Ríkisendurskoðun segir „óheppilegt“ að greining á vanda Íslandspósts liggi ekki fyrir

Íslenska ríkið ætlar að lána Íslandspósti stórfé þrátt fyrir að ekki liggi fyrir greining á því hvað valdi miklum rekstrarvanda. Ríkisendurskoðun telur það óheppilegt að ekki liggi fyrir hvernig eigi að taka á vandanum áður en fjármagn sé sett í það.

posturinn_9954270194_o.jpg
Auglýsing

Íslenska ríkið ætlar að lána Íslands­pósti stórfé þrátt fyrir að ekki liggi fyrir grein­ing á því hvað valdi miklum rekstr­ar­vanda. Rík­is­end­ur­skoðun telur það óheppi­legt að ekki liggi fyrir hvernig eigi að taka á vand­anum áður en fjár­magn sé sett í það.

­Rík­is­end­ur­skoðun segir að það sé óheppi­legt að ekki liggi nákvæm­lega fyrir hvernig fyr­ir­hugað sé að taka á rekstr­ar­vanda Íslands­pósts þannig að til­skil­inn árangur náist „áður en tekin er ákvörðun um fram­lög úr rík­is­sjóði til félags­ins.“ Þetta kemur fram i umsögn Rík­is­end­ur­skoð­unar um fjár­auka­lög sem sam­þykkt voru síð­ast­lið­inn föstu­dag.

Í umsögn stofn­un­ar­inn­ar, sem er end­ur­skoð­andi Íslands­pósts, segir einnig að fyrir þurfi að liggja grein­ing á því hvað valdi hinum mikla fjár­hags­vanda sem Íslands­póstur glímir við, en sam­kvæmt fjár­auka­lögum var veitt heim­ild til að veita fyr­ir­tæk­inu allt að 500 millj­óna króna lán í þessum mán­uði til að takast á við hann. 

Auglýsing
Ríkisendurskoðun virð­ist vera á þeirri skoðun að ekki liggi fyrir hvort að fjár­hags­vand­inn sé vegna einka­rétt­ar­hluta starf­sem­innar (þ.e. dreif­ingu árit­aðra bréfa undir 50 grömm­um), vegna alþjón­ustu­kvaða sem lagðar eru á fyr­ir­tækið eða vegna sam­keppn­is­starf­semi sem það stund­ar. „Þeir mögu­leikar sem fyrir hendi eru á að takast á við vand­ann hljóta að ráð­ast að miklu leyti af nið­ur­stöðu slíkrar grein­ing­ar,“ segir í umsögn­inni.

Til við­bótar við það fé sem ríkið ætlar að lána Íslands­pósti í á fjár­auka­lögum er enn frek­ari lán­veit­ing fyr­ir­huguð á árinu 2019. Í fjár­lögum þess árs er heim­ild til að end­ur­lána allt að 1,5 millj­örðum króna til Íslands­pósts til að auka eigið fé fyr­ir­tæk­is­ins vegna fyr­ir­liggj­andi lausa­fjár­vanda þess. Þar segir að skil­yrði lán­veit­ing­ar­innar sé að lánið verði veitt á mark­aðs­for­sendum með full­nægj­andi trygg­ing­um. Ekk­ert liggur þó fyrir um hvernig Íslands­póstur ætlar að greiða umrædd lán til baka.

Millj­arðar í fjár­fest­ingar

Íslands­­­póstur hefur varið tæp­­lega sex millj­­örðum króna í fjár­­­fest­ingar á síð­­­ustu tólf árum. Þeim fjár­­munum hefur meðal ann­­ars verið varið í að kaupa upp fyr­ir­tæki á nýjum sam­keppn­is­­mörk­uðum eða skapa fyr­ir­tæk­inu stöðu á slík­­­um. Sú sam­keppni er meðal ann­­ars við fyr­ir­tæki í aldreif­ingu á pósti á borð við aug­lýs­inga­bréf­um, í hug­­bún­­að­­ar­­gerð, í frakt­flun­ing­um, í send­i­bíla­­þjón­ustu, í send­la­þjón­ustu og prent­smiðju­­rekstri.

Árið 2018 hefur verið Íslands­­­pósti margt erfitt, fyr­ir­tækið tap­aði 161,2 milj­­ónum króna á fyrri helm­ing þess.

Staða Íslands­pósts var til umræðu í sjón­varps­þætt­inum 21 á Hring­braut í lok nóv­em­ber þar sem Ólafur Steph­en­sen, fram­kvæmda­stjóri Félags atvinnu­rek­enda, var við­mæl­andi Þórðar Snæs Júl­í­us­son­ar, rit­stjóra Kjarn­ans.

Þar sagði Ólafur að sam­keppn­is­­rekstur Íslands­­­pósts sé orð­inn með hreinum ólík­­ind­­um. Það sé eins og stjórn fyr­ir­tæk­is­ins hafi mis­­skilið eig­enda­­stefnu rík­­is­ins fyrir þau félög þar sem ríkið á hlut, þar sem stendur að þau félög skuli stuðla að sam­keppni. „Það er eins og að stjórn Íslands­­­pósts hafi mis­­skilið þetta þannig að hún eigi að keppa við allt sem hreyf­­ist hel­st[...]„Ef maður fer í póst­­hús þá er það í sam­keppni við sjopp­una í næstu götu, við bóka- og rit­fanga­versl­un­ina, við leik­fanga­­búð­ina, við minja­­gripa­versl­un­ina, af því að póst­­­ur­inn er kom­inn á fullt í smá­­sölu á öllum þessum vör­u­m.“

Félag atvinn­u­rek­enda hefur farið fram á það við sam­göngu- og sveit­­ar­­stjórn­­­ar­ráðu­­neytið að fram­­kvæmd verði óháð úttekt á starf­­semi Íslands­­­pósts. „Eina leiðin sem þing­­menn, sem eiga að skuld­binda einn og hálfan millj­­arð af okkar pen­ing­um, inn í þessa hít sem þessi rekstur virð­ist vera að verða, eina leiðin fyrir þá að fá skýr svör við spurn­ingum um það hvaða ákvarð­­anir hafa verið teknar á und­an­­förnum árum og hverjir bera á byrgð á þeim er að það verði gerð ein­hvers­­konar óháð úttekt,“ sagði Ólafur í þætt­in­um.

Krónan sögð í „veikara lagi“
Gengi krónunnar hefur veikst nokkuð að undanförnu, enda áföll komið fram í efnahagslífinu. Engu að síður eru undirstöðurnar sterkar.
Kjarninn 26. júní 2019
Borgir að verða uppiskroppa með vatn
Vatnskortur er til staðar í öllum heimsálfum og gætu 700 milljónir manna þurft að flytja heimili sín árið 2030 vegna skortsins ef ekkert verður að gert.
Kjarninn 26. júní 2019
Póstsendingar frá Kína hafa aukist um 202 prósent frá 2014
Inn- og útflutningur á vörum frá Kína hefur stóraukist frá því fríverslunarsamningur Íslands og Kína tók gildi árið 2014. Aliexpress markaði vatnaskil í netverslun Íslendinga.
Kjarninn 26. júní 2019
Dómsmálaráðuneytið athugar misræmi í tölum um nauðungarsölur
Misvísandi tölur hafa borist í svörum dómsmálaráðherra við fyrirspurnum á Alþingi.
Kjarninn 26. júní 2019
Stuðningsfólk Miðflokks hefur minnstar áhyggjur af hlýnun jarðar
Tæplega 70 prósent Íslendinga hafa áhyggjur af hlýnun jarðar. Áhyggjurnar eru mismunandi miklar eftir kyni, aldri, búsetu og stjórnmálaskoðunum.
Kjarninn 26. júní 2019
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Skoðanakönnun gerð um viðhorf Íslendinga til endurskoðunar á stjórnarskrá
Viðhorf Íslendinga til endurskoðun stjórnarskrár verður kannað af Félagsvísindastofnun. Tilgangurinn er m.a. að „draga fram sameiginleg grunngildi íslensku þjóðarinnar“ og kanna viðhorf til tillagna sem komið hafa fram að breytingum á stjórnarskrá.
Kjarninn 26. júní 2019
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.
„Fáránleikinn og samtryggingin kemur til bjargar fyrir elítuna“
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, telur að það að vera dæmdur fyrir að segja satt geti ekki verið góð málsmeðferð og vísar hann til þess að sannleiksgildi ummæla Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur hafi ekki verið sannreynt við málsmeðferð forsætisnefndar.
Kjarninn 26. júní 2019
Helmingur leigjenda telur sig búa við húsnæðisöryggi
Einungis 51 prósent leigjenda telja sig búa við húsnæðisöryggi samanborið við 94 prósent húsnæðiseigenda. Helstu ástæður þess eru að fólk hefur ekki efni á leigu, leiguverð er of hátt og tímabundnir leigusamningar.
Kjarninn 26. júní 2019
Meira úr sama flokkiInnlent