Sannfæring og ástríða – pólitísk baráttusaga JBH

Þröstur Ólafsson fjallar um nýútkomna bók Jóns Baldvins Hannibalssonar.

Auglýsing

Jón Bald­vin hefur sent frá sér bók. Hún er all­mikil að vöxt­um, lið­lega sex hund­ruð síð­ur. Í bók­inni grípur hann niður í sögu jafn­að­ar­stefnu hér­lend­is, hvar hún standi um þessar mundir og hvert stefna skuli. Þar er fróð­legur kafli um Ísa­fjörð þess tíma sem jafn­að­ar­menn réðu þar lögum og lof­um. Ítar­leg­astir eru þeir kaflar sem fjalla um helstu póli­tísku hugð­ar­efni Jóns Bald­vins; upp­stokkun og end­ur­bætur á íslensku sam­fé­lagi, fram­tíð sós­í­alde­mókrats­ins, Ísland í Evr­ópu og fram­lag hans til frels­is­bar­áttu Eystra­salts­ríkj­anna. Hann var umdeildur en jafn­framt dáður bylt­inga­maður sem þorði þegar aðrir þögðu eða röfl­uðu um áhættur og holta­þoku­reim­leika.

Jón Bald­vin og EES

Jón Bald­vin er að mínu mati merkasti stjórn­mála­maður lýð­veld­is­tím­ans. Rök mín fyrir því eru ann­ars vegar EES samn­ing­ur­inn. Hins vegar er hann eini þekkti íslenski stjórn­mála­mað­ur­inn meðal erlendra þjóða, vegna fram­göngu sinnar þar. EES sam­ing­ur­inn er tví­mæla­laust mik­il­væg­asti alþjóða­samn­ingur sem þjóðin hefur gert og sem hefur gjör­breytt íslensku sam­fé­lagi. Það fór vel á því að úttekt­ar­skýrslan um stöðu og áhrif samn­ings­ins var birt skömmu áður en bók Jóns Bald­vins kom út. Í skýr­s­unni er mik­il­vægi samn­ings­ins hvort heldur sem er fyrir ein­stak­linga, náms­fólk, frum­kvöðla eða hefð­bundin við­skipti, já þjóð­ina alla og líf hennar og störf, und­ir­strikað og hvergi dregið und­an. Þessi magn­aði samn­ingur var fyrst og fremst verk Jóns Bald­vins. Hann gerði hann að for­gangs­at­riði síð­asta hluta stjórn­mála­fer­ils sins og mynd­aði rík­is­stjórn sem hann treysti fyrir því að klára verk­ið.

Vissu­lega hafði hann afar hæfa emb­ætt­is­menn sér við hlið, en JBH stýrði för og grann­skoð­aði hvert smá­at­riði og kunni nán­ast samn­ing­inn utan­af. Öfl­ug­ur, en ekki allur jafn féleg­ur, sam­söfn­uður eldri manna ásamt Klaust­ur­fé­lögum Mið­flokks­ins hefur und­an­farin miss­eri haldið uppi óvægnum rang­indum gegn EES samn­ingnum í skjóli hins veru­lausa þriðja orku­pakka. Þeir reim­leikar eru nú að baki. Póli­tísk arf­leifð Jóns Bald­vins heldur áfram að þró­ast og þroskast.

Auglýsing

Ísland í Evr­ópu – Evr­ópa í Íslandi

Þessu nátengt eru skrif hans um fram­tíð Evr­ópu og stöðu Íslands þar. Lengi vel var höf­und­ur­inn einn ein­dregn­asti stuðn­ings­maður inn­gönu lands­ins í ESB og færir í bók­inni mörg þung rök því til stuðn­ings. Á einum stað segir JBH: „Krónu­hag­kerfið er ver­öld sem var.” Harmur Stef­ans Zweig er ekki langt und­an. Hér hittir JBH naglann á höf­uð­ið. Við frek­ari lestur verður ekki hjá því kom­ist að taka eft­ir, að það örli á sinna­skiptum í afstöðu JBH, ekki bara til krón­unnar heldur einng til ESB. Hann virð­ist gera ýms vand­kvæði og mis­tök ESB við úrlausn vanda­mála á eft­ir­hruns­tíma að stefnu­reglu þess til fram­búð­ar. Þaðan dregur hann álykt­anir sem túlka má sem efa­semdir um fram­tíð ESB. Það verður fróð­legt að fylgjst með fram­hald­inu. Með hverju árinu sem líður verðum við sam­ofn­ari innri mark­aði ESB, eins og stefnt var að með EES samn­ingn­um. Það verður einnig flókn­ara að sam­ræma þau spor sem krónan skilur eftir sig inn­an­lands, þeim þörfum sem innri mark­að­ur­inn gerir til gjald­mið­ils­ins. Þá er land­bún­að­ur­inn of mik­il­vægur en jafn­framt of þung byrði á rík­is­sjóði til að svo geti horfið til lengd­ar. Vel­ferð­ar­rík­inu hnignar vegna þess að pen­ing­arnir okkar eru bundnir í verk­efnum sem engum skila neinu í aðra hönd. Enn á ný er þörf á ein­hverjum sem þorir – fram á leið ekki aft­urá­bak.

Jafn­að­ar­stefnan

Þegar kemur að stöðu og fram­tíð jafn­að­ar­stefn­unnar heima sem erlendis vand­ast málin nokk­uð. Höf­undi verður tíð­rætt um Nor­ræna mód­el­ið, sam­fé­lags­lega sköp­un­ar­verk sænsku kratanna, sem umbylti sænsku sam­fé­lagi fyrir og um mið­bik lið­innar aldar til hags­bóta okkar minnsta bróð­ur. Þessi upp­skrift eða erind­is­bréf segir JBH vera veg­vís­inn inn í fram­tíð­ina. Draga má í efa að það dugi. Evr­ópskir kratar upp til hópa misstu af fram­tíð­ar­lest­inni þegar umhverf­is­vit­undin hóf göngu sína fyrir tæpri hálfri öld. Þeir voru enn fastir í stétt­ar­hugsun iðn­að­ar­sam­fé­lags­ins með vel­ferð­ar­bótum og neyslu­hyggju. Var það ekki Gor­basjoff sem sagði að þeim hefnd­ist sem kæmu of seint til leiks. Það eru evr­ópskir kratar að ganga í gegnum nú. Hvernig fram­tíð­ar­sam­fé­lagið – ef yfir höfuð eitt­hvað – mun líta út, mun trauðla ráð­ast af for­tíð­ar­hyggju, hvorki til hægri né vinstri, eins og þær sem nú ríða húsum út um allar koppagrund­ir.

Sjálf­stæði Eystra­salts­ríkj­anna

Einn kafli bók­ar­innar fjallar um fram­göngu JBH í frels­is­bar­áttu Eystra­salts­þjóð­anna. Þau afskipti hans voru mik­il­væg á örlaga­stundu, enda er hann nán­ast helgur maður þar um slóð­ir. Eng­inn annar íslenskur stjórn­mála­maður hefur öðl­ast slíkan sess eða orðið jafn þekktur á erlendri grundu sem JBH, enda skiptu afskipti hans við Eystra­salt sköp­um, ekki hvað síst til að efla sjálfs­traust þjóð­anna. Frá­sögn hans og ann­arra sem tóku þátt er fróð­leg og upp­lýsandi. Af þessu til­efni er gaman að segja frá því, að xnemmma hausts 1991 fól JBH und­ir­rit­uðum að sækja fund á vegum SÞ í Moskvu. Þar voru einnig staddir utan­rík­is­ráð­herrar hinna Norð­ur­land­anna. Um miðjan dag er mér sagt að Gor­basjoff vilji hitta okkur full­trúa Norð­ur­land­anna í Kreml. Hann las yfir okkur varn­að­ar­orð og lítt duldar hót­anir ef rík­is­stjórnir okkar dirfð­ust að skipta sér af mál­efnum ríkj­anna við Eystra­salt. Honum var mikið niðri fyr­ir. Í miðri yfirhaln­ing­unni ýtti aðstoð­ar­maður að honum bréfsn­epli. Við sátum eins og saka­menn í ein­faldri röð gegnt honum og fylgd­ar­liði. Hann renndi augum sínum eftir röð­inni eins og hann væri að telja en staldr­aði síðan við full­trúa Íslands, horfði fast eitt augna­blik, en hélt svo áfram. Ekki fór á milli mála hvert orð­unum átti að beina.Eng­inn hinna ráð­herrannna þorði - nema JBH.

Engin ævi­saga

Það vekur ætíð eft­ir­vænt­ingu þegar meiri háttar stjórn­mála­menn senda frá sér póli­tíska bók. Íslenskir stjórn­mála­menn hafa margir hverir skrifað ævi­sögu að loknu dags­verki. En hér er engin ævi­saga á ferð­inni. Þetta er póli­tískt bar­áttu­kver. Hér er skilm­inga­mað­ur­inn Jón Bald­vin á fullu. Hver ein­asta setn­ing er þrungin póli­tískri sann­fær­ingu og ástríðu og það er ekki síst það sem gerir bók­ina svo skemmti­lega og ferska aflestr­ar. Skrið­þung­inn er á köflum svo mik­ill að flest verður undan að láta. Leiftr­andi mælska og skemmti­legur rit­stíll ein­kennir bók­ina frá upp­hafi til enda. Í bók­inni eru ræð­ur, blaða­greinar og við­töl frá liðnum tíma en einnig síð­ari tíma. Sumt af þessu er enn jafn ferskt og aðkallandi eins og það var þegar það var skrif­að. Þeir stjórn­mála­mennj jafn­að­ar­manna sem nú eru í broddi fylk­ingar gætu notað heilu kafl­ana lítt breytta á mál líð­andi stund­ar, því við­fangs­efnin eru þau sömu og þegar JBH yfir­gaf hring­inn.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar