Hlúum að Landspítalanum

Gunnar Alexander Ólafsson heilsuhagfræðingur skrifar um fjárhagsmál Landspítalans sem hafa verið mikið til umræðu undanfarið.

Auglýsing

Það hefur verið áhuga­vert að fylgj­ast með fréttum und­an­farnar vikur um fjár­mál Land­spít­al­ans. Spít­al­inn hefur glímt við halla­rekstur og hafa stjórn­endur gripið til aðhalds­að­gerða. Lækna­ráð og fag­stéttir hafa varað við aðhalds­að­gerðum og telja að þær muni bitna á þjón­ustu spít­al­ans og jafn­vel á öryggi sjúk­linga. Þessir aðilar hafa ályktað um málið og m.a. hvatt til að fjár­veit­ingar til spít­al­ans verði auknar til að við­halda fag­legri þjón­ustu spít­al­ans. Álykt­an­irnar hafa ekki hreyft við ráða­mönnum sem hafa sér­stak­lega tekið fram að það sé undr­un­ar­efni að Land­spít­al­inn sé alltaf að biðja um meira og meira fé! 

Fjár­mála­ráð­herra hefur sagt að stjórn­endur spít­al­ans verði að halda sig innan marka fjár­veit­inga og það sæti undrun að ár eftir ár er spít­al­inn að óska eftir meira fé. Athygl­is­vert er að heil­brigð­is­ráð­herra hefur ekki gagn­rýnt stjórn­endur spít­al­ans á sama hátt og fjár­mála­ráð­herr­ann.

Land­spít­al­inn er ekki venju­leg stofn­un, heldur hjarta íslenska heil­brigð­is­kerf­is­ins. Stjórn­endum spít­al­ans er vor­kunn, vegna þeirra skil­yrða sem þeir þurfa að sæta frá ráða­mönnum varð­andi rekstur spít­al­ans. 

Í fyrsta lagi hefur spít­al­inn ekki fengið full­nægj­andi fjár­veit­ingar á yfir­stand­andi fjár­hags­ári vegna launa­hækk­ana og er sú ákvörðun algjört stíl­brot af hálfu rík­is­ins, því hingað til hafa allar opin­berar stofn­anir fengið launa­hækk­anir bættar og ekki þurft að skera niður í rekstri til að mæta launa­hækk­un­um. 

Auglýsing
Í öðru lagi hefur fjár­veit­inga­valdið og heil­brigð­is­ráðu­neytið dregið lapp­irnar und­an­farin ár viðað fjölga hjúkr­un­ar­rýmum á höf­uð­borg­ar­svæð­inu, með þeim afleið­ingum að fleiri og fleiri aldr­aðir sjúk­lingar liggja „fast­ir“ á Land­spít­al­anum vegna þess að þeim stendur ekki til boða við­eig­andi með­ferð­ar­úr­ræði. Þetta hefur haft þau áhrif að stjórn­endur hafa ekki náð að reka spít­al­ann á fullum afköstum vegna þess að það vantar legu­rúm. Við­var­andi skortur á hjúkr­un­ar­rýmum og heima­hjúkrun fyrir aldr­aða á höf­uð­borg­ar­svæð­inu hefur varað í mörg ár og skrif­ast á stjórn­völd að hafa ekki ráð­ist í stór­á­tak til að draga úr þeim skorti.

Í þriðja lagi hefur verið skortur á hjúkr­un­ar­fræð­ing­um, sjúkra­liðum og ljós­mæðrum á Land­spít­al­an­um, sem hefur reynst spít­al­anum erfitt, bæði vegna auka­kostn­aðar (auka­vakt­ir) sem og frestun aðgerða. Stjórn­endur gripu á síð­asta ári með góðum árangri til ýmissa aðgerða til að ráða fleira fag­fólk, og þá sér­stak­lega hjúkr­un­ar­fræð­inga en vegna fjár­skorts verður ekki fram­hald af þessum aðgerð­u­m. 

Í fjórða lagi hefur verið skorið niður á heil­brigð­is­stofn­unum á Suð­ur­nesjum, Vest­ur­landi og Suð­ur­landi með þeim afleið­ingum að sjúk­lingar frá þessum svæðum hafa í auknum mæli verið sendir á land­spít­al­ann eða legið þar  í stað þess að liggja og njóta eft­ir­með­ferða í heima­byggð Land­spít­al­inn hefur ekki fengið auknar fjár­veit­ingar til að mæta þess­ari aukn­ingu frekar en vegna þess auka álags sem orsakast af fjölgun ferða­manna í land­inu.

Í fimmta lagi þá ber að nefna að rík­is­stjórn Fram­sókn­ar- og Sjálf­stæð­is­flokks sem tók við völdum sum­arið 2013, frestaði að hefja fram­kvæmdir við nýjan Land­spít­ala um þrjú ár. Afleið­ingar eru þær að spít­al­ann er áfram rek­inn á mjög óhag­kvæman hátt, m.a. í nokkrum bygg­ingum á víð og dreifð um höf­uð­borg­ar­svæð­ið. Þessi óhag­stæðu  rekstr­ar­skil­yrði sem spít­al­inn hefur þurft að búa við of lengi er hægt að telja í millj­örð­um. Ef menn hefðu borið gæfu til að ráð­ast í fram­kvæmdir árið 2013 á nýjum Land­spít­ala væri verið að taka hann í notkun öðru hvoru megin við næstu ára­mót. Vegna frest­unar þáver­andi rík­is­stjórnar mun nýji spít­al­inn (með­ferða­kjarni og rann­sókn­ar­hús) ekki verða tek­inn í notkun fyrr en 2023.

Í nútíma­sam­fé­lagi eru þrjár ástæður nefndar fyrir því að útgjöld til heil­brigð­is­mála fara vax­andi. Í fyrsta lagi fjölgar öldr­uðu fólki og þar með sjúk­ling­um, sem hækka kostnað vegna heil­brigð­is­þjón­ustu. Í öðru lagi eykur hin öra tækni­þróun í heil­brigð­is­þjón­ustu kostnað við rekstur hennar og í þriðja lagi hefur sein­ustu ára­tugi orðið mikil sér­hæf­ing í heil­brigð­is­þjón­ustu sem eykur kostnað við rekst­ur.  Allar þessar þrjár ástæður eiga við rekstur Land­spít­al­ans. 

Stjórn­völd hafa ekki mætt þeim áskor­unum sem stjórn­endur Land­spít­al­ans standa frammi fyrir nema að litlu leyti. Í stað þess að hnýta í stjórn­endur spít­al­ans sem eru ekki öfunds­verðir af sínu hlut­verki þurfa þeir sem stjórna fjár­munum að setj­ist niður með stjórn­endum spít­al­ans og koma til móts við þeirra vel rök­studdu óskir um fjár­veit­ing­ar.

Höf­undur er heilsu­hag­fræð­ing­ur.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorsteinn Már vonar að tímabundið brotthvarf rói umræðu um Samherja
Þorsteinn Már Baldvinsson segir í viðtali við Vísi að Samherji sé ekki sálarlaust fyrirtæki. Honum blöskrar umræða um fyrirtækið í kjölfar afhjúpandi þáttar Kveiks um starfsemi Samherja í Namibíu.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Indriði H. Þorláksson
Samherji í gráum skugga
Kjarninn 14. nóvember 2019
Björgólfur í leyfi frá störfum sem stjórnarformaður Íslandsstofu
Björgólfur Jóhannsson tekur við sem forstjóri Samherja tímabundið.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Leifur Gunnarsson
Takmarkanir á tímum tæknibyltinga – Staða fólks með sykursýki 1 í dag
Kjarninn 14. nóvember 2019
Mosfellsbær heldur áfram að stækka
Íbúum Mosfellsbæjar hefur fjölgað gríðarlega á síðasta áratug sem og nýjum íbúðum. Bæjarstjórn Mosfellsbæjar býst við áframhaldandi fjölgun íbúa á næsta ári.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Haukur Arnþórsson
Hugleiðingar um tengsl stjórnmála og sjávarútvegs
Kjarninn 14. nóvember 2019
Svæðið sem um ræðir
Steypuvinna vegna Landsbankabyggingarinnar – Reikna með að fara 190 ferðir á einum degi
Botnplata nýju Landsbankabyggingarinnar á Austurbakka 2 verður steypt laugardaginn næstkomandi. Meðan unnið er þarf að loka hægri akrein Kalkofnsvegar í átt að Lækjargötu.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Inga Sæland
„Ætlar utanríkisráðherra að láta þetta viðgangast?“
Formaður Flokks fólksins setur spurningarmerki við það að stjórnarformaður Íslandsstofu taki við embætti formanns Samherja.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar