Samkeppniseftirlitið segir að nýtt frumvarp muni rýra kjör almennings

Samkeppniseftirlitið segir að nýtt frumvarp, sem meðal annars fellir niður heimild þess til að skjóta málum til dómstóla, valda miklum vonbrigðum. Það mun leggjast gegn samþykkt þess.

Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins.
Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins.
Auglýsing

„Frum­varps­drögin sem kynnt voru í gær valda miklum von­brigðum þar sem í þeim er lögð til veru­leg veik­ing á sam­keppn­is­lögum sem rýra munu kjör almenn­ings.“ Þetta kemur fram í frétt á vef Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins sem birt var í dag. Til­efnið er fram­lagn­ing nýs frum­varps iðn­­að­­ar- og nýsköp­un­­ar­ráð­herra þar sem lagt er til að koma í veg fyrir að Sam­keppn­is­eft­ir­litið geti borið nið­­ur­­stöður áfrýj­un­­ar­­nefndar undir dóm­stóla og að eft­ir­litið get­i þvingað fram breyt­ingar á skipu­lagi fyr­ir­tækja.

Í frétt eft­ir­lits­ins segir að það sé alvar­legt að með frum­varp­inu sé lagt til að felld verði niður heim­ild Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins til mál­skots til dóm­stóla til að verja hags­muni almenn­ings og fyr­ir­tækja sem mátt hafa þolað skað­legar sam­keppn­is­hindr­an­ir. „Þannig verður Sam­keppn­is­eft­ir­lit­inu gert ókleift að tryggja að hags­munir þess­ara aðila fái fulln­að­ar­úr­lausn fyrir dóm­stól­um. Stór fyr­ir­tæki sem eru ósátt við úrskurði áfrýj­un­ar­nefndar sam­keppn­is­mála geta borið þá undir hér­aðs­dóm, Lands­rétt og eftir atvikum Hæsta­rétt. Verði frum­varpið að lögum mun hins vegar engin gæslu­maður almanna­hags­muna geta borið úrskurði nefnd­ar­innar undir dóm­stóla. Verður þá skapað kerfi þar sem hags­muna­gæsla öfl­ugra fyr­ir­tækja nýtur að þessu leyti for­gangs og yfir­burða gagn­vart hags­munum neyt­enda og smærri fyr­ir­tækja.“

Auglýsing
Samkeppniseftirlitið gerir líka athuga­semd við, og telur mikið áhyggju­efni, að lagt sé til að lögð verði niður heim­ild þess til að grípa til íhlut­unar vegna til­tek­inna skað­legra sam­keppn­is­að­stæðna. Heim­ildin gerir eft­ir­lit­inu til dæmis kleift að koma í veg fyrir að fyr­ir­tæki sitji óáreitt að ein­ok­un­ar­hagn­aði almenn­ingi til tjóns. „Þá er líka ljóst að frum­varpið er í beinu ósam­ræmi við aðgerðir á vett­vangi ráðu­neyt­is­ins, í sam­starfi við OECD, sem miðar að því að draga úr sam­keppn­is­hindr­un­um, þ. á m. reglu­byrði, sem stafar af lögum og regl­um. Sú vinna miðar að því að efla sam­keppni, almenn­ingi til hags­bóta, á meðan til­lögur í frum­varp­inu hafa í veiga­miklum atriðum þver­öfug áhrif, þ.e. veikja sam­keppn­is­lögin og draga úr mögu­leikum Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins til að stuðla að auk­inni sam­keppn­i.“

Sam­keppn­is­eft­ir­litið seigr að það muni, í umsögn sinni til ráð­herra vegna frum­varps­ins, vara ein­dregið við lög­fest­ingu þess í núver­andi horfi.

Í upphafi árs 2020

Við á Kjarnanum göngum bjartsýn og einbeitt inn í nýtt ár og þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, og Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík.
Efling ásakar Reykjavíkurborg um að hafa dreift villandi upplýsingum
„Borgin er í okkar höndum!“ Þetta segir Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar í opnu bréfi til borgarstjóra, þar sem honum er tilkynnt um algjör viðræðuslit vegna kjarasamningagerðar. Efling segir borgina hafa brotið bæði trúnað og lög.
Kjarninn 20. janúar 2020
Heimavellir voru skráðir í Kauphöll Íslands vorið 2018.
Norskt félag kaupir rúmlega sjö prósent í Heimavöllum fyrir tæpan milljarð
Virði bréfa í Heimavöllum, sem hefur vart haggast mánuðum saman, tók kipp í morgun þegar greint var frá því að norskt leigufélag hefði keypt stóran hlut í félaginu. Kaupverðið var í kringum milljarð króna.
Kjarninn 20. janúar 2020
Bilið á milli ríkra og fátækra heldur áfram að aukast samkvæmt Oxfam-samtökunum.
Rúmlega tvö þúsund manns eiga meiri auð en 60 prósent íbúa jarðar
Í árlegri skýrslu Oxfam-samtakanna kemur fram að 22 ríkustu karlar í heimi eigi meira af auði en allar konur sem búa í Afríku samanlagt. Ef tveir ríkustu karlar heims myndu stafla öllum fé sínu upp í bunka, og setjast á hann, þá sætu þeir í geimnum.
Kjarninn 20. janúar 2020
Fimm tæknifyrirtæki í einstakri yfirburðastöðu sem efi er um að sé sjálfbær
Apple, Microsoft, Alphabet (móðurfélag Google), Amazon og Facebook eru verðmætustu fyrirtæki Bandaríkjanna. Það er einsdæmi að fimm fyrirtæki úr tengdum geira séu í fimm efstu sætunum á slíkum lista. Í raun eru þau markaðssvæði, ekki eiginleg fyrirtæki.
Kjarninn 20. janúar 2020
Vilja að þú fáir þér ís með Netflix áhorfinu
Netflix og ísframleiðandinn Ben & Jerry's hafa tekið höndum saman. Þau vilja að fólk fá sér ís með Netflix áhorfinu.
Kjarninn 19. janúar 2020
Íslendingar, náttúra, hálendi og hreindýr
Jakob S. Jónsson fjallar um Öræfahjörðina, sögu hreindýra á Íslandi.
Kjarninn 19. janúar 2020
Arnheiður Jóhannsdóttir
Sjálfbær uppbygging ferðaþjónustu á landinu öllu
Kjarninn 19. janúar 2020
Seðlabankinn greip tólf sinnum inn í gjaldeyrismarkaðinn í fyrra
Gjaldeyrisvaraforði Seðlabanka Íslands var orðinn 822 milljarðar króna í lok árs 2019. Alls lækkaði gengi krónunnar um 3,1 prósent og Seðlabankinn greip nokkrum sinnum inn í til að stilla af kúrs hennar í fyrra.
Kjarninn 19. janúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent