Heilagar kýr eða bíllaus lífsstíll

Steinar Frímannsson segir að hér á landi sé einhver einkennileg trú á einkabílisma en ótrúleg neikvæðni gagnvart strætisvögnum.

Auglýsing

Í öllum samfélögum er eitthvað það sem menn vilja alls ekki hrófla við. Oft er því líkt við heilögu kýrnar á Indlandi. Við höfum okkar heilögu kýr hér á landi. Svo sannarlega. 

Samkvæmt kolefnisbókhaldi Hagstofu Íslands svarar heildarlosun Íslendinga á gróðurhúsalofttegundum til um 14 milljón tonnum af CO2. Af þessu eru um 9 milljón tonn talin vegna landnýtingar en það hefur verið tekið út úr bókhaldinu, sennilega vegna þess að sá útreikningur er ekki byggður á nægilega góðum gögnum.  

Samgöngur á landi valda um um einnar milljón tonna útblæstri.  Þar sjá menn vafalaust fyrir sér stóra trukka sem aka um vegina, og það er álitið mesta böl. En notkun stórra vörubíla orsakar aðeins um 18 % af þessu. Sá þáttur sem er langsamlega stærstur er fólksbílar, það er bílar sem skráðir eru fyrir 3 til 9 farþega. Einkabíllinn. Fólksbílar orsaka með öðrum orðum 60 % af þessum útblæstri eða 600.000 tonn af CO2.  Hér getur almenningur gert sitt til að draga úr útblæstri. Með bíllausum lífsstíl. Og það er sennilega ódýrasta og fljótvirkasta aðgerðin sem völ er á í loftslagsmálum.  

Auglýsing
Það eru nefnilega til aðrar lausnir en einkabíllinn. Reiðhjól, strætisvagnar eða hestar postulanna. En til þess að gera bíllausan lífsstíl aðlaðandi þurfa margir að koma að. Í skipulagi og rekstri bæjarfélaga verður að gera ráð fyrir þessum valkosti og að hann sé jafnt settur öðrum. Það þýðir bæði að aðstaða sé fyrir hendi, að allar tæknilegar lausnir miðist við að fólk noti ekki bíl. Þetta er vissulega spurning um tæknilausnir en ekki síður um hugarfar.  

Strætisvagnakerfið á höfuðborgarsvæðinu má bæta mikið. Og það er í gangi endurskipulagning á leiðakerfi Strætó BS í tengslum við svokallaða borgarlínu. Lagt er upp með að stytta ferðatíma með strætó innan höfuðborgarsvæðisins. Nú hafa verið kynntar áætlanir um uppbyggingu á Borgarlínu sem menn telja að öllu muni breyta. Vonandi. En þessar hugmyndir virka þannig þegar þær eru skoðaðar að hér eigi einfaldlega að setja upp einhvern súperstrætó sem er í eðli og skipulagi eins og það kerfi sem hefur fengið á sig slíkt orð að fjöldi fólks lítur á það sem neyðarúrræði að nota það. Og á mörgum er að heyra að þessi kostur sé ekki til. 

Það eru fleiri þættir en bara gæði strætisvagnakerfisins sem hafa áhrif á hvort fólk velur bíllausan lífsstíl.  Nálægð almennrar þjónustu, svo sem barnaheimila og dagvöruverslana við heimili eða vinnustað skiptir máli.  

Margir, sérstaklega þeir sem búa nálægt vinnustað kjósa að nota reiðhjól.  Rafmagnsreiðhjól eru tiltölulega nýr valkostur, hentar ágætlega en rafdrifið er alls ekkert skilyrði. Þó er líklegt að rafmótorinn verði til þess að hjólið verði notað meira, t.d. þegar blæs dálítið hressilega. Rafmagnsskútur eru nýr og góður valkostur í þeirri flóru sem fyrir er. 

Það er ekki nauðsynlegt að allir tileinki sér bíllausan lífsstíl. Sumir þurfa á bíl að halda vegna vinnu og annarra annmarka á lífinu. Bíllaus lífsstíll þarf líka ekki endilega að þýða að eiga ekki bíl. Heldur að nota bíllausar lausnir við sem mest af daglegu lífi. Svo sem ferðir til og frá vinnu og aðrar ferðir innan þéttbýlis. En auðvitað er ljóst að í dreifbýli þurfa menn á bíl að halda. 

Auglýsing
Áætlun um samgöngumál á Höfuðborgarsvæðinu gerir ráð fyrir um 50 milljörðum króna í nýjar vegaframkvæmdir og 50 milljörðum í Borgarlínu.  Þessi útgjöld gætu sennilega sparast að mestu leyti ef dregið væri úr umferð einkabíla. Verðmiðinn á einkabílismann hefur þannig verið reiknaður upp á 100 milljarða.  Því að með því að draga úr notkun einkabílsins getur núverandi gatnakerfi auðveldlega annað álaginu og ekki þarf sérakreinar fyrir strætisvagna. Vissulega þarf að leggja í einhvern kostnað, en hann er fjarri þeim tölum sem hafa verið kynntar.  

Það er hugarfarið sem mest strandar á. Hér á landi er einhver ótrúleg neikvæðni gagnvart strætisvögnum. Margir segja að það komi ekki til greina að þeir stígi upp í slíkt farartæki. Ekki vegna þess að þeir þekki svo vel til heldur er þetta einhvern veginn neðan við þeirra virðingu, eða hvað það nú er.  Einnig er hér einhver einkennileg trú á einkabílisma. Sé eitthvað sagt eða gert í þá átt að efla þurfi almenningssamgöngur og þá rís gjarnan upp hópur fólks og talar um aðför að einkabílnum. Það má kannski segja að það sé aðför að einkabílisma. En er ekki rétt og sjálfsagt að tala gegn vandamálum? 

En það er auðvitað aðför að einkabílnum að halda þessu fram. Það eru víða heilagar kýr. Á Íslandi eru þær úr blikki. 

Höfundur er í loftslagshópi Landverndar.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Eldgos hófst í Geldingadölum í Fagradalsfjalli þann 19. mars síðastliðinn.
„Nýr ógnvaldur“ við heilsu manna kominn fram á suðvesturhluta Íslands
Lungnalæknir segir að lítið sé vitað um langtímaáhrif vegna gasmengunar í lágum styrk til lengri tíma og áhrif kvikugasa í mjög miklum styrk í skamman tíma á langtímaheilsu. Nauðsynlegt sé að rannsóknir hefjist sem fyrst.
Kjarninn 7. maí 2021
Viðsnúningur Bandaríkjanna í óþökk lyfjarisa
Óvænt og fremur óljós stefnubreyting Bandaríkjanna varðandi afnám einkaleyfa af bóluefnum gegn COVID-19 hefur vakið litla kátínu í lyfjageiranum. Deildar meiningar eru um hvort afnám einkaleyfa kæmi til með að hraða framleiðslu bóluefna.
Kjarninn 7. maí 2021
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Ísland skoðar að kaupa 100 þúsund skammta af Spútnik V og vill fá þorra þeirra fyrir 2. júní
Viðræður hafa átt sér stað milli fulltrúa íslenskra stjórnvalda og þeirra sem framleiða og markaðssetja hið rússneska Spútnik V bóluefni. Ísland myndi vilja fá að minnsta kosti 75 þúsund skammta fyrir 2. júní.
Kjarninn 7. maí 2021
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Sonos fær uppreist æru og Framsóknarmaður vill aldurstakmark á snjalltæki
Kjarninn 7. maí 2021
Bólusetningar ganga nú mjög hratt fyrir sig á Íslandi og samhliða dregur úr takmörkunum.
Fjöldatakmarkanir hækkaðar í 50 manns frá og með næsta mánudegi
Opnunartími veitingastaða verður lengdur um klukkustund, leyfilegur fjöldi í verslunum tvöfaldast, fleiri mega vera í sundi og fara í ræktina. Grímuskylda verður hins vegar óbreytt.
Kjarninn 7. maí 2021
Skálað á kaffihúsi í Danmörku.
Ýta við ferðaþjónustunni með 32 milljarða króna „sumarpakka“
Danska ríkisstjórnin ætlar að setja 1,6 milljarða danskra króna, um 32 milljarða íslenskra, í „sumarpakka“ til að örva ferðaþjónustu landsins.
Kjarninn 7. maí 2021
Kvótinn um 1.200 milljarða króna virði – Þrjár blokkir halda á tæplega helmingi hans
Miðað við síðustu gerðu viðskipti með aflaheimildir þá er virði þeirra langtum hærra en bókfært virði í ársreikningum útgerða. Í næstu viku munu örfáir eigendur útgerðar selja tæplega 30 prósent hlut sinn í henni.
Kjarninn 7. maí 2021
Páll Magnússon er formaður allsherjar- og menntamálanefndar.
Nefnd búin að afgreiða fjölmiðlastyrki og umsóknarfrestur verður til loka maímánaðar
Meirihluti allsherjar- og menntamálanefndar hefur skilað áliti um stuðningskerfi til fjölmiðla. Þar er lagt til að þrengja skilyrði fyrir stuðningi úr ríkissjóði og gildistími laganna er færður í eitt ár.
Kjarninn 7. maí 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar