Samkeppniseftirlitið felst á kaup Ardian á Mílu – „Verulegar breytingar“ á heildsölusamningi

„Innkoma sjálfstæðs innviðafjárfestis inn á íslenskan markað og rof á eignatengslum Símans og Mílu er til þess fallið að treysta samkeppni ef vel er að málum staðið,“ segir forstjóri Samkeppniseftirlitsins.

Míla Mynd: Míla
Auglýsing

Sam­keppn­is­eft­ir­litið hefur fallsit á kaup Ardian á Mílu. Sátt sam­runa­að­ila var und­ir­rituð í dag. Í henni felst að sam­runa­að­ilar hafa gert „veru­legar breyt­ing­ar“ á heild­sölu­samn­ingi Sím­ans og Mílu. Einnig er Míla skuld­bundin til að lúta til­teknum skil­yrðum í starf­semi sinni. Sam­hliða hefur Sím­inn und­ir­ritað yfir­lýs­ingu þar sem fyr­ir­tækið ábyrgist til­tekna þætti í starf­semi sinni. Í til­kynn­ingu frá Sam­keppn­is­eft­ir­lit­inu segir að með þessum skil­yrðum sé „sam­keppn­is­hindr­unum rutt úr vegi“ og „frjór jarð­vegur skap­aður fyrir öfl­uga sam­keppni á fjar­skipta­mark­aði – við­skipta­vinum og neyt­endum til hags­bóta.“

Haft er eftir Páli Gunn­ari Páls­syni, for­stjóra Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins, í til­kynn­ing­unni að Sam­keppni í upp­bygg­ingu og rekstri inn­viða hér á landi hafi skilað Íslandi „í fremstu röð“ á þessu sviði. „Á þeim umbreyt­inga­tímum sem framundan eru mun það hafa úrslita­þýð­ingu fyrir sam­keppn­is­hæfni Íslands að stjórn­völd og atvinnu­líf hlúi að sam­keppni á þessu sviði.

Inn­koma sjálf­stæðs inn­viða­fjár­festis inn á íslenskan markað og rof á eigna­tengslum Sím­ans og Mílu er til þess fallið að treysta sam­keppni ef vel er að málum stað­ið. Til þess að svo megi verða þurfa for­sendur og skil­málar við­skipt­anna að styðja við sam­keppni. Sátt­inni sem hér er kynnt er ætlað að tryggja það.“

Auglýsing

Sam­keppn­is­eft­ir­litið hefur haft til rann­sóknar sam­runa sem felst í kaupum Ardian France á Mílu af Sím­an­um. Míla rekur inn­viði fjar­skipta á öllu Íslandi og er stærsti og mik­il­væg­asti heild­sali á fjar­skipta­þjón­ustu hér á landi. Sím­inn er öfl­ug­asti smá­sali á fjar­skipta­þjón­ustu og er því stærsti kaup­and­inn á fjar­skipta­þjón­ustu í heild­sölu. Miklu skiptir því fyrir neyt­endur og atvinnu­lífið að sala Sím­ans á Mílu sé fram­kvæmd með þeim hætti að hún raski ekki sam­keppni á þeim mik­il­vægu mörk­uðum sem um er að tefla.

Sam­keppn­is­eft­ir­litið telur að breytt eign­ar­hald á Mílu og rof á eigna­tengslum við Sím­ann sé jákvætt skref fyrir sam­keppni á fjar­skipta­mörk­uð­um. Sam­hliða söl­unni á Mílu var hins vegar gerður lang­tíma heild­sölu­samn­ingur milli Sím­ans og Mílu sem fól í sér sam­keppn­is­hindr­an­ir, sem engin for­dæmi eru fyr­ir. Þá voru fjar­skipta­kerfi og heild­sölu­starf­semi flutt frá Sím­anum til Mílu í aðdrag­anda söl­unnar sem styrktu stöðu Mílu. Köll­uðu þessi atriði á aðgerðir af hálfu Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins.

Breyt­ingar á heild­sölu­samn­ingi Sím­ans og Mílu

 • Einka­rétti Mílu til að veita Sím­anum heild­sölu­þjón­ustu settar skorð­ur: Upp­haf­legur samn­ingur fól í sér alhliða einka­rétt Mílu til að veita Sím­anum alla þá heild­sölu­þjón­ustu sem Sím­inn þarf á að halda. Breyt­ingar á samn­ingnum gera Sím­anum kleift að leita til ann­arra aðila með allt að 20% af heild­sölu­þjón­ustu á sviðum þar sem Míla hefur hvað sterkasta stöðu. Með því gefst öðrum inn­viða­fyr­ir­tækjum tæki­færi til að bjóða Sím­anum þjón­ustu, sam­hliða því að sam­keppn­is­legt aðhald Sím­ans gagn­vart Mílu eykst.
 • Felld eru út ákvæði sem tryggja Mílu rétt til að fá upp­lýs­ingar um og jafna til­boð ann­arra birgja til Sím­ans: Ákvæði af þessu tagi eru í sam­keppn­is­rétti kölluð „ensk ákvæði“ og hefðu tryggt Mílu yfir­burða­stöðu gagn­vart keppi­nautum sínum í samn­ingum um heild­sölu­þjón­ustu við Sím­ann, til við­bótar við einka­rétt sem getið var um hér að fram­an. Nið­ur­fell­ing þeirra skapar aukin tæki­færi til sam­keppni.
 • Sam­starf milli Mílu og Sím­ans minnkað að veru­legu leyti: Í upp­haf­legum samn­ingi var kveðið á um náið lang­tíma­sam­starf Mílu og Ardian um við­skipta­legar ákvarð­an­ir, sem og fjár­fest­ingar og upp­bygg­ingu. Þessar skuld­bind­ingar um sam­starf hafa verið fjar­lægðar að veru­legu leyti. Jafnar það m.a. stöðu keppi­nauta á fjar­skipta­mark­aði gagn­vart inn­viða­þjón­ustu Mílu.
 • Sam­keppn­is­bönn Sím­ans og Mílu felld út að veru­legu leyti: Upp­haf­legur samn­ingur skuld­batt Sím­ann til að keppa ekki við Mílu um heild­sölu­þjón­ustu og Mílu til þess að keppa ekki við Sím­ann í smá­sölu, til næstu tutt­ugu ára. Bann við sam­keppni Mílu við Sím­ann hefur nú verið fellt niður og bann við sam­keppni Sím­ans við Mílu tak­markast við þrjú ár. Skapa þessar breyt­ingar aukið sam­keppn­is­legt aðhald, bæði í smá­sölu og inn­viða­starf­semi.
 • Stuðlað að því að tækni­þróun og hag­ræð­ing skili sér í lægra verði til við­skipta­vina: Í upp­haf­legum samn­ingi er samið um verð á þjón­ustu Mílu við Sím­ann til langs tíma og verð bundið vísi­tölu neyslu­verðs. Aðrar breyt­ingar á samn­ingnum í kjöl­far sáttar draga úr hætt­unni á sam­keppn­is­hindr­unum vegna þessa. Auk þess hafa aðilar skuld­bundið sig til að tryggja að tækni­þróun og hag­ræð­ing skili sér í lægra verði til við­skipta­vina.
 • Gild­is­tími styttur um fjórð­ung: Samn­ings­tími hefur verið styttur úr tutt­ugu árum í fimmtán ár, auk þess sem fram­leng­ing­ar­á­kvæðum hefur verið breytt. Við mat á samn­ings­tíma horfði Sam­keppn­is­eft­ir­litið til ann­arra jákvæðra breyt­inga á samn­ingnum sem hér er lýst, auk þess sem horft er m.a. til líf­tíma eigna.

Starf­semi Mílu sett skil­yrði

 • Bann við sam­keppn­is­hamlandi vöndlun og sam­tvinnun þjón­ustu­þátta: Við und­ir­bún­ing að söl­unni á Mílu voru mik­il­væg kerfi og þjón­usta flutt frá Sím­anum til Mílu. Með því breikk­aði þjón­ustu- og vöru­fram­boð Mílu veru­lega og staða félags­ins styrkt­ist gagn­vart keppi­naut­um. Mik­il­vægt er því að vinna gegn því að félagið geti nýtt sér þessa stöðu til að úti­loka sam­keppni frá keppi­nautum með ein­fald­ara þjón­ustu- eða vöru­fram­boð. Vinna skil­yrði sátt­ar­innar gegn þessu.
 • Jafn aðgangur að kerfum og þjón­ustu Mílu tryggð­ur: Mílu verður skylt að gæta jafn­ræð­is, hlut­lægni og gagn­sæis gagn­vart fjar­skipta­fyr­ir­tækjum sem óska eftir teng­ingu við inn­viði Mílu í kaupum á heild­sölu­þjón­ustu. Í þessu felst einnig bann við hvers konar mis­munun við­skipta­vina. Þannig er aðgangur allra fjar­skipta­fyr­ir­tækja að mik­il­vægum kerfum og þjón­ustu Mílu tryggður og unnið gegn því að stærsta smá­sölu­fyr­ir­tæk­ið, Sím­inn, njóti for­gangs í við­skiptum við Mílu.
 • Upp­lýs­inga­miðlun og skylda vegna breyt­inga á kerfum og þjón­ustu Mílu: Með sömu mark­mið að leið­ar­ljósi er Míla skuld­bundin til að upp­lýsa alla við­skipta­vini um nýjar eða fyr­ir­hug­aðar vörur eða þjón­ustu með sama hætti, svo allir sitji við sama borð.
 • Aðrar aðgerðir til að stuðla að við­skipta­frelsi Sím­ans
 • Með fram­an­greindum breyt­ingum á heild­sölu­samn­ingi Sím­ans og Mílu er Sím­anum tryggt aukið frelsi til að eiga við­skipti við keppi­nauta Mílu, en það er til þess fallið að örva sam­keppni. Eftir sem áður eru sterk við­skipta­tengsl milli Sím­ans og Mílu, m.a. vegna flutn­ings á kerfum og þjón­ustu frá Sím­anum til Mílu í aðdrag­anda söl­unn­ar.
 • Með þetta í huga hefur Míla skuld­bundið sig til að grípa ekki til neinna aðgerða sem tak­marka frelsi Sím­ans að þessu leyti. Einnig hefur Sím­inn und­ir­ritað yfir­lýs­ingu þar sem hann ábyrgist m.a. að fyr­ir­tækið muni búa á hverjum tíma yfir getu til að kaupa fjar­skipta­þjón­ustu frá keppi­nautum Mílu.

Virkt eft­ir­lit

Til við­bótar hefð­bundnu eft­ir­liti Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins verður á grund­velli sátt­ar­innar skip­aður óháður eft­ir­lits­að­ili sem ætlað er að hafa við­var­andi og virkt eft­ir­lit með því að öllum skil­yrðum sátt­ar­innar sé fylgt eft­ir.

Sam­keppn­is­leg áhrif og aðrar breyt­ingar á mark­aðnum

Í til­kynn­ingu segir að það sé mat Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins að fram­an­greindar breyt­ingar á heild­sölu­samn­ingi og skil­yrði sem hvíla á sam­runa­að­ilum eyði þeim sam­keppn­is­hömlum sem salan hefði að öðrum kosti skap­að. „Án þess­ara breyt­inga og skil­yrða hefði mark­aðs­ráð­andi staða Mílu á til­teknum sviðum styrkst veru­lega og skil­málar söl­unnar unnið gegn sam­keppn­is­legu aðhaldi Sím­ans og ann­arra fjar­skipta­fyr­ir­tækja. Hefðu þessar sam­keppn­is­hömlur að óbreyttu gert að engu sam­keppn­is­legan ávinn­ing af því að slíta á eigna­tengsl Sím­ans og Mílu. “

Sam­hliða rann­sókn máls­ins hafa sam­keppn­is­horfur og lík­legt fram­tíð­ar­um­hverfi fjar­skipta hér­lendis breyst tals­vert, segir enn­fremur í til­kynn­ing­unni. Þannig hafa keppi­nautar Mílu í inn­viða- og heild­sölu­starf­semi samið um og/eða til­kynnt um upp­bygg­ingu og efl­ingu gagna­flutn­ings hér­lend­is, sér í lagi á stofn­línu­mark­aði. Við mat á sam­keppn­is­legum áhrifum af kaupum Ardian á Mílu er höfð hlið­sjón af fyr­ir­sjá­an­legum breyt­ingum af þessu tagi.

Nán­ari for­sendur þess­arar nið­ur­stöðu Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins í mál­inu verða birtar á næst­unni.

Sátt Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins við Ardian og Mílu er aðgengi­leg hér.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Bjarni hættir sem forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur
Forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur, Bjarni Bjarnason, óskaði eftir því á fundi stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur að láta af störfum sem forstjóri í mars á næsta ári. Þá verða tólf ár liðin síðan Bjarni tók við forstjórastöðunni.
Kjarninn 26. september 2022
Halla Hrund Logadóttir orkumálastjóri.
Orkumálastýra fer spennt til vinnu á hverjum morgni – Ekki bara dökk ský í loftslagsmálum
„Það sem mun koma okkur á leiðarenda og út úr þessu hættuástandi er heitstrenging þess að vinna saman,“ segir Halla Hrund Logadóttir, forstjóri Orkustofnunar. Koma þurfi hlutunum í verk heima fyrir en ekki síður að beita sér í þágu fátækari ríkja.
Kjarninn 26. september 2022
Þjóðhættir
Þjóðhættir
Þjóðhættir – Hættið þessu fikti strákar!
Kjarninn 26. september 2022
Fyrstu meðalhraðamyndavélarnar hér á landi voru settar upp í fyrra. Ávinningurinn af þeim, í formi lægri slysakostnaðar, er sagður geta verið tífaldur á við kostnaðinn við að halda úti kerfunum.
Meðalhraðaeftirlit gæti verið „arðbærasta“ umferðaröryggismálið
Drög að nýrri umferðaröryggisáætlun stjórnvalda hafa verið birt. Þar segir að innleiðing meðalhraðaeftirlits á vegum landsins gæti talist arðbærasta umferðaröryggisframkvæmdin sem völ er á og að innleiðing slíks eftirlits verði forgangsmál næstu árin.
Kjarninn 26. september 2022
Kallað var eftir auknum kaupmætti í kröfugöngu verkalýðsins 1. maí síðastliðinn.
Kaupmáttur hefur rýrnað um 4,2 prósent á þessu ári og hefur ekki verið minni síðan 2020
Í júní síðastliðnum lauk tólf ára samfelldu skeiði þar sem kaupmáttur launa jókst, sé horft til breytinga milli ára. Á síðasta ári hefur kaupmátturinn himns vegar rýrnað um 1,6 prósent og hefur ekki verið minni síðan í lok árs 2020.
Kjarninn 26. september 2022
Guðmundur Ingi Guðbrandsson er félags- og vinnumarkaðsráðherra.
Vill lengja tímabil endurhæfingarlífeyris úr þremur árum í fimm
Stjórnvöld vilja gera fólki kleift að fá greiddan endurhæfingarlífeyri í lengri tíma en nú er gert ráð fyrir í lögum. Tilgangurinn er að reyna að fækka þeim sem fara á örorku og fjölga þeim sem snúa aftur til vinnu.
Kjarninn 26. september 2022
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið - Google Analytics bann og GTA6 myndbroti lekið
Kjarninn 26. september 2022
„Lukkuriddararnir“ í bakgarðinum
Þrír fyrrverandi þingmenn, fjögur erlend stórfyrirtæki, félag í eigu svokallaðs hrunverja og fólk úr sveitum Vesturlands koma við sögu í frásögn Sunnu Óskar Logadóttur af fundi þar sem vindorkufyrirtæki kynntu áform sín.
Kjarninn 26. september 2022
Meira úr sama flokkiInnlent