Margur er smjörs voðinn

Þórólfur Matthíasson svarar enn á ný samskiptastjóra Mjólkursamsölunnar.

Auglýsing

Í 52. gr. laga númer 99/1993 eru ákvæði um hvernig fara megi með mjólk sem fram­leidd er umfram svo­kallað greiðslu­mark: „Fram­leiðsla mjólkur umfram greiðslu­mark skal fara á erlendan markað á ábyrgð hvers fram­leið­anda og við­kom­andi afurða­stöðv­ar. Fram­kvæmda­nefnd búvöru­samn­inga getur þó heim­ilað sölu þess­ara vara innan lands ef heild­ar­fram­leiðsla verður minni en sala og birgða­staða gefa til­efni til­.“ 

Slíka „um­fram­mjólk“ má hvort heldur sem er selja innan lands eða utan þó þannig að ef selja á mjólk­ina inn­an­lands skal leita heim­ildar Fram­kvæmda­nefndar búvöru­samn­inga. Áfram segir í 52. gr. áður til­vitn­aðra laga: „Um greiðslu­skyldu afurða­stöðva fyrir inn­legg umfram greiðslu­mark mjólk­ur, en innan efri marka þess, fer eftir gild­andi samn­ingum [ráð­herra] 4) og Bænda­sam­taka Íslands skv. a-lið 1. mgr. 30. gr. lag­anna“.

Auglýsing

­Full­yrð­ing sam­skipta­full­trúi Mjólk­ur­sam­söl­unnar í aðsendri grein í Kjarn­anum þess efnis að laga­skylda hvíli á Mjólk­ur­sam­söl­unni að greiða fullt verð (90,48 krónur á lítra) í þeim til­vikum þegar hin svo­kall­aða „um­fram­mjólk“ er seld inn­an­lands stenst því ekki. Þess má geta að sam­kvæmt aug­lýs­ing Auð­humlu frá 25. jan­úar 2019 eru þessi sam­tök til­búin til að greiða bændum 1/3 af verð­lags­nefnd­ar­verði fyrir „um­fram­mjólk“. Ekki er gerður neinn áskiln­aður um að „um­fram­mjólk“ skuli seld á erlendum mark­aði.

Eftir stendur óhögguð sú stað­reynd að með því að selja smjör úr landi er Mjólk­ur­sam­salan að beita þekktum aðferðum einka­söl­uð­að­ila til að auka hagnað sinn með því að dumpa hluta fram­leiðsl­unnar á erlendan markað og kom­ast þannig hjá að selja inn­lendum neyt­endum smjör eða rjóma á lækk­uðu verði. Sjálf­sagt mun sam­skipta­full­trú­inn enn halda áfram að reyna að fegra hlut síns fyr­ir­tæk­is. Bið ég les­endur Kjarn­ans að virða mér það til vor­kunnar þó ég setji hér með punkt.

Höf­undur er pró­­fessor í hag­fræði við Háskóla Íslands.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þjóðskrá afhendir upplýsingar um meðlimi í trú- og lífsskoðunarfélögum
Úrskurðarnefnd um upplýsingamál mat það svo að netföng væru ekki viðkæmar persónuupplýsingar.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS.
SFS segjast gera kröfu til sjávarútvegsins um að starfa heiðarlega og löglega
Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi segjast vilja vera fyrirmynd og í fremstu röð í heiminum þegar kemur að sjávarútvegi. Þau ætla að styðja stjórnvöld í aðgerðum sínum sem eru tilkomnar vegna Samherjamálsins.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Kristbjörn Árnason
Enn einu sinni springur kapítalisminn í loft upp á græðginni og siðleysinu
Leslistinn 19. nóvember 2019
Árni M. Mathiesen, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra.
Fyrrverandi ráðherra á meðal stjórnenda stofnunar sem gerir úttekt á útgerðum
Árni Mathiesen, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra, er aðstoðarframkvæmdastjóri fiskveiðisviðs stofnunarinnar sem Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra, hefur falið að gera úttekt á viðskiptaháttum útgerða í þróunarlöndum.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra.
FAO vinni úttekt á viðskiptaháttum útgerða í þróunarlöndum
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra mun hafa frumkvæði að því Alþjóðamatvælastofnunin vinni úttekt á viðskiptaháttum útgerða sem stunda veiðar og eiga í viðskiptum með aflaheimildir í þróunarlöndum.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Björgólfur úr stjórn Sjóvá „vegna anna“
Björgólfur Jóhannsson hefur ákveðið að víkja tímabundið úr stjórn Sjóvá. Hann var stjórnarformaður félagsins. Björgólfur tók nýverið við forstjórastöðunni hjá Samherja.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Julian Assange
Rannsókn gegn Assange felld niður
Samkvæmt WikiLeaks hefur rannsókn á hendur Julian Assange verið felld niður. Ritstjóri miðilsins, Kristinn Hrafnsson, segir að um réttarfarsskandal sé að ræða.
Kjarninn 19. nóvember 2019
GAMMA lokar starfsstöð sinni í Garðarstræti og flytur til Kviku
GAMMA, sem fór mikinn í íslensku fjármálalífi síðastliðinn áratug, er nú vart til nema að nafninu til. Starfsemi fyrirtækisins hefur verið flutt í nýjar höfuðstöðvar Kviku.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar