Ætla að færa hlutinn í Sjóvá út úr Síldarvinnslunni fyrir skráningu

Eignarhlutur Síldarvinnslunnar í SVN eignafélagi, stærsta eiganda Sjóvá, verður greiddur út sem arður til eigenda hennar áður en Síldarvinnslan verður skráð á markað síðar á þessu ári. Stærstu eigendurnir eru Samherji og fjölskylda Björgólfs Jóhannssonar.

Félag í eigu Síldarvinnslunnar er stærsti einstaki eigandi Sjóvár.
Félag í eigu Síldarvinnslunnar er stærsti einstaki eigandi Sjóvár.
Auglýsing

Fyrir hluthafafundi í Síldarvinnslunni hf., sem fer fram næstkomandi föstudag, liggur tillaga um um að færa eignarhlut félagsins í SVN eignafélagi ef. yfir til hluthafa áður en að Síldarvinnslan verður skráð á markað. Það á að gera í formi arðsúthlutunar í skattalegu tilliti en hluthafar eiga þó einnig kost á því að fara fram á greiðslu í reiðufé að frádregnum fjármagnstekjuskatti, fari þeir fram á það. 

Þetta kemur fram í fundarboði sem birt var á heimasíðu Síldarvinnslunnar í lok síðustu viku.

Eina eign SVB eignafélags er 14,52 prósent hlutur í tryggingafélaginu Sjóvá, en félagið er stærsti eigandi þess. Miðað við núverandi gengi bréfa í Sjóvá er virði hlutarins tæplega 5,7 milljarðar króna. SVB eignafélag er því sem næst skuldlaust miðað við síðasta birta ársreikning.

Markaðsvirðið gæti verið allt að 100 milljarðar

Tilkynnt var um það í byrjun febrúar að stefnt væri á skráningu Síldarvinnslunnar á markað seint í vor eða snemma í sumar. Fyrirtækið er eitt stærsta sjávarútvegsfyrirtæki landsins en eigið fé þess var 46 milljarðar króna á núvirði í lok árs 2019 og miðað við að rekstrarhagnaður félagsins á því ári var á níunda milljarð króna má ætla að það hafi aukist í fyrra. 

Auglýsing
Kjarninn greindi frá því í fréttaskýringu 10. febrúar síðastliðinn að búast megi við því að markaðsvirði Síldarvinnslunnar verði í kringum 100 milljarða króna markið, samkvæmt sérfræðingum sem rætt var við. 

Þetta verður ekki í fyrsta sinn sem Síldarvinnslan er skráð á markaði. Hún var skráð í Kauphöll um áratugaskeið frá 1994 til 2004. En félagið er töluvert öðruvísi, og mun stærra, nú en það var þá. 

Verðmætasta bókfærða eign félagsins voru veiði­heim­ildir, aðallega í uppsjávartegundum, sem voru sagðar 228,3 millj­ónir dala í lok árs 2019. Á gengi dags­ins í dag gera það um 30 millj­arðar króna. Raunverulegt virði þeirra heimilda er mun meira, líklega nær 80 milljörðum króna. Sá loðnukvóti sem nú hefur verið úthlutað mun bæta afkomu Síldarvinnslunnar á yfirstandandi ári.

Samherji stærsti eigandinn

Stærsti ein­staki eig­andi Síld­ar­vinnsl­unnar er Sam­herji hf. með 44,6 pró­sent eign­ar­hlut. Auk þess á Kald­bak­­ur, félag í eigu Sam­herja, á 15 pró­­sent hlut í öðru félagi sem á 5,3 pró­­sent hlut í Síld­­ar­vinnsl­unni. Sam­herji á því, beint og óbeint, 49,9 pró­sent í Síld­ar­vinnsl­unni. Þor­steinn Már Bald­vins­son, annar for­stjóri Sam­herja, er stjórn­ar­for­maður félags­ins. Auk þess á Síld­ar­vinnslan 0,92 pró­sent í sjálfri sér, sem þýðir að sam­an­lagður eig­in­hlutur hennar og eign­ar­hluti stærsta eig­and­ans fer nálægt 51 pró­senti.

Sam­herji Ísland ehf., félag að öllu leyti í eigu Sam­herja hf, er með næst mesta afla­hlut­­­­deild í íslenskri efna­hags­lög­­­sögu allra sjá­v­­­­ar­út­­­­­vegs­­­fyr­ir­tækja á Íslandi, eða 7,02 pró­­­­sent. ­Út­­­­­­­gerð­­­­­­­­ar­­­­­­­­fé­lag Akur­eyr­­­­­­­­ar, sem er líka í 100 pró­­­­­­­­sent eigu Sam­herja, heldur svo á 1,3 pró­­­­­­­­sent kvót­ans og Sæból fjár­­­­­­­­­­­­­­­fest­inga­­­­­­­­fé­lag, sem það sama gildir um, heldur á 0,64 pró­­­­­­­­sent hans. 

Sam­an­lagt er þessi blokk Sam­herja og Síld­ar­vinnsl­unnar með að minnsta kosti 17,5 pró­­­­sent afla­hlut­­­­deild. 

Gamli forstjórinn á meðal næst stærstu eigenda

Næst stærsti eig­andi Síld­ar­vinnsl­unnar er félagið Kjálka­nes ehf. Á meðal helstu hlut­hafa þess er Björgólfur Jóhanns­son, sem var þangað til fyrir skemmstu hinn for­stjóri Sam­herja, og fjöl­skylda hans. Sami hópur á einnig útgerð­ar­fé­lagið Gjög­ur, sem heldur á 2,29 pró­sent af öllum úthlut­uðum afla­heim­ild­um.

Ef sá kvóti er talin með ofan­greindu er ljóst að rétt undir fimmt­ungur (19,79 pró­sent) af öllum úthlut­uðum afla­heim­ildum lands­ins eru á höndum fyr­ir­tækja sem eru að ein­hverju leyti í eigu þeirra tveggja manna sem sátu saman í forstjórastólum Samherja, þangað til að Björgólfur ákvað að hætta fyrr á þessu ári. 

Báðir þessir aðilar munu selja hluti í Síldarvinnslunni í því hlutafjárútboði sem er framundan og ættu að geta leyst út margra milljarða króna hagnað. 

Verði tillagan um að greiða eignarhlutinn í Sjóvá út til hluthafa samþykkt mun hann því að mestu renna til Samherja og Kjálkaness.

Þriðji stærsti eigandinn er Samvinnufélag útgerðarmanna í Neskaupstað sem á tæplega ellefu prósent hlut. Það var stofnað árið 1932 og starfar sem eignarhaldsfélag auk þess sem það rekur verslanir og umboðsstarfsemi. Það hefur meðal annars nýtt arðinn af eign sinni í Síldarvinnslunni til þess að styrkja menningar- og félagsmál í heimabyggð.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sigríður Ólafsdóttir
Draumastarf og búseta – hvernig fer það saman?
Kjarninn 23. september 2021
Árni Stefán Árnason
Dýravernd: Í aðdraganda kosninganna er blóðmeraiðnaðurinn svarti blettur búfjáreldis – Hluti II
Kjarninn 23. september 2021
Segist hafa reynt að komast að því hvað konan vildi í gegnum tengilið – „Við náðum aldrei að ræða við hana“
Fyrrverandi formaður KSÍ segir að sambandið hafi frétt af meintu kynferðisbroti landsliðsmanna í gegnum samfélagsmiðla. Formleg ábending hafi aldrei borist.
Kjarninn 23. september 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, og Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna.
Fleiri kjósendur Sjálfstæðisflokks vilja Katrínu sem forsætisráðherra en Bjarna
Alls segjast 45,2 prósent kjósenda Sjálfstæðisflokksins að þeir vilji fá formann Vinstri grænna til að leiða þá ríkisstjórn sem mynduð verður eftir kosningar.
Kjarninn 23. september 2021
Hugarvilla að Ísland sé miðja heimsins
Þau Baldur, Kristrún og Gylfi spjölluðu um Evrópustefnu stjórnvalda í hlaðvarpsþættinum Völundarhús utanríkismála.
Kjarninn 23. september 2021
Völundarhús utanríkismála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands – Þáttur 4: Byggir Evrópustefna íslenskra stjórnvalda á áfallastjórnun?
Kjarninn 23. september 2021
Rósa Björk Brynjólfsdóttir
Kosningarnar núna snúast um loftslagsmál
Kjarninn 23. september 2021
Við mölunina eru notuð tæki sem eru búin hnífum eða löngum plastþráðum sem snúast hratt og sjálfvirkt. Afköstin skulu vera, að því er fram kemur í svari MAST við fyrirspurn Kjarnans, nægilega mikil til að tryggja að öll dýrin séu deydd samstundis.
Mölun karlkyns hænuunga „er hryllileg iðja“
Á Íslandi er heimilt að beita tveimur aðferðum við aflífun hænuunga; gösun og mölun. Báðum aðferðum er beitt á tugþúsundir unga á ári. „Allir karlkyns ungar sem fæðast í eggjaiðnaði eru drepnir eftir að þeir klekjast út,“ segir formaður Samtaka grænkera.
Kjarninn 23. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent