Uppgjör jafnaðarmanns: Um bók Jóns Baldvins

Stefán Ólafsson prófessor skrifar um nýja bók Jóns Baldvins Hannibalssonar.

Auglýsing

Nýlega kom út bókin Tæpitungu­laust – lífs­skoðun jafn­að­ar­manns, eftir Jón Bald­vin Hanni­bals­son, fyrr­ver­andi for­mann Alþýðu­flokks­ins og ráð­herra.

Bókin er safn greina, ræða og við­tala sem spanna síð­ustu fjóra ára­tug­ina eða svo. Jón Bald­vin var einn af áhrifa­mestu stjórn­mála­mönnum Íslands á 20. öld­inni og því er for­vitni­legt að kynna sér feril hans og stjórn­mála­sýn. Hann er auð­vitað þekktur fyrir að tala tæpitungu­laust og hann skrifar skýran og almennt hnit­mið­aðan texta, sem rennur vel og skil­merki­lega. Fyrr þá sem vilja kynna sér stjórn­mála­við­horf síð­ustu fjög­urra ára­tug­anna er mjög gagn­legt að lesa þetta greina­safn Jóns Bald­vins.

Ólafur Þ. Harð­ar­son stjórn­mála­fræði­pró­fessor lýsir í inn­gangi helstu afrekum Jóns Bald­vins á stjórn­mála­ferl­inum og leggur mesta áherslu á þátt hans í samn­inga­gerð og end­an­legri aðild Íslands að Evr­ópska efna­hags­svæð­inu (EES), sem og ein­stakt fram­lag hans til sjálf­stæð­is­bar­áttu Eystra­salts­ríkj­anna þegar Sov­ét­ríkin voru að lið­ast í sundur um og upp úr 1990.

Hvoru tveggja verð­skulda sér­stakan sess í stjórn­mála­sögu seinni tíma og mega telj­ast til afreka á þeim vett­vangi. En ég myndi bæta a.m.k. einu við: end­ur­gerð íslenska skatt­kerf­is­ins á árunum 1987 og 1988, þegar Jón Bald­vin var fjár­mála­ráð­herra. Hann gjör­breytti tekju­skatti ein­stak­linga og beitti sér fyrir upp­töku virð­is­auka­skatts í stað sölu­skatts. Bæði voru mikil fram­fara­skref á þeim tíma. 

Í nýja tekju­skatts­kerf­inu voru sam­ein­aðir margir frá­drátt­ar­liðir sem mynd­uðu veg­legan per­sónu­af­slátt, sem létti skatt­byrði lág­tekju­fólks og jafn­aði tekju­skipt­ing­una þrátt fyrir að álagn­ing væri flöt. Á árunum í kjöl­far breyt­ing­ar­inn­ar, frá 1988 til 1994, voru lægstu laun á vinnu­mark­aði sem og lág­marks­líf­eyris almanna­trygg­inga skatt­frjáls í tekju­skatt­in­um. Það er staða sem lág­launa­fólk og líf­eyr­is­þegar nútím­ans geta ein­ungis látið sig dreyma um, því per­sónu­af­slátt­ur­inn var kerf­is­bundið rýrður frá og með 1995 til hruns, og svo aftur frá 2013 til 2018. Afleið­ingin af því var aukin skatt­byrði lág­launa­fólks, eða það sem ég hef kallað „stóru skatta­til­færsl­una“, því sam­hliða þessu var álagn­ing á tekjur hátekju­manna lækk­uð.

Öfl­ugur grein­andi

Í þess­ari bók kemur vel fram hversu öfl­ugur grein­andi stjórn­mála og sam­fé­lags­þró­unar Jón Bald­vin er. Sér­stakur styrk­leiki hans er að setja þró­un­ina á Íslandi í sam­hengi alþjóða­þró­unar stjórn­mála og kap­ít­al­isma. Þetta er rótin að því að Jón Bald­vin hefur haft óvenju heild­stæða póli­tíska sýn á mæli­kvarða íslenskra stjórn­mála. Sýn hans hefur þó falið í sér áherslu­breyt­ingar yfir tíma.

Í kringum 1990, þegar nýfrjáls­hyggja var orð­inn ríkj­andi í stjórn­málum á Vest­ur­lönd­um, sá Jón Bald­vin sitt­hvað jákvætt við aukna mark­aðsvæð­ingu í íslensku sam­fé­lagi. Ástæðan var sú að á Íslandi hafði rík­is­for­sjá í atvinnu­líf­inu og fyr­ir­greiðslu­spill­ing helm­inga­skipta­stjórn­mál­anna, einkum undir handjaðri Sjálf­stæð­is­flokks og Fram­sókn­ar­flokks, verið fyr­ir­ferða­mikil til langs tíma. 

Auglýsing
Jón Bald­vin og Alþýðu­flokk­ur­inn töldu að aukin mark­aðsvæð­ing og sam­keppni væri far­sæl leið til að vinna gegn þessu og nútíma­væða atvinnu­lífið og póli­tík­ina. Skand­in­av­ískir jafn­að­ar­menn höfðu frá kreppu milli­stríðs­ár­anna lagt ríka áherslu á beit­ingu sam­keppni og mark­aðs­hátta í atvinnu­líf­inu, sam­hliða upp­bygg­ingu öfl­ugs vel­ferð­ar­ríkis og tekju­jafn­andi skatt­kerf­is. Slík stefna gekk gegn rík­is­for­sjá atvinnu­lífs og fyr­ir­greiðslu­spill­ingu og af því vildu íslenskir kratar læra. 

Jón Bald­vin leit síðan í vax­andi mæli til Evr­ópu­sam­bands­ins sem vett­vangs fyrir útbreiðslu auk­inna sam­keppn­is­hátta og nútíma­legra atvinnu­lífs. Þaðan er sprott­inn áhugi hans á að tengja Ísland betur við þró­un­ina í Evr­ópu­sam­band­inu. Þegar svo kom til að EFTA-­ríkin semdu um nán­ara sam­band við Evr­ópu­sam­band­ið, sem end­aði með samn­ingnum um Evr­ópska efna­hags­svæðið árið 1992 (EES), þá var Jón Bald­vin í for­ystu og beitti sér af alefli fyrir þátt­töku Íslands. Hann fórn­aði meira að segja for­sæt­is­ráð­herra­emb­ætti til Sjálf­stæð­is­flokks Dav­íðs Odds­sonar til að tryggja aðild Íslands að EES.

Ekki var laust við að íslenskir kratar hafi á þessum tíma tor­tryggt að ein­hverju leyti nor­ræna vel­ferð­ar­rík­ið, sem einnig mátti rekja til áhrifa frá nýfrjáls­hyggj­unni og síðar frá Blairisma breska verka­manna­flokks­ins, svo dæmi sé tek­ið. Menn töl­uðu um að vel­ferð­ar­ríkið væri of dýrt, vinnu­letj­andi og drægi úr hag­vexti og nýsköpun með of mik­illi skatt­lagn­ingu. Sá mál­flutn­ingur hefur nú orðið verið hrak­inn svo um munar og Jón Bald­vin hefur snúið við blað­inu hvað þetta snert­ir, eins og bókin sýnir með afger­andi hætti.

Nýrri áhersl­ur: nor­ræna líkanið gegn nýfrjáls­hyggj­unni

Jón Bald­vin hefur sjálfur sagt að vera hans sem sendi­herra í Banda­ríkj­unum um ára­bil (1998 til 2002) hafi breytt við­horfi hans til Banda­ríkj­anna, nýfrjáls­hyggj­unnar og nor­ræna vel­ferð­ar­rík­is­ins. Frá þeim tíma hefur gagn­rýni hans á mein­semdir nýfrjáls­hyggj­unnar („Was­hington vizkunn­ar”), sem öðru fremur mót­aði alþjóða­væð­ing­una á síð­ustu ára­tug­um, orðið sífellt beitt­ari allt til þessa dags. Þannig er mik­ill fjöldi greina í bók­inni um and­stæð­urnar milli nor­ræna vel­ferð­ar­rík­is­ins (nor­ræna mód­els­ins) og sam­fé­lags nýfrjáls­hyggj­unnar (banda­rísku leið­ar­inn­ar), sem og um mikla og auð­sýnda yfir­burði nor­rænu leið­ar­innar (sjá fjórða hluta bók­ar­inn­ar).

Áður tal­aði Jón Bald­vin oft fyrir aðild Íslands að Evr­ópu­sam­band­inu. Það er hins vegar liðin tíð. Athygl­is­vert er að margir stuðn­ings­menn Jóns Bald­vins eru þó enn á þeirri afstöðu, til dæmis er Sam­fylk­ingin enn með það sem stefnu­mál – að ógleymdum Sjálf­stæð­is­mönn­unum í Við­reisn. Jón Bald­vin færir ýmis prag­mat­ísk rök gegn aðild á næst­unni, svo sem óleyst vanda­mál við skipu­lag og útfærslu Evr­ópu­sam­bands­ins og ófull­nægj­andi grund­völl evr­unn­ar. 

Hins vegar er að finna í gagn­rýni hans á nýfrjáls­hyggj­una í alþjóða­væð­ing­unni enn dýpri ástæður til að hafna aðild að ESB að óbreyttu. Það liggur í göllum alþjóða­væð­ing­ar­inn­ar, sem eiga einnig við ESB, (sjá til dæmis tvo kafla um gall­ana við Evr­ópu­sam­bandið á bls. 315 til 331). Í því sam­bandi má til dæmis nefna þann þátt fjór-frels­is­ins sem lýtur að auknu frelsi fjár­magns­ins. Það og fleira til (t.d. frelsi til búferla­flutn­inga) sem teng­ist alþjóða­væð­ing­unni hefur grafið undan stöðu almenns launa­fólks í vest­rænum sam­fé­lögum en stór­eflt stöðu og frelsi fjár­magns- og fyr­ir­tækja­eig­enda. Þetta er bein­tengt síauknum ójöfn­uði í vest­rænum sam­fé­lög­um, notkun skatta­skjóla og hnignun starfs­kjara og öryggis launa­fólks í hag­sæld­ar­ríkj­un­um. 

Jafn­að­ar­menn ættu að skoða þessi þró­un­ar­ein­kenni í sam­hengi, þar með talið í löndum Evr­ópu­sam­bands­ins. Alþjóða­væð­ing óheftra mark­aðs­hátta (í anda nýfrjáls­hyggju-hag­fræð­inn­ar) er mein­göll­uð. Þetta þarf að laga, bæði á vett­vangi ESB og heims­hag­kerf­is­ins almennt. 

Und­an­hald sós­í­alde­mókra­tí­unnar á Vest­ur­löndum

Ég ætla að taka rök­semdir Jóns Bald­vin gegn nýfrjáls­hyggju-hag­fræð­inni skref­inu lengra og freista þess að skýra almenna veik­ingu flokka jafn­að­ar­manna á Vest­ur­lönd­um, sam­hliða vexti nýrra flokka, sem oft eru kenndir við popúl­isma.

Vand­ræði kra­ta­flokka í nútím­anum eru Jóni Bald­vin og fleirum reyndar nokkuð hug­leik­in. Ein skýr­ing á því er sú sem Þröstur Ólafs­son reif­aði á afmæl­is­há­tíð Alþýðu­flokks­ins fyrir tveimur árum, það er að kratar séu nú fórn­ar­lömb góðs eigin árang­urs við upp­bygg­ingu vel­ferð­ar­rík­is­ins og almennar þjóð­fé­lags­um­bætur í bland­aða hag­kerf­inu á liðnum ára­tug­um. Jón Bald­vin ræðir þetta í bók­inni og tekun undir það að hluta en bætir við öðrum hugs­an­legum hluta­skýr­ing­um. Allt er það áhuga­verð umræða.

Auglýsing
Hins vegar er enn óskýrt af hverju flokkar sós­í­alde­mókrata (jafn­að­ar­manna) eru nú nær alls staðar á und­an­haldi eða í vörn í vest­rænum sam­fé­lög­um, einmitt þegar áhyggjur af auknum ójöfn­uði eru vax­andi. Hversu almenn sú þróun er kallar á sam­eig­in­lega utan­að­kom­andi skýr­ingu, sem ég held að sé einmitt að leita í nýfrjáls­hyggju­á­hrifum alþjóða­væð­ing­ar­inn­ar. Alþjóða­væð­ing­in/hnatt­væð­ingin hefur alls staðar verið vax­andi.

Sós­í­alde­mókratar hafa almennt tekið alþjóða­væð­ing­unni opnum örm­um. Þeir eru í dag oft meiri alþjóða­sinnar en jafn­að­ar­menn. Þar með eru þeir oft óbeint orðnir stuðn­ings­menn nýfrjáls­hyggju-hag­fræð­innar og fjár­magns­frels­is­ins sem alþjóða­væð­ing­unni fylgir – jafn­vel þó þeir sam­hliða tali fyrir auknum jöfn­uði. Almenn­ingur sem horfir upp á auk­inn ójöfnuð og yfir­burða­stöðu fjár­magns- og fyr­ir­tækja­eig­enda sér ekki lengur þann stuðn­ing við lægri stéttir vinn­andi fólks sem áður var að finna hjá kra­ta­flokk­un­um. 

Þess vegna leitar verka­lýðs­stéttin og afskipta milli­stéttin í auknum mæli á náðir nýrra stjórn­mála­flokka og lýð­skrumara sem taka afstöðu gegn sumum þáttum alþjóða­væð­ing­ar­innar (t.d. auknum fjölda inn­flytj­enda og veik­ingu vel­ferð­ar­rík­is­ins) og segj­ast vilja bæta hag þeirra sem verst standa eða eftir sitja. Nú á dögum horfir fólk ekki í sama mæli til kra­ta­flokka hvað hags­muna­bar­áttu lægri stétta varðar – eins og áður var.

Í fyrsta kafla bók­ar­innar segir Jón Bald­vin eft­ir­far­andi um erindi jafn­að­ar­manna í stjórn­mál­un­um: 

„Gleymum því aldrei, að frá og með þeim degi sem sjó­mað­ur­inn við færið, verka­mað­ur­inn við bygg­inga­kran­ann og upp­fræð­ari æsk­unnar finna það ekki í hjarta sínu leng­ur, að okkar flokkur sé þeirra flokk­ur, þá hefur okkur mis­tek­ist. Þá höfum við hrein­lega brugð­ist skyldum okkar og ætl­unar verki.” (bls. 16-17).

Er það ekki einmitt gölluð alþjóða­væð­ingin sem er að skila þessu? Það er að minnsta kosti í sam­ræmi við harða gagn­rýni Jóns Bald­vins á nýfrjáls­hyggju­eðli alþjóða­væð­ing­ar­inn­ar. 

Jafn­að­ar­menn nútím­ans geta lært mikið af grein­ingum Jos­efs Stigl­itz hag­fræð­ings á göllum alþjóða­væð­ing­ar­inn­ar, bæði á vett­vangi Evr­ópu­sam­bands­ins og í heim­inum almennt. Ef menn vilja bjarga kap­ít­al­ism­anum frá hinum gráð­ugu kap­ít­alistum nýfrjáls­hyggj­unnar þá þarf að koma böndum á alþjóða­væð­ing­una, þannig að hún þjóni betur hags­munum almenn­ings en ekki bara hags­munum þeirra rík­ustu eins og verið hefur á síð­ustu ára­tug­um. Óheft alþjóða­væð­ing á for­sendum frjáls­hyggju­hag­fræða gengur gegn hags­munum almenn­ings en þjónar fámennri yfir­stétt ein­stak­lega vel. Þess vegna er alþjóða­væð­ingin að óbreyttu illa sam­rým­an­leg jafn­að­ar­stefnu í vest­rænum sam­fé­lög­um.

Nið­ur­lag

Jón Bald­vin hefur verið afger­andi stjórn­mála­maður og öfl­ugur grein­andi stjórn­mála- og sam­fé­lags­þró­unar í heim­in­um. Greina­safn hans gerir fram­lagi hans góð skil og er einnig mjög gagn­leg lesn­ing fyrir þá sem vilja kynna sér stjórn­mála­sögu síð­ustu fjöru­tíu ára eða svo. 

Svona greina­safn felur óhjá­kvæmi­lega í sér hættu á tals­verðum end­ur­tekn­ing­um, eins og höf­undur bendir reyndar sjálfur á. Áherslan í bók­inni er að birta allt af skrifum Jóns Bald­vins sem veigur er í. Það hefur gildi út af fyrir sig. Vel hefði þó mátt fækka greinum umtals­vert og fá þar með mun skarp­ari og hnit­mið­aðri bók.  

Ég mæli þó ein­dregið með þess­ari bók Jóns Bald­vins fyrir áhuga­fólk um fram­gang jafn­að­ar­stefnu í nútím­anum og erindi hennar í stjórn­málum fram­tíð­ar­inn­ar.

Höf­undur er pró­­fessor við Háskóla Íslands og sér­­fræð­ingur hjá Efl­ing­u-­­stétt­­ar­­fé­lagi í hluta­­starfi.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar