Íslendingar mest varir við skort á samkeppni í farþegaþjónustu

Íslendingar verða mest varir við samkeppnisvandamál í farþegaþjónustu, fjármálaþjónustu og matvælamarkaði samkvæmt könnun MMR. Þá var hátt verð og lítill marktækur munur á verði nefnd sem helstu vandamál markaðanna.

Íslendingar verða varir við samkeppnisvandamál á matvörumarkaði
Íslendingar verða varir við samkeppnisvandamál á matvörumarkaði
Auglýsing

Íslend­ingar verða mest varir við sam­keppn­is­vanda­mál í far­þega­þjón­ustu. Um 42 pró­sent svar­enda nefna þjón­ust­una sem þann geira þar sem við­kom­andi hefði upp­lifað vanda­mál sökum skorts á sam­keppni. Þar á eftir nefna svar­endur fjár­mála­þjón­ustu, eða um 33 pró­sent og þar á eftir mat­vöru­mark­að, 24 pró­sent. 

Þetta kemur fram í nið­ur­stöður MMR könn­unar fyrir Sam­keppn­is­eft­ir­litið um við­horf almenn­ings til sam­keppn­is­stefnu stjórn­valda og sam­keppni í til­teknum atvinnu­grein­um. Alls voru 941 ein­stak­lingar spurðir við fram­kvæmd könn­un­ar­innar dag­ana 30. apríl til 3. maí 2019.

Hátt verð og lít­ill verð­mun­ur 

Íslend­ingar eru mest varir við sam­keppn­is­vanda­mál í ferða­þjón­ustu, fjár­mála­þjón­ustu og á mat­vöru­mark­aði. Þegar spurt var hver séu helstu vanda­málin á við­kom­and­i ­mörk­uðum þá var hátt verð og lítil verð­munur oft­ast nefnt. Alls sögðu 64 pró­sent að verð­lag væri vanda­málið í mat­vöru­mark­aði, far­þega ­þjón­ust­u og 54 pró­sent svör­uðu að verð­lag­ið væri vanda­málið á lyfja­mark­að­i. 

Auglýsing
Lítill mark­tækur munur á verði fyrir svip­aða þjón­ustu var einnig oft nefndur sem vanda­mál á þessum mörk­uðu. Af þeim sem töldu skort á sam­keppni í fjár­mála­þjón­ustu nefndu þau oftast verð­lag en auk þess var verð­lag oft nefnt sem vanda­mál í síma- og net­þjón­ustu í könn­un­inni.

Könn­unin Sam­keppn­is­eft­ir­lits er byggð á könnun sem fram­kvæmda­stjórn Evr­ópu­sam­bands­ins hefur látið gera þrisvar sinnum í öllum aðild­ar­ríkjum sam­bands­ins. ­Eft­ir­lit­ið ­segir að með því að fram­kvæma könn­un­ina hér á landi gefst tæki­færi til þess að bera nið­ur­stöð­urnar saman við nið­ur­stöður innan ESB og ein­stakra aðild­ar­ríkja. 

Íbúar ESB verða mest varir við sam­keppn­is­vanda­mál í síma- og ­net­þjón­ustu, eða 27 pró­sent svar­enda, auk þess verða þeir varir við vanda­mál innan orku­mark­aðs­ins og lyfja­mark­aðs­ins. Í könnun ESB var hátt verð einnig oft­ast nefnt sem vanda­mál á þessum mörk­uð­um. Í til­felli síma- og net­þjón­ustu nefndu að með­al­tali um 70 ­pró­sent svar­enda í könnun ESB verð, það sama á við um aðra geira sem spurt var um.

Íslenskir neyt­endur með­vit­aðir

Nær allir svar­endur í könn­un­inn­i ­töldu virka sam­keppni hafa góð áhrif á sig sem neyt­endur eða 97 pró­sent svar­enda. Það er hærra en gengur og ger­ist í ríkjum Evr­ópu­sam­bands­ins þar sem hlut­fallið er að með­al­tali 83 pró­sent í sam­bæri­legri könn­un. 

Þá sögðu 8 af hverjum 10 Íslend­ingum hafa heyrt um ákvörðun tekna af sam­keppn­is­yf­ir­völdum og nær allir þeirra nefna Sam­keppn­is­eft­ir­litið í því sam­hengi miðað við 5 af hverjum 10 innan ESB sem hafa heyrt um ákvörðun sam­keppn­is­yf­ir­valda.

Sam­kvæmt til­kynn­ingu frá Sam­keppn­is­eft­ir­lit­inu benda nið­ur­stöður könn­un­ar­innar til þess að íslenskir neyt­endur séu mjög með­vit­aðir um mik­il­vægi virkrar sam­keppni og sam­keppn­is­eft­ir­lits. 

Katrín kynnti innleiðingu á heimsmarkmiðum
Forsætisráðherra talaði fyrir mikilvægi aukinnar alþjóðlegrar samvinnu við innleiðingu á heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna.
Kjarninn 16. júlí 2019
Forstjóri Nova: Óþarfi að greiða tvo milljarða á ári fyrir leigu á myndlyklum
Forstjóri Nova segir að framtíð sjónvarpsins sé á netinu.
Kjarninn 16. júlí 2019
Jeppi prófaður á Íslandi fyrir ferð til Mars árið 2020
Prófun á Mars-Jeppa fer fram í nágrenni Langjökuls. Fjölmargir vísindamenn koma að verkefninu, þar á meðal nemendur frá Háskóla Reykjavíkur og starfsfólk Arctic Trucks.
Kjarninn 16. júlí 2019
Innleiðingarhalli EES-gerða innan við eitt prósent þriðja árið í röð
Innleiðingarhalli EES-gerða á Íslandi stendur í 0,7 prósentum. Hallinn náði hámarki árið 2013 þegar hann nam 3,2 prósentum.
Kjarninn 16. júlí 2019
Katrín Baldursdóttir
Flokksskírteini leið til frama
Kjarninn 16. júlí 2019
Lífeyrisjóður verzlunarmanna lækkar óverðtryggða vexti
Lífeyrissjóður verzlunarmanna hefur lækkað fasta vexti á óverðtryggðum lánum úr 6,12 prósentum í 5,14 prósent. Í kjölfar breytingarinnar eru þetta lægstu föstu vextir óverðtryggðra lána sem í boði eru.
Kjarninn 16. júlí 2019
Íslenska ríkið braut gegn Styrmi og Júlíusi
Mannréttindadómstóll Evrópu telur íslenska ríkið hafa brotið gegn Styrmi Þór Bragasyni, fyrrum forstjóra MP banka, og Júlíusi Sigurþórssyni, fyrrum framkvæmdastjóra vörustýringasviðs Húsasmiðjunnar.
Kjarninn 16. júlí 2019
Duterte íhugar að slíta stjórnmálasambandi við Ísland
Rodrigo Duterte, forseti Filippseyja, íhugar alvarlega að slíta stjórnmálasambandi við Ísland í kjölfar ályktunar Íslands í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna.
Kjarninn 16. júlí 2019
Meira úr sama flokkiInnlent