Áfram með smjörið

Samskiptastjóri Mjólkursamsölunnar svarar svargrein prófessors í hagfræði við grein hennar um smjör.

Auglýsing

Nauð­syn­legt er að halda áfram spjalli um mjólkur­iðn­að­inn til þess að halda hlutum til haga. Þórólfur Matth­í­as­son pró­fessor í hag­fræði hélt ákveðnum atriðum fram í grein sinni sem er svarað í sex stuttum punkt­um.

 

  1. Það er stað­reynd að Mjólk­ur­sam­salan fær ekki greidda neina styrki úr rík­is­sjóð­i. Samn­ingar eru í gildi milli bænda og rík­is­sjóðs. Mjólk­ur­sam­salan kaupir mjólk af Auð­humlu, sam­vinnu­fé­lagi bænda og vinnur hana í vörur sem eru seldar í heild­sölu.
  2. Ef pró­fess­or­inn hefði les­ið 29. grein ­bú­vöru­laga hefði hann séð að fram­kvæmda­nefnd búvöru­samn­inga getur heim­ilað sölu inn­an­lands á mjólk umfram greiðslu­mark, ef gengið hefur á birgðir og skortur er fyr­ir­sjá­an­leg­ur. Ekki er skortur á smjöri á Íslandi þar sem fram­leiðsla úr mjólk innan greiðslu­marks annar eft­ir­spurn. Kannski hann hafi verið að hugsa um Evr­ópu árið 2017? Þar hækk­aði verð­lag á smjöri í Evr­ópu en á Íslandi hélst verð stöðugt, neyt­endur á Íslandi fundu ekki fyrir þessum hækk­un­um.
  3. Smjör er það lágt verð­lagt á Íslandi að heild­sölu­verð á smjöri frá Mjólk­ur­sam­söl­unni er lægra en kostn­að­ur­inn við að kaupa hrá­efnið (mjólk­ina) sem þarf í smjör­ið. Ein­falt er að ­googla smjör­gerð til að sjá að til að búa til 1 k­g af smjöri þarf fitu úr 22-27 lítrum af mjólk (eftir fitu­inni­haldi mjólk­ur). Lág­marks­verð til bænda (fyrir greiðslu­mark/kvóta) er 90,48 kr per lítra. Innan greiðslu­marks er miðað við að helm­ing­ur­inn af verð­inu sé fyrir fitu­hluta mjólk­ur­inn­ar. Verð mjólk­ur­hrá­efnis er því á milli 995 - 1222 kr. til þess að búa til 1 k­g af smjöri. Verð á 1 k­g af smjöri í heild­sölu frá Mjólk­ur­sam­söl­unni sem ákvarðað er af verð­lags­nefnd er 834 kr.
    Auglýsing
    Eins og áður hefur komið fram hefur á und­an­förnum árum selst meira af „fitu­vörum“ en „prótein­vörum“ hér á Íslandi. Greiðslu­mark bænda, sem fullt verð greið­ist fyr­ir, mið­ast við eft­ir­spurn eftir fitu­vörum, en fram­leiðsla á und­an­rennu innan greiðslu­marks er umfram þarfir inn­an­lands­mark­aðar sem nemur 19 milljón lítrum á þessu ári.  Ef fram­leiða ætti smjör úr mjólk umfram greiðslu­mark til sölu á inn­an­lands­mark­aði, yrði því að miða við að smjör­salan yrði að standa undir öllu verði mjólk­ur­lítrans frá bónda, en ekki bara 50% eins og í dæm­inu að ofan.
  4. Ef tekin væri sú ólík­lega ákvörðun að selja ætti marg­um­rætt smjör úr „um­fram­mjólk“ á inn­an­lands­mark­aði þyrfti að byrja á því að greiða bónd­anum mis­mun­inn á því verði sem hann hefur fengið greitt fyrir „um­fram­mjólk“ og lög­bundnu lág­marks­verði fyrir mjólk sem fer á inn­an­lands­markað (mis­mun­ur­inn er 60,48 kr./lít­er. Eða: 90,48 kr. – 30 kr.) Bara þessi við­bót­ar­greiðsla fyrir mjólk­ur­hrá­efnið væri ríf­lega 400 millj­ónir króna fyrir 300 tonn af smjöri, eða meira en 1300 kr. per k­g af smjöri.
  5. Það blasir við að Mjólk­ur­sam­salan hefur ekki fjár­hags­legar for­sendur til þess að tapa mörg hund­ruð millj­ónum á því að setja meira smjör á markað en eft­ir­spurn er eft­ir. Sjá má af útreikn­ingnum að framan að til­laga pró­fess­ors­ins um að lækka verð á smjöri er til þess fallin að valda enn frekara tapi en þegar er af fram­leiðslu og sölu smjörs. Pró­fess­or­inn getur ekki leyft sér að líta fram hjá þeirri stað­reynd, að ef að selja á mjólk­ur­vörur á inn­an­lands­mark­aði, þá verður afurða­stöð, hver sem hún er, að virða það lág­marks­verð á mjólk til bónda sem stjórn­völd hafa ákveð­ið.
  6. Að lokum er rétt að upp­lýsa að Mjólk­ur­sam­salan hefur ítrekað gert grein fyrir kostn­aði við smjörvinnslu og annarri starf­semi fyrir Atvinnu­vega­ráðu­neyt­inu og nefndum sem hafa verið að störf­um. Hægt er að lesa í fund­ar­gerð verð­lags­nefnd­ar­innar að Mjólk­ur­sam­salan fór t.d ít­ar­lega yfir starf­semi sína í nóv­em­ber árið 2017.

Höf­undur er sam­skipta­stjóri Mjólk­ur­sam­söl­unn­ar.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Lóa Margrét Hauksdóttir
Börnin í heiminum eiga öll að hafa það gott!
Kjarninn 20. nóvember 2019
Fasteignamarkaðurinn að taka aftur við sér
Fasteignaverð tók kipp í októbermánuði og hækkaði vísitala markaðarins um 0,5 prósent frá því mánuðinn á undan.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Þjóðskrá afhendir upplýsingar um meðlimi í trú- og lífsskoðunarfélögum
Úrskurðarnefnd um upplýsingamál mat það svo að netföng væru ekki viðkæmar persónuupplýsingar.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS.
SFS segjast gera kröfu til sjávarútvegsins um að starfa heiðarlega og löglega
Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi segjast vilja vera fyrirmynd og í fremstu röð í heiminum þegar kemur að sjávarútvegi. Þau ætla að styðja stjórnvöld í aðgerðum sínum sem eru tilkomnar vegna Samherjamálsins.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Kristbjörn Árnason
Enn einu sinni springur kapítalisminn í loft upp á græðginni og siðleysinu
Leslistinn 19. nóvember 2019
Árni M. Mathiesen, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra.
Fyrrverandi ráðherra á meðal stjórnenda stofnunar sem gerir úttekt á útgerðum
Árni Mathiesen, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra, er aðstoðarframkvæmdastjóri fiskveiðisviðs stofnunarinnar sem Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra, hefur falið að gera úttekt á viðskiptaháttum útgerða í þróunarlöndum.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra.
FAO vinni úttekt á viðskiptaháttum útgerða í þróunarlöndum
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra mun hafa frumkvæði að því Alþjóðamatvælastofnunin vinni úttekt á viðskiptaháttum útgerða sem stunda veiðar og eiga í viðskiptum með aflaheimildir í þróunarlöndum.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Björgólfur úr stjórn Sjóvá „vegna anna“
Björgólfur Jóhannsson hefur ákveðið að víkja tímabundið úr stjórn Sjóvá. Hann var stjórnarformaður félagsins. Björgólfur tók nýverið við forstjórastöðunni hjá Samherja.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar