Getur kapítalisminn bjargað sjálfum sér frá kapítalismanum?

Stærstu fyrirtæki Bandaríkjanna eru farin að horfa til þess að annað skipti máli í rekstri fyrirtækja en ágóði hluthafa. Financial Times hefur boðað nýja stefnu um breyttan kapítalisma þar sem samfélagsleg ábyrgð og umhverfið eru jafn sett arðsemi.

Maður í jakkafötum
Auglýsing

Ráð­andi kerfi í heim­inum síð­ustu ára­tugi hefur verið hið kap­ít­al­íska mark­aðs­hag­kerfi, og systir þess vest­rænt lýð­ræði. Þeir sem eru jákvæðir gagn­vart þessum kerfum benda á að á grunni þeirra hafi friður ríkt í hinum vest­ræna heimi frá lokum seinni heims­styrj­ald­ar­inn­ar. Að mann­rétt­indi hafi sífellt fengið stærri sess í þeim löndum sem umfaðmað hafa kerf­in. Frelsi stór­aukist, tækni fleytt fram og, síð­ast en ekki síst, lífs­gæði mæld á þeim mæli­kvarða sem oft­ast er stuðst við, hag­vöxt og kaup­mátt, hafi tekið stakka­skipt­u­m. 

­Sögu­lega má rekja upp­haf þess­arar við­horfs­breyt­ingar í við­skiptum til átt­unda ára­tug­ar­ins þegar menn eins og hag­fræð­ing­ur­inn Milton Fried­man stigu fram á sviðið og boð­uðu það sem í dag er best þekkt sem brauð­mola­kenn­ing­in. Fried­man skrif­aði fræga grein í The New York Times árið 1970 þar sem hann sagði það sam­fé­lags­lega ábyrgt í við­skiptum að auka gróða. 

Hug­mynda­fræðin varð síðan ein­kenn­andi und­ir­staða stjórn­ar­tíðar Ron­ald Reagan í Banda­ríkj­unum og Marg­aret Thatcher í Bret­landi, tveggja áhrifa­mestu leik­end­anna í alþjóða­við­skiptum á níunda ára­tug síð­ustu ald­ar. Skila­boðin voru minna reglu­verk, frek­ari einka­væð­ing, minna rík­is­vald og meiri hagn­aður fyrir eig­endur fyr­ir­tækja. Hlut­haf­inn, þ.e. fjár­magns­eig­and­inn sem fjár­festi í fyr­ir­tækj­um, varð það eina sem skipti máli í rekstri fyr­ir­tækja. 

Þessi áhersla beið ákveðið skips­brot árið 2008, þegar ríki og seðla­bankar víða um heim þurftu að grípa fjár­mála­kerfi sem hafði farið langt fram úr sér. Kap­ít­al­ism­inn kall­aði á stór­tæk­ustu rík­is­af­skipti mann­kyns­sög­unn­ar. Þrátt fyrir það hefur efsta lagið í heim­inum bara orðið rík­ari síð­ast­liðin ára­tug. Í fyrra var staðan þannig, sam­kvæmt árlegri skýrslu Oxfam, að 26 rík­ustu ein­stak­ling­arnir í heim­inum áttu jafn mikið af auði og sá helm­ingur heims­byggð­ar­inn­ar, alls 3,8 millj­arðar manna, sem áttu minnst. Á sama tíma hafa kröfur um aukna sam­fé­lags­lega með­vit­und fyr­ir­tækja, sér­stak­lega gagn­vart umhverf­inu, stór­auk­ist. Vegna þessa hefur þrýst­ing­ur­inn á breyttar áherslur stig­magn­ast ár frá ári. 

Auglýsing
Í ágúst 2019 sendu banda­rísku sam­tökin US Business Round­ta­ble, sem sam­an­standa af for­stjórum allra stærstu fyr­ir­tækja Banda­ríkj­anna, frá sér yfir­lýs­ingu. Í henni kom fram að fyrri stefna sam­tak­anna, um að hags­munir hlut­hafa ættu einir að stýra rekstri fyr­ir­tækja, gæti ekki lengur átt við. Það þyrfti að telja til fleiri þætti eins og starfs­fólk, nær­sam­fé­lag og nátt­úru.

Þessi stefnu­breyt­ing er í takti við fjár­fest­ing­ar­stefnu sem margir af stærstu fjár­fest­ing­ar­sjóðir heims hafa sett sér. Við blasir því að fyr­ir­tæki sem horfa ekki til ann­arra þátta en hagn­aðar munu eiga erf­ið­ara með að nálg­ast fjár­magn þegar þeir þurfa á slíku að halda til fjár­fest­ing­ar. 

Meira að segja Fin­ancial Times, for­ystu­blað kap­ít­al­ism­ans, boð­aði nýja stefnu (The New Agenda) í sept­em­ber síð­ast­liðnum þar sem blaðið tal­aði fyrir breyttri teg­und kap­ít­al­isma. Í yfir­lýs­ingu Lionel Bar­ber, rit­stjóra Fin­ancial Times, sagði að fyr­ir­tækja­lög­gjöf, skatta­stefna, fjöl­miðlaum­fjöllun og reglu­gerð­ar­setn­ingar væru allt svið sem þyrftu að breyt­ast með þeim hætti að sam­fé­lags­leg ábyrgð og umhverfið yrðu jafn rétthá hlut­höf­um. Það þurfi að leggja skila hagn­aði en með til­gangi. Fyr­ir­tæki þurfi að skilja að slík blanda muni þjóna þeirra eigin hags­munum en líka hags­munum við­skipta­vina og starfs­manna. 

Þessi grein er hluti af stærri umfjöllun sem birt­ist í Mann­lífi 1. nóv­em­ber 2019.

Í upphafi árs 2020

Við á Kjarnanum göngum bjartsýn og einbeitt inn í nýtt ár og þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Seðlabankinn greip tólf sinnum inn í gjaldeyrismarkaðinn í fyrra
Gjaldeyrisvaraforði Seðlabanka Íslands var orðinn 822 milljarðar króna í lok árs 2019. Alls lækkaði gengi krónunnar um 3,1 prósent og Seðlabankinn greip nokkrum sinnum inn í til að stilla af kúrs hennar í fyrra.
Kjarninn 19. janúar 2020
Ævintýri Harrys og Meghan: Valdi prinsessuna fram yfir konungsríkið
Þau voru dýrkuð og dáð. Hundelt og áreitt. Loks fengu þau nóg. Margt í sögu Harrys Bretaprins og Meghan Markle rímar við stef úr Grimms-ævintýrum. En þetta er ekki leikur heldur lífið, sagði prinsinn er hann óttaðist um líf konu sinnar.
Kjarninn 19. janúar 2020
Ertu örugglega danskur ríkisborgari?
Hann er sjötugur arkitekt, hefur frá barnsaldri búið í Danmörku, aldrei komist í kast við lögin og ætíð átt danskt vegabréf. Nú á hann á hættu að verða vísað frá Danmörku.
Kjarninn 19. janúar 2020
Hvenær við borðum hefur áhrif á heilsufar okkar
Hlutfall einstaklinga sem glíma við offitu í Bandaríkjunum hefur farið úr 15 í 40 prósent á rúmum 40 árum. Að vaka og borða þegar fólk ætti frekar að sofa gæti haft meiri áhrif á þyngd en það að borða óhollan mat á matmálstíma.
Kjarninn 18. janúar 2020
Misbrestasamur meistari
Leiklistargagnrýnandi Kjarnans fjallar um Meistarann og Margarítu sem sýnt er í Þjóðleikhúsinu.
Kjarninn 18. janúar 2020
Ástþór Ólafsson
Að huga að gildunum
Kjarninn 18. janúar 2020
Af vetrarfundi Sósíalistaflokks Íslands sem fór fram í Dósaverksmiðjunni í Borgartúni í dag.
Sósíalistaflokkurinn samþykkir að undirbúa framboð til Alþingis
Baráttan um atkvæðin á vinstrivængnum verður harðari í næstu kosningum, eftir að Sósíalistaflokkur Íslands ákvað að hefja undirbúning að framboði. Flokkurinn hefur einu sinni boðið fram áður og náði þá inn fulltrúa í borgarstjórn.
Kjarninn 18. janúar 2020
Jóhannes Hraunfjörð Karlsson
Dreyfus-málið: 1899–2019
Kjarninn 18. janúar 2020
Meira úr sama flokkiÁlit