FA: Verið að veikja stöðu Samkeppniseftirlitsins

Félag atvinnurekenda hefur skilað inn umsögn um drög að frumvarpi til breytinga á samkeppnislögum en FA leggst eindregið gegn afnámi heimildar Samkeppniseftirlitsins til að bera ákvarðanir áfrýjunarnefndar samkeppnismála undir dómstóla.

Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri FA.
Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri FA.
Auglýsing

Félag atvinnu­rek­enda leggst ein­dregið gegn afnámi heim­ildar Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins (SE) til að bera ákvarð­anir áfrýj­un­ar­nefndar sam­keppn­is­mála (ÁNS) undir dóm­stóla. Þetta kemur fram í umsögn FA um drög að frum­varpi ferða­mála-, iðn­að­ar- og nýsköp­un­ar­ráð­herra, Þór­dísar Kol­brúnar R. Gylfa­dótt­ur, til breyt­inga á sam­keppn­is­lög­um.

Í umsögn FA segir að með slíkri laga­breyt­ingu sé verið að „veikja stöðu Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins, í þágu fyr­ir­tækja sem hafa brotið eða vilja brjóta sam­keppn­is­lög en slík brot eru skað­leg bæði neyt­endum og smærri og með­al­stórum fyr­ir­tækj­um. Með því að sam­þykkja umrædda breyt­ingu væri Alþingi að ganga erinda stór­fyr­ir­tækja sem vilja kom­ast hjá rétt­mætum afleið­ingum sam­keppn­islaga­brota sinna og við­halda hátt­semi sem skaðar allan almenn­ing. Þannig tæki þingið sér stöðu gegn almenn­ingi í land­inu, sem og gegn smærri og með­al­stórum fyr­ir­tækjum sem hvað mesta hags­muni eiga af því að farið sé að ákvæðum sam­keppn­islaga.“

Sam­keppn­is­eft­ir­litið gagn­rýndi frum­varps­drögin á dög­unum en í frétt eft­ir­lits­ins sem birt­ist í vik­unni kemur fram að drögin hafi valdið miklum von­brigðum þar sem í þeim sé lögð til veru­­leg veik­ing á sam­keppn­is­lögum sem rýra muni kjör almenn­ings.

Auglýsing

Í umsögn FA er fjallað um það hvernig kæru­mál séu rekin gagn­vart sam­keppn­is­yf­ir­völd­um. „Í dag er staðan sú að nið­ur­stöður SE eru kær­an­legar til ÁNS. Aðild þriðja aðila, t.d. kær­anda, að þessum málum er tak­mörkuð á þessum stig­um. Fyrir ÁNS eiga aðild sá aðili sem ákvörðun bein­ist gegn og svo SE sem tók umrædda ákvörð­un, en ekki kvart­and­i/kær­andi eða neyt­end­ur. Nið­ur­stöðu ÁNS, hver svo sem hún er, má bera undir dóm­stóla. Alla jafna geta aðeins þeir aðilar sem hafa beina og lögvarða hags­muni af þeirri nið­ur­stöðu borið úrskurði undir dóm­stóla. Þeir aðilar sem ekki hafa slíka hags­muni geta ekki átt slíka aðild og yrði mál­um, sem höfðuð væru af slíkum aðilum fyr­ir­sjá­an­lega vísað frá dómi. Slíkir aðilar væru í mörgum til­fellum keppi­nautar hins brot­lega sem og sam­tök neyt­enda og aðrir sem gæta réttar þolenda brot­anna, sem ekki gætu borið rétt­mæti nið­ur­stöðu nefnd­ar­innar undir dóm­stóla. Hin brot­legu fyr­ir­tæki geta hins vegar borið nið­ur­stöður ÁNS undir dóm­stóla, séu þær þeim ekki að skapi.“

Telja að heim­ildin tryggi hags­muni fyr­ir­tækja og neyt­enda

FA færir fyrir því rök að íslenskt rétt­ar­far hafi ákveðna sér­stöðu að þessu leyti; dóma­fram­kvæmd hafi tak­markað aðild og aðgengi að dóm­stólum veru­lega umfram það sem leiða megi beint af texta laga um með­ferð einka­mála. „Sér­stakt laga­á­kvæði um aðild Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins að dóms­málum til ógild­ingar á nið­ur­stöðum ÁNS vinnur gegn þessum mein­bugi og tryggir þar með hags­muni fyr­ir­tækja, neyt­enda og alls almenn­ings,“ segir í umsögn­inni.

Þar segir jafn­framt að til­gangur frum­varps­drag­anna hvað varðar aðgengi að dóm­stólum sé aug­ljós. Verið sé að nota fram­an­greindan rétt­ar­far­sann­marka til þess að búa til skálka­skjól fyrir þá aðila sem brjóta sam­keppn­is­lög en koma sér hjá afleið­ingum gjörða sinna fyrir ÁNS. „Sé slíkur aðili svo „lán­sam­ur“ að fá ranga nið­ur­stöðu ÁNS um sak­leysi sitt mun sú nið­ur­staða verða end­an­leg fyrir þann aðila þar sem íslenskar rétt­ar­fars­reglur stæðu í vegi þess að aðrir gætu borið hina röngu nið­ur­stöðu undir dóm­stóla. Enn verri er sú stað­reynd að hin ranga nið­ur­staða ÁNS yrði í fram­haldi for­dæm­is­gef­andi í sam­bæri­legum málum og því gild­andi réttur á við­kom­andi sviði. Það þýddi í raun að borg­ar­arnir þyrftu að búa við við­var­andi órétt sökum þess að rangri nið­ur­stöðu ÁNS væri ekki hægt að hnekkja. Hér er um að ræða drauma­land þeirra sem kjósa að brjóta sam­keppn­is­lög og hafa ábata af slíkum brot­um. Að sama skapi er þetta martröð þeirra sem trúa á virka sam­keppni, heil­brigða við­skipta­hætti og eðli­legt og virkt rétt­ar­ríki þar sem óréttur fær ekki óhindr­aða fram­göng­u.“

Í upphafi árs 2020

Við á Kjarnanum göngum bjartsýn og einbeitt inn í nýtt ár og þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, og Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík.
Efling ásakar Reykjavíkurborg um að hafa dreift villandi upplýsingum
„Borgin er í okkar höndum!“ Þetta segir Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar í opnu bréfi til borgarstjóra, þar sem honum er tilkynnt um algjör viðræðuslit vegna kjarasamningagerðar. Efling segir borgina hafa brotið bæði trúnað og lög.
Kjarninn 20. janúar 2020
Heimavellir voru skráðir í Kauphöll Íslands vorið 2018.
Norskt félag kaupir rúmlega sjö prósent í Heimavöllum fyrir tæpan milljarð
Virði bréfa í Heimavöllum, sem hefur vart haggast mánuðum saman, tók kipp í morgun þegar greint var frá því að norskt leigufélag hefði keypt stóran hlut í félaginu. Kaupverðið var í kringum milljarð króna.
Kjarninn 20. janúar 2020
Bilið á milli ríkra og fátækra heldur áfram að aukast samkvæmt Oxfam-samtökunum.
Rúmlega tvö þúsund manns eiga meiri auð en 60 prósent íbúa jarðar
Í árlegri skýrslu Oxfam-samtakanna kemur fram að 22 ríkustu karlar í heimi eigi meira af auði en allar konur sem búa í Afríku samanlagt. Ef tveir ríkustu karlar heims myndu stafla öllum fé sínu upp í bunka, og setjast á hann, þá sætu þeir í geimnum.
Kjarninn 20. janúar 2020
Fimm tæknifyrirtæki í einstakri yfirburðastöðu sem efi er um að sé sjálfbær
Apple, Microsoft, Alphabet (móðurfélag Google), Amazon og Facebook eru verðmætustu fyrirtæki Bandaríkjanna. Það er einsdæmi að fimm fyrirtæki úr tengdum geira séu í fimm efstu sætunum á slíkum lista. Í raun eru þau markaðssvæði, ekki eiginleg fyrirtæki.
Kjarninn 20. janúar 2020
Vilja að þú fáir þér ís með Netflix áhorfinu
Netflix og ísframleiðandinn Ben & Jerry's hafa tekið höndum saman. Þau vilja að fólk fá sér ís með Netflix áhorfinu.
Kjarninn 19. janúar 2020
Íslendingar, náttúra, hálendi og hreindýr
Jakob S. Jónsson fjallar um Öræfahjörðina, sögu hreindýra á Íslandi.
Kjarninn 19. janúar 2020
Arnheiður Jóhannsdóttir
Sjálfbær uppbygging ferðaþjónustu á landinu öllu
Kjarninn 19. janúar 2020
Seðlabankinn greip tólf sinnum inn í gjaldeyrismarkaðinn í fyrra
Gjaldeyrisvaraforði Seðlabanka Íslands var orðinn 822 milljarðar króna í lok árs 2019. Alls lækkaði gengi krónunnar um 3,1 prósent og Seðlabankinn greip nokkrum sinnum inn í til að stilla af kúrs hennar í fyrra.
Kjarninn 19. janúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent