Álitshnekkir – hvað annað?

Sighvatur Björgvinsson skrifar um Panamaskjöl, peningaþvætti og gráa listann.

Auglýsing

Mossack Fon­seca var panam­skt fyr­ir­tæki, sem fyrir örfáum árum var það fjórða stærsta sam­bæri­legra fyr­ir­tækja í öllum heim­in­um. Við­fangs­efni þess var að koma fjár­mun­um, sem iðu­lega ekki voru lög­lega fengn­ir, á reikn­inga í skatt­skjólslöndum þar sem hægt var að ávaxta þá og fela fyrir yfir­völdum við­kom­andi heima­landa. Það vakti svo alheims athygli þegar upp um starf­sem­ina komst og Panama­skjöl­unum svoköll­uðu voru birt þar sem greint var frá við­skipt­unum og hvaðan „við­skipta­vin­irn­ir“ væru komn­ir.

Íslend­ing­ar, sem vilja gjarna hvar­vetna vera mestir og best­ir, hrukku þó við þegar sagt var frá því að hvorki meira né minna en 600 Íslend­ingar væru á meðal þeirra, sem þetta eina fyr­ir­tæki hafði hjálpað til þess að fela pen­ing­ana sína í erlendum skatta­skjól­u­m. Þetta var mik­ill fjöldi hjá þess­ari litlu þjóð – enda hlut­falls­lega miklu stærri hópur en það sem upp­lýst var um nokkra aðra þjóð. Íslend­ingar sem sé þarna mestir og stærstir! En ekki bara mestir og stærstir heldur á meðal þess­ara 600 voru ekki bara ríkir menn og ríkar konur heldur einnig ráð­herrar og framá­menn í stjórn­mál­um, sem enn eru að verki til valda og studdir til verka af íslenskum almenn­ingi.

Auglýsing
Ekki var nú látið þar við sitja heldur ákvað Seðla­bank­inn án athuga­semda hvorki frá lög­gjaf­ar­vald­inu, fram­kvæmda­vald­inu né dóms­vald­inu að heim­ila þeim, sem ættu fjár­muni í erlendri mynt að flytja þá heim án nokk­urra vafn­inga, fá fyrir þá fjár­muni íslenskar krónu á 20% hag­stæð­ara gengi en lög­hlýðnum borg­urum bauðst og kaupa síðan fyrir þá fjár­muni eignir á Íslandi á hrun­verði hrunsár­anna. ­Mikil og góð við­brögð urðu við þessu til­boð­i. 

Veist þú, les­andi góð­ur, um nokk­urt annað dæmi um slíkt skipu­lagt pen­inga­þvætti meðal ann­ara Evr­ópu­þjóða? Nei – það veist þú ekki! Þykir þér þá und­ar­legt þó íslenska þjóðin – ekki íslenska landið – hafi verið sett á gráan lista yfir pen­inga­þvætti? Þjóð, sem liðið hefur skatta­skjól í þágu valds­manna og auð­manna og svo þolað að þeim væri verð­launað fyrir með til­boði um hag­stæð­ara gengi en öllum almenn­ingi var boðið og í beinu fram­hald­inu boðnar íslenskar eignir á útsölu­verð­i. ­Þjóð, sem slíkt pen­inga­þvætti lætur við­gang­ast átölu­laust, hlýtur að eiga heima á gráum lista – ef ekki svört­u­m!!! Álits­hnekkir? Auð­vit­að! Hvað ann­að?!?!

Höf­undur er fyrr­ver­andi ráð­herra og for­­maður Alþýð­u­­flokks­ins.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Forsætisráðherra var brugðið, sem eðlilegt er.
Forsætisráðherra í beinni: „Guð minn góður, það er jarðskjálfti“
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra var í beinni útsendingu á YouTube-rás bandaríska blaðsins Washington Post að ræða kórónuveirufaraldurinn þegar jarðskjálfti af stærðinni 5,6 reið yfir kl. 13:43 í dag.
Kjarninn 20. október 2020
Stór jarðskjálfti vestur af Krýsuvík
Jarðskjálfti, 5,6 að stærð samkvæmt Veðurstofu Íslands, fannst vel á höfuðborgarsvæðinu kl. 13:43 í dag. Upptök skjálftans voru vestur af Krýsuvík á Reykjanesi. Allt skalf og nötraði á Alþingi.
Kjarninn 20. október 2020
Stjórnmálamenn ræddu um sóttvarnaráðstafanir á þingi í gær.
„Sóttvarnareglur ríkisins eru þunglamalegar og dýrar“
Sjálfstæðisflokkurinn deilir þeim orðum Sigríðar Á. Andersen að opinberar sóttvarnareglur séu „þunglamalegar og dýrar“ á meðan að einstaklingsbundnar sóttvarnir séu áhrifaríkar. Líftölfræðingur segir einstaklingsbundnar aðgerðir ekki duga einar og sér.
Kjarninn 20. október 2020
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri.
Höfuðborgarsvæðið á viðkvæmum tíma í faraldrinum
Íþróttakennsla í skólum á höfuðborgarsvæðinu verður utandyra og verða íþróttahús, sundlaugar og söfn lokuð. Ákvörðunin verður endurskoðuð að viku liðinni.
Kjarninn 20. október 2020
Jóhannes Þór Skúlason er framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar og skrifar undir umsögn þeirra.
Segja forsendur fjárlaga að óbreyttu þegar brostnar vegna landamæraskimunar
Hagsmunasamtök aðila í ferðaþjónustu segja að ef núverandi reglur um tvöfalda skimun á landamærum verði áfram í gildi muni fjöldi erlendra ferðamanna sem heimsæki Ísland árið 2021 aldrei ná að verða 900 þúsund, líkt og forsendur fjárlaga geri ráð fyrir.
Kjarninn 20. október 2020
Sighvatur Björgvinsson
Stjórnarskrárgjafinn – og þú sjálfur
Kjarninn 20. október 2020
Spáir 8,5 prósenta samdrætti í ár
Landsbankinn spáir meiri samdrætti í ár heldur en Seðlabankinn og Hagstofan en býst þó við að viðspyrnan verði meiri á næstu árum.
Kjarninn 20. október 2020
Nichole Leigh Mosty
Hvað er COVID skömm og er það til á Íslandi?
Leslistinn 20. október 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar