Smjörklípa Þórólfs

Samskiptastjóri Mjólkursamsölunnar svarar grein Þórólfs Matthíassonar og smjör.

Auglýsing

Þórólfur Matth­í­as­son skrif­aði um íslenska smjörið og Mjólk­ur­sam­söl­una en gætti ekki að því að  grunn­for­sendur sínar væru rétt­ar, nánar til­tekið lög lands­ins. Mjólk­ur­sam­salan vinnur eftir íslenskum lögum og getur því ekki ákveðið að lækka verð á smjöri ekki frekar en Þórólfur getur ráðið starfs­mann og ákveðið að borga undir lág­marks­launum á Ísland­i. 

­Mjólk­ur­sam­söl­unni er skylt sam­kvæmt ákvörðun og sam­þykktum eig­enda sinna, Auð­humlu sam­vinnu­fé­lagi bænda taka á móti allri mjólk sem bændur fram­leiða, innan og utan greiðslu­marks. Ár­lega er greiðslu­mark(fram­leiðslu­kvóti) ákvarðað af rík­inu sam­kvæmt búvöru­lögum til þess að full­nægja inn­an­lands­neyslu. Greiðslu­mark er nánar skil­greint í búvöru­lögum og hægt að kynna sér með auð­veldum hætti.

Sam­kvæmt þeim lögum er Mjólk­ur­sam­söl­unni skylt að flytja út mjólk­ur­af­urðir sem eru fram­leiddar úr mjólk utan greiðslu­marks. Mjólk utan greiðslu­marks er keypt á tölu­vert lægra verði enda ekki tekju­tryggð af samn­ingum ríkis og bænda.

 Út­flutn­ingur á smjöri síð­ustu mán­uði er úr mjólk sem fram­leidd er utan greiðslu­marks og ræðst verð á þeim af heims­mark­aðs­verði í heild­sölu. Ísland hefur nú um 426 tonna toll­kvóta fyrir smjör inn til ESB. Það er því rangt hjá Þórólfi að útflutn­ingur 300 tonna leiði það af sér að útflutn­ing­ur­inn verði toll­að­ur­.  

Greiðslu­markið hefur í raun verið ákvarðað skyn­sam­lega af íslenska rík­inu sl. ár. Það fylgir inn­an­lands­neyslu en fylgir ekki spá alþjóða­stofn­ana eins og Þórólfur Matth­í­as­son vildi meina að ætti að skoða. Sann­leik­ur­inn er sá að sölu­aukn­ing í magni á mjólk er 20% milli áranna 2013-2018 og aukn­ing í neyslu á smjöri 43% á sama tíma www.­sam.is sem skýrist meðal ann­ars af fjölgun Íslend­inga og aukn­ingu ferða­manna. Aðstæður sem ekki er hægt að meta út frá spá OECD/FAO á heim­inum almennt.

Auglýsing
Miðað við kostnað (hrá­efni, umbúðir ofl) er smjör selt undir kostn­að­ar­verði í dag á Íslandi. Verðið er ákvarðað af nefnd á vegum rík­is­ins þar sem eiga sæti full­trúar bænda, afurða­stöðva, neyt­enda og stjórn­valda. Að lækka verðið frá því sem það er í dag myndi því þýða að ríkið væri að skylda Mjólk­ur­sam­söl­una til þess að tapa meira á smjör­inu en ger­ist í dag.

Það er nú þegar flutt inn tölu­vert af fitu sem lands­menn hafa val um. Nægir að nefna ótal smjör­lík­s­teg­undir í versl­unum sem dæmi um sam­keppni en samt eykst sala á íslensku smjöri. Íslend­ingar vilja íslenska fram­leiðslu. Það er líka til toll­kvóti fyrir erlent smjör til Íslands án tolla, en þessi heim­ild hefur lítið verið not­uð.

Að lokum er verð­lag á Íslandi almennt annað en ann­ars staðar og lífs­kjör eru með því besta í heim­inum. EFTA ríkin Sviss, Liechten­stein, Nor­egur og Ísland greiða hæst laun meðal ESB/EFTA ríkj­anna. Að greiða bændum og starfs­mönnum laun á íslensku verð­lagi fyrir vinnu sína er hagur okkar allra.

Höf­undur er sam­skipta­stjóri Mjólk­ur­sam­söl­unn­ar.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þjóðskrá afhendir upplýsingar um meðlimi í trú- og lífsskoðunarfélögum
Úrskurðarnefnd um upplýsingamál mat það svo að netföng væru ekki viðkæmar persónuupplýsingar.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS.
SFS segjast gera kröfu til sjávarútvegsins um að starfa heiðarlega og löglega
Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi segjast vilja vera fyrirmynd og í fremstu röð í heiminum þegar kemur að sjávarútvegi. Þau ætla að styðja stjórnvöld í aðgerðum sínum sem eru tilkomnar vegna Samherjamálsins.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Kristbjörn Árnason
Enn einu sinni springur kapítalisminn í loft upp á græðginni og siðleysinu
Leslistinn 19. nóvember 2019
Árni M. Mathiesen, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra.
Fyrrverandi ráðherra á meðal stjórnenda stofnunar sem gerir úttekt á útgerðum
Árni Mathiesen, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra, er aðstoðarframkvæmdastjóri fiskveiðisviðs stofnunarinnar sem Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra, hefur falið að gera úttekt á viðskiptaháttum útgerða í þróunarlöndum.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra.
FAO vinni úttekt á viðskiptaháttum útgerða í þróunarlöndum
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra mun hafa frumkvæði að því Alþjóðamatvælastofnunin vinni úttekt á viðskiptaháttum útgerða sem stunda veiðar og eiga í viðskiptum með aflaheimildir í þróunarlöndum.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Björgólfur úr stjórn Sjóvá „vegna anna“
Björgólfur Jóhannsson hefur ákveðið að víkja tímabundið úr stjórn Sjóvá. Hann var stjórnarformaður félagsins. Björgólfur tók nýverið við forstjórastöðunni hjá Samherja.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Julian Assange
Rannsókn gegn Assange felld niður
Samkvæmt WikiLeaks hefur rannsókn á hendur Julian Assange verið felld niður. Ritstjóri miðilsins, Kristinn Hrafnsson, segir að um réttarfarsskandal sé að ræða.
Kjarninn 19. nóvember 2019
GAMMA lokar starfsstöð sinni í Garðarstræti og flytur til Kviku
GAMMA, sem fór mikinn í íslensku fjármálalífi síðastliðinn áratug, er nú vart til nema að nafninu til. Starfsemi fyrirtækisins hefur verið flutt í nýjar höfuðstöðvar Kviku.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar