Samkeppniseftirlitið segir að nýtt frumvarp muni rýra kjör almennings

Samkeppniseftirlitið segir að nýtt frumvarp, sem meðal annars fellir niður heimild þess til að skjóta málum til dómstóla, valda miklum vonbrigðum. Það mun leggjast gegn samþykkt þess.

Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins.
Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins.
Auglýsing

„Frum­varps­drögin sem kynnt voru í gær valda miklum von­brigðum þar sem í þeim er lögð til veru­leg veik­ing á sam­keppn­is­lögum sem rýra munu kjör almenn­ings.“ Þetta kemur fram í frétt á vef Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins sem birt var í dag. Til­efnið er fram­lagn­ing nýs frum­varps iðn­­að­­ar- og nýsköp­un­­ar­ráð­herra þar sem lagt er til að koma í veg fyrir að Sam­keppn­is­eft­ir­litið geti borið nið­­ur­­stöður áfrýj­un­­ar­­nefndar undir dóm­stóla og að eft­ir­litið get­i þvingað fram breyt­ingar á skipu­lagi fyr­ir­tækja.

Í frétt eft­ir­lits­ins segir að það sé alvar­legt að með frum­varp­inu sé lagt til að felld verði niður heim­ild Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins til mál­skots til dóm­stóla til að verja hags­muni almenn­ings og fyr­ir­tækja sem mátt hafa þolað skað­legar sam­keppn­is­hindr­an­ir. „Þannig verður Sam­keppn­is­eft­ir­lit­inu gert ókleift að tryggja að hags­munir þess­ara aðila fái fulln­að­ar­úr­lausn fyrir dóm­stól­um. Stór fyr­ir­tæki sem eru ósátt við úrskurði áfrýj­un­ar­nefndar sam­keppn­is­mála geta borið þá undir hér­aðs­dóm, Lands­rétt og eftir atvikum Hæsta­rétt. Verði frum­varpið að lögum mun hins vegar engin gæslu­maður almanna­hags­muna geta borið úrskurði nefnd­ar­innar undir dóm­stóla. Verður þá skapað kerfi þar sem hags­muna­gæsla öfl­ugra fyr­ir­tækja nýtur að þessu leyti for­gangs og yfir­burða gagn­vart hags­munum neyt­enda og smærri fyr­ir­tækja.“

Auglýsing
Samkeppniseftirlitið gerir líka athuga­semd við, og telur mikið áhyggju­efni, að lagt sé til að lögð verði niður heim­ild þess til að grípa til íhlut­unar vegna til­tek­inna skað­legra sam­keppn­is­að­stæðna. Heim­ildin gerir eft­ir­lit­inu til dæmis kleift að koma í veg fyrir að fyr­ir­tæki sitji óáreitt að ein­ok­un­ar­hagn­aði almenn­ingi til tjóns. „Þá er líka ljóst að frum­varpið er í beinu ósam­ræmi við aðgerðir á vett­vangi ráðu­neyt­is­ins, í sam­starfi við OECD, sem miðar að því að draga úr sam­keppn­is­hindr­un­um, þ. á m. reglu­byrði, sem stafar af lögum og regl­um. Sú vinna miðar að því að efla sam­keppni, almenn­ingi til hags­bóta, á meðan til­lögur í frum­varp­inu hafa í veiga­miklum atriðum þver­öfug áhrif, þ.e. veikja sam­keppn­is­lögin og draga úr mögu­leikum Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins til að stuðla að auk­inni sam­keppn­i.“

Sam­keppn­is­eft­ir­litið seigr að það muni, í umsögn sinni til ráð­herra vegna frum­varps­ins, vara ein­dregið við lög­fest­ingu þess í núver­andi horfi.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kristbjörn Árnason
Röddin aftan úr myrkviðum fortíðarinnar
Leslistinn 12. nóvember 2019
Wikileaks birtir 30 þúsund skjöl um Samherja
Stundin, Al Jazeera, Wikileaks og Kveikur RÚV hafa í samstarfi unnið að umfjöllun um mútugreiðslur Samherja í Afríku.
Kjarninn 12. nóvember 2019
Samherji fjallaði sérstaklega um spill­ingu og mútur í árs­reikn­ingi
Í nýjasta ársreikningi Samherja segir að fyrirtækið ætli að setja sér skrifleg viðmið um sið­ferði, spill­ingu, mann­rétt­indi og mútur á árinu 2019. Nú er Samherji ásakaður um spillingu og mútur í Namibíu.
Kjarninn 12. nóvember 2019
Kristján Vilhelmsson og Þorsteinn Már Baldvinsson eru helstu stjórnendur og eigendur Samherja.
Samherji sagður hafa mútað ráðherrum til að komast yfir kvóta í Afríku
Í Kveiki í kvöld sagðist fyrrverandi yfirmaður hjá Samherja í Namibíu hafa tekið þátt í að greiða mútur til háttsettra ráðamanna í landinu til að tryggja Samherja kvóta. Það hafi verið gert með aðkomu Þorsteins Más Baldvinssonar, forstjóra Samherja.
Kjarninn 12. nóvember 2019
Vilhjálmur Egilsson formaður hæfnisnefndar
Tíu umsækjendur eru um stöðu varaseðlabankastjóra á sviði fjármálastöðugleika.
Kjarninn 12. nóvember 2019
Borghildur Sölvey Sturludóttir
Fegurðin býr í fólkinu
Kjarninn 12. nóvember 2019
Þjóðlegir þræðir
Þjóðlegir þræðir
Þjóðlegir þræðir – Hárið
Kjarninn 12. nóvember 2019
Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar.
Ríkisframlög til Samfylkingarinnar nær fjórfölduðust í fyrra
Framlög úr ríkissjóði til Samfylkingarinnar voru 89 milljónir í fyrra sem er nær fjórfalt hærri upphæð en árið 2017. Framlög ríkissjóðs til stjórnmálaflokka voru hækkuð á síðasta ári að til­­­lögu sex flokka sem sæti eiga á Alþing­i.
Kjarninn 12. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent