Álitshnekkir – hvað annað?

Sighvatur Björgvinsson skrifar um Panamaskjöl, peningaþvætti og gráa listann.

Auglýsing

Mossack Fon­seca var panam­skt fyr­ir­tæki, sem fyrir örfáum árum var það fjórða stærsta sam­bæri­legra fyr­ir­tækja í öllum heim­in­um. Við­fangs­efni þess var að koma fjár­mun­um, sem iðu­lega ekki voru lög­lega fengn­ir, á reikn­inga í skatt­skjólslöndum þar sem hægt var að ávaxta þá og fela fyrir yfir­völdum við­kom­andi heima­landa. Það vakti svo alheims athygli þegar upp um starf­sem­ina komst og Panama­skjöl­unum svoköll­uðu voru birt þar sem greint var frá við­skipt­unum og hvaðan „við­skipta­vin­irn­ir“ væru komn­ir.

Íslend­ing­ar, sem vilja gjarna hvar­vetna vera mestir og best­ir, hrukku þó við þegar sagt var frá því að hvorki meira né minna en 600 Íslend­ingar væru á meðal þeirra, sem þetta eina fyr­ir­tæki hafði hjálpað til þess að fela pen­ing­ana sína í erlendum skatta­skjól­u­m. Þetta var mik­ill fjöldi hjá þess­ari litlu þjóð – enda hlut­falls­lega miklu stærri hópur en það sem upp­lýst var um nokkra aðra þjóð. Íslend­ingar sem sé þarna mestir og stærstir! En ekki bara mestir og stærstir heldur á meðal þess­ara 600 voru ekki bara ríkir menn og ríkar konur heldur einnig ráð­herrar og framá­menn í stjórn­mál­um, sem enn eru að verki til valda og studdir til verka af íslenskum almenn­ingi.

Auglýsing
Ekki var nú látið þar við sitja heldur ákvað Seðla­bank­inn án athuga­semda hvorki frá lög­gjaf­ar­vald­inu, fram­kvæmda­vald­inu né dóms­vald­inu að heim­ila þeim, sem ættu fjár­muni í erlendri mynt að flytja þá heim án nokk­urra vafn­inga, fá fyrir þá fjár­muni íslenskar krónu á 20% hag­stæð­ara gengi en lög­hlýðnum borg­urum bauðst og kaupa síðan fyrir þá fjár­muni eignir á Íslandi á hrun­verði hrunsár­anna. ­Mikil og góð við­brögð urðu við þessu til­boð­i. 

Veist þú, les­andi góð­ur, um nokk­urt annað dæmi um slíkt skipu­lagt pen­inga­þvætti meðal ann­ara Evr­ópu­þjóða? Nei – það veist þú ekki! Þykir þér þá und­ar­legt þó íslenska þjóðin – ekki íslenska landið – hafi verið sett á gráan lista yfir pen­inga­þvætti? Þjóð, sem liðið hefur skatta­skjól í þágu valds­manna og auð­manna og svo þolað að þeim væri verð­launað fyrir með til­boði um hag­stæð­ara gengi en öllum almenn­ingi var boðið og í beinu fram­hald­inu boðnar íslenskar eignir á útsölu­verð­i. ­Þjóð, sem slíkt pen­inga­þvætti lætur við­gang­ast átölu­laust, hlýtur að eiga heima á gráum lista – ef ekki svört­u­m!!! Álits­hnekkir? Auð­vit­að! Hvað ann­að?!?!

Höf­undur er fyrr­ver­andi ráð­herra og for­­maður Alþýð­u­­flokks­ins.

Kanntu vel við Kjarnann?

Við á Kjarnanum þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kórónaveiran breiðist út – Viðbúnaður aukinn í Bandaríkjunum
Alþjóðaheilbrigðisstofnunin WHO hefur lýst því yfir, að nauðsynlegt sé að auka viðbúnað til að hefta útbreiðslu kórónaveirunnar.
Kjarninn 21. febrúar 2020
Magnús Halldórsson
Ekki gleyma listinni í stjórnmálabröltinu
Kjarninn 21. febrúar 2020
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra setti tvo dómara við Landsrétt í dag.
Sandra og Ása settar dómarar við Landsrétt
Dómsmálaráðherra hefur ákveðið að setja tvö af þeim þremur umsækjendum sem metnir voru hæfastir til að gegna embætti dómara við Landsrétt í embætti við réttinn. Niðurstaða dómnefndar tók breytingum frá því að hún lá fyrir í drögum og þar til hún var birt.
Kjarninn 21. febrúar 2020
Pottersen
Pottersen
Pottersen – 30. þáttur: Minning um helkrossa
Kjarninn 21. febrúar 2020
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Allt um nýju Samsung símana
Kjarninn 21. febrúar 2020
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Greiða atkvæði um samúðarverkfall
Verkföll Eflingarfélaga hjá einkareknum skólum og nágrannasveitarfélögum Reykjavíkurborgar verða sett í atkvæðagreiðslu eftir helgi.
Kjarninn 21. febrúar 2020
Þórður Snær Júlíusson
Stöðu hverra þarf raunverulega að „leiðrétta“?
Kjarninn 21. febrúar 2020
Frosti hættur hjá ORF Líftækni
Forstjóri ORF Líftækni hefur sagt upp störfum hjá fyrirtækinu, en mun sinna starfinu áfram þar til eftirmaður verður ráðinn. Vinna við að finna þann aðila er þegar hafin.
Kjarninn 21. febrúar 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar