Benni & börnin

Auður Jónsdóttir rithöfundur var að koma úr hárgreiðslu á leiðinni að fá sér heilsubita í hádeginu þegar hún gekk fram á hóp barna með mótmælaskilti og leikara með hatt að mótmæla yfirvofandi heimsendi.

Auglýsing

Sól á föstu­degi og allir á leið í Ríkið eða rækt­ina. Einn af öllum þessum salí dögum og samt riðar heim­ur­inn á helj­ar­þröm – minna börnin okkur á. Börnin okk­ar, hér á sól­ríkum klak­an­um. Þau mæta niður í miðbæ í hádeg­inu á föstu­degi, taka sér stöðu með mót­mæla­spjöld fyrir framan Alþing­is­húsið og minna stjórn­mála­menn­ina – og okkur öll, þessi full­orðnu – á ham­farir af manna­völd­um. Ham­farir sem stefna í að eiga eftir að éta upp lífs­grund­völl kom­andi kyn­slóða um heim all­an. 

Við erum hér, við eigum heimt­ingu á fram­tíð! hrópa börn út um allan heim. 

Á meðan vafrar kona á milli Kaffi Par­ísar og mat­sölu­stað­ar­ins Bergs­son til að reyna að gera upp við sig hvar henni hugn­ist að snæða hádeg­is­verð – hvar er holl­asti hádeg­is­verð­ur­inn, eitt­hvað nógu heilsu­sam­legt til að hún geti selt sér hug­mynd­ina að allt sé í topp­lagi, heim­ur­inn og hún. En þarna standa börn­in, svip­laus með skilti. And­spænis þeim stendur leik­ar­inn og leik­stjór­inn Bene­dikt Erlings­son og flytur eldræðu, hnar­reistur með hatt. Börnin og leik­ar­inn skera sig áber­andi úr mið­bæj­ar­líf­inu þar sem þau standa á leik­svið­inu Aust­ur­velli, samt er eins og eng­inn veiti þeim almenni­lega athygli nema stöku túristi á vappi. 

Auglýsing

En hér eru þau. Börnin að mót­mæla væru­kærð hinna full­orðnu. Búin að standa þarna síðan í vor á hverjum föstu­degi. Sjáið okk­ur! hrópar nær­vera þeirra. 

Sjáum þau … 

Hér fyrir neðan má lesa ræð­una hans Bene­dikts:

Kæru fund­ar­menn og verk­falls­fólk. 

Getum við minnkað reyk­inn? Prump­ið? 

Okkar eigið kolefnis prump.

Og getum við fjar­lægt þetta eitr­aða prump sem hangir þarna upp í loft­inu og hitar upp hnött­inn okk­ar?

Er til ryk­suga sem sogar það nið­ur? Allt þetta vonda loft og þjappar öllum skítum í því saman í klumpa.

Er þannig ryk­suga til?

Já. Þannig ryk­suga er til!

Og hún hefur alltaf verið til. 

Hún heitir TRÉ.

Allur stofn trés­ins, allur bol­ur­inn og grein­arnar eru bara kolefn­is-prump sem lauf­blöðin hafa síað úr loft­inu og umbreytt í tré. 

Og þessi massi kemur bara úr loft­inu, ekki úr jörð­inni því rætur trés­ins draga bara til sín vatn og pínu­lítið af stein­efn­um.

Þetta er svo mikið krafta­verk að ég ætla að end­ur­taka þetta. 

Allur massi trés­ins kemur úr loft­inu. Hann er sog­aður niður með þessu undra­tæki sem heitir lauf­blað og galdr­inum inn í því sem kall­aður er ljós-til-líf­un.

Ef við ætlum að bjarga heim­inum þá er eitt af því mik­il­væg­asta sem við getum gert er að planta trjám. Og það mikið af þeim. 

Við þurfum að planta heilum skógum frá fjalli til fjöru. 

Og við verðum að hefj­ast handa núna.

Og við erum mörg sem spyrj­um: Er ein­hver ástæða til að fara í skóla lengur ... nema að þetta sé kennt: Trjá­rækt?

Hvernig plantar maður tré og hlúir að því? Hvernig skapar maður stikkling? Fær reyni­berið til að verða að litlum trjá­sprota sem hægt er að gróð­ur­setja?

Og svo þurfum við land. Jörð þar sem skógar geta dafnað og eru ekki étnir af rollum nágrann­an­s. 

Og til hvers eru sveit­ar­fé­lög og borg­ar­stjórnir ef þær geta ekki útvegað okkur öruggt land undir skóga? Svo við getum gróð­ur­sett fram­tíð okk­ar. 

Nú er tími til að hefj­ast handa því eins og hún Gréta seg­ir:

„Um leið og við hefj­umst handa fæð­ist von.“

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þórður Snær Júlíusson
50.876 Íslendingar
Kjarninn 1. mars 2021
Rósa Björk Brynjólfsdóttir
Það þarf að fremja jafnrétti strax
Kjarninn 1. mars 2021
Krjúpa skal úti í horni við burðarvegg eða undir borði, skýla höfði og halda sér í.
KRJÚPA – SKÝLA – HALDA – er orðaröð sem rétt er að leggja á minnið
Almannavarnir hvetja fólk til að kynna sér varnir og viðbúnað vegna jarðskjálfta vegna kröftugrar jarðskjálftahrinu sem nú stendur yfir á Reykjanesskaga.
Kjarninn 1. mars 2021
Bensíndropinn er dýr um þessar mundir.
Bensínverð ekki verið hærra frá því í nóvember 2019
Hlutur olíufélaganna í hverjum seldum bensínlítra hefur ekki verið minni frá því í janúar 2020. Viðmiðunarverð á bensíni hefur þrátt fyrir það ekki verið hærra í 15 mánuði og hefur hækkað um 14 prósent frá því í maí.
Kjarninn 28. febrúar 2021
Barokkbandið Brák safnar fyrir útgáfu plötu sem skilur eftir sig menningarleg verðmæti
Ný hljómplata Barokkbandsins Brákar nefnist Tvær hliðar/ Two Sides og verður tvöföld. Hljómsveitin safnar nú fyrir upptökum og útgáfu hennar á Karolina Fund og áætlar að platan komi út í lok árs 2021.
Kjarninn 28. febrúar 2021
Freyr Eyjólfsson
Hring eftir hring
Kjarninn 28. febrúar 2021
Halla Bergþóra Björnsdóttir.
Lögreglustjóri vill ekki tjá sig um símtöl Áslaugar Örnu til sín
Halla Bergþóra Björnsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, segir ástæðu þess að hún vilji ekki tjá sig um símtöl dómsmálaráðherra eftir að Ásmundarsalsmálið kom upp vera þá að málið sé komið til stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar.
Kjarninn 28. febrúar 2021
„Mér leið alveg ömurlega yfir að hafa smitast“
Víðir Reynisson hefur lært „ótrúlega margt“ um mannleg samskipti frá upphafi faraldursins og hefði viljað gera sumt öðruvísi, m.a. Facebook-færsluna sem hann skrifaði um aðdraganda þess að hann smitaðist sjálfur af COVID-19.
Kjarninn 28. febrúar 2021
Meira úr sama flokkiÁlit