Þeir sletta smjörinu sem eiga það

Prófessor í hagfræði segir að Mjólkursamsalan hafi nú orðið uppvís af að beita svipuðum aðferðum og Karl Lagerfeld og Gucci til að auðgast.

Auglýsing

Fram hefur komið í fréttum að Mjólk­ur­sam­salan dumpar nú 300 tonnum af smjöri á erlendan mark­að. Ég útskýrði í grein í Kjarn­anum að ástæða þess að MS kysi frekar að dumpa smjör­inu á erlendan markað en að þjóna íslenskum neyt­endum væru fjár­hags­leg­ar. Ávinn­ingur MS af þessu fram­ferði væri um fjórð­ungur úr millj­arði á þessu ári.

­Sam­skipta­stjóri MS er ekki ánægður með þessa upp­ljóstrun og full­yrðir í (svar)­grein í Kjarn­anum að MS sé nauð­ugur sá kostur einn að flytja út umrætt magn vegna fyr­ir­mæla í búvöru­lögum þess efnis að svokölluð umfram­mjólk skuli seld á erlendum mörk­uð­um. Á þeirri nauð­ung eru bæði laga­legar og hag­fræði­legar hlið­ar.

Hugum að laga­legu hlið­inni fyrst. Umrædd heim­ild til útflutn­ings mjólkur er í 52. Gr. Laga númer 99/1993 og hljóðar svo: „Fram­leiðsla mjólkur umfram greiðslu­mark skal fara á erlendan markað á ábyrgð hvers fram­leið­anda og við­kom­andi afurða­stöðv­ar. Fram­kvæmda­nefnd búvöru­samn­inga getur þó heim­ilað sölu þess­ara vara innan lands ef heild­ar­fram­leiðsla verður minni en sala og birgða­staða gefa til­efni til.“ Með hlið­sjón af orðum sam­skipta­full­trú­ans vekur athygli fyrst að „...Fram­kvæmda­nefnd búvara getur heiim­ilað sölu þess­ara vara inn­an­lands“.

Auglýsing
Samkvæmt orð­anna hljóð­ann ætti því að bera það undir fram­kvæmda­nefnd­ina hvort hún telji aðstæður kalli á sölu inn­an­lands frekar en erlend­is. Fram­kvæmda­nefndin getur jú því aðeins heim­ilað sölu inn­an­lands að hún sé fyrst upp­lýst um að til standi að flytja út! Starfs­maður Fram­kvæmda­nefnd­ar­innar og Ráð­gjafa­nefndar um inn- og útflutn­ing land­bún­að­ar­vara upp­lýsir mig um að engin erindi hafi borist þessum nefndum í tengslum við útflutn­ing MS á smjöri. Ég læt lög­lærðum eftir að meta hvort þar sé ekki verið að fara á svig við lög, en sem ólög­lærður get ég ekki séð annað en að MS sé skylt að upp­lýsa umræddar nefndir um áform um útflutn­ing mjólk­ur­af­urða og eftir atvikum sækj­ast eftir sam­þykki þeirra á þeim útflutn­ingi. Að lág­marki hvílir sú skylda á MS að upp­lýsa Fram­kvæmda­nefnd­ina um birgða­stöðu, fram­leiðslu og neyslu á helstu neyslu­vör­um. Ekki verður séð af fund­ar­gerðum nefnd­ar­innar að nefndin fái slíkar upp­lýs­ing­ar, sjá t.d. fund­ar­gerð frá 27/3/2019. En eðli­lega má setja spurn­ing­ar­merki við þá gjörð lög­gjafans að heim­ila aðila sem hefur þegið millj­arða króna á ári úr rík­is­sjóði til að fram­leiða mjólk að dumpa afurðum á erlendan mark­að. Nær væri að skylda fram­leiðslu­að­ila til að selja allar afurðir inn­an­lands.

Víkjum þá að hag­fræði­legu hlið­inni á meintri umfram­fram­leiðslu: Eft­ir­spurn ræðst af verði. Haldi einka­sali smjörs verði á smjöri mjög háu eykur hann lík­urnar á því að sitja uppi með umfram­birgð­ir. Lækki einka­sali verðið á smjör­inu getur hann lent í þeirri klípu að geta ekki sinnt öllum þeim sem vilja kaupa smjör. Í hag­fræði­legum skiln­ingi er því erfitt að festa hönd á magni umframsmjörs og umfram­mjólk­ur. Í hag­fræði­legum skiln­ingi er óvænt birgða­söfnun dæmi um of hátt verð­lag. Í hag­fræði­legum skiln­ingi er óvæntur skortur dæmi um að verð hafi verið sett of lágt. Það breytir því ekki að aðstæður geta verið þannig að það borgi sig fyrir einka­sala út frá hagn­að­ar­sjón­ar­miði að keyra fram­leiðslu á haug­ana (eða hleypa henni út í hol­ræsa­kerf­ið, sé um hrá­mjólk að ræða). Þannig munu sumir tísku­vöru­fram­leið­endur eyði­leggja óseldan lager frekar en að selja hann. Eftir að það til­tæki komst í hámæli hafa fyr­ir­tækin orðið fyrir tals­verðu nei­kvæðu umtali. Mjólk­ur­sam­salan hefur nú orðið upp­vís af að beita svip­uðum aðferðum og Karl Lag­er­feld og Gucci til að auðgast!

Auglýsing
Víkjum aðeins að verð­myndun smjörs. Eins og ég hef bent á áður þá verð­leggur MS fitu­ein­ing­una í smjöri með öðrum hætti en fitu­ein­ing­una í rjóma. Mjólk­ur­fita í formi rjóma kostar 3-4 sinnum meira en mjólk­ur­fita í formi smjörs. Verðið er ákveðið af Verð­lags­nefnd land­bún­að­ar­ins eftir til­lögu frá MS. Sem fyrr­ver­andi nefnd­ar­maður í umræddri nefnd veit ég að Mjólk­ur­sam­salan er afar treg til að gef upp­lýs­ingar um raun­kostnað við fram­leiðslu ein­stakra vinnslu­vara. Við vitum því ekki hvort rjóm­inn eða smjörið er „rétt“ verð­lagt miðað við raun­kostnað MS við að afla fit­unnar og vinna úr henni. Meðan ég sat í umræddri nefnd var mér tjáð að kom­inn væri halli á „verð­jöfn­un­ar­sjóð“ Sam­taka afurða­stöðva í mjólkur­iðn­aði (SAM). SAM vildi til­kynna Verð­lags­nefnd­inni að til stæði að auka „inn­greiðsl­ur“ frá ein­stökum greinum inn í sjóð­inn. Smjör er „greitt nið­ur“ með fjár­munum úr verð­jöfn­un­ar­sjóðn­um, rjómi er „skatt­lagð­ur“ af sjóðn­um. Neyslu­mjólk nýtur „nið­ur­greiðslu“. Það vakti athygli mína að margar góðar sölu­vörur MS greiða ekki í sjóð­inn. Það á t.d. við um Gríska jógúrt, en fram­legð í þeirri fram­leiðslu er lík­lega 2-3 föld á við fram­legð í fram­leiðslu skyrs. Þegar ég spurð­ist fyrir um hvers vegna var mér sagt að inn í sjóð­inn greiddu aðeins vörur sem voru í fram­leiðslu um miðjan 10 ára­tug síð­ustu ald­ar! Þ.e.a.s. sjóð­ur­inn er í raun aðeins brand­ari.

Lær­dóm­ur­inn af þessu öllu er sá að erfitt er að full­yrða með hlið­sjón af hag­fræði­legum rök­semdum að offram­leiðsla sé á smjöri á Íslandi. Hin rétta hag­fræði­lega full­yrð­ing er að miðað við fram­leiðslu MS á smjöri er verð á smjöri of hátt. Þá er það einnig ástæða til að spyrja hvort form­kröfum búvöru­laga hafi verið fylgt þegar ákvörðun var tekin um útflutn­ing smjörs haustið 2019. 

Höf­undur er pró­fessor í hag­fræði við Háskóla Íslands. 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Stóru viðskiptabankarnir þrír tilkynntu allir vaxtalækkanir í vikunni sem leið.
Bankarnir taka aftur forystu í húsnæðislánum
Stýrivaxtalækkanir, lækkun bankaskatts og afnám sveiflujöfnunarauka hafa haft áhrif á vaxtakjör sem og getu bankanna til að lána fé. Með tilliti til verðbólgu verða hagstæðustu vextirnir til húsnæðiskaupa nú hjá bönkum í stað lífeyrissjóða.
Kjarninn 31. maí 2020
Barnabókin „Ævintýri í Bulllandi“
Mæðgur dunduðu sér við að skrifa barnabók á meðan að COVID-faraldurinn hélt samfélaginu í samkomubanni. Þær safna nú fyrir útgáfu hennar á Karolina fund.
Kjarninn 31. maí 2020
Þorri landsmanna greiðir tekjuskatt og útsvar. Hluti greiðir hins vegar fyrst og fremst fjármagnstekjuskatt.
Tekjur vegna arðgreiðslna jukust í fyrra en runnu til færri einstaklinga
Alls voru tekjur vegna arðs 46,1 milljarður króna í fyrra. Þeim einstaklingum sem höfðu slíkar tekjur fækkaði á því ári. Alls eru 75 prósent eigna heimila landsins bundnar í fasteignum.
Kjarninn 31. maí 2020
Maskína leiðrétti framsetningu Moggans á göngugatnakönnun
Maskína, sem vann könnun á viðhorfum til varanlegra göngugatna fyrir hóp kaupmanna sem berst gegn göngugötum í miðborginni, sendi frá sér leiðréttingu á fimmtudag eftir að bjöguð mynd af niðurstöðunum var dregin fram í Morgunblaðinu.
Kjarninn 31. maí 2020
Auður Jónsdóttir
Þú verður að deyja fyrir samfélagið!
Kjarninn 31. maí 2020
Stefán Ólafsson
Atvinnuleysisbætur eru alltof lágar
Kjarninn 31. maí 2020
Inger Støjberg, þáverandi ráðherra innflytjendamála í dönsku stjórninni, sést hér á fundi í Brussel 25. janúar árið 2016. Þann sama dag sá hún fréttir sem gerðu hana hoppandi illa og urðu kveikjan að þeim embættisfærslum sem nú eru til rannsóknar.
Að tala tungum tveim og draga kanínu úr hatti
Danskir stjórnmálaskýrendur sem fylgjast með rannsókn á embættisfærslum Inger Støjberg, fyrrverandi ráðherra, segja hana hafa talað tungum tveim í yfirheyrslum vegna rannsóknarinnar. Minnisblað sem enginn hafði áður heyrt minnst á dúkkaði skyndilega upp.
Kjarninn 31. maí 2020
Donald Trump á blaðamannafundi í vikunni, þar sem hann undirritaði forsetatilskipun sem ætlað er að refsa einkafyrirtækjum fyrir að ritskoða efni á internetinu.
Trump steig á endanum yfir línuna sem Twitter hafði dregið í sandinn
Árið 2018 byrjaði Twitter að þróa lausn til að bregðast við því að stjórnmálamenn töluðu með misvísandi eða meiðandi hætti á miðlinum. Í þessari viku beitti miðilinn þessu meðali sínu gegn Donald Trump í fyrsta sinn. Og sá varð reiður.
Kjarninn 30. maí 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar