Auglýsing

Nýlega var kynnt nýsköp­un­ar­stefna fyrir Ísland. Guð­mundur Haf­steins­son, frum­kvöð­ull, leiddi vinnu stýri­hóps Þór­dísar Kol­brúnar Reyk­fjörð Gylfa­dótt­ur, ráð­herra nýsköp­un­ar­mála, sem skil­aði af sér skýrslu um mál­efnin.

Ólíkt mörgum öðrum skýrslum á vegum hins opin­bera þá finnst mér þessi skýrsla vera afar aðgengi­leg og rammar vel inn hlut­verk nýsköp­unar í sam­fé­lag­inu. Hún boðar ekki sér­tækar lausnir en teiknar upp áskor­an­irnar sem Ísland stendur frammi fyr­ir.

Fyrir vikið fá stjórn­mála­menn og atvinnu­lífið gott aðhald, því spurn­ing­in; Og hvað svo? Kemur óneit­an­lega upp í hug­ann. Stjórn­mál­menn, fjár­fest­ar, mennta­kerfið og leið­togar í atvinnu­líf­inu eiga næsta leik. Það er þeirra að láta verkin tala og gera Ísland að ein­stakri fyr­ir­mynd. 

Auglýsing

Sterkir sam­fé­lags­legir inn­viðir á Íslandi, í sam­an­burði við mörg önnur lönd, gefa gott færi á því að ýta undir þátt nýsköp­unar í sam­fé­lag­inu. Guð­mundur hefur sjálfur lýst því í erindum um frum­kvöðla­starf­semi, að Íslandi eigi að vera til­rauna­land fyrir tækninýj­ungar fyrir umheim­inn. Það má til sanns vegar fær, og raunar mörg dæmi um það til nú þegar þar sem Ísland hefur verið í því hlut­verki. Marel og Össur eru lík­lega aug­ljós dæmi. 

Í ský­sl­unni eru sett fram 10 nýsköp­un­ar­boð­orð fyrir Ísland sem kölluð eru leið­ar­ljós í skýrsl­unn­i. 

Þau eru eft­ir­far­andi.

1. Hug­vit ein­stak­linga er mik­il­væg­asta upp­spretta nýsköp­un­ar 

2. Nýsköpun er sam­ofin menn­ingu, sam­fé­lagi og efna­hags­lífi og þrífst meðal ein­stak­linga, mis­mun­andi skipu­lags­heilda og í fjöl­breyttu umhverfi 

3. Þykj­umst ekki vita það sem ekki er hægt að vita 

4. Ósigrar eru óhjá­kvæmi­legir en upp­gjöf er óásætt­an­leg 

5. Engar lausnir eru end­an­leg­ar 

6. Nýsköpun er ekki línu­legt ferli 

7. Nýsköpun er for­senda lífs­gæða í for­tíð, nútíð og fram­tíð 

8. Fjár­magn til rann­sókna og frum­kvöðla frekar en í umsýslu og yfir­bygg­ingu 

9. Áhersla á árangur frekar en útgjöld og fyr­ir­höfn 

10. Þegar við horfum út í heim þá horfir heim­ur­inn til okkar

Von­andi ná þessi boð­orð að festa sig í sessi sem stefnu­mál, því í þeim felst góð leið­sögn þegar kemur að útfærslu á sér­tækum aðgerð­u­m. 

Vafa­lítið bíða margir spenntir eftir sér­tækum aðgerðum stjórn­mála­manna, en hér að neðan verða nefndar þrjár hug­myndir sem gætu ýtt undir að Ísland verði til­rauna­land fyrir tækninýj­ung­ar, suðu­pottur nýsköp­un­ar, í fram­tíð­inn­i. 

1. Skatta­legar íviln­anir fyrir frum­kvöðla er alþjóð­legt sam­keppn­is­at­riði og óhjá­kvæmi­legt er fyrir Ísland að velta fyrir sér hvort við séum að gera nóg í þessum efn­um. 

Til dæmis er und­ar­legt að hugsa til þess að ný fyr­ir­tæki - og frum­kvöðla­starf almennt - þurfi að taka þátt í fjár­mögnun atvinnu­leys­is­trygg­inga­sjóðs strax frá byrjun starf­sem­innar með greiðslu trygg­ing­ar­gjalds og opin­berra gjalda. 

Rann­sóknir hafa marg­stað­fest það að frum­kvöðla­starf er veru­lega áhættu­samt, og algengt að rann­sóknir leiði fram að 1 til 5 pró­sent fyr­ir­tækja sem hefji starf­semi gangi upp á end­an­um. Oft er það upp­hafs­tím­inn sem er áhættu­mest­ur, þegar fyr­ir­tæki og frum­kvöðlar eru að snúa hug­mynd­unum upp í fyr­ir­tæki og starf­semi, og fá til sín fólk. 

Það ætti að koma til greina að lækka þetta gjald veru­lega fyrir nýsköp­un­ar- og frum­kvöðla­starf­semi, jafn­vel afnema það. Það auð­veldar aðgengi að fjár­magni, þar sem áhætta fjár­festa minnkar og upp­bygg­ing­ar­ferlið verður ódýr­ara. Það er vel hægt að útfæra þetta þannig að þetta nái til nýsköp­un­ar- og frum­kvöðla­starf­semi ein­göngu.

2. Annað atriðið snýr að skipu­lags­mál­um, svo und­ar­lega sem það kann að hljóma fyrir ein­hverj­um. Það sem kemur fólki yfir­leitt mest á óvart, þegar rætt er við útlend­inga um Ísland, er hvað landið er fámennt. Margir trúa því hrein­lega ekki hversu fá við erum.

Við erum ein­ungis 360 þús­und og höf­uð­borg­ar­svæðið er á mörkum þess að telj­ast borg, í alþjóð­legum sam­an­burði, með sína 200 þús­und íbú­a. 

Þess vegna skiptir svo miklu máli að gera mikið úr því litla sem við höf­um. Upp­bygg­ing í Vatns­mýr­inni, þar sem er flug­völlur núna, er aug­ljóst dauða­færi til að byggja upp mann- og atvinnu­líf á svæði milli stærstu háskóla lands­ins, Háskóla Íslands og Háskól­ans í Reykja­vík. Upp­bygg­ingin í jaðri flug­vall­ar­ins hefur verið mögn­uð, en það ætti að ýta undir að flýta þess­ari upp­bygg­ingu. Auð­velt er að sjá það fyrir sér, að á þessu svæði geti verið kjör­lendi - góðar aðstæður - til að efla háskóla­sam­fé­lagið á Íslandi, og um leið styrkja eina borg­ar­svæðið sem við höf­um. Borgir eru sífellt að skipta meira máli í heim­inum og ekki ætti að van­meta þann þátt, þó Ísland sé lítið og fámennt. 

Það að ná sátt um að skipu­leggja upp­bygg­ingu á flug­vall­ar­svæð­inu í Vatns­mýri, með nýsköp­un­ar­starf að leið­ar­ljósi, ætti að vera gott fram­lag til þess efla nýsköp­un. Því fyrr sem þetta ger­ist, því betra.

3. Þriðja atriðið snýr að stór­auknum fjár­fram­lögum - bæði hjá hinu opin­bera og einka­fyr­ir­tækjum - þegar kemur að sölu- og mark­aðs­starfi. Rauður þráður í reynslu­sögum þeirra frum­kvöðla sem hafa nóð góðum árangri - jafn­vel eftir erf­iða fæð­ingu og langan upp­bygg­ing­ar­tíma - er að við Íslend­ingar búum yfir afar tak­mark­aðri þekk­ingu á sölu- og mark­aðs­starfi. Vissu­lega eru á þessu mik­il­vægar und­an­tekn­ing­ar, en heilt yfir þá er sölu- og mark­aðs­starf, t.d. í hug­bún­að­ar­geira og ýmsu öðru, eitt­hvað sem erf­ið­lega hefur gengið að byggja upp á Ísland­i. 

Það er ekki óeðli­legt, enda erfitt að vera langt frá helstu mörk­uð­um. Með auknum tækni­fram­förum á ýmsum sviðum verður þetta atriði eflaust enn mik­il­væg­ara. Þetta á t.d. við um nýsköp­un­ar­starf í mat­væla­fram­leiðslu og fleiru. Með því að stór­auka slag­kraft í sölu á mark­aðs­starfi - annað hvort með íviln­unum eða auknum fjár­fram­lögum - þá er hægt að ýta betur undir að fyr­ir­tæki ná árangri. 

Það gleym­ist stundum í umræðu um nýsköpun á Íslandi, að hún er ekk­ert sér­stak­lega líf­leg í alþjóð­legum sam­an­burði. Ef það má gagn­rýna helstu leið­toga okkar í nýsköp­un­ar­starfi fyrir eitt­hvað, þá er það helst að það vantar stundum gagn­rýna hugsun ekki síst í garð stjórn­mála­manna. Það er talað mikið um mik­inn kraft í frum­kvöðl­um, en mætti huga meira að því hvernig mætti gera hann enn meiri. 

Núna er staðan þannig, sam­kvæmt tölum Hag­stofu Íslands, að störfum í tækni- og hug­bún­að­ar­geira, hefur verið að fækka um mörg hund­ruð milli ára. Á miklu hag­vaxt­ar­skeiði frá 2012 til 2018 þá fjölg­aði störfum um rúm­lega 20 þús­und, en margt bendir til þess að mik­ill meiri­hluti starf­anna hafi verið ekki vel launuð störf sem unnin voru af fólki sem kom til lands­ins frá Aust­ur-­Evr­ópu - mest karlar - og lagði vissu­lega gott til með því. En hvað er góður hag­vöxtur og hvað er slæmur hag­vöxtur fyrir þjóð­ríki? Hver er stefnan þegar kemur að þróun mannauðs­ins í land­inu? Hvernig störf viljum við búa til?

Hér má sjá þróun starfa í hagkerfinu, samkvæmt tölum Hagstofu Íslands, frá 11. september.

Upp í hug­ann kemur tíunda nýsköp­un­ar­boð­orð­ið: Þegar við horfum út í heim þá horfir heim­ur­inn til okk­ar. 

Til að Ísland geti orðið að til­rauna­landi fyrir tækninýj­ungar - að nýsköp­un­ar­sam­fé­lagi sem við viljum að bygg­ist upp - þá þarf að takast á við erf­iðu spurn­ing­arnar um hvers vegna hag­kerfið þró­ast eins og það þró­ast. Hvernig verður Ísland hluti af alþjóð­legu mark­aðs­svæði, með dýpri ræt­ur? Eru íslenskar sér­lausnir í pen­inga­málum skyn­sam­legar eða ekki? 

Þetta eru spurn­ingar sem þarf að svara. En áður en það er gert, þá ætti að stór­auka fram­lög til sölu- og mark­aðs­starfs erlend­is. Með tím­anum myndi það kannski færa rök­ræðu um sér­lausnir í pen­inga­málum nær stjórn­mála­mönn­um. Þeir virð­ast stundum hafa það of gott, og ekki þekkja frum­kvöðla­starfið af reynslu. 

Eft­ir­fylgni

Þór­dís Kol­brún ber það með sér að vera afburða stjórn­mála­maður og stefnu­mörkun í nýsköp­un­ar­málum fyrir Ísland er lík­lega hennar stærsta mál. Von­andi fylgir hún því vel eftir með félögum sínum í stjórn­mála­stétt­inn­i. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiLeiðari