Getur kapítalisminn bjargað sjálfum sér frá kapítalismanum?

Stærstu fyrirtæki Bandaríkjanna eru farin að horfa til þess að annað skipti máli í rekstri fyrirtækja en ágóði hluthafa. Financial Times hefur boðað nýja stefnu um breyttan kapítalisma þar sem samfélagsleg ábyrgð og umhverfið eru jafn sett arðsemi.

Maður í jakkafötum
Auglýsing

Ráð­andi kerfi í heim­inum síð­ustu ára­tugi hefur verið hið kap­ít­al­íska mark­aðs­hag­kerfi, og systir þess vest­rænt lýð­ræði. Þeir sem eru jákvæðir gagn­vart þessum kerfum benda á að á grunni þeirra hafi friður ríkt í hinum vest­ræna heimi frá lokum seinni heims­styrj­ald­ar­inn­ar. Að mann­rétt­indi hafi sífellt fengið stærri sess í þeim löndum sem umfaðmað hafa kerf­in. Frelsi stór­aukist, tækni fleytt fram og, síð­ast en ekki síst, lífs­gæði mæld á þeim mæli­kvarða sem oft­ast er stuðst við, hag­vöxt og kaup­mátt, hafi tekið stakka­skipt­u­m. 

­Sögu­lega má rekja upp­haf þess­arar við­horfs­breyt­ingar í við­skiptum til átt­unda ára­tug­ar­ins þegar menn eins og hag­fræð­ing­ur­inn Milton Fried­man stigu fram á sviðið og boð­uðu það sem í dag er best þekkt sem brauð­mola­kenn­ing­in. Fried­man skrif­aði fræga grein í The New York Times árið 1970 þar sem hann sagði það sam­fé­lags­lega ábyrgt í við­skiptum að auka gróða. 

Hug­mynda­fræðin varð síðan ein­kenn­andi und­ir­staða stjórn­ar­tíðar Ron­ald Reagan í Banda­ríkj­unum og Marg­aret Thatcher í Bret­landi, tveggja áhrifa­mestu leik­end­anna í alþjóða­við­skiptum á níunda ára­tug síð­ustu ald­ar. Skila­boðin voru minna reglu­verk, frek­ari einka­væð­ing, minna rík­is­vald og meiri hagn­aður fyrir eig­endur fyr­ir­tækja. Hlut­haf­inn, þ.e. fjár­magns­eig­and­inn sem fjár­festi í fyr­ir­tækj­um, varð það eina sem skipti máli í rekstri fyr­ir­tækja. 

Þessi áhersla beið ákveðið skips­brot árið 2008, þegar ríki og seðla­bankar víða um heim þurftu að grípa fjár­mála­kerfi sem hafði farið langt fram úr sér. Kap­ít­al­ism­inn kall­aði á stór­tæk­ustu rík­is­af­skipti mann­kyns­sög­unn­ar. Þrátt fyrir það hefur efsta lagið í heim­inum bara orðið rík­ari síð­ast­liðin ára­tug. Í fyrra var staðan þannig, sam­kvæmt árlegri skýrslu Oxfam, að 26 rík­ustu ein­stak­ling­arnir í heim­inum áttu jafn mikið af auði og sá helm­ingur heims­byggð­ar­inn­ar, alls 3,8 millj­arðar manna, sem áttu minnst. Á sama tíma hafa kröfur um aukna sam­fé­lags­lega með­vit­und fyr­ir­tækja, sér­stak­lega gagn­vart umhverf­inu, stór­auk­ist. Vegna þessa hefur þrýst­ing­ur­inn á breyttar áherslur stig­magn­ast ár frá ári. 

Auglýsing
Í ágúst 2019 sendu banda­rísku sam­tökin US Business Round­ta­ble, sem sam­an­standa af for­stjórum allra stærstu fyr­ir­tækja Banda­ríkj­anna, frá sér yfir­lýs­ingu. Í henni kom fram að fyrri stefna sam­tak­anna, um að hags­munir hlut­hafa ættu einir að stýra rekstri fyr­ir­tækja, gæti ekki lengur átt við. Það þyrfti að telja til fleiri þætti eins og starfs­fólk, nær­sam­fé­lag og nátt­úru.

Þessi stefnu­breyt­ing er í takti við fjár­fest­ing­ar­stefnu sem margir af stærstu fjár­fest­ing­ar­sjóðir heims hafa sett sér. Við blasir því að fyr­ir­tæki sem horfa ekki til ann­arra þátta en hagn­aðar munu eiga erf­ið­ara með að nálg­ast fjár­magn þegar þeir þurfa á slíku að halda til fjár­fest­ing­ar. 

Meira að segja Fin­ancial Times, for­ystu­blað kap­ít­al­ism­ans, boð­aði nýja stefnu (The New Agenda) í sept­em­ber síð­ast­liðnum þar sem blaðið tal­aði fyrir breyttri teg­und kap­ít­al­isma. Í yfir­lýs­ingu Lionel Bar­ber, rit­stjóra Fin­ancial Times, sagði að fyr­ir­tækja­lög­gjöf, skatta­stefna, fjöl­miðlaum­fjöllun og reglu­gerð­ar­setn­ingar væru allt svið sem þyrftu að breyt­ast með þeim hætti að sam­fé­lags­leg ábyrgð og umhverfið yrðu jafn rétthá hlut­höf­um. Það þurfi að leggja skila hagn­aði en með til­gangi. Fyr­ir­tæki þurfi að skilja að slík blanda muni þjóna þeirra eigin hags­munum en líka hags­munum við­skipta­vina og starfs­manna. 

Þessi grein er hluti af stærri umfjöllun sem birt­ist í Mann­lífi 1. nóv­em­ber 2019.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Börkur Smári Kristinsson
Hvað skiptir þig máli?
Kjarninn 16. nóvember 2019
Jóhanna Sigurðardóttir, fyrrverandi forsætisráðherra.
Segir VG standa frammi fyrir prófraun í kjölfar Samherjamálsins
Fyrrverandi forsætisráðherra segir að grannt verði fylgst með viðbrögðum Katrínar Jakobsdóttur og VG í tengslum við Samherjamálið. Hún segir að setja verði á fót sérstaka rannsóknarnefnd sem fari ofan í saumana á málinu.
Kjarninn 16. nóvember 2019
Bára Halldórsdóttir
Klausturgate – ári síðar
Bára Halldórsdóttir hefur skipulagt málþing með það að markmiði að gefa þolendum „Klausturgate“ rödd og rými til að tjá sig og til þess að ræða Klausturmálið og eftirmál þess fyrir samfélagið.
Kjarninn 16. nóvember 2019
Ragnar Þór Ingólfsson er formaður VR.
Vill að verkalýðshreyfingin bjóði fram stjórnmálaafl gegn spillingu
Formaður VR kallar eftir þverpólitísku framboði, sem verkalýðshreyfingin stendur að. „Tökum málin í eigin hendur og stigum fram sem sameinað umbótaafl gegn spillingunni,“ segir hann í pistli.
Kjarninn 16. nóvember 2019
Jón Baldvin Hannibalsson
Ætlar enginn (virkilega) að gera neitt í þessu?
Kjarninn 16. nóvember 2019
Fólk geti sett sig í spor annarra
Gylfi Zoega segir að hluti af því að hagkerfið geti virkað eins og það eigi að gera, sé að fólk og fjölmiðlar veiti valdhöfum aðhald.
Kjarninn 16. nóvember 2019
Þórður Snær Júlíusson
Uppskrift að því að drepa umræðuna með börnum
Kjarninn 16. nóvember 2019
Rannsókn Alþingis á fjárfestingarleiðinni gæti náð yfir Samherja
Samherji flutti rúmlega tvo milljarða króna í gegnum fjárfestingarleið Seðlabanka Íslands. Þeir peningar komu frá félagi samstæðunnar á Kýpur, sem tók við hagnaði af starfsemi Samherja í Namibíu.
Kjarninn 16. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiÁlit