Álitshnekkir – hvað annað?

Sighvatur Björgvinsson skrifar um Panamaskjöl, peningaþvætti og gráa listann.

Auglýsing

Mossack Fon­seca var panam­skt fyr­ir­tæki, sem fyrir örfáum árum var það fjórða stærsta sam­bæri­legra fyr­ir­tækja í öllum heim­in­um. Við­fangs­efni þess var að koma fjár­mun­um, sem iðu­lega ekki voru lög­lega fengn­ir, á reikn­inga í skatt­skjólslöndum þar sem hægt var að ávaxta þá og fela fyrir yfir­völdum við­kom­andi heima­landa. Það vakti svo alheims athygli þegar upp um starf­sem­ina komst og Panama­skjöl­unum svoköll­uðu voru birt þar sem greint var frá við­skipt­unum og hvaðan „við­skipta­vin­irn­ir“ væru komn­ir.

Íslend­ing­ar, sem vilja gjarna hvar­vetna vera mestir og best­ir, hrukku þó við þegar sagt var frá því að hvorki meira né minna en 600 Íslend­ingar væru á meðal þeirra, sem þetta eina fyr­ir­tæki hafði hjálpað til þess að fela pen­ing­ana sína í erlendum skatta­skjól­u­m. Þetta var mik­ill fjöldi hjá þess­ari litlu þjóð – enda hlut­falls­lega miklu stærri hópur en það sem upp­lýst var um nokkra aðra þjóð. Íslend­ingar sem sé þarna mestir og stærstir! En ekki bara mestir og stærstir heldur á meðal þess­ara 600 voru ekki bara ríkir menn og ríkar konur heldur einnig ráð­herrar og framá­menn í stjórn­mál­um, sem enn eru að verki til valda og studdir til verka af íslenskum almenn­ingi.

Auglýsing
Ekki var nú látið þar við sitja heldur ákvað Seðla­bank­inn án athuga­semda hvorki frá lög­gjaf­ar­vald­inu, fram­kvæmda­vald­inu né dóms­vald­inu að heim­ila þeim, sem ættu fjár­muni í erlendri mynt að flytja þá heim án nokk­urra vafn­inga, fá fyrir þá fjár­muni íslenskar krónu á 20% hag­stæð­ara gengi en lög­hlýðnum borg­urum bauðst og kaupa síðan fyrir þá fjár­muni eignir á Íslandi á hrun­verði hrunsár­anna. ­Mikil og góð við­brögð urðu við þessu til­boð­i. 

Veist þú, les­andi góð­ur, um nokk­urt annað dæmi um slíkt skipu­lagt pen­inga­þvætti meðal ann­ara Evr­ópu­þjóða? Nei – það veist þú ekki! Þykir þér þá und­ar­legt þó íslenska þjóðin – ekki íslenska landið – hafi verið sett á gráan lista yfir pen­inga­þvætti? Þjóð, sem liðið hefur skatta­skjól í þágu valds­manna og auð­manna og svo þolað að þeim væri verð­launað fyrir með til­boði um hag­stæð­ara gengi en öllum almenn­ingi var boðið og í beinu fram­hald­inu boðnar íslenskar eignir á útsölu­verð­i. ­Þjóð, sem slíkt pen­inga­þvætti lætur við­gang­ast átölu­laust, hlýtur að eiga heima á gráum lista – ef ekki svört­u­m!!! Álits­hnekkir? Auð­vit­að! Hvað ann­að?!?!

Höf­undur er fyrr­ver­andi ráð­herra og for­­maður Alþýð­u­­flokks­ins.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þjóðskrá afhendir upplýsingar um meðlimi í trú- og lífsskoðunarfélögum
Úrskurðarnefnd um upplýsingamál mat það svo að netföng væru ekki viðkæmar persónuupplýsingar.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS.
SFS segjast gera kröfu til sjávarútvegsins um að starfa heiðarlega og löglega
Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi segjast vilja vera fyrirmynd og í fremstu röð í heiminum þegar kemur að sjávarútvegi. Þau ætla að styðja stjórnvöld í aðgerðum sínum sem eru tilkomnar vegna Samherjamálsins.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Kristbjörn Árnason
Enn einu sinni springur kapítalisminn í loft upp á græðginni og siðleysinu
Leslistinn 19. nóvember 2019
Árni M. Mathiesen, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra.
Fyrrverandi ráðherra á meðal stjórnenda stofnunar sem gerir úttekt á útgerðum
Árni Mathiesen, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra, er aðstoðarframkvæmdastjóri fiskveiðisviðs stofnunarinnar sem Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra, hefur falið að gera úttekt á viðskiptaháttum útgerða í þróunarlöndum.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra.
FAO vinni úttekt á viðskiptaháttum útgerða í þróunarlöndum
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra mun hafa frumkvæði að því Alþjóðamatvælastofnunin vinni úttekt á viðskiptaháttum útgerða sem stunda veiðar og eiga í viðskiptum með aflaheimildir í þróunarlöndum.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Björgólfur úr stjórn Sjóvá „vegna anna“
Björgólfur Jóhannsson hefur ákveðið að víkja tímabundið úr stjórn Sjóvá. Hann var stjórnarformaður félagsins. Björgólfur tók nýverið við forstjórastöðunni hjá Samherja.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Julian Assange
Rannsókn gegn Assange felld niður
Samkvæmt WikiLeaks hefur rannsókn á hendur Julian Assange verið felld niður. Ritstjóri miðilsins, Kristinn Hrafnsson, segir að um réttarfarsskandal sé að ræða.
Kjarninn 19. nóvember 2019
GAMMA lokar starfsstöð sinni í Garðarstræti og flytur til Kviku
GAMMA, sem fór mikinn í íslensku fjármálalífi síðastliðinn áratug, er nú vart til nema að nafninu til. Starfsemi fyrirtækisins hefur verið flutt í nýjar höfuðstöðvar Kviku.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar