Kostnaður Festi vegna óháðs kunnáttumanns 56 milljónir króna á rúmum tveimur árum

Festi ætlar að óska eftir breytingum á aðkomu Lúðvíks Bergvinssonar, sem skipaður var sem óháður kunnáttumaður vegna sáttar við Samkeppniseftirlitið. Skipun Lúðvíks á að gilda fram í október 2023.

Lúðvík Bergvinsson var skipaður sem óháður kunnáttumaður vegna sáttar Festi við Samkeppniseftirlitið.
Lúðvík Bergvinsson var skipaður sem óháður kunnáttumaður vegna sáttar Festi við Samkeppniseftirlitið.
Auglýsing

Í skýrslu stjórnar Festi hf., sem Þórður Már Jóhann­es­sonar stjórn­ar­for­maður flutti á aðal­fundi félags­ins í dag, kom fram að kostn­aður við óháðan kunn­áttu­mann, lög­mann­inn Lúð­vík Berg­vins­son, vegna sáttar við Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins sem gerð var vegna sam­runa Festi og N1 árið 2018 sé kom­inn upp í 55,6 millj­ónir króna. Hann var 7,2 millj­ónir króna frá októ­ber 2018 og út það ár, 33,1 millj­ónir króna árið 2019 og 15,3 millj­ónir króna í fyrra. 

Til við­bótar hafa reikn­ingar lög­fræð­inga Festi vegna sátt­ar­innar verið 24,4 millj­ónir króna á tíma­bil­inu og sam­an­lagður kostn­aður félags­ins frá upp­hafi sáttar því 80 millj­ónir króna.

Þessi kostn­aður er, sam­kvæmt skýrslu stjórn­ar, „veru­lega hærri en vænt­ingar voru til um“ og bent á að kostn­aður Haga af óháðum kunn­áttu­manni sem skip­aður var vegna sam­runa þess félags við Olís sé brot af þeim kostn­aður sem Festi hefur bor­ið. Þá hefði verið búist við því að draga myndi úr kostn­að­inum vegna starfa Lúð­víks þegar liði á skip­un­ar­tíma hans, en þær vænt­ingar hafi ekki gengið eft­ir. 

Stjórn Festi segir að sam­starfið við Lúð­vík hafi ekki gengið eins vel og Festi hefði kosið og að félag­inu hafi „á tíðum þótt skorta á að leið­bein­ingar kunn­áttu­manns væri með þeim hætti sem vænta mætti.

Þórður Már Jóhannesson er stjórnarformaður Festi. Mynd: Festi

Festi mun í fram­haldi aðal­fund­ar­ins sem fór fram í dag óska eftir breyt­ingum á aðkomu Lúð­víks að sátt félags­ins við Sam­keppn­is­eft­ir­litið en skip­ana­tími hans á að óbreyttu ekki að renna út fyrr en í októ­ber 2023. 

Þrí­vegis reynt að selja versl­un­ina á Hellu

Umrædd sátt var und­ir­rituð síðla árs 2018 og heim­il­aði Festi, sem rak Krón­una og fleiri mat­vöru­versl­an­ir, Elko og vöru­hót­elið Bakk­ann að sam­ein­ast eld­neyt­is­ris­anum N1. Í sátt­inni fólst meðal ann­ars að selja átti fimm sjálfs­af­greiðslu­stöðvar til nýrra, óháðra aðila á elds­neyt­is­mark­aði. Um var að ræða þrjár sjálfs­af­greiðslu­stöðvar undir merkjum Dæl­unnar við Fells­múla og Staldrið í Reykja­vík og Hæð­ar­smára 8 í Kópa­vogi, og tvær stöðvar undir merkjum N1 við Sal­ar­veg í Kópa­vogi og Vatna­garða í Reykja­vík. Þá átti sam­einað félag að selja verslun Kjar­vals á Hellu.

Festi seldi bens­ín­stöðv­arnar fimm til Ein­ars Arnar Ólafs­son­ar, fyrr­ver­andi for­stjóra Skelj­ungs og umsvifa­mik­ils fjár­fest­is, og hann seldi þær síðar áfram til Skelj­ungs. 

Þrí­vegis hefur verið reynt að selja verslun Kjar­vals á Hellu. Í fyrstu tvö skiptin sam­þykktu bæði óháði kunn­áttu­mað­ur­inn og Sam­keppn­is­eft­ir­litið söl­una en hún gekk ekki eftir af öðrum ástæð­um. Síð­asta sölu­ferli hennar lauk svo í des­em­ber í fyrra þegar gengið var frá sölu versl­un­ar­innar til félags í eigu Sig­urðar Elí­asar Guð­munds­son­ar. • Sam­keppn­is­eft­ir­lit­ið, að fengnu áliti óháðs kunn­áttu­manns, heim­il­aði hins vegar ekki kaupin og hafn­aði kaup­and­an­um.

Auglýsing
Í skýrslu stjórnar segir að leigu­samn­ingur Fesi við við Rangár­þing ytra rennur út í lok apríl og versl­un­inni verður lokað finn­ist ekki annar kaup­andi, en um er að ræða einu mat­vöru­versl­un­ina á svæð­in­u. 

Festi segir að mikil and­staða sé hjá bæj­ar­búum og sveit­ar­stjórn á svæð­inu við söl­una, þar sem ekki sé áhugi á að missa Kjar­val úr bæj­ar­fé­lag­inu. „Í sölu­ferli versl­unar á Hellu hefur stærstu sam­keppn­is­að­ilum verið boðin versl­unin til kaups en eng­inn áhugi nema Festi greiði með söl­unni umtals­verða fjár­mun­i.“

Sam­keppn­is­eft­ir­litið rann­sakar Festi

Sam­keppn­is­eft­ir­litið hefur nú til rann­sóknar mögu­leg brot Festi á umræddri sátt, meðal ann­ars vegna tafa við sölu á eignum félags­ins. 

Í frétt sem Sam­keppn­is­eft­ir­litið birti á heima­síðu sinni í síð­ustu viku sagði að í rök­studdu áliti Lúð­víks, hins óháða kunn­áttu­manns, hefði hann kom­ist að þeirri nið­ur­stöðu að Sig­urður Elías hefði ekki upp­fyllt skil­yrði sátt­ar­innar um að vera óháður Festi og ekki í neinum tengslum við félag­ið. „Einnig léki vafi á um fjár­hags­legan styrk og hvata kaup­anda til þess að veita Festi umtals­vert sam­keppn­is­legt aðhald á svæð­inu líkt og sáttin áskil­ur. Í kjöl­far rann­sóknar og athug­unar með til­liti til fyr­ir­liggj­andi gagna komst Sam­keppn­is­eft­ir­litið að efn­is­lega sömu nið­ur­stöð­u.“

Í frétt­inni segir að ef Festi tekst ekki að selja verslun Kjar­vals á Hellu geri skil­yrði sátt­ar­innar ráð fyrir því að aðrar eignir félags­ins verði þess í stað seld­ar. „Sam­keppn­is­eft­ir­litið áréttar að mjög brýnt er að fyr­ir­tæki hlíti skil­yrðum sam­runa og að treysta megi því að sáttir í slíkum málum séu virt­ar. Mik­il­vægt er fyr­ir­tæki og aðilar að sam­runa­málum taki alvar­lega þau skil­yrði sem þau leggja til og sett eru fyrir sam­r­un­um, ekki síður í ljósi þess að fyr­ir­tækin sjálf taka þátt í mótun þeirra. Rétt er í þessu sam­bandi að minna á að sam­runa­að­ilar lögðu umrædd skil­yrði til með það fyrir augum að efla sam­keppni á svæð­inu til hags­bóta íbúa á svæð­inu og aðra not­endur umræddrar þjón­ust­u.“

Stefndi rit­stjóra Við­skipta­blaðs­ins

Við­skipta­blaðið tók Lúð­vík, og hlut­verk hans sem óháðs kunn­áttu­manns, til umfjöll­unar í nafn­lausa skoð­ana­dálknum Óðni í apríl í fyrra. Þar sagði meðal ann­ars að „öll skyn­sem­is­-og rétt­læt­is­rök virð­ast hníga að því að Festi kæri kunn­áttu­mann­inn fyrir til­hæfu­lausa reikn­inga.“ 

Lúð­vík stefndi í kjöl­farið Trausta Haf­liða­syni, rit­stjóra og ábyrg­ar­manni Við­skipta­blaðs­ins, fyrir meið­yrði og sagði í stefnu sinni að í skrifum sínum hefði Óðinn gefið í skyn að hann hefði haft fjár­muni af Festi með ólög­mætum hætt­i.  Hann hefði þannig gerst sekur um alvar­leg hegn­ing­ar­laga­brot og væri gefið að sök fégræðgi og spill­ingu. Krafð­ist Lúð­vík þess að Trausti greiddi sér þrjár millj­ónir króna í bæt­ur. 

Trausti var sýkn­aður í mál­inu í febr­úar síð­ast­liðnum. Lúð­vík ákvað hins vegar að áfrýja þeirri nið­ur­stöðu til Lands­rétt­ar.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent