Bann við ólöglegu samráði tekið úr sambandi á ýmsum sviðum vegna COVID-19

Samkeppniseftirlitið hefur þegar veitt ýmiskonar undanþágur frá lögum fyrir t.d. ferðaskrifstofur sem reyna að koma Íslendingum heim, keppinauta í lyfjaiðnaði til að tryggja nægt framboð og á fjármálamarkaði vegna yfirvofandi þrenginga fyrirtækja.

Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins.
Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins.
Auglýsing

Sam­keppn­is­eft­ir­litið hefur ákveðið að und­an­þágu­beiðn­ir, þar sem sóst er eftir því að víkja ákvæðum sam­keppn­islaga til hliðar og sem tengj­ast COVID-19, verði afgreiddar innan tveggja sól­ar­hringa.

Eft­ir­litið hefur þegar veitt nokkrar und­an­þágur innan þessa ramma, sem gefur fyr­ir­tækjum eða sam­tökum þeirra und­an­þágu frá banni sam­keppn­islaga við ólög­mætu sam­ráði vegna COVID-19. Þá hefur verið lögð áhersla á að stjórn­völd á við­kom­andi sviði, til dæmis Lyfja­stofnun eða Ferða­mála­stofa, taki þátt í sam­skiptum keppi­nauta hafi yfir­sýn yfir við­kom­andi sam­starf og þar með einnig fyr­ir­sýn yfir þær aðgerðir sem ráð­ist er í.

Auglýsing
Þetta er gert vegna þess að sú heilsuvá af völdum COVID-19 sem er yfir­stand­andi orsakar að neyt­endur og atvinnu- og efna­hags­líf standa „frammi fyrir áskor­unum sem ekki eiga sér nein for­dæmi.“

Við veit­ingu und­an­þágu er einkum metið hvort sam­starfið sé nauð­syn­legt og hvort það komi almenn­ingi raun­veru­lega til góða. Meðal ann­ars er reynt að tryggja að hættan af skað­legum áhrifum sam­starfs­ins verði tak­mörk­uð.

Sam­keppn­is­eft­ir­litið mun því á næstu vikum leggja áherslu á afgreiðslu mála er varða við­brögð við efna­hagsvá tengdri COVID-19. Af þeim sökum mun eft­ir­litið þurfa að fresta með­ferð ýmissa mála eða end­ur­meta með­ferð þeirra að öðru leyti.

Þær sex und­an­þágur sem þegar hafa verið veittar eru eft­ir­far­and­i: 

  1. Sam­starf ferða­skrif­stofa sem miðar að því að við­skipta­vinir þeirra kom­ist til síns heima og tak­marka tjón af völdum COVID-19. Sam­starfið er bundið þeim skil­yrðum að Ferða­mála­stofa meti sam­starfið nauð­syn­legt hverju sinni og að stofn­unin sé þátt­tak­andi í sam­skiptum keppi­naut­anna. Til skoð­unar er af hálfu Ferða­mála­stofu hvort þörf sé að óska eftir frek­ari und­an­þága á þessu sviði.
  2. Heim­ild til handa Ferða­mála­stofu til að kalla saman ferða­þjón­ustu­að­ila á öllum svið­um. til að meta hvernig brugð­ist skuli við áhrifum COVID-19. 
  3. Heim­ild til handa Sam­tökum í ferða­þjón­ustu (SAF) til að grípa til til­tek­inna aðgerða til að auð­velda ferða­þjón­ustu­að­ilum að bregð­ast við breyttum aðstæðum vegna COVID-19.
  4. Sam­starf keppi­nauta á vett­vangi inn­flutn­ings og dreif­ingar á lyfjum sem miðar að því að tryggja full­nægj­andi aðgengi að lyfj­um. Sam­starfið er bundið þeim skil­yrðum að Lyfja­stofnun meti nauð­syn sam­starfs­ins og að stofn­unin sé þátt­tak­andi í sam­skiptum keppi­naut­anna..
  5. Heim­ild til handa Emb­ætti land­læknis til að kalla saman keppi­nauta á ýmsum svið­um, með það að mark­miði að tryggja órof­inn rekstur mik­il­vægrar starf­semi og full­nægj­andi aðföng.
  6. Afmörkuð heim­ild til handa Sam­tökum fjár­mála­fyr­ir­tækja (SFF) til beita sér fyrir og taka þátt í sam­starfi aðild­ar­fyr­ir­tækja sinna og ann­arra aðila á lána­mark­aði, sem miðar að því að und­ir­búa við­brögð við tíma­bundnum greiðslu­erf­ið­leikum fyr­ir­tækja vegna COVID-19. For­senda heim­ild­ar­innar er að Seðla­banka Íslands sé boðið að taka þátt sam­skiptum keppi­nauta og utan­að­kom­andi aðili með þekk­ingu á sam­keppn­is­rétti haldi utan um sam­skipt­in.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þriðjungsfjölgun í Siðmennt á rúmu einu og hálfu ári
Af trúfélögum bætti Stofnun múslima á Íslandi við sig hlutfallslega flestum meðlimum á síðustu mánuðum. Meðlimum þjóðkirkjunnar heldur áfram að fækka en hlutfallslega var mesta fækkunin hjá Zúistum.
Kjarninn 11. júlí 2020
Aldís Hafsteinsdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga og bæjarstjóri Hveragerðis.
„Við þurfum fleiri ferðamenn“
Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga telur nauðsynlegt að fleiri ferðamenn komi til Íslands sem fyrst og vill breytingar á fyrirkomulagi skimana á Keflavíkurflugvelli.
Kjarninn 11. júlí 2020
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
Frekju og yfirgangi Ísraels engin takmörk sett
Kjarninn 11. júlí 2020
Sjávarútvegurinn hefur bætt við sig störfum á meðan hart hefur verið í ári hjá ferðaþjónustunni.
Ferðaþjónustan skreppur saman en sjávarútvegurinn er í sókn
Rúmlega helmingi færri störfuðu í ferðaþjónustu á síðasta ársfjórðungi miðað við árið á undan. Störfum í sjávarútvegi hefur hins vegar fjölgað um helming.
Kjarninn 11. júlí 2020
„Þegar dætrum mínum var ógnað, náðu þeir mér“
Þegar Guðrún Jónsdóttir gekk inn í Kvennaathvarfið árið 1988 til að taka sína fyrstu vakt mætti henni kasólétt kona með glóðarauga. Hún hafði gengið inn í heim sem hafði fram til þessa verið henni gjörsamlega hulinn. „Ég grét í heilan sólarhring.“
Kjarninn 11. júlí 2020
Eldishús með Aviary Pro 10 varpkerfi frá Hellmann sambærilegt kerfum sem verða í notkun að Vallá.
Stjörnuegg vill fjölga fuglum í allt að 95 þúsund að Vallá
Fyrirtækið Stjörnuegg hf. áformar breytingar á eldishúsum sínum að Vallá á Kjalarnesi sem yrðu til þess að hægt væri að koma þar fyrir 95 þúsund fuglum í stað 50 þúsund nú. Slíkum fjölda fylgja um 3.500 tonn af hænsnaskít á ári.
Kjarninn 11. júlí 2020
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Kvótaþak óbreytt í tillögum – sem og hvað aðilar þurfi að eiga hvor í öðrum til að teljast tengdir
Lokaskýrsla verkefnastjórnar um bætt eftirlit með fiskveiðiauðlindinni hefur litið dagsins ljós og hefur hún verið afhent Kristjáni Þór Júlíussyni, sjávarútvegsráðherra. Einn stjórnarmeðlimur setur sérstakan fyrirvara við skýrsluna.
Kjarninn 10. júlí 2020
Pottersen
Pottersen
Pottersen – 39. þáttur: Naumlega sloppið!
Kjarninn 10. júlí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent