Hvernig gengur innleiðing jafnlaunavottunar?

Dr. Katrín Ólafsdóttir, lektor við HR og meðlimur í peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands, skrifar um jafnlaunavottun.

Auglýsing

Jafnlaunavottun var fest í lög á árinu 2017 og samkvæmt lögunum eiga fyrirtæki með 250 starfsmenn eða fleiri að vera komin með jafnlaunavottun í lok árs 2019. Þá skulu fyrirtæki með 150-249 starfsmenn öðlast jafnlaunavottun fyrir árslok 2020 og fyrirtæki með 90-149 starfsmenn skulu öðlast vottun fyrir árslok 2021. Fyrirtæki með 25-89 starfsmenn hafa frest til ársloka 2022. Opinberar stofnanir með fleiri en 25 starfsmenn skulu hafa fengið vottun fyrir árslok 2019. Jafnframt ber öllum fyrirtækjum og stofnunum með 25 eða fleiri starfsmenn að setja sér jafnréttisáætlun eða samþætta jafnréttissjónarmið í starfsmannastefnu (Lög nr. 10/2008). 

Í rannsókn sem gerð var meðal fyrirtækja og stofnana hér á landi síðla árs 2018 var spurt um jafnréttismál (Arney Einarsdóttir og félagar, 2019). Rannsóknin er hluti af CRANET-rannsókninni sem er alþjóðlegt samstarfsverkefni yfir 50 háskóla í jafnmörgum löndum. Rannsóknin er gerð meðal mannauðsstjóra og annarra forsvarsmanna mannauðsmála í fyrirtækjum og stofnunum með 70 eða fleiri starfsmenn. Alls eru 359 fyrirtæki og stofnanir þeirrar stærðar á Íslandi og tóku 125 þeirra þátt í rannsókninni.

Niðurstöður rannsóknarinnar leiða í ljós að 88% fyrirtækja og stofnana hafa sett sér jafnréttisáætlun. Það þýðir að 12% fyrirtækja og stofnana hafi ekki sett sér jafnréttisstefnu, þrátt fyrir lagaskyldu þess efnis. Í rannsókninni voru þátttakendur jafnframt spurðir hver staðan væri hjá fyrirtækinu eða stofnuninni varðandi innleiðingu jafnlaunavottunar samkvæmt jafnlaunastaðlinum ÍST-85.

Auglýsing

Mynd 1: Hver er staðan hjá fyrirtækinu/stofnuninni varðandi launavottun með tilliti til jafnlaunavottunar (ÍST-85). Fjöldi svara: 118.

Mikill meirihluti fyrirtækja og stofnana var ýmist byrjaður í ferlinu, langt kominn eða kominn með jafnlaunavottun. Meirihluti þeirra (61%) var kominn af stað í ferlinu og áætlaði vottun innan 6-12 mánaða og 20% svarenda höfðu þegar fengið vottun samkvæmt jafnlaunastaðlinum. Einungis lítill hluti fyrirtækja og stofnana (4%) sagðist ekki byrjaður að skoða jafnlaunavottun, eins og mynd 1 sýnir.

Mynd 2: Hver er staðan hjá fyrirtækinu/stofnuninni varðandi launavottun með tilliti til jafnlaunavottunar (ÍST-85), eftir atvinnugrein. Fjöldi svara: 118 (31 í frumvinnslu, 51 í verslun og þjónustu, 36 í opinberri þjónustu).

Þegar jafnlaunavottun er skoðuð út frá atvinnugrein má sjá að fyrirtæki í verslun og þjónustu eru komin hvað lengst í innleiðingu jafnlaunastaðalsins, 29% þeirra voru komin með jafnlaunavottun og 31% voru langt komin í ferlinu og áætluðu vottun innan 6 mánaða (sjá mynd 2). Í ljósi kvaða í reglugerð kemur ekki á óvart að stofanir hjá hinu opinbera hafi þegar hafið ferlið og var algengast að áætluð vottun væri innan árs hjá opinberum stofnunum, eða í 58% tilfella. 

Mynd 3: Hver er staðan hjá fyrirtækinu/stofnuninni varðandi launavottun með tilliti til jafnlaunavottunar (ÍST-85). Eftir stærð. Fjöldi svara: 118 (37 í litlum fyrirtækjum/stofnunum, 37 í meðalstórum, 44 í stórum).

Eins og áður segir fer gildistaka ákvæða um jafnlaunavottun eftir stærð fyrirtækja og má glöggt sjá á mynd 3 að stærri fyrirtækin voru komin nær jafnlaunavottun en þau sem minni eru. Þannig voru 25% fyrirtækja og stofnana með fleiri en 300 starfsmenn þegar komin með jafnlaunavottun og 46% áætluðu að þau myndu fá vottun innan 6 mánaða. Önnur fyrirtæki hafa lengri frest til að fá jafnlaunavottun.

Það er ákveðinn ávinningur fólginn í því að fyrirtæki og stofnanir taki jafnréttismálin föstum tökum. Niðurstöður nýlegrar rannsóknar benda til þess að staða þeirra þegar kemur að jafnrétti hafi áhrif á það hvernig starfsfólk upplifir kynjajafnrétti á vinnustaðnum (Arney Einarsdóttir, Katrín Ólafsdóttir og Laura Nesaule, 2018). Séu fyrirtæki virk í jafnréttismálum getur það haft jákvæð áhrif á upplifun starfsfólks, m.a. á starfi og aðgerðum æðstu stjórnenda og hvernig staðið er að ráðningarmálum og framgangi í starfi með tilliti til jafnréttismála (Arney Einarsdóttir o.fl., 2018). Það er því jákvæð þróun á vinnumarkaði að fyrirtæki og stofnanir séu almennt að vinna markvisst að innleiðingu jafnlaunavottunar.

Heimildir:

Arney Einarsdóttir, Katrín Ólafsdóttir og Ásta Bjarnadóttir (2019). Mannauðsstjórnun á Íslandi 2018: Cranet rannsóknin í 15 ár. Háskóli Íslands: Viðskiptafræðideild.

Arney Einarsdóttir, Katrín Ólafsdóttir og Laura Nesaule. (2018). The relationship between gender equality activity in organizations and employee perceptions of equality. Tímarit um viðskipti og efnahagsmál, 15(1), 37–53. doi:10.24122/tve.a.2018.15.1.2

Lög um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla nr. 10/2008.

Greinin birtist fyrst í Vísbendingu. Önnur grein Katrínar Ólafsdóttur, sem birtist nýlega, fjallaði um rannsóknir á MeToo og hvernig fyrirtæki og stofnanir hafa brugðist við. Hægt er að gerast áskrifandi að Vísbendingu hér.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Frá vígslu málverkanna í febrúar árið 2018. Síðan þá hafa þau ekki verið sýnd hlið við hlið.
Portrettmyndir Obama-hjónanna gera víðreist um Bandaríkin
Aðsóknarmet var slegið í National Portrait Gallery í Washington D.C. eftir að opinberar portrettmyndir Obama-hjónanna bættust í safneignina árið 2018. Nú eru myndirnar á leið í 11 mánaða reisu vítt og breitt um Bandaríkin.
Kjarninn 19. júní 2021
Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar.
Afnám leiguþaks gæti orðið Löfven að falli
Svíþjóð hefur, líkt og önnur lönd í Evrópu, reynt að sporna gegn hröðum leiguverðshækkunum með leiguþaki. Nú gæti farið svo að sænska ríkisstjórnin falli vegna áforma um að afnema slíkar takmarkanir fyrir nýbyggingar.
Kjarninn 18. júní 2021
Frá Akureyri.
Starfsfólki sagt upp á hjúkrunarheimilinu Hlíð á Akureyri
Forseti ASÍ gagnrýnir hagræðingaraðgerðir sem bitna fyrst og fremst á starfsfólki að hennar mati. Heilsuvernd tók við rekstri Öldrunarheimila Akureyrar í apríl á þessu ári.
Kjarninn 18. júní 2021
Kona gengur fram hjá minningarvegg um fórnarlömb COVID-19 í London.
Delta-afbrigðið á fleygiferð á Bretlandseyjum
Tilfellum af COVID-19 fjölgaði um 50 prósent í Bretlandi á einum mánuði frá 5. maí til 7. júní. Smitum af völdum Delta-afbrigðisins svokallaða fjölgaði um tæp 80 prósent milli vikna. Ný bylgja segja sumir en aðrir benda á að hún verði aldrei skæð.
Kjarninn 18. júní 2021
Komum erlendra ferðamanna til landsins fækkaði um 81 prósent milli 2019 og 2020.
Íslendingar eyddu minna á ferðalögum innanlands í fyrra heldur en árið 2019
Heildarútgjöld íslenskra ferðamanna innanlands námu 122 milljörðum króna í fyrra og drógust saman um 14 prósent frá 2019. Hlutfall ferðaþjónustu í landsframleiðslu dróst saman um rúmlega helming á tímabilinu, fór úr átta prósentum niður í 3,9 prósent.
Kjarninn 18. júní 2021
Upplýsingar um alla hluthafa og hversu mikið þeir eiga í skráðum félögum hafa legið fyrir á opinberum vettvangi undanfarið. Þetta telur Persónuvernd stríða gegn lögum.
Persónuvernd telur víðtæka birtingu hluthafalista fara gegn lögum
Vegna nýlegra lagabreytinga hefur verið hægt að nálgast heildarhluthafalista skráðra félaga í Kauphöllinni í samstæðureikningum á vef Skattsins. Persónuvernd telur þessa víðtæku birtingu fara gegn lögum.
Kjarninn 18. júní 2021
Flókið að fást við fólk sem lætur sannleikann ekki þvælast fyrir sér
Kerfið brást Helgu Björgu harðlega eftir að hún upplifði stöðugt áreiti borgarfulltrúa Miðflokksins í um tvö ár án þess að geta borið hönd fyrir höfuð sér. Málið hefur haft margvíslegar alvarlegar afleiðingar á andlega og líkamlega heilsu hennar.
Kjarninn 18. júní 2021
Horft frá Nauthólsvík yfir á Kársnes og að Hamraborg, þar sem Kópavogsbær stefnir á uppbyggingu þéttrar byggðar meðfram væntum borgarlínuleiðum.
Telur kjörnum fulltrúum skylt að rýna í hugmyndir um ódýrari Borgarlínu
Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi vill rýna betur í hugmyndir um ódýrari Borgarlínu, sem lagðar hafa verið fram að undanförnu, svo vilji sveitarstjórna sé skýr í málinu. Einnig viðrar hún sérstakar áhyggjur af rekstrarkostnaði.
Kjarninn 18. júní 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar