Auglýsing

Nýlega var kynnt nýsköp­un­ar­stefna fyrir Ísland. Guð­mundur Haf­steins­son, frum­kvöð­ull, leiddi vinnu stýri­hóps Þór­dísar Kol­brúnar Reyk­fjörð Gylfa­dótt­ur, ráð­herra nýsköp­un­ar­mála, sem skil­aði af sér skýrslu um mál­efnin.

Ólíkt mörgum öðrum skýrslum á vegum hins opin­bera þá finnst mér þessi skýrsla vera afar aðgengi­leg og rammar vel inn hlut­verk nýsköp­unar í sam­fé­lag­inu. Hún boðar ekki sér­tækar lausnir en teiknar upp áskor­an­irnar sem Ísland stendur frammi fyr­ir.

Fyrir vikið fá stjórn­mála­menn og atvinnu­lífið gott aðhald, því spurn­ing­in; Og hvað svo? Kemur óneit­an­lega upp í hug­ann. Stjórn­mál­menn, fjár­fest­ar, mennta­kerfið og leið­togar í atvinnu­líf­inu eiga næsta leik. Það er þeirra að láta verkin tala og gera Ísland að ein­stakri fyr­ir­mynd. 

Auglýsing

Sterkir sam­fé­lags­legir inn­viðir á Íslandi, í sam­an­burði við mörg önnur lönd, gefa gott færi á því að ýta undir þátt nýsköp­unar í sam­fé­lag­inu. Guð­mundur hefur sjálfur lýst því í erindum um frum­kvöðla­starf­semi, að Íslandi eigi að vera til­rauna­land fyrir tækninýj­ungar fyrir umheim­inn. Það má til sanns vegar fær, og raunar mörg dæmi um það til nú þegar þar sem Ísland hefur verið í því hlut­verki. Marel og Össur eru lík­lega aug­ljós dæmi. 

Í ský­sl­unni eru sett fram 10 nýsköp­un­ar­boð­orð fyrir Ísland sem kölluð eru leið­ar­ljós í skýrsl­unn­i. 

Þau eru eft­ir­far­andi.

1. Hug­vit ein­stak­linga er mik­il­væg­asta upp­spretta nýsköp­un­ar 

2. Nýsköpun er sam­ofin menn­ingu, sam­fé­lagi og efna­hags­lífi og þrífst meðal ein­stak­linga, mis­mun­andi skipu­lags­heilda og í fjöl­breyttu umhverfi 

3. Þykj­umst ekki vita það sem ekki er hægt að vita 

4. Ósigrar eru óhjá­kvæmi­legir en upp­gjöf er óásætt­an­leg 

5. Engar lausnir eru end­an­leg­ar 

6. Nýsköpun er ekki línu­legt ferli 

7. Nýsköpun er for­senda lífs­gæða í for­tíð, nútíð og fram­tíð 

8. Fjár­magn til rann­sókna og frum­kvöðla frekar en í umsýslu og yfir­bygg­ingu 

9. Áhersla á árangur frekar en útgjöld og fyr­ir­höfn 

10. Þegar við horfum út í heim þá horfir heim­ur­inn til okkar

Von­andi ná þessi boð­orð að festa sig í sessi sem stefnu­mál, því í þeim felst góð leið­sögn þegar kemur að útfærslu á sér­tækum aðgerð­u­m. 

Vafa­lítið bíða margir spenntir eftir sér­tækum aðgerðum stjórn­mála­manna, en hér að neðan verða nefndar þrjár hug­myndir sem gætu ýtt undir að Ísland verði til­rauna­land fyrir tækninýj­ung­ar, suðu­pottur nýsköp­un­ar, í fram­tíð­inn­i. 

1. Skatta­legar íviln­anir fyrir frum­kvöðla er alþjóð­legt sam­keppn­is­at­riði og óhjá­kvæmi­legt er fyrir Ísland að velta fyrir sér hvort við séum að gera nóg í þessum efn­um. 

Til dæmis er und­ar­legt að hugsa til þess að ný fyr­ir­tæki - og frum­kvöðla­starf almennt - þurfi að taka þátt í fjár­mögnun atvinnu­leys­is­trygg­inga­sjóðs strax frá byrjun starf­sem­innar með greiðslu trygg­ing­ar­gjalds og opin­berra gjalda. 

Rann­sóknir hafa marg­stað­fest það að frum­kvöðla­starf er veru­lega áhættu­samt, og algengt að rann­sóknir leiði fram að 1 til 5 pró­sent fyr­ir­tækja sem hefji starf­semi gangi upp á end­an­um. Oft er það upp­hafs­tím­inn sem er áhættu­mest­ur, þegar fyr­ir­tæki og frum­kvöðlar eru að snúa hug­mynd­unum upp í fyr­ir­tæki og starf­semi, og fá til sín fólk. 

Það ætti að koma til greina að lækka þetta gjald veru­lega fyrir nýsköp­un­ar- og frum­kvöðla­starf­semi, jafn­vel afnema það. Það auð­veldar aðgengi að fjár­magni, þar sem áhætta fjár­festa minnkar og upp­bygg­ing­ar­ferlið verður ódýr­ara. Það er vel hægt að útfæra þetta þannig að þetta nái til nýsköp­un­ar- og frum­kvöðla­starf­semi ein­göngu.

2. Annað atriðið snýr að skipu­lags­mál­um, svo und­ar­lega sem það kann að hljóma fyrir ein­hverj­um. Það sem kemur fólki yfir­leitt mest á óvart, þegar rætt er við útlend­inga um Ísland, er hvað landið er fámennt. Margir trúa því hrein­lega ekki hversu fá við erum.

Við erum ein­ungis 360 þús­und og höf­uð­borg­ar­svæðið er á mörkum þess að telj­ast borg, í alþjóð­legum sam­an­burði, með sína 200 þús­und íbú­a. 

Þess vegna skiptir svo miklu máli að gera mikið úr því litla sem við höf­um. Upp­bygg­ing í Vatns­mýr­inni, þar sem er flug­völlur núna, er aug­ljóst dauða­færi til að byggja upp mann- og atvinnu­líf á svæði milli stærstu háskóla lands­ins, Háskóla Íslands og Háskól­ans í Reykja­vík. Upp­bygg­ingin í jaðri flug­vall­ar­ins hefur verið mögn­uð, en það ætti að ýta undir að flýta þess­ari upp­bygg­ingu. Auð­velt er að sjá það fyrir sér, að á þessu svæði geti verið kjör­lendi - góðar aðstæður - til að efla háskóla­sam­fé­lagið á Íslandi, og um leið styrkja eina borg­ar­svæðið sem við höf­um. Borgir eru sífellt að skipta meira máli í heim­inum og ekki ætti að van­meta þann þátt, þó Ísland sé lítið og fámennt. 

Það að ná sátt um að skipu­leggja upp­bygg­ingu á flug­vall­ar­svæð­inu í Vatns­mýri, með nýsköp­un­ar­starf að leið­ar­ljósi, ætti að vera gott fram­lag til þess efla nýsköp­un. Því fyrr sem þetta ger­ist, því betra.

3. Þriðja atriðið snýr að stór­auknum fjár­fram­lögum - bæði hjá hinu opin­bera og einka­fyr­ir­tækjum - þegar kemur að sölu- og mark­aðs­starfi. Rauður þráður í reynslu­sögum þeirra frum­kvöðla sem hafa nóð góðum árangri - jafn­vel eftir erf­iða fæð­ingu og langan upp­bygg­ing­ar­tíma - er að við Íslend­ingar búum yfir afar tak­mark­aðri þekk­ingu á sölu- og mark­aðs­starfi. Vissu­lega eru á þessu mik­il­vægar und­an­tekn­ing­ar, en heilt yfir þá er sölu- og mark­aðs­starf, t.d. í hug­bún­að­ar­geira og ýmsu öðru, eitt­hvað sem erf­ið­lega hefur gengið að byggja upp á Ísland­i. 

Það er ekki óeðli­legt, enda erfitt að vera langt frá helstu mörk­uð­um. Með auknum tækni­fram­förum á ýmsum sviðum verður þetta atriði eflaust enn mik­il­væg­ara. Þetta á t.d. við um nýsköp­un­ar­starf í mat­væla­fram­leiðslu og fleiru. Með því að stór­auka slag­kraft í sölu á mark­aðs­starfi - annað hvort með íviln­unum eða auknum fjár­fram­lögum - þá er hægt að ýta betur undir að fyr­ir­tæki ná árangri. 

Það gleym­ist stundum í umræðu um nýsköpun á Íslandi, að hún er ekk­ert sér­stak­lega líf­leg í alþjóð­legum sam­an­burði. Ef það má gagn­rýna helstu leið­toga okkar í nýsköp­un­ar­starfi fyrir eitt­hvað, þá er það helst að það vantar stundum gagn­rýna hugsun ekki síst í garð stjórn­mála­manna. Það er talað mikið um mik­inn kraft í frum­kvöðl­um, en mætti huga meira að því hvernig mætti gera hann enn meiri. 

Núna er staðan þannig, sam­kvæmt tölum Hag­stofu Íslands, að störfum í tækni- og hug­bún­að­ar­geira, hefur verið að fækka um mörg hund­ruð milli ára. Á miklu hag­vaxt­ar­skeiði frá 2012 til 2018 þá fjölg­aði störfum um rúm­lega 20 þús­und, en margt bendir til þess að mik­ill meiri­hluti starf­anna hafi verið ekki vel launuð störf sem unnin voru af fólki sem kom til lands­ins frá Aust­ur-­Evr­ópu - mest karlar - og lagði vissu­lega gott til með því. En hvað er góður hag­vöxtur og hvað er slæmur hag­vöxtur fyrir þjóð­ríki? Hver er stefnan þegar kemur að þróun mannauðs­ins í land­inu? Hvernig störf viljum við búa til?

Hér má sjá þróun starfa í hagkerfinu, samkvæmt tölum Hagstofu Íslands, frá 11. september.

Upp í hug­ann kemur tíunda nýsköp­un­ar­boð­orð­ið: Þegar við horfum út í heim þá horfir heim­ur­inn til okk­ar. 

Til að Ísland geti orðið að til­rauna­landi fyrir tækninýj­ungar - að nýsköp­un­ar­sam­fé­lagi sem við viljum að bygg­ist upp - þá þarf að takast á við erf­iðu spurn­ing­arnar um hvers vegna hag­kerfið þró­ast eins og það þró­ast. Hvernig verður Ísland hluti af alþjóð­legu mark­aðs­svæði, með dýpri ræt­ur? Eru íslenskar sér­lausnir í pen­inga­málum skyn­sam­legar eða ekki? 

Þetta eru spurn­ingar sem þarf að svara. En áður en það er gert, þá ætti að stór­auka fram­lög til sölu- og mark­aðs­starfs erlend­is. Með tím­anum myndi það kannski færa rök­ræðu um sér­lausnir í pen­inga­málum nær stjórn­mála­mönn­um. Þeir virð­ast stundum hafa það of gott, og ekki þekkja frum­kvöðla­starfið af reynslu. 

Eft­ir­fylgni

Þór­dís Kol­brún ber það með sér að vera afburða stjórn­mála­maður og stefnu­mörkun í nýsköp­un­ar­málum fyrir Ísland er lík­lega hennar stærsta mál. Von­andi fylgir hún því vel eftir með félögum sínum í stjórn­mála­stétt­inn­i. 

Í upphafi árs 2020

Við á Kjarnanum göngum bjartsýn og einbeitt inn í nýtt ár og þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Átta milljarða niðurfærsla á eignum Arion banka þurrkar upp hagnaðinn
Arion banki niðurfærir eignir, sem hefur mikil áhrif á rekstrarniðurstöðu ársins í fyrra.
Kjarninn 24. janúar 2020
Útilokar ekki að Þorsteinn Már snúi aftur sem forstjóri Samherja
Samherji einbeitir sér nú að því kanna ásakanir um mútugreiðslur í Namibíu en fyrirtækið telur sig hafa útilokað að ásakanir um peningaþvætti eigi við rök að styðjast. Enn er þó verið að rannsaka þær ásakanir.
Kjarninn 23. janúar 2020
Guðlaugur Þór Þórðarson og Rósa Björk Brynjólfsdóttir
Spyr hver afstaða íslenskra stjórnvalda sé til aftaka án dóms og laga
Þingmaður VG hefur lagt fram fyrirspurn á Alþingi til utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra þar sem hún spyr hver afstaða íslenskra stjórnvalda sé til þess þegar ríki beiti aftökum án dóms og laga. Hún telur svör ráðherra hafa verið óskýr hingað til.
Kjarninn 23. janúar 2020
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
Braskað í brimi
Kjarninn 23. janúar 2020
Kolbrún Baldursdóttir
Vill að Líf víki sem stjórnarmaður borgarinnar í Sorpu
Borgarfulltrúi Flokks fólksins hefur lagt fram tillögu þess efnis að Líf Magneudóttir, stjórnarmaður Reykjavíkurborgar í Sorpu og borgarfulltrúi VG, víki úr stjórninni og í reynd að öll stjórnin segi af sér.
Kjarninn 23. janúar 2020
Maður heldur á hagléli á stærð við golfbolta fyrir framan þinghúsið í Canberra þann 20. janúar.
Ein vika í Ástralíu: Eldar, flóð, sandbyljir og haglél
Ástralía hefur fengið að finna fyrir dekkri tónum litrófs náttúruaflanna á aðeins einni viku. Frumbyggjar landsins segja að fyrirbyggjandi aðgerðir, sem forfeður þeirra stunduðu, hefðu getað bjargað miklu.
Kjarninn 23. janúar 2020
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir
Dómsmálaráðherra skipar hæfnisnefnd vegna stöðu ríkislögreglustjóra
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir hefur skipað hæfnisnefndir vegna stöðu ríkislögreglustjóra, lögreglustjórans á Austurlandi og sýslumannsins í Vestmannaeyjum.
Kjarninn 23. janúar 2020
Helga Vala Helgadóttir er fyrsti flutningsmaður tillögunnar.
Leggja til stofnun launasjóðs afreksíþróttafólks
Samfylkingin leggur til að lagt verði fram frumvarp til laga um launasjóð fyrir afreksíþróttafólk. Tilgangur sjóðsins verði að auka fjárhagslegt öryggi íþróttamannanna.
Kjarninn 23. janúar 2020
Meira úr sama flokkiLeiðari