Getur kapítalisminn bjargað sjálfum sér frá kapítalismanum?

Stærstu fyrirtæki Bandaríkjanna eru farin að horfa til þess að annað skipti máli í rekstri fyrirtækja en ágóði hluthafa. Financial Times hefur boðað nýja stefnu um breyttan kapítalisma þar sem samfélagsleg ábyrgð og umhverfið eru jafn sett arðsemi.

Maður í jakkafötum
Auglýsing

Ráð­andi kerfi í heim­inum síð­ustu ára­tugi hefur verið hið kap­ít­al­íska mark­aðs­hag­kerfi, og systir þess vest­rænt lýð­ræði. Þeir sem eru jákvæðir gagn­vart þessum kerfum benda á að á grunni þeirra hafi friður ríkt í hinum vest­ræna heimi frá lokum seinni heims­styrj­ald­ar­inn­ar. Að mann­rétt­indi hafi sífellt fengið stærri sess í þeim löndum sem umfaðmað hafa kerf­in. Frelsi stór­aukist, tækni fleytt fram og, síð­ast en ekki síst, lífs­gæði mæld á þeim mæli­kvarða sem oft­ast er stuðst við, hag­vöxt og kaup­mátt, hafi tekið stakka­skipt­u­m. 

­Sögu­lega má rekja upp­haf þess­arar við­horfs­breyt­ingar í við­skiptum til átt­unda ára­tug­ar­ins þegar menn eins og hag­fræð­ing­ur­inn Milton Fried­man stigu fram á sviðið og boð­uðu það sem í dag er best þekkt sem brauð­mola­kenn­ing­in. Fried­man skrif­aði fræga grein í The New York Times árið 1970 þar sem hann sagði það sam­fé­lags­lega ábyrgt í við­skiptum að auka gróða. 

Hug­mynda­fræðin varð síðan ein­kenn­andi und­ir­staða stjórn­ar­tíðar Ron­ald Reagan í Banda­ríkj­unum og Marg­aret Thatcher í Bret­landi, tveggja áhrifa­mestu leik­end­anna í alþjóða­við­skiptum á níunda ára­tug síð­ustu ald­ar. Skila­boðin voru minna reglu­verk, frek­ari einka­væð­ing, minna rík­is­vald og meiri hagn­aður fyrir eig­endur fyr­ir­tækja. Hlut­haf­inn, þ.e. fjár­magns­eig­and­inn sem fjár­festi í fyr­ir­tækj­um, varð það eina sem skipti máli í rekstri fyr­ir­tækja. 

Þessi áhersla beið ákveðið skips­brot árið 2008, þegar ríki og seðla­bankar víða um heim þurftu að grípa fjár­mála­kerfi sem hafði farið langt fram úr sér. Kap­ít­al­ism­inn kall­aði á stór­tæk­ustu rík­is­af­skipti mann­kyns­sög­unn­ar. Þrátt fyrir það hefur efsta lagið í heim­inum bara orðið rík­ari síð­ast­liðin ára­tug. Í fyrra var staðan þannig, sam­kvæmt árlegri skýrslu Oxfam, að 26 rík­ustu ein­stak­ling­arnir í heim­inum áttu jafn mikið af auði og sá helm­ingur heims­byggð­ar­inn­ar, alls 3,8 millj­arðar manna, sem áttu minnst. Á sama tíma hafa kröfur um aukna sam­fé­lags­lega með­vit­und fyr­ir­tækja, sér­stak­lega gagn­vart umhverf­inu, stór­auk­ist. Vegna þessa hefur þrýst­ing­ur­inn á breyttar áherslur stig­magn­ast ár frá ári. 

Auglýsing
Í ágúst 2019 sendu banda­rísku sam­tökin US Business Round­ta­ble, sem sam­an­standa af for­stjórum allra stærstu fyr­ir­tækja Banda­ríkj­anna, frá sér yfir­lýs­ingu. Í henni kom fram að fyrri stefna sam­tak­anna, um að hags­munir hlut­hafa ættu einir að stýra rekstri fyr­ir­tækja, gæti ekki lengur átt við. Það þyrfti að telja til fleiri þætti eins og starfs­fólk, nær­sam­fé­lag og nátt­úru.

Þessi stefnu­breyt­ing er í takti við fjár­fest­ing­ar­stefnu sem margir af stærstu fjár­fest­ing­ar­sjóðir heims hafa sett sér. Við blasir því að fyr­ir­tæki sem horfa ekki til ann­arra þátta en hagn­aðar munu eiga erf­ið­ara með að nálg­ast fjár­magn þegar þeir þurfa á slíku að halda til fjár­fest­ing­ar. 

Meira að segja Fin­ancial Times, for­ystu­blað kap­ít­al­ism­ans, boð­aði nýja stefnu (The New Agenda) í sept­em­ber síð­ast­liðnum þar sem blaðið tal­aði fyrir breyttri teg­und kap­ít­al­isma. Í yfir­lýs­ingu Lionel Bar­ber, rit­stjóra Fin­ancial Times, sagði að fyr­ir­tækja­lög­gjöf, skatta­stefna, fjöl­miðlaum­fjöllun og reglu­gerð­ar­setn­ingar væru allt svið sem þyrftu að breyt­ast með þeim hætti að sam­fé­lags­leg ábyrgð og umhverfið yrðu jafn rétthá hlut­höf­um. Það þurfi að leggja skila hagn­aði en með til­gangi. Fyr­ir­tæki þurfi að skilja að slík blanda muni þjóna þeirra eigin hags­munum en líka hags­munum við­skipta­vina og starfs­manna. 

Þessi grein er hluti af stærri umfjöllun sem birt­ist í Mann­lífi 1. nóv­em­ber 2019.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Flestir Íslendingar breyttu ekki áfengisnotkun sinni í faraldrinum
Fimmtán prósent Íslendinga drukku oftar eða mun oftar en venjulega í mars og apríl en flestir breyttu þó ekki áfengisnotkun sinni á þessu tímabili.
Kjarninn 6. júní 2020
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.
Björn Leví: Höfum hjakkað í sama farinu
„Á undanförnum árum höfum við verið að hjakka í sama farinu. Við höfum verið að nýta okkur þennan enn eina hvalreka sem ferðaþjónustan hefur verið,“ segir þingmaður Pírata.
Kjarninn 6. júní 2020
Leikhópurinn Lotta: Bakkabræður
Bakkabræður teknir í samfélagssátt
Leiklistargagnrýnandi Kjarnans fjallar um Bakkabræður í uppsetningu Leikhópsins Lottu.
Kjarninn 6. júní 2020
Heil vika án nýrra smita
Nýgreind smit síðasta sólarhringinn: Núll. Greind smit síðustu sjö sólarhringa: Núll. Í dag eru tímamót í baráttu Íslendinga gegn COVID-19. Í baráttunni gegn litla gaddaboltanum, veirunni sem virðist ekki hafa tekist að finna líkama að sýkja í viku.
Kjarninn 6. júní 2020
Jói Sigurðsson, sem sést hér fyrir miðju á myndinni og Þorgils Sigvaldason, sem stendur lengst til hægri, fengu hugmyndina að CrankWheel árið 2014.
Hafa tekist á við vaxtarverki vegna heimsfaraldursins
CrankWheel er íslenskt nýsköpunarfyrirtæki sem hefur vaxið nokkuð að undanförnu vegna áhrifa kórónuveirufaraldursins, enda gerir tæknilausn fyrirtækisins sölufólki kleift að leysa störf sín af hendi úr fjarlægð.
Kjarninn 6. júní 2020
180⁰ Reglan
180⁰ Reglan
180° Reglan – Viðtal við Christof Wehmeier
Kjarninn 6. júní 2020
Víða í Bandaríkjunum standa yfir mótmæli í kjölfar morðsins á George Floyd.
Vöxtur Antifa í Bandaríkjunum andsvar við uppgangi öfgahægrisins
Bandarískir ráðamenn saka Antifa um að bera ábyrgð á því að mótmælin sem nú einkenna bandarískt þjóðlíf hafi brotist út í óeirðir. Trump vill að hreyfingin verði stimpluð sem hryðjuverkasamtök en það gæti reynst erfitt.
Kjarninn 6. júní 2020
Hugmyndir um að hækka vatnsborð Hagavatns með því að stífla útfall þess, Farið, eru ekki nýjar af nálinni.
Ber að fjalla um hugsanlega áfangaskiptingu Hagavatnsvirkjunar
Íslenskri vatnsorku ehf. ber að sögn Orkustofnunar að fjalla um hugsanlega áfangaskiptingu fyrirhugaðrar Hagavatnsvirkjunar í frummatsskýrslu. Þá ber fyrirtækinu einnig að bera saman 9,9 MW virkjun og fyrri áform um stærri virkjanir.
Kjarninn 6. júní 2020
Meira úr sama flokkiÁlit