Skýrsla um tilkomu Íslands á gráa listann væntanleg

Dómsmálaráðherra og fjármálaráðherra ætla að kynna skýrslu um aðdraganda þess að Íslandi var sett á gráa lista FAFT og hvernig stjórnvöld ætli að koma landinu af listanum.

Bjarni Benediktsson,fjármála- og efnahagsráðherra.
Bjarni Benediktsson,fjármála- og efnahagsráðherra.
Auglýsing

Bjarni Bene­dikts­son fjár­mála­ráð­herra og Áslaug Arna Sig­ur­björns­dóttir dóms­mála­ráð­herra stefna á að skila skýrslu um aðdrag­anda þess að Ísland lenti á gráa lista FATF og hvernig stjórn­völd ætla sér að koma Íslandi af hon­um. Sú skýrslu verður kynnt fyrir Alþing­i. Ráð­herr­arnir komu fyrir efna­hags- og við­skipta­nefndar Alþingis í dag til að ræða um stöðu Íslands á gráum lista FAT­F. 

Erfitt að segja til um afleið­ing­arn­ar 

Til­kynnt var á föstu­dag­inn að Ísland hefði verið sett á gráan lista al­þjóð­­­legu sam­tak­ana Fin­ancial Act­­­ion Task Force (FAT­F) vegna ónógra varna gegn pen­inga­þvætti og fjár­­­­­mögnun hryðju­verka. Ísland bæt­ist á list­ann ásamt Mongólíu og Simbabve.

Bjarni sagði á fund­inum að erfitt væri að segja til um hvaða afleið­ingar vera Íslands á gráum lista FATF muni hafi. Hann segir að stjórn­­völd hafi farið yfir þá óvissu­þætti sem þessu fylgi og fylgst með þeim, svo sem áhrif­um veru Íslands á list­an­um á gengi krón­unn­­ar, lausa­fjár­stöðu­stöðu bank­anna, erlenda fjár­­­fest­ingu, láns­hæf­is­­mat og gjald­eyr­is­­mark­aði. Enn sem komið er hafi vera Íslands á gráa list­an­um lítil eða eng­in áhrif haft.

Auglýsing

Engin raun­veru­leg dæmi um pen­inga­þvætti

Bjarni sagði jafn­framt að það væri spurn­ing hvort fylgdi meiri álits­hnekkir: Að vera með nokkur atriði útistand­andi sam­kvæmt úttekt FAT­F eða vera með raun­veru­leg pen­inga­þvætt­is­vanda­mál?

„Mik­il­vægt er að hafa það í huga að það hafa aldrei komið fram í þess­ari vinnu ásökun eða ábend­ing um að það væri raun­veru­legt vanda­mál til staðar eða dæmi um raun­veru­leg pen­inga­þvætt­is­mál ­sem ­ís­lensk ­stjórn­völd ættu að hafa áhyggjur af. Þetta held ég að menn ættu að hafa í hug þegar menn tala um orð­spors­á­hætt­una sem þessu fylgir,“ sagði Bjarni.

Jafn­framt sagði hann að sam­­töl hans við aðra ráð­herra, svo sem á fundi nor­rænna fjár­­­mála­ráð­herra, hefðu held­ur dregið úr áhyggj­um hans af mein­t­um á­lits­hnekkj­um. Marg­ir væru því sam­­mála að Ísland ætti ekki heima á list­an­­um.

Þor­steinn Víglunds­son, þing­maður Við­reisnar og nefnd­ar­mað­ur­ efna­hags- og við­skipta­nefnd­ar, svar­aði þá Bjarna og sagði að það að engin dæmi væru um ­pen­inga­þvætt­is­mál hér á landi væri frekar vís­bend­ing um veik­leika ­eft­ir­lits­kerf­is­ins fremur en að hér á landi væri ekki slík mál að finna.

Skýrsla vænt­an­leg

Að lokum til­kynnti Bjarni að hann og ­dóms­mála­ráð­herra hefðu rætt um að koma skýrslu fyrir Alþingi um þetta efni. Aðdrag­anda þess að Ísland lenti á gráa list­anum og hvernig stjórn­völd ætli sér að koma land­inu af list­an­um. 

Fimmta úttekt FAT­F mun fara fram árið 2023 og árétt­að­i Ás­laug Arna að með stýri­hópn­um, sem skip­aður var árið 2018, væru stjórn­völd betur í stakk búin að taka við ábend­ingum frá­ FATF.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kristbjörn Árnason
Röddin aftan úr myrkviðum fortíðarinnar
Leslistinn 12. nóvember 2019
Wikileaks birtir 30 þúsund skjöl um Samherja
Stundin, Al Jazeera, Wikileaks og Kveikur RÚV hafa í samstarfi unnið að umfjöllun um mútugreiðslur Samherja í Afríku.
Kjarninn 12. nóvember 2019
Samherji fjallaði sérstaklega um spill­ingu og mútur í árs­reikn­ingi
Í nýjasta ársreikningi Samherja segir að fyrirtækið ætli að setja sér skrifleg viðmið um sið­ferði, spill­ingu, mann­rétt­indi og mútur á árinu 2019. Nú er Samherji ásakaður um spillingu og mútur í Namibíu.
Kjarninn 12. nóvember 2019
Kristján Vilhelmsson og Þorsteinn Már Baldvinsson eru helstu stjórnendur og eigendur Samherja.
Samherji sagður hafa mútað ráðherrum til að komast yfir kvóta í Afríku
Í Kveiki í kvöld sagðist fyrrverandi yfirmaður hjá Samherja í Namibíu hafa tekið þátt í að greiða mútur til háttsettra ráðamanna í landinu til að tryggja Samherja kvóta. Það hafi verið gert með aðkomu Þorsteins Más Baldvinssonar, forstjóra Samherja.
Kjarninn 12. nóvember 2019
Vilhjálmur Egilsson formaður hæfnisnefndar
Tíu umsækjendur eru um stöðu varaseðlabankastjóra á sviði fjármálastöðugleika.
Kjarninn 12. nóvember 2019
Borghildur Sölvey Sturludóttir
Fegurðin býr í fólkinu
Kjarninn 12. nóvember 2019
Þjóðlegir þræðir
Þjóðlegir þræðir
Þjóðlegir þræðir – Hárið
Kjarninn 12. nóvember 2019
Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar.
Ríkisframlög til Samfylkingarinnar nær fjórfölduðust í fyrra
Framlög úr ríkissjóði til Samfylkingarinnar voru 89 milljónir í fyrra sem er nær fjórfalt hærri upphæð en árið 2017. Framlög ríkissjóðs til stjórnmálaflokka voru hækkuð á síðasta ári að til­­­lögu sex flokka sem sæti eiga á Alþing­i.
Kjarninn 12. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent