sem skrif­uðu sig ekki á til­­­lög­una voru Píratar og Flokkur fólks­ins.

Auglýsing
Þegar kosið verður næst, árið 2021, munu flokk­­arnir átta sem náðu inn á þing í haust­­kosn­­ing­unum 2017 verða búnir að fá alls úthlutað rúm­­lega 2,8 millj­­örðum króna úr rík­­is­­sjóði vegna áranna 2018-2021 til að standa straum af starf­­semi sinn­i. 

Vantar full­nægj­andi skil frá tveimur

Stjórn­mála­flokkar lands­ins eiga að skila inn árs­reikn­ingum sínum til Rík­is­end­ur­skoð­unar fyrir 1. októ­ber ár hvert. Sam­kvæmt upp­lýs­ingum frá stofn­un­inni hafa allir flokkar sem eiga full­trúa á Alþingi skilað reikn­ingi nema Flokkur fólks­ins auk þess sem und­ir­rit­aður reikn­ingur hefur ekki borist frá Píröt­um. Ekki er hægt að fá svör við því hvort að allir flokk­arnir sem hafa skilað gerðu það fyrir 1. októ­ber þar sem starfs­mað­ur­inn sem tekur við reikn­ing­unum er ekki við sem stend­ur.

Rík­is­end­ur­skoðun á svo að birta útdrátt úr þessum reikn­ingum sam­kvæmt gild­andi lögum um fjár­mál stjórn­mála­flokka. Í fyrra var búið að birta slíkan útdrátt fyrir fjóra flokka þann 15. októ­ber og útdrátt úr reikn­ingi allra flokka nema Sjálf­stæð­is­flokks þann 12. nóv­em­ber. Engin útdráttur hefur verið birtur enn sem komið er vegna árs­ins 2018 á heima­síðu Rík­is­end­ur­skoð­un­ar. Í svari við fyr­ir­spurn Kjarn­ans til Rík­is­end­ur­skoð­unar segir að verið sé að skoða reikn­ing­ana og fara yfir lista lög­að­ila og ein­stak­linga sem styrktu flokk­ana á kosn­inga­ári. „Það vill þannig til að á sama tíma er verið að bæta aðgang okkar að árs­reikn­inga­skrá Rík­is­skatt­stjóra sem mun auð­velda það eft­ir­lit en hefur aðeins tafið birt­ingu í ár. Um leið og því verk­efni lýkur verða útdrættir árs­reikn­inga sem ekki er athuga­semd gerð við, eða þarfn­ast ekki frek­ari skýr­inga, birtur á vef okk­ar.“

Ný lög sam­þykkt í fyrra

Ný lög um fjár­mál stjórn­mála­flokka voru sam­þykkt á Alþingi í des­em­ber í fyrra. Á meðal breyt­inga sem þau lög fela í sér eru að stjórn­mála­flokkar mega nú  taka á móti hærri fram­lögum frá fyr­ir­tækjum og ein­stak­ling­um. Hámarks­fram­lagið var 400 þús­und krónur en var hækkað í 550 þús­und krón­ur. 

Auk þess var sú fjár­hæð sem ein­stak­lingur þarf að gefa til að vera nafn­greindur í árs­reikn­ingum við­kom­andi flokka eða fram­bjóð­enda hækkuð úr 200 þús­und krónum í 300 þús­und krón­ur.

Auglýsing
Hugtakið „tengdir aðil­ar“ var auk þess sam­ræmt, en Rík­is­end­ur­skoðun gerði í fyrra  athuga­semdir við umfram­fram­lög aðila sem voru gefin í gegnum nokkur mis­mun­andi félög í eigu sömu aðila. Þar var um að ræða félög tengd Ísfé­lags­fjöl­skyld­unni í Vest­manna­eyj­um, stærstu eig­enda Morg­un­blaðs­ins, og styrki þeirra til Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Alls gáfu þrjú félög tengd henni flokknum 900 þús­und krónur árið 2017, eða 500 þús­und krónum meira en hver ein­stakur aðila mátti gefa. Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn end­ur­greiddi umfram­styrk­ina. 

Þá var ákveðið að láta stjórn­mála­flokk­anna skila árs­reikn­ingum sínum til rík­is­end­ur­skoð­anda fyrir 1. nóv­em­ber ár hvert í stað 1. októ­ber líkt og nú er. Sú grund­vall­ar­breyt­ing fylgdi með að Rík­is­end­ur­skoðun mun hætta að birta tak­mark­aðar upp­lýs­ingar úr reikn­ingum flokk­anna, svo­kall­aðan útdrátt, og birtir þess í stað árs­reikn­ing­anna í heild sinni árit­aða af end­ur­skoð­end­um.

Þessi breyt­ing á hins vegar ekki að taka gildi fyrr en á næsta ári, þrátt fyrir að nýju lögin séu þegar komin í gagn­ið.

Telja sig ekki mega afhenda reikn­inga

Kjarn­inn óskaði eftir því að fá árs­reikn­inga þeirra stjórn­mála­flokka sem hafa þegar skilað inn reikn­ingum í heild sinni afhenta. Það væri í anda þeirra laga sem nú gilda. Rík­is­end­ur­skoðun synj­aði þeirri beiðn­i. 

Synj­unin er rök­studd meðal ann­ars með því að þótt að ný lög um fjár­mál stjórn­mála­flokka hafi öðl­ast gildi 1. jan­úar síð­ast­lið­inn þá komi fram í þeim að ákvæði sem varði breytt reikn­ings­skil og upp­lýs­inga­skyldu flokka ekki til fram­kvæmda fyrr en á næsta ári. Rík­is­end­ur­skoðun beri „að fara eftir þeim lögum við birt­ingu upp­lýs­ingar vegna rekstr­ar­árs­ins 2018 alveg óháð því hvort sam­þykktur hafi  verið annar birt­ing­ar­máti sem taki til síð­ari reikn­ings­ára.“Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Guðmundur Árni óskar eftir viðræðum um myndun nýs meirihluta með Framsókn
Samfylkingin bætti við sig um níu prósentustigum af fylgi í Hafnarfirði og er nú með jafn marga bæjarfulltrúa og Sjálfstæðisflokkur, sem tapaði einum. Framsókn er samt með öll tromp á hendi og getur valið með hvorum flokknum myndaður verður meirihluti.
Kjarninn 16. maí 2022
Nýtt valdajafnvægi á Norður-Írlandi – Sögulegur kosningasigur en snúin staða
Í fyrsta skipti í hundrað ára sögu Norður-Írlands er lýðveldisflokkur með flestu sætin á þinginu í Stormont. Óljóst er hins vegar hvort kosning um sameiningu Írlands sé í sjónmáli.
Kjarninn 15. maí 2022
Líf Magneudóttir, oddviti Vinstri grænna í Reykjavík.
Vinstri græn vilja ekki taka þátt í meirihlutaviðræðum
Oddviti Vinstri grænna í Reykjavík segir niðurstöðu kosninganna vonbrigði. Flokkurinn ætlar ekki að sækjast eftir því að sitja áfram í meirihluta. Oddviti Viðreisnar vonast hins vegar til að starfa áfram í meirihluta.
Kjarninn 15. maí 2022
„Börn eiga fyrst og fremst að leika sér og hlæja – ekki þjást og gráta“
Myndlistarmaðurinn Jón Magnússon safnar fyrir prentun á myndlistarbókinni „Á meðan ...“ sem er til styrktar starfi Unicef í Úkraínu.
Kjarninn 15. maí 2022
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, og Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins.
Skýrt ákall um breytingar en erfitt að draga heildstæða ályktun
Formenn ríkisstjórnarflokkanna segja niðurstöður sveitarstjórnarkosningar skýrar en túlka hana með mismunandi hætti. Formaður Framsóknarflokksins segir flokkinn í borginni, sem vann mikinn kosningasigur, fara í meirihlutaviðræður af yfirvegun.
Kjarninn 15. maí 2022
Einar Þorsteinsson, ddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík, sem vann stóran sigur, segir borgarstjórastólinn ekki vera markmið í sjálfu sér.
Borgarstjórastóllinn ekki markmið í sjálfu sér
Oddvitar stærstu flokkanna í Reykjavík eru varkárir í yfirlýsingum um nýtt meirihlutasamstarf en telja rétt að fráfarandi meirihlutaflokkar stilli saman strengi. Oddviti Framsóknarflokksins segir borgarstjórastólinn ekki vera markmið í sjálfu sér.
Kjarninn 15. maí 2022
Ótvíræður sigurvegari kosninganna, ekki bara í Reykjavík heldur á landsvísu, er Framsóknarflokkurinn.
Sigrar og töp sveitarstjórnarkosninganna
Framsóknarflokkurinn vann sveitarstjórnarkosningarnar, ekki bara í Reykjavík heldur á landsvísu. Sjálfstæðisflokkur mátti þola nokkur erfið töp en vann sigra inn á milli. Vinstri grænum gengur ekkert ná fótfestu í stærstu sveitarfélögum landsins.
Kjarninn 15. maí 2022
Danska kvennasveitin Reddi komst ekki áfram á úrslitakvöld Eurovision á laugardag. Danmörku var eina Norðulandaþjóðin sem komst ekki áfram í úrslit og Danir velta fyrir sér hvað fór úrskeiðis.
Gangtruflanir í dönsku Eurovision vélinni
Í annað skipti í röð mistókst Dönum að komast í úrslit Eurovision söngvakeppninnar. Danskir Eurovision sérfræðingar segja ekki nóg að flytjendur standi sig vel, lagið þurfi að höfða til áhorfenda og dómara.
Kjarninn 15. maí 2022
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar