Þeir sletta smjörinu sem eiga það

Prófessor í hagfræði segir að Mjólkursamsalan hafi nú orðið uppvís af að beita svipuðum aðferðum og Karl Lagerfeld og Gucci til að auðgast.

Auglýsing

Fram hefur komið í fréttum að Mjólk­ur­sam­salan dumpar nú 300 tonnum af smjöri á erlendan mark­að. Ég útskýrði í grein í Kjarn­anum að ástæða þess að MS kysi frekar að dumpa smjör­inu á erlendan markað en að þjóna íslenskum neyt­endum væru fjár­hags­leg­ar. Ávinn­ingur MS af þessu fram­ferði væri um fjórð­ungur úr millj­arði á þessu ári.

­Sam­skipta­stjóri MS er ekki ánægður með þessa upp­ljóstrun og full­yrðir í (svar)­grein í Kjarn­anum að MS sé nauð­ugur sá kostur einn að flytja út umrætt magn vegna fyr­ir­mæla í búvöru­lögum þess efnis að svokölluð umfram­mjólk skuli seld á erlendum mörk­uð­um. Á þeirri nauð­ung eru bæði laga­legar og hag­fræði­legar hlið­ar.

Hugum að laga­legu hlið­inni fyrst. Umrædd heim­ild til útflutn­ings mjólkur er í 52. Gr. Laga númer 99/1993 og hljóðar svo: „Fram­leiðsla mjólkur umfram greiðslu­mark skal fara á erlendan markað á ábyrgð hvers fram­leið­anda og við­kom­andi afurða­stöðv­ar. Fram­kvæmda­nefnd búvöru­samn­inga getur þó heim­ilað sölu þess­ara vara innan lands ef heild­ar­fram­leiðsla verður minni en sala og birgða­staða gefa til­efni til.“ Með hlið­sjón af orðum sam­skipta­full­trú­ans vekur athygli fyrst að „...Fram­kvæmda­nefnd búvara getur heiim­ilað sölu þess­ara vara inn­an­lands“.

Auglýsing
Samkvæmt orð­anna hljóð­ann ætti því að bera það undir fram­kvæmda­nefnd­ina hvort hún telji aðstæður kalli á sölu inn­an­lands frekar en erlend­is. Fram­kvæmda­nefndin getur jú því aðeins heim­ilað sölu inn­an­lands að hún sé fyrst upp­lýst um að til standi að flytja út! Starfs­maður Fram­kvæmda­nefnd­ar­innar og Ráð­gjafa­nefndar um inn- og útflutn­ing land­bún­að­ar­vara upp­lýsir mig um að engin erindi hafi borist þessum nefndum í tengslum við útflutn­ing MS á smjöri. Ég læt lög­lærðum eftir að meta hvort þar sé ekki verið að fara á svig við lög, en sem ólög­lærður get ég ekki séð annað en að MS sé skylt að upp­lýsa umræddar nefndir um áform um útflutn­ing mjólk­ur­af­urða og eftir atvikum sækj­ast eftir sam­þykki þeirra á þeim útflutn­ingi. Að lág­marki hvílir sú skylda á MS að upp­lýsa Fram­kvæmda­nefnd­ina um birgða­stöðu, fram­leiðslu og neyslu á helstu neyslu­vör­um. Ekki verður séð af fund­ar­gerðum nefnd­ar­innar að nefndin fái slíkar upp­lýs­ing­ar, sjá t.d. fund­ar­gerð frá 27/3/2019. En eðli­lega má setja spurn­ing­ar­merki við þá gjörð lög­gjafans að heim­ila aðila sem hefur þegið millj­arða króna á ári úr rík­is­sjóði til að fram­leiða mjólk að dumpa afurðum á erlendan mark­að. Nær væri að skylda fram­leiðslu­að­ila til að selja allar afurðir inn­an­lands.

Víkjum þá að hag­fræði­legu hlið­inni á meintri umfram­fram­leiðslu: Eft­ir­spurn ræðst af verði. Haldi einka­sali smjörs verði á smjöri mjög háu eykur hann lík­urnar á því að sitja uppi með umfram­birgð­ir. Lækki einka­sali verðið á smjör­inu getur hann lent í þeirri klípu að geta ekki sinnt öllum þeim sem vilja kaupa smjör. Í hag­fræði­legum skiln­ingi er því erfitt að festa hönd á magni umframsmjörs og umfram­mjólk­ur. Í hag­fræði­legum skiln­ingi er óvænt birgða­söfnun dæmi um of hátt verð­lag. Í hag­fræði­legum skiln­ingi er óvæntur skortur dæmi um að verð hafi verið sett of lágt. Það breytir því ekki að aðstæður geta verið þannig að það borgi sig fyrir einka­sala út frá hagn­að­ar­sjón­ar­miði að keyra fram­leiðslu á haug­ana (eða hleypa henni út í hol­ræsa­kerf­ið, sé um hrá­mjólk að ræða). Þannig munu sumir tísku­vöru­fram­leið­endur eyði­leggja óseldan lager frekar en að selja hann. Eftir að það til­tæki komst í hámæli hafa fyr­ir­tækin orðið fyrir tals­verðu nei­kvæðu umtali. Mjólk­ur­sam­salan hefur nú orðið upp­vís af að beita svip­uðum aðferðum og Karl Lag­er­feld og Gucci til að auðgast!

Auglýsing
Víkjum aðeins að verð­myndun smjörs. Eins og ég hef bent á áður þá verð­leggur MS fitu­ein­ing­una í smjöri með öðrum hætti en fitu­ein­ing­una í rjóma. Mjólk­ur­fita í formi rjóma kostar 3-4 sinnum meira en mjólk­ur­fita í formi smjörs. Verðið er ákveðið af Verð­lags­nefnd land­bún­að­ar­ins eftir til­lögu frá MS. Sem fyrr­ver­andi nefnd­ar­maður í umræddri nefnd veit ég að Mjólk­ur­sam­salan er afar treg til að gef upp­lýs­ingar um raun­kostnað við fram­leiðslu ein­stakra vinnslu­vara. Við vitum því ekki hvort rjóm­inn eða smjörið er „rétt“ verð­lagt miðað við raun­kostnað MS við að afla fit­unnar og vinna úr henni. Meðan ég sat í umræddri nefnd var mér tjáð að kom­inn væri halli á „verð­jöfn­un­ar­sjóð“ Sam­taka afurða­stöðva í mjólkur­iðn­aði (SAM). SAM vildi til­kynna Verð­lags­nefnd­inni að til stæði að auka „inn­greiðsl­ur“ frá ein­stökum greinum inn í sjóð­inn. Smjör er „greitt nið­ur“ með fjár­munum úr verð­jöfn­un­ar­sjóðn­um, rjómi er „skatt­lagð­ur“ af sjóðn­um. Neyslu­mjólk nýtur „nið­ur­greiðslu“. Það vakti athygli mína að margar góðar sölu­vörur MS greiða ekki í sjóð­inn. Það á t.d. við um Gríska jógúrt, en fram­legð í þeirri fram­leiðslu er lík­lega 2-3 föld á við fram­legð í fram­leiðslu skyrs. Þegar ég spurð­ist fyrir um hvers vegna var mér sagt að inn í sjóð­inn greiddu aðeins vörur sem voru í fram­leiðslu um miðjan 10 ára­tug síð­ustu ald­ar! Þ.e.a.s. sjóð­ur­inn er í raun aðeins brand­ari.

Lær­dóm­ur­inn af þessu öllu er sá að erfitt er að full­yrða með hlið­sjón af hag­fræði­legum rök­semdum að offram­leiðsla sé á smjöri á Íslandi. Hin rétta hag­fræði­lega full­yrð­ing er að miðað við fram­leiðslu MS á smjöri er verð á smjöri of hátt. Þá er það einnig ástæða til að spyrja hvort form­kröfum búvöru­laga hafi verið fylgt þegar ákvörðun var tekin um útflutn­ing smjörs haustið 2019. 

Höf­undur er pró­fessor í hag­fræði við Háskóla Íslands. 

Kanntu vel við Kjarnann?

Við á Kjarnanum þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kórónaveiran breiðist út – Viðbúnaður aukinn í Bandaríkjunum
Alþjóðaheilbrigðisstofnunin WHO hefur lýst því yfir, að nauðsynlegt sé að auka viðbúnað til að hefta útbreiðslu kórónaveirunnar.
Kjarninn 21. febrúar 2020
Magnús Halldórsson
Ekki gleyma listinni í stjórnmálabröltinu
Kjarninn 21. febrúar 2020
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra setti tvo dómara við Landsrétt í dag.
Sandra og Ása settar dómarar við Landsrétt
Dómsmálaráðherra hefur ákveðið að setja tvö af þeim þremur umsækjendum sem metnir voru hæfastir til að gegna embætti dómara við Landsrétt í embætti við réttinn. Niðurstaða dómnefndar tók breytingum frá því að hún lá fyrir í drögum og þar til hún var birt.
Kjarninn 21. febrúar 2020
Pottersen
Pottersen
Pottersen – 30. þáttur: Minning um helkrossa
Kjarninn 21. febrúar 2020
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Allt um nýju Samsung símana
Kjarninn 21. febrúar 2020
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Greiða atkvæði um samúðarverkfall
Verkföll Eflingarfélaga hjá einkareknum skólum og nágrannasveitarfélögum Reykjavíkurborgar verða sett í atkvæðagreiðslu eftir helgi.
Kjarninn 21. febrúar 2020
Þórður Snær Júlíusson
Stöðu hverra þarf raunverulega að „leiðrétta“?
Kjarninn 21. febrúar 2020
Frosti hættur hjá ORF Líftækni
Forstjóri ORF Líftækni hefur sagt upp störfum hjá fyrirtækinu, en mun sinna starfinu áfram þar til eftirmaður verður ráðinn. Vinna við að finna þann aðila er þegar hafin.
Kjarninn 21. febrúar 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar