Margur er smjörs voðinn

Þórólfur Matthíasson svarar enn á ný samskiptastjóra Mjólkursamsölunnar.

Auglýsing

Í 52. gr. laga númer 99/1993 eru ákvæði um hvernig fara megi með mjólk sem fram­leidd er umfram svo­kallað greiðslu­mark: „Fram­leiðsla mjólkur umfram greiðslu­mark skal fara á erlendan markað á ábyrgð hvers fram­leið­anda og við­kom­andi afurða­stöðv­ar. Fram­kvæmda­nefnd búvöru­samn­inga getur þó heim­ilað sölu þess­ara vara innan lands ef heild­ar­fram­leiðsla verður minni en sala og birgða­staða gefa til­efni til­.“ 

Slíka „um­fram­mjólk“ má hvort heldur sem er selja innan lands eða utan þó þannig að ef selja á mjólk­ina inn­an­lands skal leita heim­ildar Fram­kvæmda­nefndar búvöru­samn­inga. Áfram segir í 52. gr. áður til­vitn­aðra laga: „Um greiðslu­skyldu afurða­stöðva fyrir inn­legg umfram greiðslu­mark mjólk­ur, en innan efri marka þess, fer eftir gild­andi samn­ingum [ráð­herra] 4) og Bænda­sam­taka Íslands skv. a-lið 1. mgr. 30. gr. lag­anna“.

Auglýsing

­Full­yrð­ing sam­skipta­full­trúi Mjólk­ur­sam­söl­unnar í aðsendri grein í Kjarn­anum þess efnis að laga­skylda hvíli á Mjólk­ur­sam­söl­unni að greiða fullt verð (90,48 krónur á lítra) í þeim til­vikum þegar hin svo­kall­aða „um­fram­mjólk“ er seld inn­an­lands stenst því ekki. Þess má geta að sam­kvæmt aug­lýs­ing Auð­humlu frá 25. jan­úar 2019 eru þessi sam­tök til­búin til að greiða bændum 1/3 af verð­lags­nefnd­ar­verði fyrir „um­fram­mjólk“. Ekki er gerður neinn áskiln­aður um að „um­fram­mjólk“ skuli seld á erlendum mark­aði.

Eftir stendur óhögguð sú stað­reynd að með því að selja smjör úr landi er Mjólk­ur­sam­salan að beita þekktum aðferðum einka­söl­uð­að­ila til að auka hagnað sinn með því að dumpa hluta fram­leiðsl­unnar á erlendan markað og kom­ast þannig hjá að selja inn­lendum neyt­endum smjör eða rjóma á lækk­uðu verði. Sjálf­sagt mun sam­skipta­full­trú­inn enn halda áfram að reyna að fegra hlut síns fyr­ir­tæk­is. Bið ég les­endur Kjarn­ans að virða mér það til vor­kunnar þó ég setji hér með punkt.

Höf­undur er pró­­fessor í hag­fræði við Háskóla Íslands.

Kanntu vel við Kjarnann?

Við á Kjarnanum þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kórónaveiran breiðist út – Viðbúnaður aukinn í Bandaríkjunum
Alþjóðaheilbrigðisstofnunin WHO hefur lýst því yfir, að nauðsynlegt sé að auka viðbúnað til að hefta útbreiðslu kórónaveirunnar.
Kjarninn 21. febrúar 2020
Magnús Halldórsson
Ekki gleyma listinni í stjórnmálabröltinu
Kjarninn 21. febrúar 2020
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra setti tvo dómara við Landsrétt í dag.
Sandra og Ása settar dómarar við Landsrétt
Dómsmálaráðherra hefur ákveðið að setja tvö af þeim þremur umsækjendum sem metnir voru hæfastir til að gegna embætti dómara við Landsrétt í embætti við réttinn. Niðurstaða dómnefndar tók breytingum frá því að hún lá fyrir í drögum og þar til hún var birt.
Kjarninn 21. febrúar 2020
Pottersen
Pottersen
Pottersen – 30. þáttur: Minning um helkrossa
Kjarninn 21. febrúar 2020
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Allt um nýju Samsung símana
Kjarninn 21. febrúar 2020
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Greiða atkvæði um samúðarverkfall
Verkföll Eflingarfélaga hjá einkareknum skólum og nágrannasveitarfélögum Reykjavíkurborgar verða sett í atkvæðagreiðslu eftir helgi.
Kjarninn 21. febrúar 2020
Þórður Snær Júlíusson
Stöðu hverra þarf raunverulega að „leiðrétta“?
Kjarninn 21. febrúar 2020
Frosti hættur hjá ORF Líftækni
Forstjóri ORF Líftækni hefur sagt upp störfum hjá fyrirtækinu, en mun sinna starfinu áfram þar til eftirmaður verður ráðinn. Vinna við að finna þann aðila er þegar hafin.
Kjarninn 21. febrúar 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar