Benni & börnin

Auður Jónsdóttir rithöfundur var að koma úr hárgreiðslu á leiðinni að fá sér heilsubita í hádeginu þegar hún gekk fram á hóp barna með mótmælaskilti og leikara með hatt að mótmæla yfirvofandi heimsendi.

Auglýsing

Sól á föstudegi og allir á leið í Ríkið eða ræktina. Einn af öllum þessum salí dögum og samt riðar heimurinn á heljarþröm – minna börnin okkur á. Börnin okkar, hér á sólríkum klakanum. Þau mæta niður í miðbæ í hádeginu á föstudegi, taka sér stöðu með mótmælaspjöld fyrir framan Alþingishúsið og minna stjórnmálamennina – og okkur öll, þessi fullorðnu – á hamfarir af mannavöldum. Hamfarir sem stefna í að eiga eftir að éta upp lífsgrundvöll komandi kynslóða um heim allan. 

Við erum hér, við eigum heimtingu á framtíð! hrópa börn út um allan heim. 

Á meðan vafrar kona á milli Kaffi Parísar og matsölustaðarins Bergsson til að reyna að gera upp við sig hvar henni hugnist að snæða hádegisverð – hvar er hollasti hádegisverðurinn, eitthvað nógu heilsusamlegt til að hún geti selt sér hugmyndina að allt sé í topplagi, heimurinn og hún. En þarna standa börnin, sviplaus með skilti. Andspænis þeim stendur leikarinn og leikstjórinn Benedikt Erlingsson og flytur eldræðu, hnarreistur með hatt. Börnin og leikarinn skera sig áberandi úr miðbæjarlífinu þar sem þau standa á leiksviðinu Austurvelli, samt er eins og enginn veiti þeim almennilega athygli nema stöku túristi á vappi. 

Auglýsing

En hér eru þau. Börnin að mótmæla værukærð hinna fullorðnu. Búin að standa þarna síðan í vor á hverjum föstudegi. Sjáið okkur! hrópar nærvera þeirra. 

Sjáum þau … 

Hér fyrir neðan má lesa ræðuna hans Benedikts:

Kæru fundarmenn og verkfallsfólk. 

Getum við minnkað reykinn? Prumpið? 

Okkar eigið kolefnis prump.

Og getum við fjarlægt þetta eitraða prump sem hangir þarna upp í loftinu og hitar upp hnöttinn okkar?

Er til ryksuga sem sogar það niður? Allt þetta vonda loft og þjappar öllum skítum í því saman í klumpa.

Er þannig ryksuga til?

Já. Þannig ryksuga er til!

Og hún hefur alltaf verið til. 

Hún heitir TRÉ.

Allur stofn trésins, allur bolurinn og greinarnar eru bara kolefnis-prump sem laufblöðin hafa síað úr loftinu og umbreytt í tré. 

Og þessi massi kemur bara úr loftinu, ekki úr jörðinni því rætur trésins draga bara til sín vatn og pínulítið af steinefnum.

Þetta er svo mikið kraftaverk að ég ætla að endurtaka þetta. 

Allur massi trésins kemur úr loftinu. Hann er sogaður niður með þessu undratæki sem heitir laufblað og galdrinum inn í því sem kallaður er ljós-til-lífun.

Ef við ætlum að bjarga heiminum þá er eitt af því mikilvægasta sem við getum gert er að planta trjám. Og það mikið af þeim. 

Við þurfum að planta heilum skógum frá fjalli til fjöru. 

Og við verðum að hefjast handa núna.

Og við erum mörg sem spyrjum: Er einhver ástæða til að fara í skóla lengur ... nema að þetta sé kennt: Trjárækt?

Hvernig plantar maður tré og hlúir að því? Hvernig skapar maður stikkling? Fær reyniberið til að verða að litlum trjásprota sem hægt er að gróðursetja?

Og svo þurfum við land. Jörð þar sem skógar geta dafnað og eru ekki étnir af rollum nágrannans. 

Og til hvers eru sveitarfélög og borgarstjórnir ef þær geta ekki útvegað okkur öruggt land undir skóga? Svo við getum gróðursett framtíð okkar. 

Nú er tími til að hefjast handa því eins og hún Gréta segir:

„Um leið og við hefjumst handa fæðist von.“

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Steinar Frímannsson
Hver er stefna stjórnmálaflokkanna í umhverfismálum?
Kjarninn 16. september 2021
Halldóra Mogensen, þingflokksformaður Pírata, í forystusætinu á RÚV í gærkvöldi.
Boðuð útgjaldaaukning Pírata er ekki fullfjármögnuð
Staðreyndavakt Kjarnans skoðar fullyrðingu Halldóru Mogensen um að kosningaloforð Pírata séu fullfjármögnuð með nýjum tekjuöflunarleiðum.
Kjarninn 16. september 2021
Jón Steindór Valdimarsson
Drifkraftur nýrra lausna í loftslagsmálum
Kjarninn 16. september 2021
Mikil skekkja er í útreikningum Pírata á helstu tekjuöflunarleiðinni sem flokkurinn sá fyrir að fjármagna kosningaloforð sín með.
Tugmilljarða skekkja í útreikningum Pírata á helstu tekjuöflunaraðgerð þeirra
Þingmaður Pírata segir að flokkurinn sé að endurskoða útreikninga sína á áhrifum 3,75 prósentustiga hækkunar efsta þreps tekjuskattskerfisins, eftir að bent var á að þar skeikaði tugmilljörðum.
Kjarninn 16. september 2021
Jóhann S. Bogason
Vesalings Færeyingarnir
Kjarninn 16. september 2021
Kolefnisgjald leggst meðal annars á bensín og dísil olíu.
Meirihluti stjórnmálaflokka vill hækka kolefnisgjald
Passa verður að kolefnisgjald leggist ekki þyngst á þau sem minnst hafa á milli handanna að mati þeirra flokka sem vilja hækka kolefnisgjald. Útblástur frá vegasamgöngum er helsta uppspretta losunar sem er á beinni ábyrgð Íslands.
Kjarninn 16. september 2021
Liðin tíð að Bandaríkin veiti Íslandi aðstoð „vegna góðvildar“
Íslendingar þurfa tromp á hendi til að vekja áhuga Bandaríkjanna til að styðja landið diplómatísk í alþjóðasamfélaginu og veita viðskiptalegar eða efnahagslegar ívilnanir, að því er fram kemur í þættinum Völundarhús utanríkismála Íslands.
Kjarninn 16. september 2021
Völunarhús utanríksmála Íslands
Völunarhús utanríksmála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands – Þáttur 3: Áhugi Bandaríkjanna á Íslandi
Kjarninn 16. september 2021
Meira úr sama flokkiÁlit