Benni & börnin

Auður Jónsdóttir rithöfundur var að koma úr hárgreiðslu á leiðinni að fá sér heilsubita í hádeginu þegar hún gekk fram á hóp barna með mótmælaskilti og leikara með hatt að mótmæla yfirvofandi heimsendi.

Auglýsing

Sól á föstu­degi og allir á leið í Ríkið eða rækt­ina. Einn af öllum þessum salí dögum og samt riðar heim­ur­inn á helj­ar­þröm – minna börnin okkur á. Börnin okk­ar, hér á sól­ríkum klak­an­um. Þau mæta niður í miðbæ í hádeg­inu á föstu­degi, taka sér stöðu með mót­mæla­spjöld fyrir framan Alþing­is­húsið og minna stjórn­mála­menn­ina – og okkur öll, þessi full­orðnu – á ham­farir af manna­völd­um. Ham­farir sem stefna í að eiga eftir að éta upp lífs­grund­völl kom­andi kyn­slóða um heim all­an. 

Við erum hér, við eigum heimt­ingu á fram­tíð! hrópa börn út um allan heim. 

Á meðan vafrar kona á milli Kaffi Par­ísar og mat­sölu­stað­ar­ins Bergs­son til að reyna að gera upp við sig hvar henni hugn­ist að snæða hádeg­is­verð – hvar er holl­asti hádeg­is­verð­ur­inn, eitt­hvað nógu heilsu­sam­legt til að hún geti selt sér hug­mynd­ina að allt sé í topp­lagi, heim­ur­inn og hún. En þarna standa börn­in, svip­laus með skilti. And­spænis þeim stendur leik­ar­inn og leik­stjór­inn Bene­dikt Erlings­son og flytur eldræðu, hnar­reistur með hatt. Börnin og leik­ar­inn skera sig áber­andi úr mið­bæj­ar­líf­inu þar sem þau standa á leik­svið­inu Aust­ur­velli, samt er eins og eng­inn veiti þeim almenni­lega athygli nema stöku túristi á vappi. 

Auglýsing

En hér eru þau. Börnin að mót­mæla væru­kærð hinna full­orðnu. Búin að standa þarna síðan í vor á hverjum föstu­degi. Sjáið okk­ur! hrópar nær­vera þeirra. 

Sjáum þau … 

Hér fyrir neðan má lesa ræð­una hans Bene­dikts:

Kæru fund­ar­menn og verk­falls­fólk. 

Getum við minnkað reyk­inn? Prump­ið? 

Okkar eigið kolefnis prump.

Og getum við fjar­lægt þetta eitr­aða prump sem hangir þarna upp í loft­inu og hitar upp hnött­inn okk­ar?

Er til ryk­suga sem sogar það nið­ur? Allt þetta vonda loft og þjappar öllum skítum í því saman í klumpa.

Er þannig ryk­suga til?

Já. Þannig ryk­suga er til!

Og hún hefur alltaf verið til. 

Hún heitir TRÉ.

Allur stofn trés­ins, allur bol­ur­inn og grein­arnar eru bara kolefn­is-prump sem lauf­blöðin hafa síað úr loft­inu og umbreytt í tré. 

Og þessi massi kemur bara úr loft­inu, ekki úr jörð­inni því rætur trés­ins draga bara til sín vatn og pínu­lítið af stein­efn­um.

Þetta er svo mikið krafta­verk að ég ætla að end­ur­taka þetta. 

Allur massi trés­ins kemur úr loft­inu. Hann er sog­aður niður með þessu undra­tæki sem heitir lauf­blað og galdr­inum inn í því sem kall­aður er ljós-til-líf­un.

Ef við ætlum að bjarga heim­inum þá er eitt af því mik­il­væg­asta sem við getum gert er að planta trjám. Og það mikið af þeim. 

Við þurfum að planta heilum skógum frá fjalli til fjöru. 

Og við verðum að hefj­ast handa núna.

Og við erum mörg sem spyrj­um: Er ein­hver ástæða til að fara í skóla lengur ... nema að þetta sé kennt: Trjá­rækt?

Hvernig plantar maður tré og hlúir að því? Hvernig skapar maður stikkling? Fær reyni­berið til að verða að litlum trjá­sprota sem hægt er að gróð­ur­setja?

Og svo þurfum við land. Jörð þar sem skógar geta dafnað og eru ekki étnir af rollum nágrann­an­s. 

Og til hvers eru sveit­ar­fé­lög og borg­ar­stjórnir ef þær geta ekki útvegað okkur öruggt land undir skóga? Svo við getum gróð­ur­sett fram­tíð okk­ar. 

Nú er tími til að hefj­ast handa því eins og hún Gréta seg­ir:

„Um leið og við hefj­umst handa fæð­ist von.“

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Börkur Smári Kristinsson
Hvað skiptir þig máli?
Kjarninn 16. nóvember 2019
Jóhanna Sigurðardóttir, fyrrverandi forsætisráðherra.
Segir VG standa frammi fyrir prófraun í kjölfar Samherjamálsins
Fyrrverandi forsætisráðherra segir að grannt verði fylgst með viðbrögðum Katrínar Jakobsdóttur og VG í tengslum við Samherjamálið. Hún segir að setja verði á fót sérstaka rannsóknarnefnd sem fari ofan í saumana á málinu.
Kjarninn 16. nóvember 2019
Bára Halldórsdóttir
Klausturgate – ári síðar
Bára Halldórsdóttir hefur skipulagt málþing með það að markmiði að gefa þolendum „Klausturgate“ rödd og rými til að tjá sig og til þess að ræða Klausturmálið og eftirmál þess fyrir samfélagið.
Kjarninn 16. nóvember 2019
Ragnar Þór Ingólfsson er formaður VR.
Vill að verkalýðshreyfingin bjóði fram stjórnmálaafl gegn spillingu
Formaður VR kallar eftir þverpólitísku framboði, sem verkalýðshreyfingin stendur að. „Tökum málin í eigin hendur og stigum fram sem sameinað umbótaafl gegn spillingunni,“ segir hann í pistli.
Kjarninn 16. nóvember 2019
Jón Baldvin Hannibalsson
Ætlar enginn (virkilega) að gera neitt í þessu?
Kjarninn 16. nóvember 2019
Fólk geti sett sig í spor annarra
Gylfi Zoega segir að hluti af því að hagkerfið geti virkað eins og það eigi að gera, sé að fólk og fjölmiðlar veiti valdhöfum aðhald.
Kjarninn 16. nóvember 2019
Þórður Snær Júlíusson
Uppskrift að því að drepa umræðuna með börnum
Kjarninn 16. nóvember 2019
Rannsókn Alþingis á fjárfestingarleiðinni gæti náð yfir Samherja
Samherji flutti rúmlega tvo milljarða króna í gegnum fjárfestingarleið Seðlabanka Íslands. Þeir peningar komu frá félagi samstæðunnar á Kýpur, sem tók við hagnaði af starfsemi Samherja í Namibíu.
Kjarninn 16. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiÁlit