Benni & börnin

Auður Jónsdóttir rithöfundur var að koma úr hárgreiðslu á leiðinni að fá sér heilsubita í hádeginu þegar hún gekk fram á hóp barna með mótmælaskilti og leikara með hatt að mótmæla yfirvofandi heimsendi.

Auglýsing

Sól á föstu­degi og allir á leið í Ríkið eða rækt­ina. Einn af öllum þessum salí dögum og samt riðar heim­ur­inn á helj­ar­þröm – minna börnin okkur á. Börnin okk­ar, hér á sól­ríkum klak­an­um. Þau mæta niður í miðbæ í hádeg­inu á föstu­degi, taka sér stöðu með mót­mæla­spjöld fyrir framan Alþing­is­húsið og minna stjórn­mála­menn­ina – og okkur öll, þessi full­orðnu – á ham­farir af manna­völd­um. Ham­farir sem stefna í að eiga eftir að éta upp lífs­grund­völl kom­andi kyn­slóða um heim all­an. 

Við erum hér, við eigum heimt­ingu á fram­tíð! hrópa börn út um allan heim. 

Á meðan vafrar kona á milli Kaffi Par­ísar og mat­sölu­stað­ar­ins Bergs­son til að reyna að gera upp við sig hvar henni hugn­ist að snæða hádeg­is­verð – hvar er holl­asti hádeg­is­verð­ur­inn, eitt­hvað nógu heilsu­sam­legt til að hún geti selt sér hug­mynd­ina að allt sé í topp­lagi, heim­ur­inn og hún. En þarna standa börn­in, svip­laus með skilti. And­spænis þeim stendur leik­ar­inn og leik­stjór­inn Bene­dikt Erlings­son og flytur eldræðu, hnar­reistur með hatt. Börnin og leik­ar­inn skera sig áber­andi úr mið­bæj­ar­líf­inu þar sem þau standa á leik­svið­inu Aust­ur­velli, samt er eins og eng­inn veiti þeim almenni­lega athygli nema stöku túristi á vappi. 

Auglýsing

En hér eru þau. Börnin að mót­mæla væru­kærð hinna full­orðnu. Búin að standa þarna síðan í vor á hverjum föstu­degi. Sjáið okk­ur! hrópar nær­vera þeirra. 

Sjáum þau … 

Hér fyrir neðan má lesa ræð­una hans Bene­dikts:

Kæru fund­ar­menn og verk­falls­fólk. 

Getum við minnkað reyk­inn? Prump­ið? 

Okkar eigið kolefnis prump.

Og getum við fjar­lægt þetta eitr­aða prump sem hangir þarna upp í loft­inu og hitar upp hnött­inn okk­ar?

Er til ryk­suga sem sogar það nið­ur? Allt þetta vonda loft og þjappar öllum skítum í því saman í klumpa.

Er þannig ryk­suga til?

Já. Þannig ryk­suga er til!

Og hún hefur alltaf verið til. 

Hún heitir TRÉ.

Allur stofn trés­ins, allur bol­ur­inn og grein­arnar eru bara kolefn­is-prump sem lauf­blöðin hafa síað úr loft­inu og umbreytt í tré. 

Og þessi massi kemur bara úr loft­inu, ekki úr jörð­inni því rætur trés­ins draga bara til sín vatn og pínu­lítið af stein­efn­um.

Þetta er svo mikið krafta­verk að ég ætla að end­ur­taka þetta. 

Allur massi trés­ins kemur úr loft­inu. Hann er sog­aður niður með þessu undra­tæki sem heitir lauf­blað og galdr­inum inn í því sem kall­aður er ljós-til-líf­un.

Ef við ætlum að bjarga heim­inum þá er eitt af því mik­il­væg­asta sem við getum gert er að planta trjám. Og það mikið af þeim. 

Við þurfum að planta heilum skógum frá fjalli til fjöru. 

Og við verðum að hefj­ast handa núna.

Og við erum mörg sem spyrj­um: Er ein­hver ástæða til að fara í skóla lengur ... nema að þetta sé kennt: Trjá­rækt?

Hvernig plantar maður tré og hlúir að því? Hvernig skapar maður stikkling? Fær reyni­berið til að verða að litlum trjá­sprota sem hægt er að gróð­ur­setja?

Og svo þurfum við land. Jörð þar sem skógar geta dafnað og eru ekki étnir af rollum nágrann­an­s. 

Og til hvers eru sveit­ar­fé­lög og borg­ar­stjórnir ef þær geta ekki útvegað okkur öruggt land undir skóga? Svo við getum gróð­ur­sett fram­tíð okk­ar. 

Nú er tími til að hefj­ast handa því eins og hún Gréta seg­ir:

„Um leið og við hefj­umst handa fæð­ist von.“

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Flestir Íslendingar breyttu ekki áfengisnotkun sinni í faraldrinum
Fimmtán prósent Íslendinga drukku oftar eða mun oftar en venjulega í mars og apríl en flestir breyttu þó ekki áfengisnotkun sinni á þessu tímabili.
Kjarninn 6. júní 2020
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.
Björn Leví: Höfum hjakkað í sama farinu
„Á undanförnum árum höfum við verið að hjakka í sama farinu. Við höfum verið að nýta okkur þennan enn eina hvalreka sem ferðaþjónustan hefur verið,“ segir þingmaður Pírata.
Kjarninn 6. júní 2020
Leikhópurinn Lotta: Bakkabræður
Bakkabræður teknir í samfélagssátt
Leiklistargagnrýnandi Kjarnans fjallar um Bakkabræður í uppsetningu Leikhópsins Lottu.
Kjarninn 6. júní 2020
Heil vika án nýrra smita
Nýgreind smit síðasta sólarhringinn: Núll. Greind smit síðustu sjö sólarhringa: Núll. Í dag eru tímamót í baráttu Íslendinga gegn COVID-19. Í baráttunni gegn litla gaddaboltanum, veirunni sem virðist ekki hafa tekist að finna líkama að sýkja í viku.
Kjarninn 6. júní 2020
Jói Sigurðsson, sem sést hér fyrir miðju á myndinni og Þorgils Sigvaldason, sem stendur lengst til hægri, fengu hugmyndina að CrankWheel árið 2014.
Hafa tekist á við vaxtarverki vegna heimsfaraldursins
CrankWheel er íslenskt nýsköpunarfyrirtæki sem hefur vaxið nokkuð að undanförnu vegna áhrifa kórónuveirufaraldursins, enda gerir tæknilausn fyrirtækisins sölufólki kleift að leysa störf sín af hendi úr fjarlægð.
Kjarninn 6. júní 2020
180⁰ Reglan
180⁰ Reglan
180° Reglan – Viðtal við Christof Wehmeier
Kjarninn 6. júní 2020
Víða í Bandaríkjunum standa yfir mótmæli í kjölfar morðsins á George Floyd.
Vöxtur Antifa í Bandaríkjunum andsvar við uppgangi öfgahægrisins
Bandarískir ráðamenn saka Antifa um að bera ábyrgð á því að mótmælin sem nú einkenna bandarískt þjóðlíf hafi brotist út í óeirðir. Trump vill að hreyfingin verði stimpluð sem hryðjuverkasamtök en það gæti reynst erfitt.
Kjarninn 6. júní 2020
Hugmyndir um að hækka vatnsborð Hagavatns með því að stífla útfall þess, Farið, eru ekki nýjar af nálinni.
Ber að fjalla um hugsanlega áfangaskiptingu Hagavatnsvirkjunar
Íslenskri vatnsorku ehf. ber að sögn Orkustofnunar að fjalla um hugsanlega áfangaskiptingu fyrirhugaðrar Hagavatnsvirkjunar í frummatsskýrslu. Þá ber fyrirtækinu einnig að bera saman 9,9 MW virkjun og fyrri áform um stærri virkjanir.
Kjarninn 6. júní 2020
Meira úr sama flokkiÁlit