Tobba Marinós hættir hjá DV

Tobba hefur stýrt DV frá því í lok mars á síðasta ári. Hún ætlar nú að einbeita sér að fjölskyldufyrirtæki sem hún á ásamt móður sinni.

7DM_0805_raw_2405.JPG
Auglýsing

Þorbjörg Marinósdóttir, einnig þekkt sem Tobba Mar­inós, hefur sagt starfi sínu sem ritstjóri DV lausu. Frá þessu er greint á vef Fréttablaðsins. Að því er fram kemur í frétt Fréttablaðsins ætlar Tobba að einbeita sér að fjölskyldufyrirtækinu Náttúrulega gott sem hún á ásamt móður sinni.

Tobba hefur starfað sem ritstjóri DV í næstum ár en hún tók við stöðunni í lok mars í fyrra, þá skömmu eftir að Frjáls fjölmiðlun ehf., sem þá var útgáfufélag DV, var sameinað Torgi, eiganda Fréttablaðsins og Hringbrautar. Líkt og segir í frétt DV sem var birt þegar Tobba tók við starfi ritstjóra þá er hún fjölmiðlafræðingur að mennt og með mastersgráðu í verkefnastjórnun. Þá hefur hún einnig skrifað fjölda bóka, stýrt sjónvarpsþáttum, starfað í útvarpi og á fjölmiðlum svo sem Séð og Heyrt, á Skjáeinum og á Morgunblaðinu.

DV kemur út einu sinni í viku. Samkvæmt könnun Gallup mælist heildarlestur DV hjá öllum aldurshópum nún um 2,9 prósent. Hjá landsmönnum á aldrinum 18-49 ára mælist lestur blaðsins 2,0 prósent en lestur þess hjá þeim aldurshópi hefur dregist saman um rúmlega 70 prósent á tveimur árum.

Auglýsing

Vefur DV, dv.is, er hins vegar á meðal þeirra mest lesnu á Íslandi. Hann er sem stendur í þriðja sæti yfir þá vefi sem fá flestar vikulegar heimsóknir hérlendis, á eftir visir.is og mbl.is. Notendur DV í tíundu viku ársins voru alls 394.404 talsins.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ari Trausti Guðmundsson
Faraldur er ekki fyrirsjáanlegur
Kjarninn 29. júlí 2021
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra.
„Ekki má hringla með marklínuna“
Dómsmálaráðherra vonar að stjórnarandstöðunni „auðnist ekki að slíta í sundur þá einingu sem ríkt hefur meðal landsmanna í baráttunni gegn veirunni“. Samhliða útbreiddri bólusetningu þurfi að slá nýjan takt og „leggja grunn að eðlilegu lífi á ný“.
Kjarninn 29. júlí 2021
Þorsteinn Már Baldvinsson forstjóri Samherja.
Samherji kannar hvernig afsökunarbeiðnir leggjast í landann
Þátttakendur í viðhorfahópi Gallup fengu í vikunni sendar spurningar um Samherja. Fyrirtækið, sem baðst tvívegis afsökunar fyrr í sumar, virðist fylgjast grannt með almenningsálitinu.
Kjarninn 29. júlí 2021
Ríkisstjórnin héldi ekki þingmeirihluta sínum ef niðurstöður kosninga yrðu í takt við nýja könnun Maskínu.
Ríkisstjórnarflokkarnir fengju einungis 30 þingmenn samkvæmt nýrri könnun Maskínu
Í nýrri könnun Maskínu fyrir fréttastofu Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis dalar fylgi Sjálfstæðisflokksins um tæp þrjú prósentustig. Ríkisstjórnin myndi ekki halda þingmeirihluta sínum, samkvæmt könnuninni.
Kjarninn 28. júlí 2021
Birna Einarsdóttir bankastjóri segir fyrri hluta þessa árs hafa verið viðburðaríkan.
5,4 milljarða hagnaður hjá Íslandsbanka á öðrum ársfjórðungi
Hagnaður bankans jókst umtalsvert á öðrum ársfjórðungi, og í raun á fyrri hluta ársins, miðað við sama tíma í fyrra. Útlán bankans hafa aukist um 8,2 prósent það sem af er ári vegna umsvifa í húsnæðislánum.
Kjarninn 28. júlí 2021
Benedikt Gíslason er forstjóri Arion banka og segir hann reksturinn ganga mjög vel.
Arion banki hagnaðist um 7,8 milljarða á öðrum ársfjórðungi
Bankinn hagnaðist um 7,8 milljarða á öðrum ársfjórðungi 2021 og arðsemi eigin fjár var 16,3 prósent.
Kjarninn 28. júlí 2021
Gunnar Alexander Ólafsson
Brunar lestin?
Kjarninn 28. júlí 2021
Stór hluti fólksfjölgunar hér á landi er tilkominn vegna fólksflutninga.
Færri Íslendingar flutt af landi brott í faraldri
Samsetning brottfluttra og aðfluttra hefur breyst töluvert í kórónuveirufaraldri. Í fyrra fluttu 506 fleiri íslenskir ríkisborgarar til landsins en frá því og hefur fjöldinn ekki verið meiri síðan 1987.
Kjarninn 28. júlí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent