Smjörklípa Þórólfs

Samskiptastjóri Mjólkursamsölunnar svarar grein Þórólfs Matthíassonar og smjör.

Auglýsing

Þórólfur Matth­í­as­son skrif­aði um íslenska smjörið og Mjólk­ur­sam­söl­una en gætti ekki að því að  grunn­for­sendur sínar væru rétt­ar, nánar til­tekið lög lands­ins. Mjólk­ur­sam­salan vinnur eftir íslenskum lögum og getur því ekki ákveðið að lækka verð á smjöri ekki frekar en Þórólfur getur ráðið starfs­mann og ákveðið að borga undir lág­marks­launum á Ísland­i. 

­Mjólk­ur­sam­söl­unni er skylt sam­kvæmt ákvörðun og sam­þykktum eig­enda sinna, Auð­humlu sam­vinnu­fé­lagi bænda taka á móti allri mjólk sem bændur fram­leiða, innan og utan greiðslu­marks. Ár­lega er greiðslu­mark(fram­leiðslu­kvóti) ákvarðað af rík­inu sam­kvæmt búvöru­lögum til þess að full­nægja inn­an­lands­neyslu. Greiðslu­mark er nánar skil­greint í búvöru­lögum og hægt að kynna sér með auð­veldum hætti.

Sam­kvæmt þeim lögum er Mjólk­ur­sam­söl­unni skylt að flytja út mjólk­ur­af­urðir sem eru fram­leiddar úr mjólk utan greiðslu­marks. Mjólk utan greiðslu­marks er keypt á tölu­vert lægra verði enda ekki tekju­tryggð af samn­ingum ríkis og bænda.

 Út­flutn­ingur á smjöri síð­ustu mán­uði er úr mjólk sem fram­leidd er utan greiðslu­marks og ræðst verð á þeim af heims­mark­aðs­verði í heild­sölu. Ísland hefur nú um 426 tonna toll­kvóta fyrir smjör inn til ESB. Það er því rangt hjá Þórólfi að útflutn­ingur 300 tonna leiði það af sér að útflutn­ing­ur­inn verði toll­að­ur­.  

Greiðslu­markið hefur í raun verið ákvarðað skyn­sam­lega af íslenska rík­inu sl. ár. Það fylgir inn­an­lands­neyslu en fylgir ekki spá alþjóða­stofn­ana eins og Þórólfur Matth­í­as­son vildi meina að ætti að skoða. Sann­leik­ur­inn er sá að sölu­aukn­ing í magni á mjólk er 20% milli áranna 2013-2018 og aukn­ing í neyslu á smjöri 43% á sama tíma www.­sam.is sem skýrist meðal ann­ars af fjölgun Íslend­inga og aukn­ingu ferða­manna. Aðstæður sem ekki er hægt að meta út frá spá OECD/FAO á heim­inum almennt.

Auglýsing
Miðað við kostnað (hrá­efni, umbúðir ofl) er smjör selt undir kostn­að­ar­verði í dag á Íslandi. Verðið er ákvarðað af nefnd á vegum rík­is­ins þar sem eiga sæti full­trúar bænda, afurða­stöðva, neyt­enda og stjórn­valda. Að lækka verðið frá því sem það er í dag myndi því þýða að ríkið væri að skylda Mjólk­ur­sam­söl­una til þess að tapa meira á smjör­inu en ger­ist í dag.

Það er nú þegar flutt inn tölu­vert af fitu sem lands­menn hafa val um. Nægir að nefna ótal smjör­lík­s­teg­undir í versl­unum sem dæmi um sam­keppni en samt eykst sala á íslensku smjöri. Íslend­ingar vilja íslenska fram­leiðslu. Það er líka til toll­kvóti fyrir erlent smjör til Íslands án tolla, en þessi heim­ild hefur lítið verið not­uð.

Að lokum er verð­lag á Íslandi almennt annað en ann­ars staðar og lífs­kjör eru með því besta í heim­inum. EFTA ríkin Sviss, Liechten­stein, Nor­egur og Ísland greiða hæst laun meðal ESB/EFTA ríkj­anna. Að greiða bændum og starfs­mönnum laun á íslensku verð­lagi fyrir vinnu sína er hagur okkar allra.

Höf­undur er sam­skipta­stjóri Mjólk­ur­sam­söl­unn­ar.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Kvótaþak óbreytt í tillögum – sem og hvað aðilar þurfi að eiga hvor í öðrum til að teljast tengdir
Lokaskýrsla verkefnastjórnar um bætt eftirlit með fiskveiðiauðlindinni hefur litið dagsins ljós og hefur hún verið afhent Kristjáni Þór Júlíussyni, sjávarútvegsráðherra. Einn stjórnarmeðlimur setur sérstakan fyrirvara við skýrsluna.
Kjarninn 10. júlí 2020
Pottersen
Pottersen
Pottersen – 39. þáttur: Naumlega sloppið!
Kjarninn 10. júlí 2020
Ingimundur Bergmann
Hótelhald, búfjárhald og pólitík
Kjarninn 10. júlí 2020
Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans.
„Allir eru á dekki“ við að tryggja áfram landamæraskimun
Starfsfólk Landspítalans hefur brugðist við „af ótrúlegri snerpu og atorku“ með það að markmiði að tryggja að skimun á landamærum geti haldið áfram eftir 13. júlí. „Allir eru á dekki,“ segir Páll Matthíasson, forstjóri spítalans.
Kjarninn 10. júlí 2020
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir – Börnin
Kjarninn 10. júlí 2020
Félag leikskólakennara skrifar undir nýjan kjarasamning
Þrjú aðildarfélög KÍ hafa skrifað undir kjarasamninga við samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga: Félag leikskólakennara, Skólastjórafélag Íslands og Félag stjórnenda leikskóla.
Kjarninn 10. júlí 2020
Farþegaskipið Boreal heldur frá Reykjavíkurhöfn á morgun. Það tekur um 200 farþega en í fyrstu siglingunni verða á bilinu 50 til 60 farþegar sem allir koma með flugi frá París á morgun.
Ekki fást upplýsingar um sóttvarnaráðstafanir frá umboðsaðila Boreal
Fyrsta farþegaskip sumarsins heldur frá Reykjavíkurhöfn á morgun. Starfsfólk skipafélags tjáir sig ekki um sóttvarnaráðstafanir sem gerðar hafa verið vegna farþega sem hyggjast sigla, en þeir koma með flugi frá París á morgun.
Kjarninn 10. júlí 2020
Farandverkamenn í haldi lögreglumanna í lok maí.
„Blaðamennska er ekki glæpur“
Yfirvöld í Malasíu hafa ítrekað yfirheyrt fréttamenn sem fjallað hafa um aðstæður farandverkamanna í landinu í faraldri COVID-19. Hópur fréttamanna Al Jazeera var yfirheyrður í dag vegna heimildarmyndar sem varpar ljósi á harðar aðgerðir gegn verkamönnum.
Kjarninn 10. júlí 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar