Heilagar kýr eða bíllaus lífsstíll

Steinar Frímannsson segir að hér á landi sé einhver einkennileg trú á einkabílisma en ótrúleg neikvæðni gagnvart strætisvögnum.

Auglýsing

Í öllum sam­fé­lögum er eitt­hvað það sem menn vilja alls ekki hrófla við. Oft er því líkt við heilögu kýrnar á Ind­landi. Við höfum okkar heilögu kýr hér á landi. Svo sann­ar­lega. 

Sam­kvæmt kolefn­is­bók­haldi Hag­stofu Íslands svarar heild­ar­losun Íslend­inga á gróð­ur­húsa­loft­teg­undum til um 14 milljón tonnum af CO2. Af þessu eru um 9 milljón tonn talin vegna land­nýt­ingar en það hefur verið tekið út úr bók­hald­inu, senni­lega vegna þess að sá útreikn­ingur er ekki byggður á nægi­lega góðum gögn­um.  

Sam­göngur á landi valda um um einnar milljón tonna útblæstri.  Þar sjá menn vafa­laust fyrir sér stóra trukka sem aka um veg­ina, og það er álitið mesta böl. En notkun stórra vöru­bíla orsakar aðeins um 18 % af þessu. Sá þáttur sem er lang­sam­lega stærstur er fólks­bíl­ar, það er bílar sem skráðir eru fyrir 3 til 9 far­þega. Einka­bíll­inn. Fólks­bílar orsaka með öðrum orðum 60 % af þessum útblæstri eða 600.000 tonn af CO2.  Hér getur almenn­ingur gert sitt til að draga úr útblæstri. Með bíl­lausum lífs­stíl. Og það er senni­lega ódýrasta og fljót­virkasta aðgerðin sem völ er á í lofts­lags­mál­u­m.  

Auglýsing
Það eru nefni­lega til aðrar lausnir en einka­bíll­inn. Reið­hjól, stræt­is­vagnar eða hestar post­ul­anna. En til þess að gera bíl­lausan lífs­stíl aðlað­andi þurfa margir að koma að. Í skipu­lagi og rekstri bæj­ar­fé­laga verður að gera ráð fyrir þessum val­kosti og að hann sé jafnt settur öðr­um. Það þýðir bæði að aðstaða sé fyrir hendi, að allar tækni­legar lausnir mið­ist við að fólk noti ekki bíl. Þetta er vissu­lega spurn­ing um tækni­lausnir en ekki síður um hug­ar­far.  

Stræt­is­vagna­kerfið á höf­uð­borg­ar­svæð­inu má bæta mik­ið. Og það er í gangi end­ur­skipu­lagn­ing á leiða­kerfi Strætó BS í tengslum við svo­kall­aða borg­ar­línu. Lagt er upp með að stytta ferða­tíma með strætó innan höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins. Nú hafa verið kynntar áætl­anir um upp­bygg­ingu á Borg­ar­línu sem menn telja að öllu muni breyta. Von­andi. En þessar hug­myndir virka þannig þegar þær eru skoð­aðar að hér eigi ein­fald­lega að setja upp ein­hvern súper­strætó sem er í eðli og skipu­lagi eins og það kerfi sem hefur fengið á sig slíkt orð að fjöldi fólks lítur á það sem neyð­ar­úr­ræði að nota það. Og á mörgum er að heyra að þessi kostur sé ekki til. 

Það eru fleiri þættir en bara gæði stræt­is­vagna­kerf­is­ins sem hafa áhrif á hvort fólk velur bíl­lausan lífs­stíl.  Nálægð almennrar þjón­ustu, svo sem barna­heim­ila og dag­vöru­versl­ana við heim­ili eða vinnu­stað skiptir máli.  

Margir, sér­stak­lega þeir sem búa nálægt vinnu­stað kjósa að nota reið­hjól.  Raf­magns­reið­hjól eru til­tölu­lega nýr val­kost­ur, hentar ágæt­lega en raf­drifið er alls ekk­ert skil­yrði. Þó er lík­legt að raf­mót­or­inn verði til þess að hjólið verði notað meira, t.d. þegar blæs dálítið hressi­lega. Raf­magns­skútur eru nýr og góður val­kostur í þeirri flóru sem fyrir er. 

Það er ekki nauð­syn­legt að allir til­einki sér bíl­lausan lífs­stíl. Sumir þurfa á bíl að halda vegna vinnu og ann­arra ann­marka á líf­inu. Bíl­laus lífs­stíll þarf líka ekki endi­lega að þýða að eiga ekki bíl. Heldur að nota bíl­lausar lausnir við sem mest af dag­legu lífi. Svo sem ferðir til og frá vinnu og aðrar ferðir innan þétt­býl­is. En auð­vitað er ljóst að í dreif­býli þurfa menn á bíl að halda. 

Auglýsing
Áætlun um sam­göngu­mál á Höf­uð­borg­ar­svæð­inu gerir ráð fyrir um 50 millj­örðum króna í nýjar vega­fram­kvæmdir og 50 millj­örðum í Borg­ar­lín­u.  Þessi útgjöld gætu senni­lega spar­ast að mestu leyti ef dregið væri úr umferð einka­bíla. Verð­mið­inn á einka­bíl­is­mann hefur þannig verið reikn­aður upp á 100 millj­arða.  Því að með því að draga úr notkun einka­bíls­ins getur núver­andi gatna­kerfi auð­veld­lega annað álag­inu og ekki þarf sér­a­kreinar fyrir stræt­is­vagna. Vissu­lega þarf að leggja í ein­hvern kostn­að, en hann er fjarri þeim tölum sem hafa verið kynnt­ar.  

Það er hug­ar­farið sem mest strandar á. Hér á landi er ein­hver ótrú­leg nei­kvæðni gagn­vart stræt­is­vögn­um. Margir segja að það komi ekki til greina að þeir stígi upp í slíkt far­ar­tæki. Ekki vegna þess að þeir þekki svo vel til heldur er þetta ein­hvern veg­inn neðan við þeirra virð­ingu, eða hvað það nú er.  Einnig er hér ein­hver ein­kenni­leg trú á einka­bíl­isma. Sé eitt­hvað sagt eða gert í þá átt að efla þurfi almenn­ings­sam­göngur og þá rís gjarnan upp hópur fólks og talar um aðför að einka­bíln­um. Það má kannski segja að það sé aðför að einka­bíl­isma. En er ekki rétt og sjálf­sagt að tala gegn vanda­mál­u­m? 

En það er auð­vitað aðför að einka­bílnum að halda þessu fram. Það eru víða heilagar kýr. Á Íslandi eru þær úr blikk­i. 

Höf­undur er í lofts­lags­hópi Land­vernd­ar.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ásgeir Haraldsson
Landspítali háskólasjúkrahús?
Kjarninn 9. ágúst 2022
Noregur er einn stærsti raforkuframleiðandi í heimi.
Noregur gæti neyðst til að takmarka útflutning á rafmagni
Stjórnvöld í Noregi segja til greina koma að draga úr áformuðum útflutningi á rafmagni til meginlands Evrópu. Orkuskortur blasir við vegna þess að uppistöðulón hafa ekki fyllst. Óvenjulegum þurrkum er um að kenna.
Kjarninn 9. ágúst 2022
Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseti.
Fordæmalaus húsleit í Mar-a-Lago
Bandarískir alríkislögreglumenn framkvæmdu í gær húsleit á heimili Donalds Trump í Flórída og höfðu þaðan með sér einhver gögn. Aldrei fyrr hefur verið farið í löggæsluaðgerð af þessu tagi gegn fyrrverandi forseta Bandaríkjanna.
Kjarninn 9. ágúst 2022
Hygge
Hvað þýðir danska hugtakið hygge? Er það stig sem nær hærra en bara að hafa það kósí? Nær eitthvað íslenskt orð yfir það? Eða er um að ræða sérstaka danska heimspeki?
Kjarninn 9. ágúst 2022
Eitt og annað ... einkum danskt
Eitt og annað ... einkum danskt
Hygge
Kjarninn 9. ágúst 2022
Rúmlega þriðjungur heimila á ekkert eftir í veskinu í lok mánaðar
Næstum átta af hverjum tíu í lægsta tekjuhópnum ná ekki að leggja neitt fyrir, ganga á sparnað eða safna skuldum í yfirstandandi dýrtíð. Hjá efsta tekjuhópnum geta næstum níu af hverjum tíu enn lagt fyrir, sumir umtalsvert.
Kjarninn 9. ágúst 2022
Eilífðarefnin finnast í regnvatni alls staðar um heiminn. Uppruni þeirra er oftast á vesturlöndum en það eru fátækari íbúar heims sem þurfa að súpa seyðið af því.
Regnvatn nánast alls staðar á jarðríki óhæft til drykkjar
Okkur finnst mörgum rigningin góð en vegna athafna mannanna er ekki lengur öruggt að drekka regnvatn víðast hvar í veröldinni, samkvæmt nýrri rannsókn.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Fleiri farþegar fóru um Flugstöð Leifs Eiríkssonar í júlí síðastliðinum en í sama mánuði árið 2019.
Flugið nær fyrri styrk
Júlí var metmánuður í farþegaflutningum hjá Play og Icelandair þokast nær þeim farþegatölum sem sáust fyrir kórónuveirufaraldur. Farþegafjöldi um Keflavíkurflugvöll var meiri í júlí síðastliðnum en í sama mánuði árið 2019.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar