Álitshnekkir – hvað annað?

Sighvatur Björgvinsson skrifar um Panamaskjöl, peningaþvætti og gráa listann.

Auglýsing

Mossack Fon­seca var panam­skt fyr­ir­tæki, sem fyrir örfáum árum var það fjórða stærsta sam­bæri­legra fyr­ir­tækja í öllum heim­in­um. Við­fangs­efni þess var að koma fjár­mun­um, sem iðu­lega ekki voru lög­lega fengn­ir, á reikn­inga í skatt­skjólslöndum þar sem hægt var að ávaxta þá og fela fyrir yfir­völdum við­kom­andi heima­landa. Það vakti svo alheims athygli þegar upp um starf­sem­ina komst og Panama­skjöl­unum svoköll­uðu voru birt þar sem greint var frá við­skipt­unum og hvaðan „við­skipta­vin­irn­ir“ væru komn­ir.

Íslend­ing­ar, sem vilja gjarna hvar­vetna vera mestir og best­ir, hrukku þó við þegar sagt var frá því að hvorki meira né minna en 600 Íslend­ingar væru á meðal þeirra, sem þetta eina fyr­ir­tæki hafði hjálpað til þess að fela pen­ing­ana sína í erlendum skatta­skjól­u­m. Þetta var mik­ill fjöldi hjá þess­ari litlu þjóð – enda hlut­falls­lega miklu stærri hópur en það sem upp­lýst var um nokkra aðra þjóð. Íslend­ingar sem sé þarna mestir og stærstir! En ekki bara mestir og stærstir heldur á meðal þess­ara 600 voru ekki bara ríkir menn og ríkar konur heldur einnig ráð­herrar og framá­menn í stjórn­mál­um, sem enn eru að verki til valda og studdir til verka af íslenskum almenn­ingi.

Auglýsing
Ekki var nú látið þar við sitja heldur ákvað Seðla­bank­inn án athuga­semda hvorki frá lög­gjaf­ar­vald­inu, fram­kvæmda­vald­inu né dóms­vald­inu að heim­ila þeim, sem ættu fjár­muni í erlendri mynt að flytja þá heim án nokk­urra vafn­inga, fá fyrir þá fjár­muni íslenskar krónu á 20% hag­stæð­ara gengi en lög­hlýðnum borg­urum bauðst og kaupa síðan fyrir þá fjár­muni eignir á Íslandi á hrun­verði hrunsár­anna. ­Mikil og góð við­brögð urðu við þessu til­boð­i. 

Veist þú, les­andi góð­ur, um nokk­urt annað dæmi um slíkt skipu­lagt pen­inga­þvætti meðal ann­ara Evr­ópu­þjóða? Nei – það veist þú ekki! Þykir þér þá und­ar­legt þó íslenska þjóðin – ekki íslenska landið – hafi verið sett á gráan lista yfir pen­inga­þvætti? Þjóð, sem liðið hefur skatta­skjól í þágu valds­manna og auð­manna og svo þolað að þeim væri verð­launað fyrir með til­boði um hag­stæð­ara gengi en öllum almenn­ingi var boðið og í beinu fram­hald­inu boðnar íslenskar eignir á útsölu­verð­i. ­Þjóð, sem slíkt pen­inga­þvætti lætur við­gang­ast átölu­laust, hlýtur að eiga heima á gráum lista – ef ekki svört­u­m!!! Álits­hnekkir? Auð­vit­að! Hvað ann­að?!?!

Höf­undur er fyrr­ver­andi ráð­herra og for­­maður Alþýð­u­­flokks­ins.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Umsókn um líf- og sjúkdómatryggingu frestað vegna „óljósra aukaverkana af bóluefni“
Kona sem sótti um líf- og sjúkdómatryggingu hjá TM fékk ekki trygginguna heldur var umsókninni frestað vegna óljósra aukaverkana af bóluefni. Embætti landlæknis hefur ekki heyrt af málum sem þessu.
Kjarninn 9. desember 2021
Guðmundur Kristjánsson, forstjóri og stærsti eigandi Brims.
Guðmundur í Brimi keypti þrjú þúsund bækur til að gefa í grunn- og leikskóla landsins
Útgáfufélag sem er meðal annars í eigu viðskiptaritstjóra Morgunblaðsins og eiginkonu hans gefur út bækur sem Brim hefur ákveðið að færa öllum leik- og grunnskólum á Íslandi.
Kjarninn 9. desember 2021
Fjármálastöðugleikanefnd Seðlabanka Íslands.
Skuldir fyrirtækja hafa dregist umtalsvert saman en skuldir heimila aukist skarpt
Rúmur þriðjungur skulda íslenskra fyrirtækja er í öðrum gjaldmiðli en íslenskum krónum. Styrking hennar gerði það að verkum að skuldir þeirra drógust verulega saman á síðastliðnu ári.
Kjarninn 9. desember 2021
Hildur Björnsdóttir vill verða borgarstjóri – Ætlar að velta Eyþóri Arnalds úr oddvitasæti
Það stefnir i oddvitaslag hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík í prófkjöri flokksins fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Hildur Björnsdóttir ætlar að skora Eyþór Arnalds á hólm.
Kjarninn 8. desember 2021
Um þriðjungi allra matvæla sem framleidd eru í heiminum er hent.
Minni matarsóun en markmiðum ekki náð
Matarsóun Norðmanna dróst saman um 10 prósent á árunum 2015 til 2020. Í því fellst vissulega árangur en hann er engu að síður langt frá þeim markmiðum sem sett hafa verið. Umhverfisstofnun Noregs segir enn skorta yfirsýn í málaflokknum.
Kjarninn 8. desember 2021
Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir þingmaður Pírata.
Þingmaður fékk netfang upp á 53 stafbil
Nýr þingmaður Pírata biðlar til forseta Alþingis að beita sér fyrir því að þingið „þurfi ekki að beygja sig undir óþarfa duttlunga stjórnsýslunnar“.
Kjarninn 8. desember 2021
Árni Stefán Árnason
Blóðmeraníðið – fjandsamleg yfirhylming MAST og fordæming FEIF – Hluti II
Kjarninn 8. desember 2021
Ragnar Sigurðsson, fyrrverandi landsliðsmaður í knattspyrnu.
Fyrrverandi eiginkona Ragnar Sigurðssonar segir landsliðsnefndarmann ljúga
Magnús Gylfason, fyrrverandi landsliðsnefndarmaður hjá KSÍ, sagði við úttektarnefnd að hann hefði hitt Ragnar Sigurðsson og þáverandi eiginkonu hans á kaffihúsi daginn eftir að hann var talinn hafa beitt hana ofbeldi. Konan segir þetta ekki rétt.
Kjarninn 8. desember 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar