Ekki draga tennurnar úr Samkeppniseftirlitinu

Eikonomics segir að fyrirtæki séu fyrst og síðast stofnuð til að græða peninga. Þegar refsing fyrir svindl verði lítil eða auðvelda verður undan henni komist muni fyrirtæki verða líklegri til að svindla. Það muni bitna á litlum fyrirtækjum og neytendum.

Auglýsing

Lengi vel hefur íslenska ríkið stutt einokun á hrámjólkurmarkaði. Mjólkursamsalan (MS) er staðfesting þess. MS er nefnilega löglegt samráð svo gott sem allra íslenskra mjólkurbænda. Um áratugaskeið hefur þetta samráð fengið að blómstra, bændum til bata en á kostnað neytenda. 

Eins og vel er þekkt, þá hefur MS einokunarstöðu á markaði fyrir hrámjólk. Það er að segja mjólk sem notuð er sem aðföng í framleiðslu mjólkurvara (osta, drykkjarmjólkur, smjör o.s.frv.) Til að vernda neytendur hefur ríkið sett á fót verðlagsnefnd sem sér til þess að samráð bænda okri ekki þegar þeir selja mjólkurvöruframleiðendum hrámjólk. 

Þessi verðlagsnefnd er þó pínu tilgangslaus. Eftir allt hefur samráð bænda við MS og tengd félög lengst af verið svo gott sem eini kaupandi hrámjólkur, og eini stóri framleiðandi mjólkurneysluvara. Sem þýðir að mest alla tilveru sína hefur verðlagsnefnd fyrst og fremst komið í veg fyrir að bændur okri á sjálfum sér. Tilbúnar neysluvörur, sem samráðið framleiðir, hefur samráðið aftur á móti getað verðlagt eins og þeim sýnist, án þess að eiga á þá hættu að tapa markaðshlutdeild gagnvart samkeppninni, því lengst af var hún nánast ekki til.

Auglýsing
Samkeppniseftirlitið sá að þetta væri ekki í lagi enda þýðir einokun að neytendur borga meira fyrir verri vöru. Því setti Samkeppniseftirlitið samráðinu mjög svo réttlætanlegar skorður: Ef bændur ætla að fá að vera með einokun á hrámjólk, þá verða þeir að selja öðrum matvælaframleiðendum, sem langar að keppa við MS á neytendamarkaði, hrámjólk á sömu kjörum og þeir selja sjálfum sér (og tengdum félögum). 

Markmiðið var að koma í veg fyrir að MS gæti okrað á neytendum.

Mjólka mjólkuð

Það muna eflaust einhverjir eftir bóndanum og frumkvöðlinum Ólafi Magnússyni. Þegar MS var gert skylt til þess að selja hrámjólk á verði sem hægt væri að keppa við þá sjálfa um neytendur, sá Ólafur sér leik á borði. Hann stofnaði fyrirtækið Mjólku, sem framleiddi nokkrar vörur, svipaðar þeim úr vöruflokkum MS (aðallega ostar ef ég man rétt). 

Í upphafi gekk innrásin á markaðinn framar vonum og árið 2010 var Mjólka komin með 10% markaðshlutdeild. Sem stjórnendum MS hefur líklega fundist 10% of mikið.

MS greip þá til þess bragðs að byrja að hunsa samkeppnislög. MS, sem skylt var að selja mjólk til Mjólku á sama verði og til eigin félaga, hefur eflaust grunað það að ef þeir hækkuðu verðið sem Mjólka var rukkuð fyrir hrámjólk, þá myndi þeir fljótlega hrökklast af markaði. MS brá því á það ráð að rukka Ólaf 12 – 20% meira en eigin félög fyrir hvern lítra af hrámjólk. Það var allt sem þurfti; stuttu seinna var Mjólka farin á hausinn.

Áfrýjunarnefnd taldi Mjólkursamsöluna vera (mjólkur)súkkulaði

Nokkur seinna komst Samkeppniseftirlitið á sporið. Þeir rannsökuðu málið og komust að þeirri niðurstöðu að MS hafi brotið á Ólafi og félögum. Afleiðingin var 440 miljón króna sekt, plús 40 miljónir af því að MS hafði brotið upplýsingaskyldu (sem á mannamáli kallast að ljúga). 

Fyrirtæki eins og MS hafa þó þann rétt að skjóta slíkum ákvörðunum til Áfrýjunarnefndar samkeppnismála. Það er nefnd þriggja einstaklinga; í dag eru í henni tveir lögfræðingar og  einn endurskoðandi. Það er hlutverk þessara nefndar að meta ákvarðanir Samkeppniseftirlitsins, ef fyrirtækið sem braut af sér biður um það. 

Meirihluti Áfrýjunarnefndar (tveir af þremur) leit svo á málið að MS þyrfti ekki að fara eftir samkeppnislögum, af því að búvörulög leyfa þeim að gera það. Með öðrum orðum, nánast allir þurfa að fara að samkeppnislögum, nema MS. MS er (mjólkur)súkkulaði.

Það er engin ástæða að halda það að lögfræðingarnir tveir og endurskoðandinn séu betur til þess fallnir að taka ákvarðanir heldur en samkeppniseftirlitið. Að sjálfsögðu er þetta mikilvægur varnagli að hafa, til að koma í veg fyrir að Samkeppniseftirlitið til dæmis fari ekki að gera upp á milli og velja sín uppáhalds fyrirtæki. En það er ekki þar með sagt að málið þurfi að enda þar. 

Í dag hefur nefnilega Samkeppniseftirlitið mikilvæga heimild. Ef Áfrýjunarnefnd ákveður að Samkeppniseftirlitið hafi gert mistök og ógildir ákvörðun Samkeppniseftirlitsins, þá getur Samkeppniseftirlitið farið með ákvörðunina fyrir dómstóla. Þar sem málið fer sína leið, og dómstólar ákveða á endanum hvort Samkeppniseftirlitið hafi haft rétt eða rangt fyrir sér.

Auglýsing
Vissulega er það svo að ef lögin eru skrifuð þannig að MS má gera það sem aðrir mega ekki, af því að búvörulög trompa samkeppnislög, þá er það eitthvað sem dómstólar landsins ættu að geta fundið út úr. Þessi heimild er ekki áskrift á ofríki Samkeppniseftirlitsins. Samkeppniseftirlitið hefur aðeins gripið í þessa heimild þrisvar sinnum. Þessi heimild er varnagli, sem eykur gegnsæi og traust okkar allra á Samkeppniseftirlitinu.

Hvaða máli skiptir það?

Fyrst og fremst er það mikilvægt að ganga úr skugga um það að fyrirtæki, sem ætla sér að hundsa samkeppnislög, viti hvað það kostar að haga sér þannig. Fyrirtæki eru fyrst og fremst stofnuð til þess að græða peninga. Mörg, ef ekki flest, fyrirtæki sem geta svindlað, og komist upp með það, gera það. Svo lengi sem þau geta grætt á því. Ef refsingin fyrir svindl er lítil eða auðveldlega undan henni komist þá eru fyrirtæki líklegri til að svindla. 

Með því að fjarlægja heimild Samkeppniseftirlitsins til þess að áfrýja ákvörðunum Áfrýjunarnefndar, tekur ríkið góða endajaxla úr þessari mikilvægu eftirlitsstofnun. Fyrirtæki, sem hugsa sér gott til glóðarinnar, með því að hundsa samkeppnislög, verða ólíklegri til að þurfa að borga fyrir verknað sinn. Það er að segja ef þessi heimild Samkeppniseftirlitsins er tekin frá þeim, þá vita fyrirtækin það að jafnvel ef þau eru staðin að verki eru líkurnar á að þau þurfi að borga fyrir glæpi sína minni. Sem að öllu óbreyttu leiðir til meira svindls – allt á kostnað neytenda.

Ef þessi heimild hefði aldrei verið til þá hefði MS losnað við að borga fyrir gjörðir sínar. Reyndar hefðu þeir alltaf þurft að borga 40 miljónir fyrir að ljúga að Samkeppniseftirlitinu, en félagið hefði þó sloppið við að greiða fyrir samkeppnisbrotið sjálft. Málið endaði þó ekki þar. Samkeppniseftirlitið nýtti sér rétt sinn til þess að áfrýja ákvörðun Áfrýjunarnefndar og stefndi MS í héraðsdómi. Í maí 2018, tók héraðsdómur afstöðu: MS braut samkeppnislög; búvörulög trompa ekki samkeppnislögum. Og gat MS áfrýjað þeim dómi, sem þeir gerðu, eins og þeirra réttur er

Frumvarp Kolbrúnar R. Gylfadóttur byggir að miklu leyti á áliti frá fulltrúum atvinnulífsins. Ég er ekki viss um að fólk hafi hugsað það í gegn hvað það þýðir fyrir minni félög í atvinnulífinu, ef fjarlægja á þessa heimild. Til lengri tíma litið hefur kemur þessi breyting til með að vera bót fyrir stórfyrirtæki landsins og hvetja þau til að hegða sér á óeftirsóknarverðan hátt. Þeir sem koma til með að tapa á því, eru meðalstór og lítil fyrirtæki. Og að sjálfsögðu neytendur.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Vigdís Fríða Þorvaldsdóttir
Er vegan börnum mismunað í skólum á Íslandi?
Kjarninn 17. maí 2021
Katrín mun ræða málefni Ísraels og Palestínu við Blinken og Lavrov í vikunni
Málefni Ísraels og Palestínu voru rædd á þingi í dag. Þingmenn Pírata og Viðreisnar kölluðu eftir því að stjórnvöld tækju af skarið og fordæmdu aðgerðir Ísraela í stað þess að bíða eftir öðrum þjóðum. Forsætisráðherra mun tala fyrir friðsamlegri lausn.
Kjarninn 17. maí 2021
Fjölskylda á flótta hefst við úti á götu í Aþenu, höfuðborg Grikklands.
Útlendingastofnun setur hælisleitendum afarkosti: Covid-próf eða missa framfærslu
Útlendingastofnun er farin að setja fólki sem synjað er um vernd þá afarkosti að gangast undir COVID-próf ellegar missa framfærslu og jafnvel húsnæði. Í morgun var sýrlenskum hælisleitanda gert að pakka saman. „Hvar á hann að sofa í nótt?“
Kjarninn 17. maí 2021
Eurovision-hópurinn fékk undanþágu og fór fram fyrir í bólusetningu
RÚV fór fram á það við sóttvarnaryfirvöld að hópurinn sem opinbera fjölmiðlafyrirtækið sendi til Hollands til að taka þátt í, og fjalla um, Eurovision, myndi fá bólusetningu áður en þau færu. Við því var orðið.
Kjarninn 17. maí 2021
ÁTVR undirbýr nú lögbannsbeiðni á starfsemi vefverslana með áfengi.
ÁTVR ætlar að fara fram á lögbann á vefverslanir og undirbýr lögreglukæru
Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins telur nauðsynlegt að fá úr því skorið hjá dómstólum hvort innlendar vefverslanir sem selja áfengi milliliðalaust til neytenda séu að starfa löglega, eins og rekstraraðilar þeirra vilja meina.
Kjarninn 17. maí 2021
Jónas Þór Þorvaldsson er framkvæmdastjóri Kaldalóns.
Kaldalón ætlar að skrá sig á aðallista Kauphallar Íslands árið 2022
Kaldalón hefur selt fasteignaþróunarverkefni í Vogabyggð og keypt tekjuberandi eignir í staðinn. Arion banki ætlar að sölutryggja fimm milljarða króna í nýtt hlutafé í tengslum við skráningu Kaldalóns á markað.
Kjarninn 17. maí 2021
Tækifæri í rafmyntaiðnaði til staðar meðan rafmyntir halda velli að mati ráðherra
Líklega mun hið opinbera nýta sér bálkakeðjutækni þegar fram líða stundir samkvæmt svari fjármála- og efnahagsráðherra við fyrirspurn um rafmyntir. Ekki er þó enn útlit fyrir að rafmyntir taki við af hefðbundinni greiðslumiðlun í bráð.
Kjarninn 17. maí 2021
Viðar Hjartarson
Glæpur og refsing – Hugleiðingar vegna nýfallins dóms
Kjarninn 17. maí 2021
Meira úr sama flokkiEikonomics