Smjörklípa Þórólfs

Samskiptastjóri Mjólkursamsölunnar svarar grein Þórólfs Matthíassonar og smjör.

Auglýsing

Þórólfur Matth­í­as­son skrif­aði um íslenska smjörið og Mjólk­ur­sam­söl­una en gætti ekki að því að  grunn­for­sendur sínar væru rétt­ar, nánar til­tekið lög lands­ins. Mjólk­ur­sam­salan vinnur eftir íslenskum lögum og getur því ekki ákveðið að lækka verð á smjöri ekki frekar en Þórólfur getur ráðið starfs­mann og ákveðið að borga undir lág­marks­launum á Ísland­i. 

­Mjólk­ur­sam­söl­unni er skylt sam­kvæmt ákvörðun og sam­þykktum eig­enda sinna, Auð­humlu sam­vinnu­fé­lagi bænda taka á móti allri mjólk sem bændur fram­leiða, innan og utan greiðslu­marks. Ár­lega er greiðslu­mark(fram­leiðslu­kvóti) ákvarðað af rík­inu sam­kvæmt búvöru­lögum til þess að full­nægja inn­an­lands­neyslu. Greiðslu­mark er nánar skil­greint í búvöru­lögum og hægt að kynna sér með auð­veldum hætti.

Sam­kvæmt þeim lögum er Mjólk­ur­sam­söl­unni skylt að flytja út mjólk­ur­af­urðir sem eru fram­leiddar úr mjólk utan greiðslu­marks. Mjólk utan greiðslu­marks er keypt á tölu­vert lægra verði enda ekki tekju­tryggð af samn­ingum ríkis og bænda.

 Út­flutn­ingur á smjöri síð­ustu mán­uði er úr mjólk sem fram­leidd er utan greiðslu­marks og ræðst verð á þeim af heims­mark­aðs­verði í heild­sölu. Ísland hefur nú um 426 tonna toll­kvóta fyrir smjör inn til ESB. Það er því rangt hjá Þórólfi að útflutn­ingur 300 tonna leiði það af sér að útflutn­ing­ur­inn verði toll­að­ur­.  

Greiðslu­markið hefur í raun verið ákvarðað skyn­sam­lega af íslenska rík­inu sl. ár. Það fylgir inn­an­lands­neyslu en fylgir ekki spá alþjóða­stofn­ana eins og Þórólfur Matth­í­as­son vildi meina að ætti að skoða. Sann­leik­ur­inn er sá að sölu­aukn­ing í magni á mjólk er 20% milli áranna 2013-2018 og aukn­ing í neyslu á smjöri 43% á sama tíma www.­sam.is sem skýrist meðal ann­ars af fjölgun Íslend­inga og aukn­ingu ferða­manna. Aðstæður sem ekki er hægt að meta út frá spá OECD/FAO á heim­inum almennt.

Auglýsing
Miðað við kostnað (hrá­efni, umbúðir ofl) er smjör selt undir kostn­að­ar­verði í dag á Íslandi. Verðið er ákvarðað af nefnd á vegum rík­is­ins þar sem eiga sæti full­trúar bænda, afurða­stöðva, neyt­enda og stjórn­valda. Að lækka verðið frá því sem það er í dag myndi því þýða að ríkið væri að skylda Mjólk­ur­sam­söl­una til þess að tapa meira á smjör­inu en ger­ist í dag.

Það er nú þegar flutt inn tölu­vert af fitu sem lands­menn hafa val um. Nægir að nefna ótal smjör­lík­s­teg­undir í versl­unum sem dæmi um sam­keppni en samt eykst sala á íslensku smjöri. Íslend­ingar vilja íslenska fram­leiðslu. Það er líka til toll­kvóti fyrir erlent smjör til Íslands án tolla, en þessi heim­ild hefur lítið verið not­uð.

Að lokum er verð­lag á Íslandi almennt annað en ann­ars staðar og lífs­kjör eru með því besta í heim­inum. EFTA ríkin Sviss, Liechten­stein, Nor­egur og Ísland greiða hæst laun meðal ESB/EFTA ríkj­anna. Að greiða bændum og starfs­mönnum laun á íslensku verð­lagi fyrir vinnu sína er hagur okkar allra.

Höf­undur er sam­skipta­stjóri Mjólk­ur­sam­söl­unn­ar.

Kanntu vel við Kjarnann?

Við á Kjarnanum þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kjarasamningar þorra aðildarfélaga BSRB hafa verið lausir frá 1. apríl í fyrra.
Formaður BSRB: Ekkert þokast nær ásættanlegri niðurstöðu
„Það eru mikil vonbrigði að við höfum ekki náð að þokast nær ásættanlegri niðurstöðu. Það er stutt í að verkfallsaðgerðir hefjist og mörg stór mál sem bíða úrlausnar,“ segir Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB.
Kjarninn 27. febrúar 2020
Maður með andlitsgrímu á hóteli í Austurríki þar sem kona sem smituð er af kórónuveirunni dvelur.
Dæmi um að fólk smitist aftur af veirunni
Nú, þegar nýja kórónuveiran hefur breiðst út til tæplega fimmtíu landa, er enn margt á huldu um hvernig hún hegðar sér. Um 14% þeirra sem sýktust, náðu heilsu og voru útskrifaðir af sjúkrahúsum í Kína hafa sýkst aftur.
Kjarninn 27. febrúar 2020
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður VG.
Útilokar ekki vorkosningar á næsta ári
Forsætisráðherra segist ekki útiloka þann möguleika að kosið verði til Alþingis að vori 2021 í staðinn fyrir í lok október en þá lýkur yfirstandandi kjörtímabili.
Kjarninn 27. febrúar 2020
Tveir stærstu lífeyrissjóðir landsins framkvæmdu ólögmæta breytingu á útreikningum á vöxtum á breytilegum verðtryggðum lánum í fyrra.
Sumir lántakar hjá sjóði verzlunarmanna að greiða vexti sem hafa ekki sést áður
Hópur lántakenda hjá næst stærsta lífeyrissjóði landsins, sem varð fyrir vaxtabreytingu, sem reyndist síðar óheimili fær brátt ofgreiddar greiðslur endurgreiddar. Vextir á lánum þeirra munu reiknast eftir fyrri reglu, og eru undir tveimur prósentum.
Kjarninn 27. febrúar 2020
Erfitt getur verið fyrir eldri innflytjendur að finna upplýsingar um réttindi aldraðra og þjónustu við þá.
Eldri konur af erlendum uppruna „ósýnilegar“ í umræðunni og oft einangraðar
Eldri konur af erlendum uppruna hér á landi eru oft einangraðar og því lítið vitað um ofbeldi eða áreitni sem þær gætu hafa orðið fyrir. Sjaldgæft er að þær leiti sér aðstoðar vegna heimilisofbeldis.
Kjarninn 27. febrúar 2020
Sýn krefur Jón Ásgeir og Ingibjörgu, 365 miðla og Torg um meira en milljarð
Kaup Sýnar á 365 hafa dregið dilk á eftir sér. Deilur eru nú komin inn á borð dómstóla.
Kjarninn 26. febrúar 2020
Sýn tapaði 1,7 milljörðum í fyrra
Rekstrarafkoma Sýnar versnaði mikið milli ára. Niðurfærsla á viðskiptavild litaði afkomu ársins í fyrra.
Kjarninn 26. febrúar 2020
Samherji er grunaður um að hafa greitt mútur fyrir aðgang að ódýrari kvóta í Namibíu.
Skattrannsóknarstjóri fékk gögn um Samherja fyrir Kveiksþáttinn
Yfirvöld í Namibíu höfðu sent skattrannsóknarstjóra gögn um Samherja áður en viðskiptahættir fyrirtækisins í Namibíu voru opinberaðir í fjölmiðlum. Embættið fundaði með háttsettum aðilum í fjármála- og efnahagsráðuneytinu 18. nóvember 2019.
Kjarninn 26. febrúar 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar