Ríkisendurskoðun segir „óheppilegt“ að greining á vanda Íslandspósts liggi ekki fyrir

Íslenska ríkið ætlar að lána Íslandspósti stórfé þrátt fyrir að ekki liggi fyrir greining á því hvað valdi miklum rekstrarvanda. Ríkisendurskoðun telur það óheppilegt að ekki liggi fyrir hvernig eigi að taka á vandanum áður en fjármagn sé sett í það.

posturinn_9954270194_o.jpg
Auglýsing

Íslenska ríkið ætlar að lána Íslands­pósti stórfé þrátt fyrir að ekki liggi fyrir grein­ing á því hvað valdi miklum rekstr­ar­vanda. Rík­is­end­ur­skoðun telur það óheppi­legt að ekki liggi fyrir hvernig eigi að taka á vand­anum áður en fjár­magn sé sett í það.

­Rík­is­end­ur­skoðun segir að það sé óheppi­legt að ekki liggi nákvæm­lega fyrir hvernig fyr­ir­hugað sé að taka á rekstr­ar­vanda Íslands­pósts þannig að til­skil­inn árangur náist „áður en tekin er ákvörðun um fram­lög úr rík­is­sjóði til félags­ins.“ Þetta kemur fram i umsögn Rík­is­end­ur­skoð­unar um fjár­auka­lög sem sam­þykkt voru síð­ast­lið­inn föstu­dag.

Í umsögn stofn­un­ar­inn­ar, sem er end­ur­skoð­andi Íslands­pósts, segir einnig að fyrir þurfi að liggja grein­ing á því hvað valdi hinum mikla fjár­hags­vanda sem Íslands­póstur glímir við, en sam­kvæmt fjár­auka­lögum var veitt heim­ild til að veita fyr­ir­tæk­inu allt að 500 millj­óna króna lán í þessum mán­uði til að takast á við hann. 

Auglýsing
Ríkisendurskoðun virð­ist vera á þeirri skoðun að ekki liggi fyrir hvort að fjár­hags­vand­inn sé vegna einka­rétt­ar­hluta starf­sem­innar (þ.e. dreif­ingu árit­aðra bréfa undir 50 grömm­um), vegna alþjón­ustu­kvaða sem lagðar eru á fyr­ir­tækið eða vegna sam­keppn­is­starf­semi sem það stund­ar. „Þeir mögu­leikar sem fyrir hendi eru á að takast á við vand­ann hljóta að ráð­ast að miklu leyti af nið­ur­stöðu slíkrar grein­ing­ar,“ segir í umsögn­inni.

Til við­bótar við það fé sem ríkið ætlar að lána Íslands­pósti í á fjár­auka­lögum er enn frek­ari lán­veit­ing fyr­ir­huguð á árinu 2019. Í fjár­lögum þess árs er heim­ild til að end­ur­lána allt að 1,5 millj­örðum króna til Íslands­pósts til að auka eigið fé fyr­ir­tæk­is­ins vegna fyr­ir­liggj­andi lausa­fjár­vanda þess. Þar segir að skil­yrði lán­veit­ing­ar­innar sé að lánið verði veitt á mark­aðs­for­sendum með full­nægj­andi trygg­ing­um. Ekk­ert liggur þó fyrir um hvernig Íslands­póstur ætlar að greiða umrædd lán til baka.

Millj­arðar í fjár­fest­ingar

Íslands­­­póstur hefur varið tæp­­lega sex millj­­örðum króna í fjár­­­fest­ingar á síð­­­ustu tólf árum. Þeim fjár­­munum hefur meðal ann­­ars verið varið í að kaupa upp fyr­ir­tæki á nýjum sam­keppn­is­­mörk­uðum eða skapa fyr­ir­tæk­inu stöðu á slík­­­um. Sú sam­keppni er meðal ann­­ars við fyr­ir­tæki í aldreif­ingu á pósti á borð við aug­lýs­inga­bréf­um, í hug­­bún­­að­­ar­­gerð, í frakt­flun­ing­um, í send­i­bíla­­þjón­ustu, í send­la­þjón­ustu og prent­smiðju­­rekstri.

Árið 2018 hefur verið Íslands­­­pósti margt erfitt, fyr­ir­tækið tap­aði 161,2 milj­­ónum króna á fyrri helm­ing þess.

Staða Íslands­pósts var til umræðu í sjón­varps­þætt­inum 21 á Hring­braut í lok nóv­em­ber þar sem Ólafur Steph­en­sen, fram­kvæmda­stjóri Félags atvinnu­rek­enda, var við­mæl­andi Þórðar Snæs Júl­í­us­son­ar, rit­stjóra Kjarn­ans.

Þar sagði Ólafur að sam­keppn­is­­rekstur Íslands­­­pósts sé orð­inn með hreinum ólík­­ind­­um. Það sé eins og stjórn fyr­ir­tæk­is­ins hafi mis­­skilið eig­enda­­stefnu rík­­is­ins fyrir þau félög þar sem ríkið á hlut, þar sem stendur að þau félög skuli stuðla að sam­keppni. „Það er eins og að stjórn Íslands­­­pósts hafi mis­­skilið þetta þannig að hún eigi að keppa við allt sem hreyf­­ist hel­st[...]„Ef maður fer í póst­­hús þá er það í sam­keppni við sjopp­una í næstu götu, við bóka- og rit­fanga­versl­un­ina, við leik­fanga­­búð­ina, við minja­­gripa­versl­un­ina, af því að póst­­­ur­inn er kom­inn á fullt í smá­­sölu á öllum þessum vör­u­m.“

Félag atvinn­u­rek­enda hefur farið fram á það við sam­göngu- og sveit­­ar­­stjórn­­­ar­ráðu­­neytið að fram­­kvæmd verði óháð úttekt á starf­­semi Íslands­­­pósts. „Eina leiðin sem þing­­menn, sem eiga að skuld­binda einn og hálfan millj­­arð af okkar pen­ing­um, inn í þessa hít sem þessi rekstur virð­ist vera að verða, eina leiðin fyrir þá að fá skýr svör við spurn­ingum um það hvaða ákvarð­­anir hafa verið teknar á und­an­­förnum árum og hverjir bera á byrgð á þeim er að það verði gerð ein­hvers­­konar óháð úttekt,“ sagði Ólafur í þætt­in­um.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir er ritstjóri Stundarinnar, en Jón Trausti Reynisson er framkvæmdastjóri útgáfufélagsins auk þess að vera blaðamaður á miðlinum.
Útgáfufélag Stundarinnar tapaði rúmlega milljón krónum á síðasta ári
Tekjur útgáfufélags Stundarinnar námu 233,9 milljónum króna á síðasta ári og jukust þær um fjögur prósent á milli ára. Tapið af rekstrinum nam 1,2 milljónum króna í fyrra, samanborið við rúmlega sjö milljóna hagnað árið 2020.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir er utanríkisráðherra.
Inga Hrefna nýr aðstoðarmaður Þórdísar Kolbrúnar
Utanríkisráðherra er nú komin með tvo aðstoðarmenn. Alls má ríkisstjórnin ráða 27 aðstoðarmenn. Laun og starfs­­kjör aðstoð­­ar­­manna ráð­herra mið­­ast við kjör skrif­­stofu­­stjóra í ráðu­­neytum sam­­kvæmt ákvörð­unum kjara­ráðs.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Jón Gunnarsson er dómsmálaráðherra.
Leggur til að sameina héraðsdómstóla landsins í eina stofnun
Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra er með áform um að sameina þá átta héraðsdómstóla sem eru í landinu í eina stofnun. Forsenda sameiningarinnar er að sameinaður dómstóll hafi starfsstöðvar á landsbyggðinni.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Kolafarmi frá Suður-Afríku skipað upp í pólskri höfn í sumar.
Pólverjum er vandi á höndum
Stærsti framleiðandi kola í Evrópu utan Rússlands er í vanda staddur eftir að hafa bannað innflutning á rússneskum kolum vegna innrásarinnar í Úkraínu.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Kristján Loftsson forstjóri Hvals hf. virðir hér fyrir sér dauðan hval í Hvalfirði í júlímánuði.
Lögregla væntir þess að Hvalur hf. skili dróna svissneska ríkisútvarpsins í dag
Teymi frá svissneska ríkisfjölmiðlafyrirtækinu SRG SSR flaug dróna yfir hvalstöð Hvals hf. fyrr í vikunni. Starfsmenn Hvals hf. hirtu af þeim drónann og lögreglan á Akranesi hefur krafið fyrirtækið um að skila dróna Svisslendinganna.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Hildur Björnsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Hildur varði 9,3 milljónum í prófkjörsslaginn og átti eina og hálfa milljón afgangs
Hildur Björnsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokksins átti 1,5 milljónir eftir í kosningasjóði sínum þegar prófkjör Sjálfstæðisflokksins í borginni var um garð gengið. Það fé ætlar hún að færa félagi sem hún sjálf stjórnar, en það heitir Frelsisborgin.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Skúli Mogensen hefur byggt upp mikla ferðaþjónustu í Hvammsvík i Hvalfirði.
Áformin einkennist af „einhvers konar firringu“
Zephyr Iceland, sem áformar vindorkuver í Hvalfirði, „forðast að snerta á kjarna málsins“ í matsáætlun á framkvæmdinni. Kjarninn er sá að mati Skúla Mogensen, eiganda sjóbaðanna í Hvammsvík, að áformin einkennast af „einhvers konar firringu“.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Vatnsyfirborð Rínarfljóts hefur lækkað stöðugt síðustu vikur.
Hættuástand að skapast í Rínarfljóti – Munu skipin geta siglt?
Vatnsyfirborð Rínarfljóts gæti á næstu dögum orðið hættulega lágt að mati þýskra yfirvalda. Sífellt erfiðara er að flytja vörur um ána, m.a. kol og bensín. Gríðarmiklir þurrkar hafa geisað víða í Evrópu með margvíslegum afleiðingum.
Kjarninn 11. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent