Lífsskoðun jafnaðarmanns

Sighvatur Björgvinsson skrifar um nýútkomna bók Jóns Baldvins Hannibalssonar, „Tæpitungulaust – lífsskoðun jafnaðarmanns.

Auglýsing

Bók­in, sem stefnt var að að gæti komið fyrir almenn­ings sjónir í sept­em­ber­mán­uði á s.l. ári, er nú loks­ins að koma í bóka­búð­ir. Þetta er bók Jóns Bald­vins Hanni­bals­son­ar, sem hann nefnir „Tæpitungu­laust – lífs­skoðun jafn­að­ar­manns”. Þessi bók, sem spannar mörg og mis­jöfn við­fangs­efni en öll séð frá einu og sama sjón­ar­horni – sjón­ar­horni jafn­að­ar­manns­ins – er ein­stakt rit­verk. Margir fyrr­ver­andi íslenskir stjórn­mála­menn hafa skilið eftir sig ýmsa ævi­sögu­texta – aðal­lega rakið þá þætti í starfs­sögu sinni, sem þeir vilja helst halda á lofti. Þessi bók Jóns Bald­vins er – eins og heitið bendir til – ekki slík bók. Hún er fyrst og fremst bók um hug­myndir og hugs­ana­smíð jafn­að­ar­manns, sem auð­vitað tekur mark af hans eigin reynslu og hans eigin við­kynn­ingu af mönnum og mál­efnum – af hans eigin reynslu­heimi. Og auð­vitað læra menn af reynsl­unni. Því hefur dvöl Jóns Bald­vins í Banda­ríkj­un­um, við­kynn­ing hans af banda­rískum við­horfum og banda­rískum sessu­naut­um, án efa orðið til þess hve ótví­ræður stuðn­ingur hans hefur verið við „nor­ræna mód­el­ið” eins og hann hefur iðu­lega gert grein fyrir í greinum og ræðum – og vand­lega er rak­inn í þess­ari bók. 

Hans eigin við­kynn­ing og á stundum sam­vistir með fólki, sem bein kynni hafði af eðli og inn­taki Sov­ét­ríkj­anna eftir nám og dvöl þar, hefur auð­vitað haft áhrif á hans mat á hvað olli hruni Sov­ét­ríkj­anna og hruni komm­ún­ism­ans, sem einnig er fjallað ræki­lega um í þess­ari bók. Þá hafa kynni hans af íslenskum stjórn­mála­mönnum á vinstri kanti íslenskra stjórn­mála, sem margir hverjir voru sam­ferða­menn honum hand­gengn­ir, haft áhrif á skoð­anir hans á hvers vegna ekki tókst á Íslandi það, sem tókst á öllum öðrum Norð­ur­löndum - sem sé að efla til áhrifa sterkt stjórn­mála­afl jafn­að­ar­manna þannig að „nor­ræna mód­el­ið” gæti risið öðru vísi hér en sem dauf speg­il­mynd af því, sem verða átti og verða þurfti. Hvernig stóð á því, að komm­ún­istar og síð­ari arf­takar þeirra urðu sterkara afl á Íslandi en í nágranna­löndum og sós­í­alde­mókratar að sama skapi veik­ari hér en þar? Að hve miklu leyti liggur sökin hjá sós­í­alde­mókrötum sjálfum – og að hve miklu leyti hjá allt öðru vísi við­horfum íslenska þjóð­ar­hjart­ans? Vissu­lega eru þetta spurn­ing­ar, sem ættu að vera og eru við­fangs­efni jafn­að­ar­manna – efni, sem jafn­að­ar­menn þurfa að ræða og eiga að ræða. Það gerir Jón Bald­vin Hanni­bals­son í bók­inni sinn­i. 

Þá ræðir hann um Evr­ópu­mál­in, um EES samn­ing­ana og um frels­is­bar­áttu Eystra­salts­ríkj­anna, þar sem hann gegndi lyk­il­hlut­verki sem fyrsti stjórn­mála­leið­tog­inn á Vest­ur­lönd­um, sem gekk til liðs við þá frels­is­hreyf­ingu. Með bar­áttu sinni á þeim vett­vangi sem og bar­áttu sinni og sigrum í átök­unum um EES hefur Jón Bald­vin reist sér bauta­steina í íslenskri stjórn­mála­sögu, sem munu standa. Bar­átta hans og sigur í EES mál­inu hefur valdið meiri fram­förum í íslensku þjóð­lífi og stór­bætt­ari rétt­indum alþýðu og neyt­enda en nokkur önnur gjörð. Til þess að ná því mik­il­væga mark­miði hafn­aði Jón Bald­vin því, sem flestir atvinnu­stjórn­mála­menn sækj­ast hvað mest eftir – stöðu for­sæt­is­ráð­herra – en þótti það ekk­ert til­töku­mál. Varla umræðu­vert.

Auglýsing

Í fyrsta kap­ít­ula umræddrar bók­ar, sem ber sama titil og bókin sjálf – Lífs­skoðun jafn­að­ar­manns – rekur Jón Bald­vin í nokkrum umfjöll­un­ar­efnum hvernig hann öðl­að­ist þá lífs­skoð­un. Þar stað­næm­ist hann m.a. við það, sem hann nefnir „Rauða bæinn” – þ.e. Ísa­fjörð. Byggð­ar­lagið þar sem við báðir ólumst upp ásamt mörgum fleirum nánum sam­starfs­mönnum okkar síðar á lífs­leið­inni. Það er merki­legt, hve stórt og inn­byrðis ólíkt Ísland leit út fyrir að vera á fyrstu ára­tugum lið­innar ald­ar. Í Hafn­ar­firði – nágrannabæ Reykja­víkur – réðu jafn­að­ar­menn ferð­inni þver­öf­ugt við hvernig hátt­aði til með höf­uð­stað­inn. Sós­í­alist­ar, áður komm­ún­istar, réðu í Kópa­vogi, á Siglu­firði, á Akur­eyri og yfir­tóku Nes­kaup­stað þar sem jafn­að­ar­menn höfðu áður farið með ráð­in. Á Ísa­firði réðu Alþýðu­flokks­menn einir framan af og síðan í sam­starfi við aðra en í því sam­starfi ávallt langstærsti flokk­ur­inn. Stærstan hluta skýr­ing­ar­innar á þessu hlýtur auð­vitað að vera eð leita til þeirra ein­stak­linga, sem fyrir fóru í hverju bæj­ar­fé­lag­anna. Til manna eins og Ein­ars Olgeirs­sonar og Lúð­víks Jós­efs­sonar á Akur­eyri og í Nes­kaup­stað – og til for­ystu­manna eins og Finns Jóns­son­ar, Guð­mundar Haga­lín, Vil­mundar Jóns­sonar og Hanni­bals á Ísa­firði svo nokkrir séu nefnd­ir. Í mínu minni eru þeir líka svo miklu fleiri. Pétur Sig­urðs­son, Kar­ítas Páls­dótt­ir, Gunnar Jóns­son, Stefán Stef­áns­son (sem Jón talar um í bók sinn­i), Páll Sig­urðs­son og Fríða, eig­in­kona hans, Dan­íel Sig­munds­son og Jón, Sig­urður bak­ari, Snorri Her­manns­son og Auð­ur, Mar­ías Þ. Guð­munds­son og Guð­mundur bróðir hans, Ket­ill Guð­munds­son, Grímur Krist­geirs­son, Guð­mundur Bjarna­son…….. aðeins fáir einir tald­ir, sem koma strax upp í hug­ann. Margir fleiri, sem nefna má – og nefna hefði átt. 

Þarna var mikið og öfl­ugt sam­fé­lag jafn­að­ar­manna sem hafði áhrif á bæði þá, sem á Ísa­firði bjuggu og ólust upp – og á sam­tíð sína. Það var því ekki und­ar­legt í mínum huga, þó helm­ing­ur­inn af 10 manna þing­flokki Alþýðu­flokks­ins drjúgan tíma veru minnar á Alþingi væru Ísfirð­ingar eða ísfir­skrar ætt­ar. Jón Bald­vin, Jón Sig­urðs­son, Rann­veig Guð­munds­dótt­ir, Árni Gunn­ars­son auk þess, sem þetta skrif­ar. Við bætt­ist svo Ólafur Ragnar Gríms­son, sonur Gríms Krist­geirs­son­ar, þó í öðrum stjórn­mála­flokki væri og auk þess tveir aðrir Ísfirð­ing­ar, þeir Matth­ías Bjarna­son og Sverrir Her­manns­son. „Rauði bær­inn” lét því til sín taka á Alþingi, þó þar væri ekki nema mik­ill meiri­hluti Ísfirð­ing­anna rauður – eins og bær­inn. Frá Ísa­firði kom líka fyrsti for­maður Alþýðu­flokks­ins, Jón Bald­vins­son, en hann lærði prent­iðn sína á Ísa­firði í störfum fyrir Skúla Thorodd­sen. Þaðan komu þeir líka formennirnir Hanni­bal Valdi­mars­son og Har­aldur Guð­munds­son, Bene­dikt Grön­dal frá næsta nágrenni og svo Jón Bald­vin og sá, sem þetta rit­ar. Ísfirð­ingar hafa því lengi farið fyrir íslenskum jafn­að­ar­mönn­um.

Bókin hans Jóns Bald­vins er ein­stæð bók. Hún er um lífs­skoðun jafn­að­ar­manns – jafn­að­ar­manns­ins frá „Rauða bæn­um” sem fór svo með hlut­verk leið­toga í mál­um, sem skipt hafa sköpum í lífi íslenskrar þjóð­ar. Auð­vitað eru ekki allir sam­mála þeirri lífs­skoðun – enda ekki allir frá „Rauða bæn­um”. Bókin vekur hins vegar máls á umræðu­efni, sem þörf er á að rætt sé á Íslandi en liggur í lág­inni. Umræðu­efni, sem fjallar um stjórn­mála­stefnur og strauma, tekur í senn mið af for­tíð, sam­tíð og fram­tíð og á erindi við alla Íslend­inga – og svo langt um fleiri.

Höf­undur er fyrr­ver­andi ráð­herra og for­maður Alþýðu­flokks­ins.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar